Morgunblaðið - 10.03.1974, Page 32

Morgunblaðið - 10.03.1974, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. Fyrsti flugkostur Loftleiða, þriggja sæta Stinson Reliant komin á hjól 7. apríl 1944. 30 ára Loftleiða Ágrlp af Loftleiðir h/f halda upp á 30 ára afmæli sitt í dag. 1 því tilefni hefur Mbl. borizt yfirgripsmikið ágrip af sögu félagsins frá kynningardeild þess, sem hér fer á eftir nokkuð stytt. Myndirnar, sem hér fylgja, eru allar úr myndasafni Ólafs K. Magnús- sonar ljósmyndara Morgunblaðsins, nema 9 myndin af stjórn og varastjórn Flugleiða , h/f. | enn viðurkennd, og nemur mis- munurinn að meðaltali 30%. En einnig hér verður samkeppnisað- staðan æ örðugri vegna marg- víslegra lágra sérfargjalda annarra félaga í áætlunarferðum yfir Norður-Atlantshafið, svo og samkeppni leiguflugfélaga. Eigin skrifstofur og aðalumboð: Reykjavík Aðalskrifstofur Loftleiða hafa alltaf verið í Reykjavík, og frá þvi í maímánuði 1964 í eigin skrif- stofubyggingu á Reykjavíkurflug- velli. Félagið hefir söluskrifstofu í eigin húsnæði að Vesturgötu 2, en vörugeymslur og afgreiðslu með Flugfélagi íslands við Sölvhólsgötu. Loftleiðir stofnuðu bifreiðaleigu í Reykjavík 1. apríl, og 1. júlí 1971 hóf Ferðaþjónusta Loftleiða starfsemi. Keflavíkur- flugvöllur Eftir að Rolls Royce flugvélar Loftleiða komu til sögu vorið 1964 var flugrekstri Loftleiða haldið uppi á tveim flugvöllum í Reykja- vík og Keflavík, en í ágústmánuði sama ár var allur flugreksturinn fluttur til Keflavíkurflugvallar. Samkvæmt samningi, sem gerður Norðurlönd Fyrsta skrifstofa Loftleiða erlendis var opnuð í Kaupmanna- höfn 1. júní 1948. í Noregi var aðalumboðsskrifstofa frá 1952 unz Loftleiðir opnuðu eigin skrif- stofu i Ósló 1. júlí 1971. í Svíþjóð starfaði aðalumboðsskrifstofa frá 1953, en frá 1. sept. 1970 hefir félagið haft eigin skrifstofur í Gautaborg og Stokkhólmi. Aðal- umboðsskrifstofa gætti hagsmuna Loftleiða í Finnlandi frá árinu 1956, en í janúarmánuði 1972 opnaði félagið eigin skrifstofu í Helsingfors. Áætlunarferðum var um nokkurt árabil haldið uppi til Helsingfors, Gautaborgar og Stafangurs, en Norðurlandaferðir Loftleiða eru nú til Óslóar, Stokk- hólmsog Kaupmannahafnar. Luxemborg Hinn 1. maí 1955 opnuðu Loft- leiðir skrifstofu í Luxemborg, og í maímánuði sama ár hófst fyrsta áætlunarferð Loftleiða til Luxem- borgar og frá. Starfsemi Loft- leiða í Luxemborg hefir vaxið ár- lega, og má nefna í því sambandi, að um háannatímann 1973 voru 23 vikulegar áætlunarferðír farn- ar til Luxemborgar og frá. Frá því í janúarmánuði 1972 hefir fjölmennasta deild viðhalds- og viðgerðarþjónustu Loftleiða verið á Luxemborgarflugvelli. Innanlandsflug Seint á árinu 1943 komu þrír ungir flugmenn, Alfreð Elíasson, E.K. Olsen og Sigurður Ólafsson, heim til Islands að loknu námi og störfum í Kanada. Þeir höfðu keypt 4 sæta sjóflugvél af gerð- inni Stinson Reliant, sem þeir töldu, að myndi verða því til tryggingar, að þeir fengju störf við flug á tslandi. Eftir árangurs- lausar samningatilraunir um at- vinnumöguleika hjá Flugfélagi Islands og boð um að afhenda því flugvélina var ákveðið hinn 10. marz 1944 að stofna flugfélagið Loftleiðir. Það hóf starfsemi sína með fyrrgreindri sjóflugvél. Fyrsti flugdagur félagsins var 7. apríl, er flogið var til Isafjarðar frá Vatnagörðum, Reykjavík, sem var bækistöð félagsins. Hekla, fyrsta Skymastervél Loftleiða, kemur til landsins 15. júnf 1947. Nýjasti farkostur Loftleiða DC-8-63 þota í flugtaki. þar upp flugvél, sem fennt hafði yfir frá því i septembermánuði 1950. Vélin var dregin niður af jöklinum og henni svo flogið til Reykjavíkur. Er þessi för einstæð í flugsögunni. Lág fargjöld Sumarið 1952 hófu Loftleiðir vikulegar áætlunarferðir til og frá Ameríku. Félagið notaði hæggengari flugvélar en keppi- nautar þess, og bauð af þeim sök- um lægri fargjöld. Hafa Loftleiðir alla tíð boðið lægri gjöld i áætlunarflugferðum milli Evrópu og Ameríku en þau flugfélög, sem eru innan alþjóðlegu flugfélaga- samsteypunnar IATA. Allt frá upphafi þessara viku- legu áætiunarflugferða hefir starfsemi félagsins vaxið, far- þegafjöldi aukizt og starfsmönn- um fjölgað. Meðan samstarf var innan IATA-félaganna um far- gjaldamál áttu Loftleiðir mjög undir högg að sækja um viður- kenningu stjórnvalda á fargjalda- stefnu sinni. Á Norðurlöndum og Bretlandi lauk þeirri viðureign með því, að Loftleiðir urðu að samþykkja gjaldskrá IATA frá upphafi vetraráætlunar 1971/72. Á fiugleiðinni milli Banda- rfkjanna og Luxemborgar um Is- land eru hin lágu gjöld Loftleiða var milli Loftleiða og íslenzkra stjórnvalda i maímánuði 1962, tók félagið að sér afgreiðslu flug- reksturs á Keflavíkurflugvelli, og tveim árum síðar varð samkomu- lag um, að það sæi einnig um alla farþegaþjónustu. Frá þeim tíma hafa Loftleiðir annazt fyrir- greiðslu alls annars flugs til og frá Keflavíkurflugvelli en þess, sem haldið er uppi af hernaðar- yfirvöldum. Þar eru einnig aðalstöðvar Cargolux, og hinn 1. janúar sl. varð sú skipulagsbreyting, að Cargolux tók við stjórn þessarar deildar Loftleiða á flugvellinum. Áætlunarferðum International Air Bahama milli Luxemborgar og Nassau er og haldið uppi frá Luxemborgarflugvelli. Skrifstofa Loftleiða í Luxem- borg hefir umsjón með starfsemi aðalumboðsskrifstofu Loftleiða í Tvær flugfreyjur Loftleiða um borð I Heklu, Elfnborg Óladóttir og Sigríður Pálsdóttir. Utanlandsflug Árið 1946 ákváðu Loftleiðir að kaupa flugvél til þess að halda uppi ferðum milli Islands og útlanda. Þessi flugvél, sem var af Skymastergerð Douglas DC-4 og nefnd „Hekla“, fór í fyrstu áætlunarferðina frá Islandi hinn 17. júníl947. A tímabilinu frá 1947 til ársloka 1952 reyndi félagið að hasla sér völl á alþjóðamarkaði og hélt þá bæði uppi leiguferðum og óreglu- bundnu áætlunarflugi. Árið 1948 fékk félagið leyfi til að halda uppi áætlunarferðum til Banda- ríkjanna og frá. Jökulævintýrið Frá 8. apríl til 6. maí 1951 fór 12 manna leiðangur undir stjórn Alfreðs Elíassonar og Kristir\s Olsen upp á Vatnajökul og gróf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.