Morgunblaðið - 10.03.1974, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.03.1974, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. Er íslenzkt þjóðíélag kristið ? ÞORGEIR Ljósvetningagoði mælti m.a. á Alþingi fyrir nærri þúsund árum: „Það er upphaf Iaga vorra, að hver mað- ur á íslandi, meiri og minni, skal vera kristinn og skirn taka.“ Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og ýmislegt breytzt í viðhorfum til kristninnar. Okkur þótti full ástæða til að hugleiða spurninguna hvort við værum kristin, hvort þessi kristni, sem kom til landsins fyrir 1000 árum, sé enn ríkj- andi hjá landslýð. Við fórum á stúfana og ieituðum svara hjá borgurum þekktum og óþekkt- um. Halldór Ármann Sigurðsson formaður stúdentaráðs Háskól- ans: „Það er hægt að skilgreina kristið þjóðfélag á þrjá vegu. I fyrsta lagi, þeir einstaklingar, sem lifa í þjóðfélaginu og þjóð- félagið í heild mótist að ein- hverju leyti af kristnum stofn unum, kirkju og öðru. Ef það ég, að þjóðfélagið núna sé engan veginn á sama hátt kristið og það var kannski fyrir 100 árum. Það er alveg ljóst mál, að tök kirkjunnar eins og hún var t.d. á árunum 1200—1300, þegar kirkjan er einhver helzta valda- stofnun þjóðfélagsins hafa minnkað, svo það má segja að við séum hálf kristnir að þessu leyti. Því kirkjan hefur þrátt fyrir allt ansi mikil áhrif á líf einstaklinganna, ólíklegustu menn virða kirkjuna 1 dag sem stofnun að vissu leyti. Við sjá- um það af skírnum, fermingum og giftingum, en það er meira sem kredda en ekki Iifandi samband við kristindóminn. 1 öðru lagi mætti skilgreina kristið þjóðfélag þannig, að við hefðum enga stofnun, en menn bæru Biblíuna sér við barm og gerðu verulega í því að lifa eftir fræðunum. Þriðji möguleikinn á skil- greiningu er sá að gera sér grein fyrir því hvort við lifum samkvæmt kristinni menning- ararfleifð. Ef við segjum að skil greining kristins þjóðfélags fel- ist í því, að allir þessir þættir séu verulega sterkir þá held ég að ég verði að svara spurning- unni strax að verulegu leyti neitandi. Ungt fólk gengur ekki með Biblíuna á sér, og það hvorki rækir kirkju né hugleið- ir fræðin að verulegu leyti. Þannig að minnsta kosti tveir af þessum þrem þáttum eru alls ekki ræktir af mönnum i þessu þjóðfélagi; þar af leiðandi get- ur það ekki talist nema að litlu leyti kristið. „Já, ég held að þjóðfélag okk- ar sé að mörgu leyti kristið, jafnvel þó að trúin sem slík virðist ekki eiga ríkan hljóm- grunn hjá fólkinu, þá held ég að samhjálp og kærleikur séu afskaplega sterk atriði, miklu víðar en annars staðar. Aftur á móti held ég að kristna trúin sem slík tali, þvímiður allt of lítið til fólks. Annars finnst mér ekki að kraftaverkin skipti höfuðmáli, eldur er siðfræðin, sem gefur henni mest gildi, þó að hún sé orðin 2000 ára göm- ul.“ Ungur maður: „Ég er nú ekki mikill trúmaður, en ég mundi segja það væri ekki nóg að vera ara trúaður, menn verð að hafa einhverja siðgæðisvitund. En í hinum vestræna heimi í dag eru menn fremur sjálfselskir." Kannski er hér eitt dæmi um fráhvarfið frá kristninni. Menn vilja gera lítið úr krossdauða Jesú og upprisu hans en athuga siðgæðið eingöngu. Þá hittum við roskinn mann: „Ja, ég tel nú að fólkið þjóni ekki kristilegu lífi eins vel og æskilegt væri. Annars er nátt- lifa öðru vísi en almenningur gerir.“ Ekki hafa allir horfið frá kristninni, þessi tvö vildu koma fólki til að gefa gaum að orðum Jesú frá Nasaret og einnig þvi sem hann gerði. Næst hittum við mann, sem mun vera annarrar trúar en flestir Islendingar. „Að nafninu til er þetta nú kristið og margt af þvi sem hér gerist er byggt á kristnum grundvelli, en þjóðfélagið sjálft get ég talið að sé kristið. Ég hef ekki áhuga á að eyða þeim kristindómi sem fyrir er, en ekki vil ég auka hann af því að ég er sjálfur ásatrúarmaður. Það ætti ekki að benda fólki sérstaklega á dauða Jesú eða upprisu, heldur frekar það sem hann sagði.“ Þá spurðum við hvort ásatrú- armenn hygðu á frekari kynn- ingarstarfsemi. „Við kynnum trúna þegar við erum beðnir um aðallega, en við nefnum hana ekki að fyrra bragði. Þetta er fámennt hjá séð, þá er hvorki Island né nokkurt annað þjóðfélag i ver- öldinni kristið né getur verið það. Einstaklingar geta verið kristnir en þjóðfélag er að mín- um skilningi næstum hið sama og riki og slík samfélagsfyrir- bæri, eins og þjóðríki eða ríkja- samsteypur, sem ná yfir marg- ar þjóðir, geta ekki með réttu talið sig birta inntak trúar- bragða, vegna þess að trúar- reynsla og trúarsannfæring er einstaklingsbundin, en getur ekki náð að móta út í æsar hið margþætta samspii einstklinga, samtaka og þjóðfélagsafla, sem myndar ríki. Vel er kunnugt að gerðar hafa verið tilraunir til þess, bæði fyrr og síðar, að mynda trúarriki, einnig kristin trúarriki, en reynslan af þeim tilraunum ber að mínum dómi glöggt vitni um að trúarríki geti ekki orðið annað en vanskapn- aður vegna þess eðlisvanda sem um er að ræða. Ég nefni dæmi ógnarstjórn kalvínista í Genf eða páfaríkið á ítalíu ósællar minningar, svo ekki sé minnst á Erum við hætt að sækja kirkju? Ríkir kristin viðmiðun við lagasetningu? Næst spurðum förnum vegi. við konu á úrlega margt gott í mannkyn- inu þó það megi margt að því finna. Fólki hefur nú ekkert veitt af að sækja kirkjuna meira og klerkar jafnvel vera enn kröftugri i þjónustu orðs- ins.“ Við spurðum hann um dauða Jesú og upprisu: „Ja, ég held að fjöldi manns hafi lítið viljað trúa á það, hafi vanrækt það, það væri æskilegt að fólk reyndí að lifa samkvæmt kenn- ingunni, til að skapa betra líf hér á jörðu.“ Kona: Mér finnst að fólk ætti að lifa eftir kenningu Krists — Er til einhvers að vera með kristindóm? Hefur kristin trú þýðingu fyrir okkur í dag? Er kristin trú eina rétta trúin? Höfum við gleymt, hvað kristin trú er? okkur ennþá, en við höfum fé- lagsskap og fundi.“ Geir Hallgrímsson: Ég vildi gjarnan svara spurningunni ját andi þótt margt í þjóðfélagi okkar gefi tilefni til að draga slíkt svar í efa. Víst er að ég teldi það mjög til bóta ef unnt væri að útrýma þeim efasemd- um. Þau lífsviðhorf sem bundin eru kirkju og kristni eru að mínú viti burðarásar hvers heilbrigðs þjóðfélags. 1 þeim felst sú hugsjónaviðmiðun, sem hverjum einstaklingi og samfé- laginu í heild er brýn nauð- syn.“ Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra: „Já, við lifum í kristnu þjóð- félagi. Það er sagt í sjálfri stjórnarskránni að hér á landi skuli evangelisk lútherska kirkjan vera þjóðkirkja og skuli ríkið að öllu leyti styðja hana og vernda og það gerir ríkið og kirkjan boðar náttúr- lega kristna kenningu og við skulum vona að það beri ávexti og gerir það vafalaust.“ Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðhrra: „Frá mínum bæjardyrum þau kirkjulegu ríki, sem verið hafa uppi bæði fyrr og síðar á þvi svæði sem rétttrúnaðar- kirkjan nær yfir, allt frá Mikla- garðsriki til Rússaveldis." — Hér hafa komið fram mörg svör og skilgreiningar á kristnu þjóðfélagi. I heild virðast flest- ir álíta, að nokkuð vanti á að við megum telja okkur kristna þjóð. Þó eru til menn og hópar, sem játa kristna trú og vilja hennar veg sem mestan, en nú setja allir spurningarmerki við það sem gamalt er. Spurt er hvort það sé nógu gott og þegar það er vegið og metið eru gallarnir oft þyngri á metunum og látnir ráða úrslitum. Eru menn búnir að gleyma öllu því jákvæða sem kristnin hefur leitt af sér? Við getum litið á stöðuna I skólamálum. I grunnskólafrum- varpinu er gert ráð fyrir al- mennri trúarbragðafræðslu, en í umsjón Jóhannesar Tómassonar og Gunnars E. Finnbogason- ar ekki eingöngu kennslu í krist- inni trú. Þing Samtaka kenn- aranema gerði ályktun um það að fella bæri niður kristindóms- fræðslu í skólum og við spurð- um Jóhann Geirdal formann samtakanna um þetta: „Okkur finnst kristninni vera lyft meira upp heldur en öðrum trúarbrögðum og við teljum það ekki vera hlutverk skól- anna að boða slikt, heldur safn- aðanna sjálfra. En hins vegar teljum við alveg sjálfsagt að kynna önnur trúarbrögð og þá öll jafnt.“ Um þetta sagði menntamála- ráðherra: „Mitt viðhorf til trúarbragða- fræðslu i skólakerfinu er, að þar hljóti að vera um fræðslu að ræða en ekki trúboð. Að mín- um dómi er það verk trúfélag- anna, kirkjunnar og annarra, að annast boðun trúar sinnar, en hið almenna, opinbera skóla- kerfi, sem öllum er gert að sækja, hljóti að takmarka sig við þann þátt í trúarlegu upp- eldi, sem menn geta veitt, án þess að þurfa að lenda þar í vanda, mótsögnum eða í árekstrum við samvisku sina, vegna þess að þeirra trúar- sannfæring eða trúarskoðun sé ekki hin sama og sú, sem lög- boðin væri í það eða það skipt- ið. Þessi verkaskipting leiðir af sér, að mínu áliti, að þótt fræðsla um kristna trú hljóti að vera yfirgnæfandi þáttur í trú- fræðslu islenzkra skóla, þá sé einnig rétt að fræða, eftir þvi sem tími er gefinn til og eftir því, sem ástæða þykir til að beztu manna yfirsýn um önnur trúarbrögð. Það er mín skoðun, að sú breyting, sem er að verða meðal þeirra þjóða, sem taldar eru til hins kristna heims á okkar tfmum, feli ekki sízt í sér fráhvarf frá hinu gamla við- horfi að kristindómur sé for- boðslaust hin eina rétta trú, hin æðsta trú. Menn hafa komist að raun um að þetta viðhorf, sé það valdi stutt eins og var á fyrri Framhald á bls. 45 RitaÖ Syndafallið Biblfan segir okkur frá því, hvernig hinn fyrsti mað- ur misnotaði frelsi sitt á af- stöðunni til Guðs. Hann hafnaði Guði, setti sjálfan sig í hans stað. Þannig komst syndin inn í mann- heim, ægilegasta staðreynd mannlegrar tilveru. Hvað er synd? Synd er allt það, sem skil- ur okkur frá Guði. Synd er hin ranga afstaða hjarta okkar til Guðs, hinn óhiýðni vilji okkar, sem stendur gegn Guði. Okkur mönnum er lftið gefið um allt tal um synd- ina. Við viljum helzt loka augunum fyrir staðreynd hennar: Margir bregðast ókvæða við, þegar minnst er á synd þeirra. Menn segja: Verið ekki alltaf að tala um syndina. Slfkt tal gagnar lftið. Syndin er ráðandi afl í mannlegri tilveru. Þess sjá- um við mörg dæmi úr dag- lega lífinu. Flestar fréttir fjölmiðlanna fjalla um erfiðleika og þjáningar, sem eiga rót hjá okkur sjálfum. Mannlegt líf, sem mótað er af synd og lifað er án samfélags við Guð, getur aldrei náð þeim tilgangi, sem Guð hfefur sett þvf. Það er meginmein okkar kyn- slóðar. Jónas Gfslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.