Morgunblaðið - 19.06.1974, Side 19

Morgunblaðið - 19.06.1974, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1974 19 Giinter Nezter — Knattspyrnumenn eru listamenn á sinn hátt eins og söngvarar, tðnlistarmenn og leikarar. Munurinn er bara sá að þeir nota fæturna f stað raddar, handa eða iátbragðs. Og vfst er: Til þess að ná þvf að verða listamaður á sviði knatt- spyrnunnar þarf leikmaðurinn meiri þjálfun en hinir lista- mennirnir. Þannig svaraði Gunther Nezter, spurningunni um, hvað góður knattspyrnumaður væri. Svo virðist sem Netzer hafi sprungið á háa C-i knatt- spyrnunnar I vetur, þvf að hann hefur aðeins verið skuggi af þvf, sem hann áður var. Hann er nú t.d. ekki fastur maður f vestur-þýzka lands- iiðinu. Eins og öllum er kunn- ugt iék Nezter iengi með hinu þekkla félagi Borussia Möncengiadback, eða allt til þess tfma, að hann var seldur til spánska félagsins Real Madrid á s.l. hausti fyrir svim- andi háa upphæð. Nezter lætur óhikað hafa það eftir sér, að það sé nánast önnur fþrótt, sem Spánverjarnir stunda. Hann segir Spánverjana oft Iata á vellinum, og umfram allt telur hann það stærsta ókost þeirra, að þeir missi móðinn, blási eitthvað á móti. Gunter Nezter er einn af þeim, sem byrjaði að leika knattspyrnu þegar á unga aidri, og hefur tæpast kynnzt öðru en knattspyrnu og pen- ingum, sem hann kann vel að fara með. Hann á t.d. f jölmörg „diskótek" bæði í Miin- chengiadback og Miinchen og hagnast vei á þeim. Einnig hefur hann verið Iaginn að nýta þá möguleika, sem auglýsingastarfsemin býður upp á. Það er t.d. ekki aðeins að Adidas fyrirtækið sér- saumi á hann skó, heldur fær hann árlega rfflega greiðslu fyrir að básúna ágæti þeirra. Astæðan fyrir þvf, að Nezter þarf sérsmfðaða skó, er sú, að hann er óvenjulega fót- stór, notar númer 48—49. Vel kann svo að fara að framtfð Nezters ráðist f þessari heimsmeistarakeppni. Standi hann sig vel, er ekki ólfklegt, að draumur hans um að komast aftur f vestur-þýzku knattspyrnuna rætist. En gangi honum miður, er ekki ólfklegt, að hann verði enn um sinn að dvelja hjá Real Madrid, hvort sem honum líkar betur eða verr. Lyftingaíþróttin í sókn Rætt við Finn Karlsson for- r mann Lyftingasambands Islands LYFTINGAR eru tiltölulega ung fþróttagrein hérlendis, en samt sem áður hafa fslenzkir lyftinga- menn náð góðum árangri og vakið athygli erlendis fyrir getu sfna. Nægir þar að nefna, að fslenzkir lyftingamenn tóku þátt f Olympfuleikjunum f Mexikó 1968 og f Miinchen 1972. Einn Iyftinga- maður, Gústaf Agnarsson, hefur orðið Norðurlandameistari ungl- inga f sfnum þyngdarflokkí og á Norðurlandameistaramótinu 1972 hlaut Guðmundur Sigurðs- son silfurverðlaun f sfnum þyngd- arflokki og á sfðasta Norður- landamóti hlutu bæði Guðmund- ur og Öskar Sigurpálsson brons- verðlaun. Þá má einnig nefna ágæta frammistöðu Guðmundar á nýafstöðnu Evrópumeistaramóti, þar sem hann varð í áttunda sæti í keppni, þar sem flestir beztu lyft- ingamenn heims voru meðal þátt- takenda. — Það sem var einna ánægju- legast við Evrópumeistaramótið var það, að Island skyldi hljóta fleiri stig en Noregur og Dan- mörk, sagði Finnur Karlsson í við tali við Morgunblaðið nýlega, en Finnur er formaður Lyftingasam- bands tslands. — Ég hef trölla- trú á því, að íslendingum takizt að sigra bæði Dani og Norðmenn á næsta Norðurlandameistara- móti sem haldið verður í Reykja- vík, sagði Finnur, — en það verð- ur í fyrsta sinn sem við getum sent fullt lið til keppninnar. Það hefur löngum litið illa út á pappírunum þegar stig tslands f Norðurlandakeppninni hafa verið borin saman við stig hinna Norðurlandaþjóðanna, en það vill gleymast að við sendum jafnan miklu færri keppendur til leiks. Þannig kepptu t.d. aðeins tveir á mótinu 1972, og fimm á mótinu 1973. Af þessum fimm luku að- eins þrfr keppni, enda sumir sem háðu þarna sfna frumraun f stór- móti. — Það munu vera 12 ár sfðan farið var að stunda lyftingar hér- lendis sem íþrótt, sagði Finnur í samtalinu. — Þvf er ekki að neita. aðþaðhefur staðiðfþróttinniveru lega fyrir þrifum, hversu erfitt hefur reynzt að fá æfingahús- næði. Á þessum árum hafa okkar beztu lyftingamenn orðið að flytja sig stað úr stað til æfinga. Til að byrja með var æft í tR-húsinu, þaðan var farið í Ármannsheimil- ið, sfðan f LaugardalshöII, f bfl- skúr á Fálkagötunni og þaðan í húsnæði í Brautarholti, sem var bezta æfingahúsnæði, sem við höfum haft, en of dýrt til þess að við gætum haldið þvf. Síðast var leitað á náðir Reykjavíkurborgar, og fengið inn í Sænska frystihús- inu. Lyftingamennirnir eru því ekki síður þjálfaðir sem flutn- ingamenn en lyftingamenn. Þetta er auðvitað slæmt, og með tilliti til þess, að ekki þarf mikið hús- rými til að æfa lyftingar finnst manni furðulegt, að ekki skuli enn hafa fundizt staður, þar sem unnt er að æfa til frambúðar. Finnur sagði, að lfklega stund- uðu tæplega 200 manns lyftingar hérlendis með keppni fyrir aug- um. Hins vegar eru lyftingar orðnar verulegur þáttur í þjálfun fþróttamanna fyrir hinar ýmsu íþróttagreinar, svo sem t.d. hand- knattleik og frjálsar frþóttir. — Lyftingar eru mjög ákjósanleg trimm-fþrótt, sagði Finnur. Þær krefjast ekki mikils húsnæðis, og menn geta haft álagið við sitt hæfi — keppt við sjálfa sig. Það er líka greinilegt, að áhugi á lyft ingum sem almenningsfþrótt fer stöðugt vaxandi, sagði Finnur, en hingað til hefur nokkuð á það skort, að fólk gæti fengið leið- Guðmundur Sigurðsson — varð áttundi á Evrópu- meistaramótinu. Svo sem sjá má á töflunni fyrir aftan hann, hefur hann verið f góðum félagsskap á mótinu. Finnur Karlsson, formaður Lyft- ingasambands Islands. beiningar og tæki. Sagði Finnur, að næsta sumar myndu hann og Öskar Sigurpálsson fara um land- ið og kynna fþróttina. — Það er hreint ótrúlegt, hvað mikil efni leynast víða, sagði Finnur, og nefndi sem dæmi, að hann og Guðmundur hefðu farið í sýningaferð í vetur til Sauðár- króks og Blönduóss. — Á Blöndu- ósi kom til okkar maður, sem aldrei hafði snert á lyftingajárn- um fyrr, og hann gerði sér lítið fyrir og lyfti 130 kg upp á brjóst. Þá barst talið að íslenzkum afreksmönnum í lyftingaíþrótt- inni og var Finnur að því spurður, hvort rétt væri, að það helzta, sem þá skorti, væri aukin tækni? — Ég tei fráleitt, sagði Finnur, — að svo sé. Á þeim mótum, sem þeir hafa keppt á erlendis, hafa þeir þvert á móti vakið athygli fyrir góða tækni. Það kom reynd- ar fram, þegar Olympfumeistar- inn Leif Jensen keppti hér, að t.d. Guðmund skorti tækni, en þar held ég, að hafi verið um að ræða ranga þýðingu blaðamannsins á því, sem Jensen sagði. Okkar beztu menn hafa lagt mikla rækt við íþrótt sína, kynnt sér hana af blöðum og leiðbeint hver öðrum. Það sem þjálfari gæti helzt hjálp- að þeim með eru nýjungar, sem fram koma í íþróttagreininni. Þá var Finnur að því spurður að lokum, hvort rétt væri, að lyft- ingamennirnir notuðu mikið hormónalyf, en slíkt er mjög al- gengt erlendis og hefur sætt mik- illi gagnrýni að undanförnu. — Lyfjaneyzla íslenzkra lyft- ingamanna er ekki umtalsverð, sagði Finnur. Hitt er annað mál að allir lyftingamennirnir reyna að neyta fæðu, sem er auðug af eggjahvftuefni, enda slíkt nauð- synlegt við uppbyggingu Ifkamans. Enn sigraði Merckx BELGlUMAÐURINN Eddy Merckx sigraði f hinni árlegu hjólreiðakeppni „Kringum ttalfu'*. Keppnin var þó harðari nú en oft áður og var það ekki fyrr en f 11. og sfðasta áfanga sem Merckx náði forystunni. Annar í keppninni varð Italinn Giovam- battista Baronchelli og þriðji varð Feiice Gimondi, einnig frá Italfu. Dani til Feyenoord DANSKI knattspyrnumaðurinn John Steen Olsen hefur gert samning við hollcnzka liðið Feye- noord. Aður hafði Olsen leikið með hollenzka félaginu Utrecht. Annar Dani, Jörgen Kristensen, leikur með Feyenoord. Gunnar Austfjörð UPPHAF tslandsmótsins f knattspyrnu var ekki glæsileg hjá 1. deildarliði lþrótta- bandalags Akureyrar. Norðan- menn máttu gera sér að góðu töp f fjórum af fimm fyrstu leikjunum. Þeír eru þó orðnir ýmsu vanir, Akureyringarnir, : og venjan hefur verið sú undanfarin ár, að lið tBA byrji mjög illa á vorin, en nái sér sfðan á strik, er lfða tekur á sumarið. Gunnar Austfjörð er fyrir- liði tBA, og f hverjum leikn- um á eftír öðrum f sumar hafa biaðadómar um IBA-Iiðið verið samdóma: Gunnar Aust- fjörð var maðurinn, sem stóð upp úr. Gunnar er 24 ára verzl- unarmaður og hefur nú leikið f meistaraflokksliði tBA f tæp 8 ár. Sinn fyrsta Ieik lék hann gegn tBK f Njarðvfkum sumarið 1966, þá f einu sterk- asta liði, sem tBA hefur haft á að skipa. Gunnar hefur alla tfð leikið f vörninni, fyrst sem bakvörður, en hin sfðari ár sem miðvörður. Arið 1968 varð Gunnar einn af bikarmeisturum Akureyr- inga og ári sfðar var farið að ræða um þennan sterka leik- mann, sem landsliðsmann. Gunnar hefur þó aldrei leikið a-landsleik, en einu sinni verið varamaður. Með b-landsliði hefur Gunnar Austfjörð leikið gegn Færeyingum. Morgunblaðið ræddi stutt- lega við Gunnar Austfjörð fyrir skömmu og spurði hann, hvort hin slæma byrjun liðsins þýddi fall niður f 2. deild. — Ekki vil ég nú meina það, sagði Gunnar. I þvf sambandi má benda á byrjun okkar f fyrra, en þá fengum við aðeins eitt stig úr sex fyrstu leikjun- um. Ástæðan fyrir þvf, hve við byrjum illa á vorin er sú, hvað við fáum fáa undirbúnings- leiki. Það er dýrt að fara suður eða fá lið hingað norður, en slíkt verður þó að gerast, eig- um við að geta komið sæmi- lega undirbúnir f tslands- mótið. t vor sýndu Framarar okkur þann vinarhug að koma norður og leika gegn okkur, og tvfvegis lékum við gegn Hús- vfkingum. Leikirnir gegn Völsungi höfðu þó litla þýð- ingu, þar sem við sigruðum þá með yfirburðum. — Er það ekki rétt Gunnar, að þú hafir fhugað að hætta knattspyrnuiðkun f fyrra- haust? — Jú það er alveg rétt, ég var á báðum áttum um, hvað ég ætti að gera. Þegar Daninn Jack Johnson var svo ráðinn til félagsins, sló ég til og ákvað að vera f þessu að minnsta kosti eitt árið enn. Ég sé ekki eftir þvf að hafa haldið áfram, það eru allir mjög ánægðir með störf Danans, og ég er viss um, að þetta á eftir að smella saman hjá okkur. Hvað ég geri næsta sumar er svo alveg óráðið enn, sagði Gunnar Aust- f jörð að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.