Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JtJNl 1974
3
MKIL ÞÁTTTAKA
í 17. JÚNI HÁ-
TÍÐARHÖLDUNUM
UM ALLT LAND
MIKIL þátttaka var I 17.
júní hátíðarhöldum um
allt land. Islendingar
minntust 30 ára afmælis
lýðveldisins á margvís-
legan hátt, og á sex stöð-
um var jafnhliða efnt
til landnámshátíða, og
minnzt 1100 ára byggðar
í landinu. Á þeim stöðum
var sérstaklega vandað
til dagskrárinnar.
Ekki viðraði alls staðar
jafn vel til hátíðarhald-
anna, — veður var einna
bezt suð-vestanlands, hlý-
viðri og sól. Norðanlands
og austan var fremur
sólarlítið og kalt, og á
Suðurlandi gekk á með
skúrum.
Dagskrá hátíðarhaldanna
gekk víðast hvar samkvæmt
áætlun. Á nokkrum stöðum
norðanlands varð þó að flytja
hluta dagskrárinnar inn í hús
vegna kulda.
Hátfðarhöldin fóru fram með
hefðbundnu sniði, nema á sex
fyrrnefndu stöðunum, þar sem
sérstaklega var til hennar vand-
að. Á sumum stöðunum var
dagskráin ekki eins viðamikil
og oft áður, enda verða land-
námshátíðir haldnar þar síðar í
sumar.
Mönnum ber saman um að
hátiðarhöldin hafi alls staðar
farið vel fram. I Reykjavík var
það t.d. álit lögreglunnar, að
sjaldan hafi hátíðarhöldin farið
betur fram, og ölvun verið mun
minni en áður. I Reykjavfk hef-
ur kvöldskemmtunum verið
dreift um hverfi borgarinnar,
og fóru þær fram með friði og
spekt.
Þessar myndir eru frá hátfðar-
höldunum f Reykjavfk. A
efstu myndinni er Óiafur B.
Thors, forseti borgarstjórnar,
að leggja blómsveig á leiði
Jóns Sigurðssonar. Þá sést
Halla Guðmundsdóttir leik-
kona flytja ávarp Fjallkon-
unnar, og loks sjást tvær ungar
blómarósir, sem hafa klæðzt
sfnu fegursta skarti f tilefni
dagsins. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.
TOPPAÐSOKN
AÐ TOPPLEIK
TALIÐ er að um 10 þúsund manns hafi horft á knattspyrnukappleik
borgarstjórnar Reykjavíkur og embættismanna borgarinnar, sem fram
fór á Laugardalsvellinum 17. júní. Er þetta meiri aðsókn en tíðkast,
jafnvel að landsleikjum. Þetta var toppheiður eins og sæmir slikum
köppum, og úrslitin urðu 2:2. Hilmar Guðlaugsson skoraði bæði mörk
borgarstjórnarinnar, og Stefán Kristjánsson fyrra mark embættis-
mannanna. Seinna mark embættismannanna skoraði Jón Kristjánsson
skrifstofustjóri borgarverkfræðings með hjálp varnar borgarstjórnar.
Þessar myndir eru frá kappleiknum, á þeirri stærri er Birgir Isl.
Gunnarsson borgarstjóri að kljást um boltann við Helga V. Jónsson
borgarendurskoðanda og f baksýn Stefán Kristjánsson. A minni mynd-
inni sést dómari Ieiksins, Guðmundur Jósson söngvari. Ljósm. Mbl. R.
Ax.
Tilraun Alþýðubanda-
lagsins til að gleypa
Rauðsokka mistókst
Á fyrsta þingi, sem Rauðsokkar
efndu til um þjóðhátfðarhelgina
á Skógum, var gerð tilraun til að
breyta samtökunum frá þvf að
vera samtök fólks úr öllum flokk-
um og stéttum til að vinna að
jafnréttismálum kynjanna og f
það að vera sósfalfskur frontur
Alþýðubandalagsins með það
m.a. á stefnuskrá að vinna gegn
kúgunar- og afturhaldsöflum,
heyja baráttu við hlið annarra
strfðandi frelsishreyfinga f
heiminum o.s.frv. Þetta tókst
ekki fyrir andstöðu nokkurra
þingfulltrúa og hik annarra við
að kljúfa Rauðsokkahreyfinguna
eftir pólitfskum Ifnum. Var eftir
tveggja daga þóf samþykkt
stefnuskrá, þar sem búið var að
fella úr allt varðandi afskipti af
utanrfkismálum og þá ákveðið að
birta ekki opinberlega þessa nýju
stefnuskrá.
Þetta markmið vinstrimanna
var raunar boðað sl. fimmtudag i
grein í Þjóðviljanum eftir Vil-
borgu Harðardóttur, blaðamann,
sem einmitt hlaut fjörða sætið á
lista Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, sem venjulega hefur
þó verið skipað fólki úr iðnaðar-
og verkalýðsstétt í þvf skyni að
hún færði Alþýðubandalaginu
Rauðsokkahreyfinguna. í grein-
inni segir Vilborg m.a. undir lok-
in. „En vegna þess hve Rauðsokk-
um hefur til þessa verið mikið í
mun að forðast að láta stimpla
hreyfinguna flokkspólitískt, hafa
þeir líka forðast beina þátttöku
hreyfingarinnar sem slíkrar í
annarri baráttu í þjóðfélaginu,
t.d. herstöðvarandstæðinga,
Vietnamhreyfingarinnar og þátt-
töku i ýmsum baráttuaðgerðum,
þótt fjöldi einstaklinga meðal
Rauðsokka hafi gerst þátttakend-
ur. Eftir fjögurra ára starf, finn-
ur nú talsverður hluti Rauðsokka-
hreyfingarinnar knýjandi þörf til
að hún móti sér pólitískan grund-
völl — og þar með er ekki talað
um flokkspólitískan — jafnvel þó
það kosti einhvern klofning. Nú
stendur fyrir dyrum ráðstefna um
Framhald á bls. 38
1975 alþjóð-
legt kvennaár
í tilefni kvenréttindadagsins
19. júní hefur svohljóðandi
fréttatilkynning borizt frá sam-
starfsnefnd Kvenréttindafélags
Islands, Kvenfélagasambands
Islands, Kvenstúdentafélags Is-
lands, Félags íslenzkra háskóla-
kvenna og rauðsokkahreyfing-
unni:
Þann 18. desember 1972 lýsti
allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna yfir, að árið 1975 skyldi
haldið alþjóðlegt kvennaár.
Árið skal helga virkari að-
gerðum til að efla jafnrétti
karla og kvenna, til að tryggja
fulla þátttöku kvenna í upp-
byggingu og framförum og til
að viðurkenna „mikilvægi
vaxandi framlags kvenna til
aukinna vinsamlegra samskipta
og samvinnu milli rikja og til
eflingar friði í heiminum".
I tilefni af þessu hafa ýmis
samtök, sem vinna að jafnrétti
og hafa samtals tugi þúsunda
félagsmanna innan vébanda
sinna, komið sér saman um að
minnast þessa árs með ýmsu
móti. Ætlunin er, að þessir
aðilar hafi samstarf um ýmsar
aðgerðir á alþjóðakvennaárinu.
Aðgerðir þessar eiga að mið-
ast við fróðleik um stöðu
kvenna í hinum ýmsu þjóðlönd-
um á mismunandi skeiðum sög-
unnar. Tilgangurinn er að
vekja fólk til vitundar um stöðu
kvenna og vinna að jafnrétti og
friðsamlegum samskiptum.
1 athugun er undirbúningur
allvíðtækrar ráðstefnu um
þetta efni. Ætlunin er að bjóða
þangað erlendum fyrirlesurum
og verði ráðstefnan væntanlega
Framhald á bls. 38