Morgunblaðið - 10.03.1974, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974.
Kvikmyndir
Eftír Björn Vtgní Sígurpálsson
ALLT frá því að Point Blank var
sýnd hér fyrir fáeinum árum i
Gamla bíó hefur mér jafnan þótt
einna mest koma til John Boor-
man af brezkum kvikmynda-
gerðarmönnum af yngri kynslóð.
Þó að Boorman sé búsettur á (r-
landi, hefur hann Utið rengizt við
kvikmyndagerð í heimalandi sínu
heldur fetað i fótspor Hitchcocks
og gert myndir sinar í Ameriku
með þarlendu fjármagni. Flestar
helztu myndir Boormans hafa
verið sýndar hérlendis — auk
ofangreindrar myndar bæði Hell in
the Pacific og Leo the Last og
áður en langt um liður fáum við að
sjá næstsiðustu mynd Boormans
— Deliverance, sem Austurbæjar-
bió hefur tryggt sér sýningarétt á.
Deliverance er amerisk dæmi-
saga — „saga af bandariskum
borgarmönnum, sem láta heillast
af óbyggðaferðum, en hitta
náttúruna fyrir t hefndarhug",
eins og Boorman lýsir henni
sjálfur. Nýjasta mynd Boormans
nefnist hins vegar Zardoz, ekki
óáþekk Deliverance að inntaki, en
sett i búning visindaskáldsögu
(science fiction). Boorman frum-
samdi handritið, leikstýrði mynd-
inni og framleiddi. Hún hefur
fengið misjafna dóma í Banda-
rikjunum, menn hæla Boorman
sem áður fyrir sérstæða og tækni-
lega fullkomnun i myndformum,
en efnisinntakið fer að mestu leyti
fyrir ofan garð og neðan. Niður-
staðan hjá þorra gagnrýnenda er
þvi fremur neikvæð.
Boorman kvikmyndaði Zardoz á
grænum grundum Wicklow-sveit-
ar á Irlandi, sem verður að teljast
óvenjuleg umgjörð visindaskáld-
sögu. Sagan gerist eftir 220 ár, en
þar sést hvergi geimskip eða
geimbúningar. Þvert á móti
spássera söguhetjur þar um í
miðaldaklæðum og tónlistin I
myndinni er leikin á ævaforn
hljóðfæri frá dögum vestrænnar
tónlistar.
Höfundurinn segir Zardoz tví-
mælalaust innan ramma visinda-
skáldsögunnar — „hún stendur
nærri vönduðustu tegund slíkra
bókmennta, sem byggja mjög á
likingum", segir Boorman.
„Flestar vísindaskáldsögur, sem
komið hafa óorði á þessa bók-
menntastefnu, eru ekkert annað
en ævintýrafrásagnir i geimklæð-
um. En það má kannski segja, að i
þessari mynd sé fremur fjallað um
hinn innri geim en þann ytri."
Myndin lýsir samfélagi velferð-
er og áhyggjulauss lifs, þar sem
misrétti, dauða og sjúkdóma hefur
verið útrýmt. Samfélagið hefur að
stefnumiði að varðveita hið bezta i
menningu mannsandans og sú er
skýringin á klæðaburði fólksins og
tónlist. Spennan hefst, þegar
hrotti einn (leikinn af Sean
Connery) brýzt inn i þetta sér-
stæða samfélag og hann ber með
sér eitur dauðans. sem er um leið
eitur breytinganna, og þá skiptir
sköpum. „Visindin og rökfestan
eru ekki óskeikul." segir Boor-
man. „Þverstæðan á sér lítið Ijóð:
Hér hefur fólkið til dæmis gleymt
því, hvað dauðinn er og fyrir
bragðið hefur það tapað lifs-
þránni."
Við samningu Zardoz leitaði
Boorman víða fanga og i handrit-
inu má finna áhrif allt frá L. Frank
Baum til T. S. Eliot. Einnig varð
hann fyrir verulegum áhrifum af
bók J.R.R. Tolkiens — Lord of the
Rings (sem er á góðri leið með að
verða tízkulesning hér heima fyrir)
og ýmsum öðrum verkum, er
sækja efnivið til miðalda. „Þetta
miðaldaform hefur jafnan vakið
áhuga minn," segir Boorman,
„og mér datt í hug, að gaman
gæti verið að flytja það fram f
framtíöarsýn "
Þá vikur sögunni til Frakklands.
Rar er komið upp dálitið spauglegt
nr,ál — árekstur milli kvikmynda-
beimsins og utanríkismála. Svo er
rnál með vexti, að kinversk stjórn-
völd oru um þessar mundir æf yfir
síðasta framlagi fransks kvik-
myndaiðnaðar og hafa sagt
heimamönnum skoðun sina i þeim
efnum, að þvi er segir í fréttagrein
Framtíðarsýn
og lítil þúfa,
sem veltir
þungu hlassi
frá NTB. Myndin, sem gerir Kin-
verjum svo gramt i geði, er dálitið
sprell, sem nefnist Les Chinoie a
Paris eða Kinverjarnir f Paris, og
hlaut hún einróma lof franskra
gagnrýnenda. er hún var frum-
sýnd þar í fyrri viku. Kinverski
sendiherrann er hins vegar á öðru
máli. Hann hefur borið fram opin-
ber mótmæli stjórnar sinnar vegna
myndarinnar og fullyrðir þar, að
myndin skipi Alþýðulýðveldinu
Kina > bás með Þýzkalandi nas-
ismans. Þar með eru allar likur á.
að þessi gaman mynd eigi eftir að
draga dilk á eftir sér á vettvangi
utanríkismála.
Myndin greinir frá kinverskum
hermönnum, sem hertaka Paris
árið 1974 — ekki þó með skot-
vopnum heldur blómum. í reynd-
inni snýst myndin aðallega um
það, hvernig heimamenn taka á
móti þessu innrásarliði, ganga á
mála hjá aðkomum önnunum,
blómstra i svartamarkaðsbraski og
embættismenn fremja spillingar-
dans. f stórum dráttum gengur
Iffið sinn vanagang svo lengi sem
heimamenn fá að stunda eftir-
lætisiðju sína: Mat, vin og konur.
Viðkunnanlegt gaman, segja
gagnrýnendur, en með broddi þó.
Það eru i rauninni Frakkar sjálfir,
sem eiga sneiðina, en ekki Kin-
verjar, fullyrða franskir fréttaskýr-
endur. Verðí menn að draga ein-
hverjar ályktanir af henni, þá sé
eðlilegast að lita á hana sem
ádeilu á atferli Frakka á hernáms-
árum nasismans. Leikstjórinn
Jean Yanne segist ekkert botna i
særindum Kínverja og kveðst hafa
teflt fram Kinverjum f þessari
mynd þar sem hann hafi hreinlega
verið orðinn leiður á Þjóðverjum
sem hernámsliði. „En þetta er al-
varlegt mál. 800 milljónir manna
án kimnigáfu eru mun hættulegri
en 800 milljónir manna undir
vopnum," var haft eftir Yanne.
Viðbrögð frönsku þjóðarinnar i
síðari heimsstyrjöldinni hafa um
langt skeið verið feimnismál i
Frakklandi. Umræða um málið
hófst ekki af alvöru fyrr en eftir
sýningu á heimildarmyndinni Le
Chargrin et la pitie fyrir fáeinum
árum. Hún var upphaflega gerð
fyrir sjónvarpið, en aldrei sýnd
þar. Hins vegar braut einn virtasti
kvikmyndagerðarmaður Frakka
Louis Malle ísinn fyrir fáeinum
vikum með mynd sinni Lacombe
Lucien, sem var Iftillega getið hér i
siðasta þætti.
Myndin um Kínverjana i París er
fyrst og fremst hugsuð sem
afþreying. en allir þættir fransks
þjóðfélags fá þar skammtinn sinn.
Gagnrýnendur telja þó fyndnasta
atriði myndarinnar vera „paródiu"
á kinverska alþýðuleikhúsið, og
það er einmitt þetta atriði, sem
Kinverjar hafa hreyft kröftugum
mótmælum við. Og eftir þessi
mótmæli er myndin hætt að vera
gamanmál fyrir Michel Jobert
utanríkisráðherra Frakka, þó að
hann fullyrði, að samskipti Frakk-
lands og Kina séu traustari en svo,
að ein kvikmynd geti lagt þau að
velli. Myndin getur nefnilega haft
hinar alvarlegustu afleiðingar, þó
að of snemmt sé að fullyrða
nokkuð þar um. I mótmælum sín-
um hafa Kinverjar haldið þvi fram,
að frönsk stjórnvöld hefðu átt að
stöðva sýningar á mynd, sem sé
100% andkinversk og dragi dár að
Rauða hernum og kinversku
alþýðuleikhúsi. Hið diplómatfska
orðfæri orðsendingarinnar er
óvenju hvasst — „stjórnin ætti
ekki að ganga þess dulin, að þetta
mál getur haft hinar alvarlegustu
afleiðingar fyrir samskipti landa
okkar", segir þar.
Fréttaskýrendur i Paris óttast
nú, að málin geti tekið enn alvar-
legri stefnu, þvi að ekki sé loku
fyrir það skotið, að kinverski
sendiherrann og menningarfulltrú-
inn verði kallaðir heim. Um leið
geti málið sett forsætisráðherra
Kina, Chou En-lai, i hinn mesta
vanda. þar sem hann á nú undir
högg að sækja heima fyrir i við-
leitni sinni viö að bæta sambúðina
við hinn vestræna heim.
TILSÖLU Sófasett, sófaborð, sjónvarp, hjónarúm og setubaðkar. Upplýsingar í síma 50005 GULLEYRNARLOKKUR. aflangur, með rauðum steini í endanum, tapaðist á árshátið Strandamanna, Hótel Borg, laugard. 2. marz. Finnandi hringi í sima 33434. Fundarlaun.
YTRI-NJARÐVÍK Til sölu nýlegt einbýlishús í Ytri- Njarðvík, Sími 2814. NÝ 3JA HERB. ÍBÚÐ í Breiðholti til leigu. Tilboð sendist Mbl. merkt 612, fyrir þriðjudag.
KJALLARAÍBÚÐ Til sölu er tveggja herbergja kjall- araíbúð. Allt sér. Tilboð merkt: „Innan Hringbrautar — 4895". BMW 1600 til sölu BMW árg 1971 Ekinn 58 þúsund km Skipti koma til greina Til sýnis að Kársnesbraut 26 Sími 42910
FORD FAIRLANE '70 Sportbíll 2ja dyra. Sérstaklega fal- legur til sölu. Má borgast með 3ja—6 ára skuldabréfi eða eftir samkomulagi. Sími 22086. GERUM VIO kaldavatnskrana og WC-kassa Vatnsveita Reykjavikur, simi 13134.
RENNIBEKKUR Járnsmíðarennibekkur óskast ásamt hulsuborvél á fæti. Uppl. í síma 41 81 7 og 72087 á kvöldin BRONCO Bronco árg. '66 til sölu. Upplýs- ingar í sima 85431.
VINNUSKÚR Til sölu góður vinnuskúr. Upplýs- ingar í sima 15526. TILLEIGU I BREIÐHOLTI 3ja herb ibúð og eldhús 2ja herb. ibúð og eldhús. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1 5. þ.m. merkt: „4889".
RÚSSAJEPPI ÁRG. '59. til sölu, álhús, lítið notuð vél, ódýr gegn staðgreiðslu. Uppl. i sima 92-1 21 4 eftir kl. 7 næstu kvöld. TVEIR BÍLAR Hornet '72 til sölu. Rauður. Pow- erstýri. Einnig Rambler station '66 sjálfskiptur, powerbremsur, blár. Uppl i sima 23805 i dag kl 1 —5.
KEFLAVÍK Verzlun Kristinar Guðmundsdóttur er lokuð. Þakkar viðskiptavinum sínum góða samvinnu. GÓÐ ORGANPINE HURÐ með karmi tilsölu Simi 50730.
HANDAVINNUNÁMSKEIÐ Nýtt námskeið hefst 20. marz. Flos, fina og grófa nálin. Myndvefnaður, taumálun og fleira. Innritun i síma 41 955. TILSÖLU TOYOTA MK II 1970 ^^ 71. Hardtop — coupé. Nýinnfluttur. Glæsilegur bill. Einn- ig Chevrolet Pick-Up 1967 Upp- lýsingar i simum 38294 og 72027 TILSÖLU svo til ný Candy þvottavél. Gott verð Upplýsingar i sima 52477. LÁN ÓSKAST Óska eftir sambandi við mann, sem getur lánað 300—400 þús- und kr. í ca 1 ár gegn öruggu fasteignaveði. Tilboð sendist Mbl. fyrir n.k. fimmtudag merkt „Hag- stætt — 1377". KVENFÉLAGIÐ KEÐJAN Skemmtifundur verður haldinn að Bárugötu 11 fimmtudaginn 14 marz kh 20.30. Spilað verður bingó Skrúfudagurinn verður laugar- daginn 1 6. marz. Stjórnin.
JWorgunÍJla&ifc mRRCFRLDRR mÖCULEIKR VÐRR
Trésmlðlr - trésmiðlr
fræðist um
hinargeysivinsælu framleiðslu okkará:
spónapressum
kantlímingarpressum
kantslípivélum
skápapressum
sjálfvirkum hillulista, borvélum
og fjölmörgum öðrum vélum.
Tug ára reynsla, tryggir gæðin.
Greiðsluskilmálar.
STÁLVIRKINN H.F.,
Skeifan 5, Reykjavík,
sími sölumanns 1 31 60.
verkstæðið 85260,
heimasimi 85059.