Morgunblaðið - 10.03.1974, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.03.1974, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. Mér er Ijósara en áður, hvernig við í Svíþjóð getum undirbúið okkar negðar- varnir NÝLEGA er lokið hér i Reykjavík fundi á vegum Rauða kross ís- lands þar sem hjálparstarfið við Vestmannaeyinga og framtíðar- skipulag neyðarvarna var rætt í ljósi liðinna atburða í Vestmanna- eyjum. Tilefni fundarins var það að neyðarvarnir eru mikið á döf- inni á Norðurlöndum og töldu Rauða kross félögin þar sér nauð- synlegt að kynnast hjálparstarf- inu á íslandi nánar. Fundinn sóttu neyðarvarnastjórar Rauða kross félaganna í F’innlandi, Noregi og Sviþjóð, þeir Pentti Louhi, Kaare Ottersted og Gunnar Nyby. Auk þess sóttu fundinn fulltrúar forsætisráðu- neytis, fjármálaráðuneytis, Almannavarnaráðs, Viðlagasjóðs, Framkvæmdastofnunar, Rauða kross fslands og Rauða kross deildar Vestmannaeyja. F’ulltrúar Vestmannaeyjakaupstaðar gátu ekki komizt til fundarins vegna veðurs. Við náðum tali af Gunnari Nyby og spurðum hann um skoðanir hans á fundinum og hjálparstarfinu. Þess má geta að Gunnar Nyby hefur langa reynslu af neyðarhjálp víða um lönd og er sérstaklega þekktur fyrir störf sin í Perú og Pakistan. — Það er mjög erfitt að segja frá skoðunum sínum eftir þriggja daga langa fundi. Við Svíar höf- um enga reynslu af neyðarhjálp af þeirri stærðargráðu, sem hér var urn að ræða. Hins vegar er okkur mikilvægt að kynnast reynslu annarra, ekki sízt þeirra, sem búa við líkt þjóðskipulag og við. Ekki er ólíklegt að við verð- um fyrir áföllum, enda er það m.a. tíður fylgifiskur þróaðs iðn- ríkis. — Áður en ég kom hingað hafði ég kynnt mér allt, sem fyrir lá um Vestmannaeyjamálið, eins og það hefur komið fram í bréfum, skeyt- um og skýrslum. — Það er mjög einkennileg reynsla að fylgjast með neyðar- hjálp hjá grönnum sínum eftir að hafa kynnst því máli áður hjá fjarlægum þróunarlöndum. Mér var Ijóst áður en fundurinn hófst að aðgerðir til að hindra tjón höfðu tekizt mjög vel, en hins vegar var ég hissa á hversu mikið Rauði kross íslands hafði Iært af reynslu annarra og hversu vel honum tókst að leysa úr óvæntum vandamálum áýmsum sviðum þar sem takmarkaða reynslu er að fá hjá öðrum. — Þá var það óvenjuleg reynsla að sitja fundi þar sem allir aðilar ræddu málin algjörlega af hrein- skilni og virtust ekkert draga undan af því sem lakar hafði til tekizt, en bæta mætti, ef aftur kæmi til neyðaraðgerða. — Mikilvægt er að undirbúa úrlausn mála þannig að allir viti hlutverk hins aðilans og að ríki, sveitarfélög og einkaaðilar skipti með sér verkum eftir hæfni hvers og eins. Þá þurfa menn að fylgjast rækilega með starfi hver annars. Ekki má gleyma mikilvægi fjöl- miðla og að þeir fái reglulegar og réttar upplýsingar. Það er í gegn- um þá sem þeir fá upplýsingar sem fyrir neyð verða og öryggi þeirra getur skipt sköpum í hvernig þeir leysa sín vandamál. Hlutverkið er að hjálpa fjölskyld- um og einstaklingum til að leysa vandamál sín, en ekki leysa þau fyrir einn eða neinn eða reyna að sjálfboðið lið landsmanna hefði ekki brugðist skjótt við undir merkjum Rauða krossins. — í sambandi við skipulag neyðarvarna er mikilvægt að sam- ræma starfið öðrum úrlausnar- efnum, sem á döfinni eru á hverj- um tíma. — Þegar ég held héðan skal ég játa að ekkert hjálparstarf, sem ég hef kynnst, hefur vakið jafn mikla hrifningu mína og starfið hér og mér er miklu ljósara nú en áður, hvernig við i Sviþjóð getum undirbúið okkar neyðarvarnir. Ég ætla að miklu fleiri iðnaðarríki gætu haft af reynslu ykkar mikið gagn. Neyðarvörnum hefur ekki verið gefinn nægur gaumur í Evrópu. — Náttúruhamfarirnar á Is- landi kostuðu ekki mannslíf og slys hafa verið fá. Stærðarhlutföll neyðarinnar hafa verið ólík ýmsu því, sem við kynnumst annars staðar í heiminum. Rauði kross- inn lætur ekki fjölda þeirra sem fyrir neyð verða hafa áhrif á sig. Við höfum áhuga á að hjálpa til við að leysa mál fjölskyldna og einstaklinga. Tjón fjölskyldnanna er ekki hægt að mæla eins og tölu fingurbrota eða fótbrota. Tjón fjölskyldnanna er miklu óljósara segir Gunnar Nyby, neyðarvarna- stjóri sœnska Rauða krossins beygja þá til aðgerða, sem þeim eru ekki að skapi. — Þá er mikilvægt að þeir, sem taka að sér hjálparstörf, eigi ávallt hjálp vísa svo þeir sitji ekki uppi með vandamál, sem er ekki á þeirra einna færi að leysa. — Ég vil sérstaklega geta um mikilvægi forystumanna Rauða kross Islands, þeirra Björns Tryggvasonar formanns og Egg- erts Ásgeirssonar frkvstj., sem skipulögðu allt starfið frá upphafi til þessa dags. Án þessarar for- ystu yrði ekkert hjálparstarf unnið að gagni. En á sama hátt hefði lítið orðið úr þeirra starfi ef og kemur ékki fram fyrr en löngu siðar. Hafi okkur ekki tekizt að leysa mál fjölskyldnanna kemur það síðar niður sem óbein útgjöld fyrir samfélagið. — Fundinum var þannig hagað að farið var yfir alla þætti málsins frá klst. til kl.stundar, degi til dags og mánuð eftir mánuð og allir þættir málsins athugaðir. — Eins og áður sagði þótti mér merkilegt að kynnast hve fljótt Almannavarnir og Rauði krossinn áttuðu sig á málinu og skipulögðu sitt starf. Mér þótti sérstaklega merkilegt að heyra hvernig Rauði krossinn breytti skipulagi sínu frá degi til dags, færði starfsem- I ina til eftir því sem þarfir kröfðu og færðu þátt eftir þátt yfir á hendur Vestmannaeyinga sjálfra. Þá var ég hissa . á hvernig honum tókst að leysa þátt eins og skráningu fólks- ins þegar það kom til Reykjavíkur um morguninn og að unnizt hafði tfmi til að útbúa skráningareyðu- blöð, sem varð lykillinn að fram- | tíðarstarfinu og að fyrirtæki I borgarinnar hefðu þann sjálf- I boðaliðsanda að þau hlypu undir I bagga og kæmu íbúaskrá í 1 skýrslujvélar á annarri nótt eftir gosið. — Þá er það ótrúlegt að hægt væri að finna 5000 manns þak yfir höfuðið á örfáum tímum og gefa öllu þessu fólki mat og drykk þegar 6—9 tímum eftir að gosið hófst. — Þá get ég ekki látið hjá líða að nefna þrjá hluti sem vakið hafa mikla athygli hjá Rauða krossinum í heiminum. Það var skeyti sem Rauði kross Islands sendi til annarra Rk félaga þar ■ sem gerð var grein fyrir ástand- . inu. Þannig fylgdist Rauði kross- | inn um allan heim með málinu frá upphafi, enda held ég að aldrei hafi verið fylgst jafn vel með hamförum eins og þarna. Annað atriðið var hversu mikla áherzlu Rauði krossinn lagði á að aðstoða bæjaryfirvöld Vestmannaeyja í þeirra erfiða starfi og í þriðja lagi i vildi ég nefna hið merkilega brautryðjendastarf sem Ráðlegg- ingarstöð félagsins vann, stöð sem hafði fjölda fremstu sérfræðinga | í samvinnu við lausn örðugra fjöl- 1 skylduvandamála. Sjálfboðaliðs- andinn var þarna í fullum blóma. Allir lögðu hönd á plóginn allt frá fólki sem lagði fram áhuga sinn og vinnu, til fremstu sérfræðinga, fyrirtækja og opinberra stofnana. — Ekki var sízt fróðlegt að heyra hvernig aðilar hjálpar- starfsins eru að leggja drög að framtíðaráætlunum sínum. Áætlanagerð er mikilvæg en þó er nauðsynlegt að ofskipuleggja j ekki og gefa færi á lausn óvæntra I verkefna, því allt sem fyrir kann að koma verður óvænt, en til að leysa þá óvæntu hluti þarf kunn- áttu og þjálfun. „Hann ætlaði að láta mig skrifa, að ég hefði ákveðið að fremja sjálfsmorð...” FYRIR skömmu varð unt; kona hér i bæ fyrir þvi að maður sem hún hafði þekkt um hríð, ógnaðí henni og sjö ára dóttur hennar með kindabyssu og hafði í hótunum um að skjóta þær. Þar sem konunni hefur þótt nokkuð hallað réttu máli i frásögnum af þessum atburði ræddi Mbl. við hana og fékk hennar hlið á þvi. — Við höfðum þekkzt lítil- lega frá áramótum, sagði konan. — I ljós kom, að ég taldí ekki, að við ættum skap saman og sagði honum því að ég hefði ákveðið að slíta þessu. Þennan dag, sem um ræðir kom maðurinn i heimsókn síðla dags, ódrukkinn. Sjö ára dóttir mín var heima. Hann var í fyrstu hinn alúðlegasti, kom með blóm og vildí, að við drykkjum eina kveðjuskál í léttu vini. Skömmu seinna sagðist hann ætla að bregða sér út í bíl að sækja poka, sem hann væri með og býst ég við, að byssan hafi verið í honum, þótt hann tæki hana ekki upp strax. Um níu leytið fór telpan að sofa og ég var farin að tala utan af þvi að hann færi að tygja sig á brott. Við sátum nú þarna og ég reyndi með góðu að fá hann til að fara. Allt í einu dró hann upp byssuna og miðaði henni á mig. Ég get ekki annað sagt en að ég bókstaflega stirðnaði upp af skelfingu. Hann fór að fitla við hana og ég sá að hann var með mörg skot. Telpan vaknaði og kom fram og ég bað hann að fela vopnið, svo að barnið sæi það ekki og gerði hann það um stund. Svo dró hann byssuna upp aftur og sagðist ætla að skjóta mig. Sagði hann að ekki yrði aftur snúið, j)ví að annars myndi ég kæra sig. Eg reyndi að róa hann og af þessu varð enginn hávaði, þegar þarna var komið sögu. Sátum við þarna og þrefuðum um þetta og ég reyndi að róa hann, en ekkert dugði. Um tvöleytið hleypti hann af, en miðaði þó ekki á mig, heldur í vegginn á bak við sófa, sem ég sat í. Þetta gerðist svo snöggt að meðan ég var að átta mig á að hann hafði ekki skotið í mig þá byrjaði hann að hlaða byssuna aftur. Ég þreif þá það sem næst mér var og kastaði í hann og kastaði mér á hann til að reyna að hindra hann í því. Þetta voru einu átökin sem urðu á milli okkar. Hann sló mig þá í höfuðið með byssunni og varð að sauma 4 spor I skurð sem ég fékk á höf- uð og auk þess kom út á mér glóðarauga. Barnið kom aðvíf- andi í þessu. Síðan settist hann niður og miðaði á okk- ur báðar. Það leið langur tími áður en lögreglan kom, en hann lofaði að skjóta ekki. Barn- ið hrópaði upp yfir sig að við vildum ekki deyja, svo hljóp hún fram og náði í handklæði og fór að þvo af mér blóðið og svo sagði hún að við skyldum biðja bænirnar okkar. Hann hélt áfram að miða á mig byss- unni og ég var svo hrædd að tvívegis fór ég að hrópa og í bæði skiptin barði hann mig þá i andlitið. Þegar dyrabjallan hringdi sagði ég telpunni að fara fram og opna eða hrópa á hjálp, því að hann var með lyklana. Um það leyti komst lögreglan inn og þegar ég hrópaði upp, greip hann fyrir munninn á mér og sagði að ég gæti fengið byssuna ef égþegði. Hann hafði fyrr um kvöldið heimtað að ég næði í blað og penna, þvi að hann ætlaði að láta mig skrifa að ég hefði ákveðið að fremja sjálfs- morð. Ég var þá svo máttfarin að ég mátti mig orðið hvergi hræra. Ég margbað hann að leyfa barninu að minnsta kosti að fara fram eða fara með mig út og skjóta mig þar, heldur en að láta barnið horfa á ef hann ætlaði að gera það. Hann þver- neitaði því öllu. — Ég get ekki neitað að þessi atburður hefur haft ákaflega mikil áhrif á okkur. Daginn eftir var mér sagt upp íbúðinni vegna hávaða og óreglu, en þetta var þó í fyrsta og eina skiptið sem einhver hávaði var af mínum völdum þann skamma tíma sem við höfðum búið þarna og maðurinn varð aldrei drukkinn um kvöldið. Við mæðgurnar, sem erum einar, höfðum lengi verið að leita að íbúð og verðum nú að vera upp á náð og miskunn ætt- ingja komnar. Aftur á móti hefði ég ekki treyst mér til að vera áfram i þessari sömu íbúð, ef á það er litið. Hins vegar vil ég ekki gera hlut mannsins verri en ástæða er til, en eftir þeim fréttum, sem blöðin skrifuðu um þetta, mætti halda, að ég væri einhver vandræðamenneskja sem væri sífellt með parti og læti. Eg hef ekki staðið fyrir vlnkaupum né hávaða í þessari íbúð, og mig langar aðeins til að fólk skilji, hvílíkt áfall það er bæði fyrir mig og telpuna að verða fyrir þessu. Mér finnst ég eiga lítið eftir núna — en ég vil þó reyna að halda mannorði mínu og tel að éggeti það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.