Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNl 1974 29 Ægir Kristjánsson rakari — Minning Fæddur 10. júlí 1926 Dáinn 10. júnf 1974. Með þessum fátæklegu línum langar mig til að þakka mági mínum Ægi Kristjánssyni rakara fyrir allt og allt, hve hlýr og góður hann ætíð var mér og börnum mínum, ekki sízt, er ég kom í fyrsta skipti á heimili hans og eiginkonu hans Ágústu Engil- bertsdóttur. Þá áttu þau heima á Siglufirði, en þar dvaldi ég um sumartfma ásamt einu barna minna eftir að hafa hlotið alvar- legt skipbrot. Systir mín og mágur tóku mér þá opnum örmum og vildu allt fyrir mig gera. Fyrir það og allt annað gott vil ég nú biðja góðan Guð að launa iionum. Ægir átti alla tíð einstaka hjartagæzku til að bera og lét ætíð þá njóta hennar, sem halloka fóru i lífsbaráttunni. — Þannig reyndist hann systrum sfnum, einkum þeim, er áttu við veikindi að stríða. Veit ég, að þeir nánir ástvinir hans, sem á undan eru farnir, systir hans og dóttir, sem þau Ægir og Ágústa misstu fyrir mörgum árum, svo og bróðir hafa tekið á móti honum, umvafið hann ást sinni og leitt hann um ljóssins heima.. Sjúkdómslega Ægis var honum þungbær, en aldrei heyrðist frá honum æðru- orð. Systir mín og börn hennar hafa misst mikið, því að Ægir var góður og ástríkur heimilisfaðir. — Það er sárt að sjá á bak ástvini og varla nokkur orð, sem huggað geta í svo mikilli sorg. Ég finn sárt til með aldraðri móður hans, Guðrúnu Sigurðardóttur á Siglu- firði, sem nú kveður þriðja barn sitt, en nú eru aðeins fáar vikur liðnar síðan hún sá á bak eigin- manni sinum Kristjáni Ásgríms- syni skipstjóra. Ég treysti og trúi því einlæg- lega, að Guð huggi og styrki alla ástvini Ægis og þerri tár þeirra. Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa. Mágkona. Ægir Kristjánsson hóf nám í hárskeraiðn 1944 hjá Jónasi Halldórssyni, hárskerameistara á Siglufirði og lauk því árið 1948. Að námi loknu fór hann til Kaupmannahafnar til að kynnast því nýjasta í fagi sfnu, og vann þar 5—6 mánuði. Eftir heim- komuna kvæntist Ægir heitkonu sinni Ástu Engilbertsdóttur, ættaðri frá Vestmannaeyjum. Var hún honum góður lífsförunautur í blíðu og striðu og skapaði honum og börnum þeirra gott heimili. Sfðustu 5 mánuðina var Ægir á sjúkrahúsi og barðist við þann sjúkdóm sem varð honum að aldurtitla fyrir aldur fram. Eftir komu sína frá Kaup- mannahöfn rak Ægir eigin rakarastofu á Siglufirði með miklum sóma, enda mjög fær í sinni iðn. Árið 1969 flutti Ægir með fjölskyldu sína til Keflavíkur og rak þar rakarastofu meðan heilsan leyfði. Ég hafði gegnum árin samband við Ægi sem með- lim í fagfélagi okkar. Fyrir þrem árum kom Ægir til mín og bað mig að taka son sinn Ólaf sem nemanda. Hafði Ólafur þá lokið prófi f Iðnskólanum á Siglufirði og starfað hjá föður sfnum í hálft ár. Ég var fljótur að taka ákvörðun, því ég vissi að „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni", enda kom það fljótt í ljós, að Ólafur varð mjög fljótur að ná góðum árangri í faginu og Kveöja — Astríður Elísabet Magnúsdóttir lauk sveinsprófi s.l. haust með ágætum. Meðan Ólafur vann hjá mér hafði ég oft samband við Ægi, við þau kynni fann ég hve mikinn áhuga hann hafði fyrir giftu og gæf u barna sinna. Það er vani okkar Islendinga að spyrja um ætt og uppruna. For- eldrar Ægis eru Guðrún Sigurðar- dóttir, ættuð frá Ólafsfirði og Kristján Ásgrimsson, skipstjóri, nýlátinn. Þau hjónin voru eftir því sem ég hefi heyrt eftir sam- borgurum þeirra, virtir og vel látnir Siglfirðingar. Ég sem þessar línur rita hefi orðið fyrir þeirri lífsreynslu að missa maka minn, því get ég frú Ásta skilið betur þinn missi, barna ykkar og aldraðrar móður, en bænir þær sem okkur voru innrættar í æsku munu reynast þér eins og mér styrkur. Eins er ómetanlegt að eiga góð börn, tengdabörn og barnabörn, sam- vistir við þau muriu gefa þér trú á lífið í framtíðinni. Börn þeirra Astu og Ægis sem á lifi eru, eru Ólafur trúlofaður Klöru Karlsdóttur, flugfreyju, Iris gift Haraldi Kornelíussyni, gullsmið, Bára 12 ára og Alda 10 ára. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda min senda ykkur samúðar- kveðjur í von um að Jónsmessan, hátíð sumars og sólar sem nú nálgast, verði ykkur leiðarljós f framtiðinni, eftir þá erfiðu mánuði sem nú eru að baki. Fædd 19. september 1890. Dáin. 9. júnf 1974. Sunnudaginn 9. júní andaðist Ástrfður Elísabet Magnúsdóttir að Sólvangi í Hafnarfirði, þar sem hún hafði dvalist síðustu ár ævi sinnar. Þessi stuttu kveðjuorð eru þakklæti mitt fyrir alla þá ástúð og hlýju, sem hún sýndi mér frá okkar fyrstu kynnum, þegar ég kynntist eiginmanni mínum, sem er barnabarn hennar. Hún var alltaf mjög sjálfstæð og ákveðin, jafnframt glæsileg og góð kona. Ásta amma, eins og hún var köll- uð, var mikil hannyrðakona, allt, sem hún gerði, bar þess merki, að vandvirk kona hafði verið að verki. Barnabörn og barnabarnabörn voru hennar yndi og þau dáðu hana og elskuðu, ennfremur dótt- ir hennar og tengdasonur, sem eiga mikið þakklæti skilið fyrir alla þá ástúð, sem þau sýndu henni alla ævi. Ég veit, að Ástríði væri kærkomið að komið væri á framfæri þakklæti til allra þeirra, sem hjúkruðu henni og heimsóttu eða hugsuðu hlýtt til hennar í veikindum hennar um margra ára skeið og er það hér með gert af heilum hug. Að síðustu þetta: Hjartans þakkir fyrir allt það góða, sem hún sýndi dóttur sinni, tengdasyni, barnabörnum, barna- barnabörnum og öðru venzlafólki. Guð geymi hana. Blessuð sé minning hennar. Sigrún Gestsdóttir. J arðarför Ægis verður gerð frá Fossvogskapellu kl. 10.30 í dag. Páll Sigurðsson. Tilboð óskast í Ford Cortinu árgerð '67 með bilaða vél. Upplýsingar i sima 21 892, eftir kl. 7 á kvöldin. Bifreiðar á kjördag D-listann vantar fjölda bifreiða til aksturs frá hinum ýmsu bifreiðastöðvum D-listans á kjördag. Frambjóðendur heita á stuðningsmenn list- ans að bregðast vel við og leggja listanum lið m.a. með því að skrá sig til aksturs á kjördag 30. júní næstkomandi. Vinsamlegast hringið í síma: 84794. Skráning bifreiða og sjálfboðaliða fer einnig fram á skrifstofum hverfafélaganna. > It ■ Melkorka auglýsir: Vorum að fá hinar þekktu t/l/olsey peysur fyrir sumarið. Glæsilegasta bingó ársins er á morgun Stórbingó verður í Súlnasal Hótel Sögu á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Fimm sólarferðir Vinningar eru samtals að verðmæti um 200 þúsund! Meðal vinninga eru tvær sólarferðir til Mallorca og tvær ferðir til Costa del Sol með Sunnu. Ferð til Rómar verður vinningurinn í happ- drætti, sem dregið verður í á staðnum. Stjórnandi: Baldur Óskarsson. Fjölmennið á glæsilegasta bingó ársins! F-listinn. Málarinn á þakinu velur alkydmalningu með gott veðrunarþol. Hann velur Þ O L frá Málningu h.f. vegna endingar og nýtni. Einn líter af ÞOLI þekur um það bil 10 fermetra. Hann velur ÞO L frá Málningu h.f. vegna þess að ÞOL er framleitt í 10 fallegum staðallitum, — og þegar kemur að málningu á gluggunum, girðingunni og hliðunum, blandar hann litina samkvæmt nýja ÞOL litakortinu. Útkoman er: fallegt útlit, góð ending. Málarinn á þakinu veit hvað hann syngur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.