Morgunblaðið - 10.03.1974, Side 34

Morgunblaðið - 10.03.1974, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. VALDIMAR KRISTINSSON: FARÞEGASKIP MILLI LANDA MÖRGUM þykir leitt, að nú á 1100 ára afmæli íslenzku þjóðar- innar skuli farþegaflutningar á sjó til og frá landinu leggjast svo að segja alveg niður. Eimskipa- félagið, sem haldið hefur uppi þessari þjónustu i 60 ár, treystir sér ekki lengur til að láta hana bera sig vegna harðrar sam- keppni frá fluginu. Sömu sögu er að segja um allan heim; farþega- flutningar á langleiðum hafa dregizt mjög saman, en flugið kemur í staðinn. Á tveimur sviðum hafa farþega- skipín þó haldið sínu og reyndar aukið við sig, en það er með skemmtisiglingum á fjarlægum slóðum og fólks- og bílaflutning- um á skemmri leiðum. Á hvorugu þessu er völ hér á landi, en markaðsskilyrðin áreiðanlega ört batnandi. Þörfin er mest fyrir „fólks- og bílaferju". Segja má, að Iands- menn í heild séu að nokkru leyti i sömu aðstöðu eins og Vestmanna- eyingar. Þeir eiga mikinn og dýr- an bílaflota, en geta ekki notað hann sem skyldí. Reglulegar ferð- ir „bflaferju" mundu mjög breyta aðstöðunni og stórauka samskipt- in við nágrannalöndin, sem eðli- legt er að halda sem beztum tengslum við. Aðstaðan til að flytja fjölda bíla dugir ekki ein sér til að auka áhugann á sjóferðum og tryggja þar með rekstrargrundvöll far- þegaskips. Ymsar aðrar nýjungar þarf að taka upp til þess að vel megi fara. Margir hafa sýnt mál- inu áhuga og nýlega hefur Jón Ármann Héðinsson hreyft því á Alþingi. Ef tekið er saman úr hugmyndum hans og fleiri áhuga- manna um málið munu þær vera eitthvað á þessa leið: Gerð verði víðtæk markaðs- könnun og síðan byggingar- og | rekstraráætlun fyrir „ferjuskip“. I þessum athugunum verði miðað við samvinnu við Færeyinga, ef þeir hafa áhuga á, og einnig spurzt fyrir um velvilja og áhuga annarra Norðurlandabúa fyrir- málinu. Færeyingar eru fimm- tungur á við íslendinga að fjölda, en gætu hugsanlega notað svona skip að þriðjungi vegna sinna sér- stöku aðstæðna. Til þess að hafa sem tíðastar ferðir bæði vegna okkar og Fær- eyinga og til þess að ekki miðist öll ferðalög hér á landi við Reykjavík væri æskilegt, að svona skip hefði endastöð á Austur- landi. Höfn í Hornafirði væri lík- lega æskilegasti staðurinn, en vegna hafnarskilyrða yrði fremur að miða við Reyðarfjörð. Það væri reyndar gott með tilliti til upp- byggingar á Austurlandi, en hef- ur þann ókost að vera í meira en dagleiðar fjarlægð I bíl frá Suð- vesturlandi og Reykjavík. Dreif- ingu ferðaleiðanna ætti þó að meta meira og einnig losnar fólk við Reykjanesröst og langa sigl- ingu meðfram suðurströndinni með þessu móti. Það yrði einmitt mikilvæg forsenda fyrir vinsæld- um skipsins, að fólk kæmist í land á hverjum sólarhring. Sumarrút- una (maí—september) mætti því hugsa sér á þessa leið: Reyðarfjörður — Þórshöfn — Bergen — Hirsthals (á Jótlandi) — Aberdeen — Þórshöfn — Reyðarfjörður. Hríngferðin mundi taka um það bil sex sólarhringa. Þá er einn til vara miðað við vikuferðir og allt- af verið í sömu höfn á sama viku- degi. Lengst mun siglingin milli Þórshafnar og Bergen, og milli Aberdeen og Þórshafnar. Land- göngutíminn getur þá færzt til fram eftir degi. GULLFOSS FLAGGSKIP FLOTA ÍSLENDINGA í MÖRG ÁR Með þessu móti mundu stórauk- ast samskiptin við Færeyinga. Bergen er í bærilegu sambandi við aðra hluta Noregs, auk þess að vera skemmtilegasta borgin þar, og Hirsthals er í viðunandi ná- lægð við Gautaborg og Kaup- mannahöfn. Viðkoma í Aberdeen er nauðsynleg til að deila ferðinni niður í dagleiðir og til að ná tengslum við Bretlandseyjar. Sumir mundu einmitt fara hring- leið í bíl frá Norðurlöndum til Skotlands. Aberdeen er nær 200 þús. manna borg, talin vera sú hreinlegasta á Bretlandseyjum, og þar verzla áreiðanlega þeir félagarnir Marks og Spencer. Einnig er Skotland með falleg- ustu löndum og íbúarnir afar góð- ir heim að sækja. Hafa allt of fáir Islendíngar kynnzt þjóðlífinu þar utan Princess Street. Eins og áður segir er mikilvægt fyrir væntanlega farþega að kom- ast I land á hverjum sólarhring, þótt ekki sé nema í nokkra klukkutíma. Bæði gerir það ferð- irnar fjölbreytilegri og tekur sjó- riðuna og sjóveikina af mörgum. Einnig skiptir stærð skipsins verulegu máli í þessu sambandi. Ekki yrði það minna en 4000 tonn og ef til vill 5—6000 tonn; og að sjálfsögðu búið „jafnvægis- stj órn“. Skipulag um borð og daglegur rekstur skiptir auðvitað höfuð- máli varðandi rekstursafkomuna. Skipið yrði að sjálfsögðu eitt far- rými, en önnur aðstaða misdýr eins og á venjulegu hóteli. Veitingaaðstaðan gæti verið með tvennu móti. Annars vegar „veit- ingabúð“ (cafeteria), sem þyrfti til dæmis að þrísetja þegar far- þegar væru flestir. Mundu þá ýmsir þurfa að bíða nokkurn tíma á matmálstímum. Hins vegar væri lítill veitingasalur með betri bión- ustu, en þar ætti að panta matinn með 2—3 tíma fyrirvara, til þess að tryggja, að ekkert færi til spill- is. Einnig þyrfti að hafa hljóðláta setustofu og svo tónlistar- og ,,pop“-stofu. Eitt þilfar skipsins yrði með föstum, góðum klefum, með baði og snyrtingu; annað þilfar með lausum klefum (íbúðargámum) og í þriðja lagi mætti hugsa sér raðir af „flugstólum", sem nú eru í mörgum ferjum og henta ýms- um, einkum ungu fólki, sem væri aðeins einn til tvo sólarhringa um borð. Síðan kæmi bílaþilfar (og hjólhýsa). Sumir mundu nú segja, að allt þetta væri gott og blessað, en spyrja um leið hvað gera ætti við skipið á veturna. I því sambandi Valdimar Kristinsson. virðist tveggja kosta völ. Sá fyrri, og ólíklegri, er að hafa þá skipið á Miðjarðarhafi og fljúga með far- þega á milli. Þetta mætti reyna. Hinn kosturinn er að nota þá skip- ið sem bílaflutningaskip fyrst og fremst (bílainnflytjendur gætu verið meðal hluthafa). Fasta farþegarýmið yrði I notkun, en ,,íbúðargámarnir“ og „flugstól- arnir“ yrðu teknir úr og bilarým- ið stækkað. En bílainnflutningur er einmitt mikill á haustin og fyrri hluta vetrar, þegar nýju ár gerðirnar koma og síðan á vorin fyrir sumarið. Mætti þá hugsa sér tíu daga eða hálfsmánaðarferðir eitthvað á þessa leið: Reykjavík — Þórshöfn — Hull — Rotterdam — Esbjerg — Þórs- höfn — Reykjavík. Þannig yrðu tengsl allt árið við Færeyjar og Danmörku, og þar með við Norðurlönd. Bílar yrðu einkum sóttir til Hull og Rotter- dam, en aðrar vörur mætti að sjálfsögðu flytja í gámum eftir því sem rúm leyfði. — Loftleiðir Interna- tional Ari Bahama Hinn 5. marz 1969 stofnaði Loft- leiðir hlutafélagið Hekla Hold- ings Ltd. í Nassau á Bahamaeyj- um, og varð samkomulag um, að það tæki að sér rekstur félagsins International Air Bahama. Hekla Holdings keypti síðar IAB, en það félag heldur uppi áætlunarferðum milli Nassau og Luxemborgar. Er rekstri félags- íns stjórnað frá skrifstofu Loft- leiða f New York. Þáttaskil Á síðasta aðalfundi hinn 28. júní 1973 urðu þáttaskil í sögu Loftleiða, er hluthafar félagsins samþykktu enróma tillögu stjórn- arinnar að sameinast F'lugfélagi Islands. Tilla'gan var jafnframt samþykkt á aðalfundi Flugfélags íslands, sem haldinn var samtím- is. 1 tillögunni er gert ráð fyrir, að sameining flugfélaganna fari fram með þeim hætti, að sofnað verði sameiginlegt félag Flugfé- lags íslands og Loftleiða, er verði eigandi allra hlutabréfa í báðum flugfélögum og sameini frá og með 1. ágúst 1973 undir eina yfir- stjórn allar eignir beggja flugfé- laganna og dótturfélaga þeirra. Ekki mun fyrirhugað, að Flugfé- lag íslands h.f. eða Loftleiðir h.f. verði lögð niður, heldur starfi flugfélögin bæði áfram, hvort með sinni stjórn og framkvæmda- stjóra, en heildarreksturinn eða hluti hans, eftir því sem hag- kvæmt þykir, komi undir stjórn hins sameinaða félags. Þó er rekstur flugvéla undanskilinn, nema því aðeins, að samþykki 3A félagsstjórnar komi til. Stjórn hins sameinaða félags skipa núverandi stjórnir og vara- stjórnir flugfélaganna og sitja þær til þriggja ára, en á sameigin- legum aðalfundi 1976 verður kos- in sjö manna stjórn og fimm í varastjórn með venjulegum hætti. Fyrstu farþegar Loftlciða frá New York 15. júní 1947 við komuna til Reykjavfkur. Alfreð Elíasson flugstjóri og núverandi forstjóri Loftleiða að koma niður landganginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.