Morgunblaðið - 10.03.1974, Page 14

Morgunblaðið - 10.03.1974, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. 14 ÖFÁU ungu fólki er kunnugt um, að hugtakið „að skemmta sér“ hefur átt erfitt uppdráttar í höf- uðstað tslands undanfarin ár. Það er orðið slíkt streð og púl og rembingur við að komast á ein- hvern þolanlegan stað, þar sem hægt er að „skemmta sér“, að skemmtunin sjálf er í lágmarki. Það getur tekið allt að helmingi lengri tfma að komast inn á skemmtistaðina en maður fær svo innan dyra, auk þess sem örtröðin Einn af lesendum SLAGSÍÐUNNAR. sem hefur dálæti á poppteikn- ingum, hefur sent okkur þessa teikningu og fleiri, sem viS birtum sfðar. A5 skemmtasér, vera tra&rin \mdix EFTIR EDWARD SVERRISSON þar er slfk, að menn virðast þurfa að vera æði hátt uppi til að vera ekki afskaplega langt niðri. Þetta er vandamál, sem þó kann að vera að leysast. Engu að síður er ekki við því að búast, að sú lausn verði fullnægjandi eða end- anleg. Og grein sú, sem Edvard Sverrisson pop-sérfræðingur Vik- unnar ritar á Slagsfðuna f dag, gæti kannski orðið upphaf að frekari umræðu manna hér á síðunni um úrbætur, hugmyndir og leiðir í þessum efnum.Slagsíð- an er opin. 0 Lítið sem ekkert hefur verið rætt um hið svokallaða skemmti- staðavandamál hérlendis að und- anförnu. Að ekki skuli gert meira veður út af því vandræðaástandi, sem í þessum málum ríkir, ber greinilega vott um, að þeir, sem gjarnan vildu leggja orð í belg, vita, að ekki verður á þeirra mál- flutning hlýtt. En það er vissulega þörf fyrir snara bót á vandanum. Nauðsyn- legt er í því sambandi að fjölga til muna litlum skemmtistöðum eða I samkomustöðum, þar sem hægt væri að h’lýða á góða tónlist og spjalla við kunningjana, án þess að verða troðinn undir. Enginn veit, hvað fylgir því að reyna að komast inn á íslenzkan veitinga- stað um helgar, fyrr en reynt hef- ur þá merku íþrótt. Þvf er væntanlega þannig farið með þá framámenn í íslenzkri pólitík, sem ættu að hafa þessi mál á sinni könnu, að þeir hafa hvorki löngun né þörf til þess að sækja íslenzka skemmtistaði, nema f sérstökum tilvikum. Slík afstaða er mjög eðlileg, en engu að síður hefðu þeir gott af að kynnast skemmtanalífi t.d. Reyk- víkinga á þessu herrans ári 1974, því að það er langt frá því að likjast þvi, er tiðkaðist, þegar þeir voru á biðilsbuxunum. Eftir því sem menn eldast og komast jafn- vel á þing eða i einhverjar háar pólitískar stöður hjá hinu opin- bera eða flokknum, er ekki óeðlilegt, að dómgreind þeirra og glöggskyggni á vandamál þeirra, er yngri eru, sljóvgist. En hvað er það, sem veldur, annað en mann- legur hrörleiki? Jú, það hlýtur að vera afskap- lega þægilegt að sækja fyrirfram ákveðin flokksböll, þar sem for- ystan hefur frátekið borð og eng- um er hleypt inn á staðinn nema hann eða hún hafi staðið sína plikt í þágu flokksins. Það er að sjálfsögðu á skemmtunum hinna Utvöldu, sem hinir útvöld skemmta sér, — einhvers staðar skjóli hvítkalkaðra veggja flokk ins. Þeir þurfa ekki að ganga gegnumþann hreinsunareld, sei hinn venjulegi íslendingur þai að ganga í gegnum ti 1 þ ess eins a geta opinberlega fengið sér staup með kunningjum eða a mennt gert sér dagamun. Vandi málið snertir þá ekki og þeir haf greinilega engar áhyggjur af því Staðreyndin er sú, að á ísland sérstaklega suð-vesturhori landsins, er mjög mikil þörf fyri fleiri samkomustaði, litla san komustaði, en ekki vöruskemmu til þess ætlaður að hýsa sem mes an fjölda „vandræðabarn íslenzks þjóðfélags“, þá, sem viti hvers virði heilbrigt skemmtani lif er og gera heiðarlega tilrau til þess að veita sér það. Hversu lengi fást íslenzkir danshúsagestir til að vera eins og síld í tunnu? Hér eru augun f Donny Osmond — en því miður gátum við ekki litprentað þau aðþessu sinnl! „...eitthvað svoleið- is súkkulaðislegt... ” Háttvirta Slagsíða! Við erum hér nokkrir, sem erum óánægðir með kynningu á hljómsveitum, og ætluðum að leita á náðir SLAGSÍÐUNNAR, t.d. var YES kosin bezta hljómsveit heims, en hún hefur ekki verið kynnt okkur vitandi, en aftur á móti hafa Slade og Osmonds og svoleiðis kújónar verið kynntir í gríð og erg og manni blöskrar, þegar farið er að segja, hvernig augun eru í Donny Osmond eða eitthvað svoleiðis súkkulaðilegt Við vonum, að SLAGSÍÐAN reyni eitthvað til meiri tilbreyting- ar og kynni t.d. YES, Genesis eða eitthvað í þá áttina, þróuðu áttina, en ekki alltaf hjakka í sama farinu. Annað efni á SLAG- SÍÐUNNI er ágætt, t.d. mætti kynning á félagsstörfum ýmissa félaga gjarnan halda áfram. Gunnar Borgarsson og fleiri. r Allt frá Nazareth niður 1 Ola skans ÞRÁTT fyrir ýmsa erfiðleika og markaðsþrengsli í fslenzkum skemmtiiðnaði skjóta nýjar hljómsveitir upp kollinum af og tiL Ein þeirra er hljómsveitin BIRTA. Að sögn meðiima hljóm- sveitarinnar er takmarkið að færa birtu og yl inn í hjörtu lands- manna með vönduðum flutningi tónlistar við allra hæfi. Hljóm- sveitarmeðlimir segjast leggja áherzlu á breidd í lagavali eða eins og þeir orðuðu það sjálfir „allt frá Nazareth niður f Óla skans“. Engin ákveðin tónlistarstefna er því rfkjandi, en með þessu móti telja þeir sig fullfæra til að skemmta fólki á öllum aldri, hvort sem er á unglingadansleik f Tónabæ, laugardagskveldi í Klúbbnum eða á árshátfð Eyfirð- ingafélagsins. Hljómsveitin Birta hóf æfingar fyrir rúmum tveimur mánuðum og hefur komið fram á dansleikjum varnarliðsmanna á Keflavfkurflugvelli og f Alþýðu- húsinu í Hafnarfirði við ágætar undirtektir. Hljómsveitina skipa: Björgvin Björgvinsson trommu- leikari, sem jafnframt er for- svarsmaður þeirra félaga. Hann hefur nokkuð fengist við trommu- slátt áður, var m.a. í Jeremías í eina tíð og lék sl. sumar með hljómsveitinni Ölaffu frá Húsa- vík. Hilmar Smith heitir söngvarinn og er þetta frumraun hans á þessu sviði. Hilmar þykir nokkuð efnilegur sem slíkur og til alls vfs. Hallberg Svavarsson leikur á bassa. Hann er bróðir þeirra ágætu hljóðfæraleikara Kristins og Edda Svavars f Pónik og reynd ar hefur Hallberg leikið meí Pónik af og til f forföllum Þor valds Halldórssonar. Hjalti Gunnlaugsson og Birgii Árnason heita gftarleikararnir of skipta þei r rythma og sóló bróður lega á milli sín. Iljalti var áður Námfúsu fjólu, en Birgir hefui ekki áður leikið í hljómsveit, svt vitað sé. — Og þá er ekki annað eftir er að óskaþeim félögum góðs gengi: f hinni harðvftugu baráttu, sem þeir eiga framundan, um hyll fjöldans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.