Morgunblaðið - 10.03.1974, Page 1
48 SIÐUR OG LESBOK
58. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 10 MARZ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins
A1 Ahram:
Verkföllin standa enn í Eþfópíu og mikil ólga er í landinu. Þessi mynd er af
stúdentum og verkamönnum í kröfugöngu og vilja þeir ekki aðeins betri
lífskjör heldur og lýðræðislegra stjórnarfar.
EÞIQPIA:
Hungursneyðin breið-
ist suður á bóginn
Genf, 9, marz NTB
% Upplýst er I dag af
hálfu Rauða krossins í
Genf, að hungursneyðin í
þurrkahéruðunum í
Eþíópíu virðist nú vera að
breiðast suður á bóginn til
svæðanna á landamærum
Eþíópíu og Kenya.
% Vestur-þýzkur fulltrúi
Rauða krossins, Rolf
Schmidt, kom til höfuð-
stöðvanna í Genf í gær eft-
ir að hafa ferðazt um í
Eþíópíu og kynnt sér
ástandið. Hann upplýsti,
að vænta mætti hungur-
dauða um 300.000 manna í
héruðunum Gemo, Gufa og
Sidamo, bærist ekki skjót
4 S-Afríkumenn
felldir 1 Rhódesíu
Pretoria, 9. marz. AP.NTB.
FJÓRIR lögreglumenn fráSuður-
Afrfku féllu í bardaga við skæru-
liða í Rhódesíu f gær og þess
fimmfa er saknað að þvf er
Lowrens Muller, lögregluáðherra
Suður-Afríku, skýrði frá í dag.
Atburðurinn mun hafa gerzt
skammt frá Kandahar-eyju, um 6
km norður af bænum við
Viktorfufossa, að þvf er segir f
skeyti frá fréttaritara AP, Reg
Shay, sem er staddur skammt frá
Zambesi-fljóti.
Suður-afrísku lögreglumönnun-
um virðist hafa verið veitt fyrir-
sát. Talið er að týndi lögreglu-
maðurinn, hvftur liðþjálfi, hafi
verið tckinn til fanga. Skæruliðar
munu hafa haft hann með sér yfir
Zambesi að sögn Shays.
Flokkar lögreglumanna frá
Suður-Afríku hafa aðstoðað f
nokkur ár við tilraunir Rhódesíu-
manna til þess að koma í veg fyrir
að skæruliðar laumist inn í
Rhódesíu yfir Zambesi-fljót.
Niu suður-afrískir lögreglu-
menn hafa fallið í Rhódesíu á
undan förnum 15 mánuðum.
Skoðunarferðum til Viktoriu-
fossa hefur verið aflýst vegna at-
burðarins, en annars gengur lifið
sinn vanagang í ferðamannabæn-
um við fossana. Öll umferð um
Zambesi-fljót hefur einnig verið
stöðvuð.
aðstoð utanlandsfrá. Sagði
hann enga beit lengur að
finna fyrir húsdýr á þess-
um slóðum, sem eru lífs-
grundvöllur íbúanna þar.
Schmidt upplýsti, að flutningur
matvæla væri eitt helzta vanda-
mál hjálparstarfsins í suðurhluta
Eþíópíu, en kvaðst vonast til, að
matvælum yrði fljótlega komið til
hinna þurfandi með því að nota
þyrlur. Hann sagði, að um 5000
lestir af hveiti, sem hefðu verið
sendar til Eþíópiu hefðu í tvær
vikur verið í geymslu i hafnar-
borginni Djibouti, vegna hins
slæma ástands vega landsins.
Rauði krossinn hefur skírskot-
að til þjóða heims að senda hjálp í
formi matvæla, lyfja og fjár,
til aðstoðar þeim tveimur millj-
ónum manna i Eþíópiu, sem háðar
eru matargjöfum stjórnvalda.
Olíubanninu
á Bandaríkin
verður aflétt
Kairó, 9. marz, NTB.
EGYPZKIR embættismenn stað-
festu I morgun, að fundur olfu-
málaráðherra Arabaríkjanna yrði
haldinn í Kairó á morgun (sunnu-
dag) og dagblaðið AI Ahram, sem
er hálfopinbert málgagn egypzku
stjórnarinnar, sagði I frétt, að
ráðherrarnir myndu ákveða að af-
Flugslys í Hanoi;
15 blaða-
menn fórust
Algeirsborg, 9. marz AP.
FLUGVÉL af gerðinni Antonov
24 fórst í gær við herflugvöllinn í
Hanoi og með henni áhöfnin,
nokkrir N-Vietnamar og fimmtán
alsírskir blaðamenn, sem komnir
voru til Norður-Vietnams til að
fylgjast með ferðalagi Houaris
Boumediennes, forseta Alsirs, þar
í landi. Forsetinn hafði áður
heimsótt N-Kóreu og Kína.
Af hálfu n-vietnamskra yfir-
valda hefur ekki enn verið upp-
lýst hversu margir N-Vietnamar
fórust og ekki er vitað hvort
áhöfnin var öll frá N-Vietnam.
Flugvélin var rússneskrar gerðar
i eigu stjórnar N-Vietnams og
hafði verið lánuð blaðamönnun-
um alsírsku til að fylgjast með
Boumedienne. Ekki er upplýst að
heldur hvað slysinu olli.
létta oliusölubanninu áBandarík-
in.
Mikil óvissa hefur ríkt um
fundarstaðinn undanfarna daga
og síðast í gær var haft eftir
„áreiðanlegum heimildum“ i
Libýu, áð fundurinn yrði haldinn
þar á miðvikudaginn. Þetta bend-
ir til, að Arabaleiðtogarnir séu
ekki á eitt sáttir í þessu máli.
Egyptar lögðu mikla áherzlu á,
að fundurinn yrði haldinn þar i
landi og þeim mun umhugað um
að leika þar aðalhlutverkið til að
vega á móti herskárri öflunum.
Þeim er nokkuð umhugað um, að
sambúðin við Bandaríkin sé góð,
a.m.k. meðan verið er að ganga
frá friðarsamningum við Israela.
Sadat vann mikinn pólitiskan sig-
ur með október-stríðinu og hann
vill mikið til vinna, að ekki syrti
aftur i álinn. Egyptar eru nýbúnir
að taka upp stjórnmálasamband
við Bandaríkin, en þvi var slitið
eftir sex daga striðið 1967.
Biskupar þinga
Madrid, 9. marz, AP
KAÞÓLSKU biskuparnir á Spáni
héldu áfram fundum sinum í dag
til að reyna að finna lausn á deil-
unni við stjórnvöld. Antonio
Anoveros, biskup í Bilbao, sem
flutti predikunina umdeildu, sit-
ur fundinn en hann hefur neitað
að verða við þeirri kröfu stjórri-
valda að fara úr landi.
Tunglgrjót jafn-
gamalt jarðgrjóti
Moskvu, 9. marz AP.
TASS-fréttastofan skýrir
frá því í dag, að sovézkir
vísindamenn séu þeirrar
skoðunar, að grjótsýni tek-
in á tunglinu séu jafngöm-
Kveðjuathöfn um Sól
Hurok í Carnegie Hall
New York, 9. marz, AP.
FJÖLDI frægra listamanna og
listaáhugamanna var meðal
þeirra 2.800 gesta, sem við-
staddir voru kveðjuathöfn hins
heimskunna umhoðsmanns
listamanna og skemmtikrafta,
Sols Huroks, sem fram fór í
Carnegie Hall 1 New York. Var
athöfn þessi stutt og komu þar
fram söngvararnir Marian
Anderson og Jan Peerce og
fiðluleikarinn Isaac Stern.
Hurok lézt sl. þriðjudag af
hjartaslagi, 85 ára að aldri.
Kista Huroks, sem var þakin
rauðum rósum, stóð á miðju
sviðinu, sem var að mestu leyti
autt þar fyrir utan, aðeins tá-
einir stólar og ræðustóll.
Margir viðstaddra, óperu-
söngvarar, listdansarar, tón-
Iistarmenn, hljómsveitarstjórar
og fulltrúar fleiri listgreina
höfðu áður komið fram á þessu
sviði á vegum Huroks. Þar voru
m.a. söngvararnir Robert Merr-
i 11, Renata Tebaldi og Roberta
Peters, píanóleikararnir Van
Cliburn og Byron Janis, gítar-
leikarinn Andrei Segovia og
hljómsveitarstjórinn Leonard
Bernstein. Sömuleiðis var
meðal Viðstaddra sendiherra
Sovétríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, Yakov A. Malik, en
Hurok hefur haft um það for-
göngu um langt árabil að fá til
Bandaríkjanna fremstu lista-
menn frá Sovétrikjunum.
Marian Anderson sagði i
minningarorðum sínum um
Hurok, að hann hefði hjálpað
fjölmörgum listamönnum að
fóta sig á listabrautinni, styrkt
göngu annarra eftir henni og
veitt milljónum manna gleði, er
auðgað hefði líf þeirra.
Sol Hurok var lagður til
hinztu hvildar í hofi Israels í
Hastings-on-Hudson í New
York.
ul eða ámóta að aldri því
grjóti, sem jörðin er af ger.
Það eru vfsindamenn frá jarð-
eðlisfræðistofnuninni í Moskvu,
sem komizt hafa að þessari niður-
stöðu eftir rannsóknir á sýnum
frá tunglinu, sem hin ómönnuðu
geimför Sovétmanna, Luna 16 og
Luna 20, hafa komið með til jarð-
ar. Hafa þeir borið niðurstöður
sínar saman við niðurstöður
bandariskra visindamanna og nið-
urstöður athugana á jarðgrjóti og
segja, að margar gerðir tungl-
grjóts, sérstaklega basalts, likist
jarðgrjóti. Þéir segja ennfremur,
að tunglsýnin innihaldi meira af
járni, titanium og öðrum málmum
en jarðgrjót og sé ástæðan sú, að
yfirborðsefni hafi kristallast fyrr
á tunglinu en á jörðu.
20 börn létust
TUTTUGU börn á aldrinum 8 til
12 ára biðu bana þegar vörpu-
sprengja, sem skæruliðasveitir
kommúnista skutu, lenti i skóla-
garði.
Það voru frimínútur í skólanum
og börnin voru úti að leika sér
þegar sprengjan lenti. Skólinn er
um 45 mflur fyrir suðvestan
Saigon og á því svæði hefur verið
fremur rólegt að undanförnu.