Morgunblaðið - 10.03.1974, Síða 33

Morgunblaðið - 10.03.1974, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. 33 Stjórnar- og varastjórnarmenn Flugleiða h.f. á stofnfundinum, er haldinn var að Hótel Loftleiðum hinn 20. júll sl. Sitjandi (frá vinstrijeru SigurðurHelgason,OttarrMöller,Birgir Kjaran,ÖrnÓ. Johnson Kristján Guðlaugsson, Alfreð Elíasson, E. Kristinn Olsen og Bergur G. Gíslason. Standandi (frá vinstri) eru Einar Árnason, Grétar Br. Kristjánsson, Einar Helgason, Jóhannes Einarsson, Ölafur Johnson Finnbjörn Þorvaldsson, Gunnar Helgason, Axel Einarsson, Jakob Frímannsson og Einar B. Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, er stjórnaði fundinum. Á myndina vatnar Svanbjörn Frímannsson, Geir Zoega, Thor R. Thors, Dagfinn Stefánsson og Jóhannes Markússon. Starfsmenn Loftleiða á frumherjaárunum. Hollandi og i nökkrum borgum í Suður-Evrópu, Asíu og Afríku. Bandaríki Norður-Ameríku Fyrsta áætlunarflug Loftleiða til New York var farið 25/26 ágúst 1948, en vikulegar áætlun- arferðir hófust ekki fyrr en árið 1952. Hefir þeim síðan fjölgað ár- lega, og urðu þær 18 til New York og frá um háannatímann sumarið 1972. Þá hóf félagið reglubundið áætlunarflug til Chicago 2. maí 1973 og voru vikulegar ferðir þangað flestar fimm það sumar. Umboðsskrifstofur gættu hags- muna Loftleiða í Bandaríkjunum frá því árið 1946, unz félagið opn- aði eigin skrifstofur í New York síðla árs 1951. Nú eru aðalskrif- stofur félagsins vestan hafs í Rockefeller Center, en afgreiðsla er á J.F. Kennedy flugvelli. í San Francisco starfaði aðal- umboðsskrifstofa til janúar- byrjunar árið 1970, er Loftleiðir opnuðu þar eigin skrifstofu. f Chicago hafa Loftleiðir haft skrif- stofu frá 1956. I ársbyrjun 1969 var opnuð skrifstofa Loftleiða í Flórída. I febrúarmánuði 1969 var skrifstofa Loftleiða opnuð í Washington, D.C. og 5. apríl 1971 í Houston, Texas. Öllu sölustarfi Loftleiða í Kanada, Mexíkó, mið- og Suður- Ameríku er stjórnað frá skrif- stofu Loftleiða í New York. Auk þessara helztu skrifstofa félagsins rekur það söluskrifstof- ur víðsvegar um heim, og fer þéim fjölgandi með ári hverju. Farþegaflutningar Fyrsta starfsárið fluttu Loft- leiðir 484 farþega. Frá upphafi Kristinn Ólsen, Eggert Kristjánsson þáverandi stjórnarformaður Loftleiða, Hrafn Jónsson og Alfreð Elfasson við komuna til Rvk., eftir björgun skíðaflugvélarinnar á Vatnajökli í maí 1951. Fyrsta RR-400 skrúfuþotan við komuna til landsins 29. maí 1964. Kristinn Ólsen og Alfreð Elfasson. vikulegu áætlunarferðanna til og frá New York hefir farþegafjöld- inn vaxið árlega, og fluttu flugvél- ar félagsins 324,453 farþega árið 1972. Félagið hefir undanfarið verið í niunda sæti þeirra, sem halda uppi áætlunarflugferðum yfir Norður-Atlantshafið, og flutt um 2,4% þeirra, sem ferðast með áætlunarflugferðum á þeirri flug- leið. Sætanýting hefir verið til- lölulega góð, t.d. var hún 74,1% árið 1972, en vegna lágra far- gjalda er hún ekki einhlít til við- miðunar um afkomu. Flugáætlun . Föstum áætlunarferðum er nú haldið uppi til New York, Luxem- borgar, Glasgow, London, Óslóar, Stokkhólms og Kaupmannahafn- ar. Ferðafjöldi er breytilegur eft- ir árstíðum. Flugkostur Sumarið 1973 voru Loftleiðir með fimm þotur f notkun á flug- leiðum félagsins, allar af gerðinni DC-8. Þar af var ein Super 63 og tvær Super 61 með rými fyrir 249 farþega hver, ein DC-8-55 með 173 farþegarými og ein Super 61, sem útbúin var með þrjá vörupalla og að auki sæti fyrir 204 farþega. Yfir vetrarmánuðina er flugflot- inn minni i samræmi við minni flutninga. Viðdvalarboð Loftleiða á Íslandi Árið 1963 ákvað stjórn Loft- leiða að bjóða farþegum sólar- hrings viðdvöl á Islandi á hag- stæðu verði. Árið 1966 var bætt við öðrum degi og árið 1970 hin- um þriðja. Þessi boð hafa orðið vinsæl. Arið 1972 varð tala við- dvalargesta 15,271, og reyndist um fjórði hluti þeirra erlendu ferðamanna, sem sóttu Island heim það ár. Hótel Loftleiðir Hótel Loftleiðir var opnað 1. mai 1966 og ný viðbygging 1. maí 1971. í hótelinu eru 217 tveggja manna herbergi, sex fundasalir, þar sem sæti eru fyrir 420 manns og er þar með talinn 10 manna ráðstefnusalur. 1 veitingasölum er rými fyrir 725 manns. Hótelið er nýjast og nýtízkulegast gisti- og veitingastaða höfuðborgarinnar og sérstaklega útbúið til ráð- stefnuhalds. Nokkur minn- isatriði Heildarvelta Loftleiða var fyrsta starfsárið rúmlega 200 þús- und krónur. Hún reyndist rúmar 3,138 milljónir króna árið 1972. Við árslok 1944 voru starfsmenn félagsins 8, en um áramót 1972/73 voru þeir, heima og erlendis, 1,286, þar af 703 á íslandi, en það samsvarar um 1% af öllum vinnu- færum Islendingum. Loftleiðir hafa undanfarin ár verið einn hæsti skattgreiðandi á landinu, en félagið greiðir þar að auki stórfé í óbeina skatta. Flughjálp Hinn 18 apríl 1969 gerðust Loft- leiðir, ásamt líknarfélagi skandi- navísku kirknanna og íslenzku þjóðkirkjunni stofnendur félags- ins Flughjálpar. Markmið þess er að flytja i lofti hjálpargögn til nauðstaddra. Félagið kom mjög við sögu flutninga til Biafra vegna borgarastyrjaldarinnar i Nígeríu. Cargolux Félagið Cargolux var stofnað í Luxemborg 4. marz 1970 af Loft- leiðum, Luxair og sænska skipafé- laginu Salenia. Félagið heldur uppi vöruflutningum með fimm Rolls-Royce flugvélum víða um heim og haustið 1973 bættist fyrsta þotan í flugflota félagsins. Fjórar Rolls-Royce flugvélanna voru áður í eigu Loftleiða, en eru nú sameign Loftleiða og Salenia A.B. Sjá nœstu síðu A Frá upphafi Loftleiðaævintýris- ins 22. maí 1955, er fyrsta flugið er farið milli New York og Luxemborgar. Victor Dodson samgönguráðherra Luxemborgar flytur ávarp I flugstöðvarbygging- unni í Luxemborg og Ingólfur Jónsson þáverandi samgönguráð- herra fytur ræðu við sama tæki- færi. Við komu fyrstu.flugvélarinnar til Luxemborgar. 22. mal 1955.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.