Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 26
M0RGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1974 Framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi 1. Ingólfur Jónsson, Hellu. 2. Guðlaugur Gfslason, V estmannaey j um. 3. Steinþðr Gestsson, Hæli. 6. Oli Þ. Guðbjartsson, Selfossi. 4. Siggeir Björnsson, Holti. 5. Gfsli Gíslason, Vestmannaeyjum. 7. Hannes Hjartarson, Herjólfsstað. 8. Eggert S. Haukdal, Bergþórshvoli. 9. Hermann Sigurjónsson, Raftholti. 10. Olafur Steinsson, Hveragerði. 11. Sigþór Sigurðsson, Litla-Hvammi. 13. Arnar Sigurmundsson, Vestmannaeyjum. UNHORF Umsjón: Jón Manússon og Sigurður Sigurjónsson Hvað varðar þig um stjóm efnahagsmála? Hvað varðar þig um stjórn efnahagsmála? Stjórn efnahagsmála á íslandi sker úr um það, hver afkoma þín er og verður hvort það vöruúrval sé ávallt til í verzlunum, sem frjáls verzlun tryggir bezt, hvort atvinnufyrirtækið, sem þú starfar við, getur þróazt og dafnað, hvort sparifé þitt á bankabók eða í líf- eyrissjóði verður að engu á báli verðbólgunnar og sfðast en ekki sizt að hve miklu leyti ráðstöfun- arrétturinn yfir þeim launum, sem þú hefur aflað, er tekinn af þér með alls kyns sköttum og álögum. Hvernig yrði stjórn efna- hagsmála háttað við áfram- haldandi vinstri stjórn eft- ir næstu alþingiskosning- ar? Að vera neytandi undir vinstri stjórn merkir að vita aldrei, hvort jafnvel brýnustu mauðsynjavörur verði á boðstólum deginum leng- ur. Höft og skömmtun eru þau hagstjórnartæki, sem einkenna gleggst hagstjórn vinstri manna. Að vera atvinnurekandi undir vinstri stjórn merkir að vita aldrei deginum lengur, hvaða ósköp dynja yfir næst — höft, 25% bindiskylda fjármagns, sí- yfirvoandi gengisfelling, verð- bólgueldur og fjárfestipgahöft. Augljóst er, að við slíkar aðstæð- ur öryggisleysis er stjórnendum gersamlega ókleift aó vinna að skynsamlegri áætlanagerð um rekstur fyrirtækja sinna. Að vera sparifjáreigandi eða félagi í líf- eyrissjóði undir vinstri stjórn merkir að glata allt að 50% inni- stæðu sinnar f óðaverðbólgu á 24 mánuðum. Að vera að fjárfesta undir vinstri stjórn merkir að fá hvergi fjármagn eða vinnuafl sök um ofurmögnunar ríkisvaldsins á framkvæmdum. Að vera launþegi undir vinstri stjórn á Islandi merkir að vera lofað gulli og grænum skógum og sitja sfðan uppi með svikin tóm, samanber þátttöku ríkisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar í gerð síðustu kjara- samninga. Óvenju mikill fjöldi Islendinga mun halda út á vinnumarkaðinn á næsta áratug. Hvernig hefur vinstri stjórnin búið í haginn fyrir þetta fólk? Sú verðbólgu- stefna, sem vinstri stjórnir hafa ávallt rekið á Islandi, hefur undantekningalaust leitt vaxtar- brodda efnahagslífsins — útflutn- ingsatvinnuvegina — í afkomu- örðugleika og jafnvel rekstrar- þrot. Fyrirhugað var t.d. stórátak í nauðsynlegri atvinnuuppbygg- ingu þjóðarinnar — efling ís- lenzks iðnaðar til útflutnings. Full samstaða var með vinstri og hægri mönnum um mikilvægi þessa átaks, fyrst og fremst með tilliti til atvinnutækifæra í fram- tíðinni. Iðnbylting var jafnvel boðuð af núverandi iðnaðarráð- herra. Sú bylting varð að engu vegna verðbólgustefnu vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Treysta menn áframhaldandi vinstri stjórn svo fyrir uppbygg- ingu atvinnulífs á Islandi? Hvers vegna sigla vinstri stjórnir á tslandi ávallt í strand? Allar þær vinstri stjórnir, sem setið hafa við völd á íslandi, hafa hrakizt frá vegna lélegrar stjórn- ar efnahagsmála. Grundvallaror- sök þessa er án efa sundurleit markmið vinstri flokkanna í efnahagsmálum, sem hefur í för með sér að vinstri flokkunum hef- ur reynzt ógjörningur að móta ákveðna stefnu í atvinnumálum — svo ekki sé minnzt á, að þeir „Eruð það þér, sem hafið stjórnað efnahagsmálunum að undan- förnu?“ geti fylgt slíkri stefnu eftir. Það er staðreynd, að framkvæmd stjórnar efnahagsatvinnumála undir vinstri stjórn hefur einkennzt af einangruðu ,,poti“ einstakra ráðherra á sviði síns ráðuneytis. Halda mætti stund- um, að t.d. sjávarútvegur eða iðnaður væru einangruð hagkerfi, þegar á það er litið, hvernig mál- um þeirra er stjórnaö. Fögur fyrirheit skorti ekki í upphafi. I Framkvæmdastofnun ríkisins skyldu unnar áætlanir um ís- lenzkt atvinnulff og verkefnum raðað I forgangsröð. Nú er sú stofnun sem hol skurn, en ákvarðanataka öll hjá einstökum ráðherrum. Sú ákvarðanataka hefur ekki nema eitt markmið — að krafsa sem flest atkvæði undir viðkomandi ráðherra. Rfkisstjórn, sem þannig er komið fyrir, hlýtur að falla fyrr en síðar. Hver er gundvöllur efna- hagsstefnu Sjálfstæðis- flokksins? Gundvöllur stefnu Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálum ert þú — þ.e. einstaklingurinn og frelsi hans. Sjálfstæðismenn telja, að efnahagslegt frelsi einstaklings- ins — neytandans, launþegans og framleiðandans — sé undirstaða þróttmikils efnahagslífs á Islandi og afkomu þjóðarinnar. Sjálf- stæðisflokkurinn telur, að eitt höfuðhlutverk ríkisvaldsins sé að tryggja frelsi einstaklingsins og jafnframt að koma í veg fyrir, að það sé misnotað. Dreifing valdsins í þjóðfélaginu er eitt megin baráttumál ungra sjálfstæðismanna. Það er þeirra trú að efling kerfis hins frjálsa markaðar tryggi betur en mið- stjórnarvaldið, sem vinstri menn bera fyrir brjósti sér, hagsmuni einstaklingsins og þá um leið þjóðarheildar. Vegna þessara grundvallar- skoðana hafa sjálfstæðismenn t.d. ávallt barizt fyrir frjálsri verzlun. Þeirri baráttu — við vinstri öflin — getur almenningur þakkað það vöruúrval, sem nú er í íslenzkum verzlunum. Sú haftastefna, sem rikti í V-Evrópu á árunum eftir stríð, var ekki útlæg gerð á Is- landi fyrr en við upphaf viðreisn- að 1960 — heilum áratug á eftir nágrannaþjóðum okkar. Það er erfitt að þakka sér hluti, sem orðnir eru sjálfsagðir og ungu fólki í dag er ugglaust um megn að ímynda sér, að embættismaður í einhverri innflutningsskrifstofu Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.