Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNl 1974 21 ndu sóknaraðgerðir væri að ræða. Þeir Gunnar Blöndal og Jóhann Jakobs- son eru báðir fljótir og hættulegir leikmenn, og sá fyrrnefndi virðist hafa yfir allgóðri knatttækni að ráða. Árni var einnig sprækur í fyrri hálfleiknum og Kári, sem kom inná fyrir hann, átti góða spretti í seinni hálfleiknum. ISTUTTU MÁLI: Islandsmótið 1. deild: Laugardalsvöllur 16. júnf. Urslit: Valur — ÍBA 3:3 (1:1) , Mörk Vals: Ingi Björn Albertsson á 40. mín. og á 85. min. Jóhannes Eðvaldsson á 89. mín. Mörk IBA: Sigbjörn Gunnarsson á 15. mín., Kári Árnason á 65. min og Jóhann Jakobsson á 68. min. Áminningar: Sigurður Lárusson og Jóhann Jakobsson fengu gula spjaldið. Dómari: Guðmundur Haraldsson og dæmdi hann nær óaðfinnanlega. Áhorfendur: 709. PUNIA GADDASKÓR Einnig sérskór fyrir langstökk, kringlukast, kúluvarp, hástökk, þrlstökk o.fl. Verð kr. 1.940 - 5.600,- Póstsendum. Eitt stórt núll í Eyium ÍBV—KR 0:0 IBV og KR ráku smiðshöggið á 5. umferð Islandsmótsins með markaiausu jafntefli f Eyjum á sunnudaginn. Þetta þýddi, að all- ir leikir umferðarinnar enduðu með jafntefli, og er það enn ein vfsbending þess, að þetta Islands- mót ætlar að verða tvfsýnt og spennandi. Er það breyting til batnaðar frá mótinu f fyrra, en hins vegar hafa vonir manna um betri knattspyrnu f samræmi við það ekki rætzt, a.m.k. ekki ennþá. Leikur IBV og KR var t.d. með þvf lélegasta, sem sézt hefur f deildinni f sumar, og f engu sam- ræmi við góðar aðstæður f Eyjum á laugardaginn. Áhorfendur fóru óánægðir heim, en ef þeir hefðu bara beðið aðeins lengur og horft á IBV sigra Fylki f 4. flokki, 7:2, hefði brúnin eflaust lyfzt. Dreng- irnir kunnu sannarlega að meta hinar góðu aðstæður og ekki vantaði leikgieðina. Það er oft sagt, að þeir litlu eigi að læra af þeim stóru, en þennan sunnu- dagseftirmiðdag I Eyjum gátu þeir stóru vissulega lært af þeim litlu. Þar eð grasvöllurinn við Hástein var mjög blautur eftir langvarandi rigningar, var leikið á malarvellinum við Löngu- lág. Búið er að leggja nýtt og vand að slitlag á völlinn, og er hann nú tvímælalaust i hópi beztu malar- valla landsins. Veður var gott, og allar aðstæður hinar ákjósan- legustu. Eina afsökun liðanna fyrir lélegri knattspyrnu er sú, að þau séu vanari grasi, en hún verð- ur þó að teljast léttvæg. En þó að leikur IBV og KR á sunnudaginn hafi ekki verið neitt afbragð, brá þó einstaka sinnum fyrir góðum augnablikum. Og því stendur hann feti framar en lakasti leikur mótsins, sem var tvímælalaust viðureign KR og IBA frá í 1. um- ferð. Skalli f slá Það vantaði ekki, að Ieikurinn byrjaði að miklum krafti og menn bjuggust því við góðri skemmtun. Sú von rættist þó ekki. KR-ingar Andersen IBV og Þorvarðar Höskuldssonar KR. Þar komu þeir einir við sögu fyrst braut Valur á Þorvarði og var bókaður, og rétt á eftir braut Þorvarður á Val og hlaut einnig bókun fyrir. Liðin. I liði IBV voru þeir Ársæll, Þórður og Sveinn Sveinsson einna beztir. Ársæll er stöðugt vaxandi markvörður, eins og ber- lega kom í Ijós í þessum leik. Þórður er leikmaður, sem Iftið ber á, en vinnur sitt verk vel. Sveinn er mikið efni og í þessum leik barðist hann alveg til síðustu minútu og virtist vera alls staðar á vellinum. Annrs virðist ekki vera sami dugnaðurinn og leik- gleðin í Eyjamönnum og áður, en það á kannski eftir að breytast. I liði KR er helzt að nefna þá Magnús markvörð, Ólaf og Atla. Magnús var að vanda traustur í markinu, og varði hann skot Tómasar vel. I vörninni stóð Ölaf- ur sig mjög vel, og i framlínunni var Atli ógnandi, sérstaklega í seinni hálfleik. Ekki er að vita hvernig farið hefði, ef Jóhann Torfason hefði verið heill heilsu. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild. Malarvöllurinn i Vestmanna- eyjum 16. júní. IBV—KR 0:0. Ahorfendur: 637. Áminningar: Valur Andersen, IBV, bókaður á 86. mínútu og Þorvarður Höskuldsson, KR, bókaður á 89. mínútu. Dómari: Óli Ólsen, og dæmdi hann í alla staði mjög vel. Leikur- inn auðdæmdur. Eitt hættulegasta tækifæri leiksins f Eyjum. Tómas er kominn f skotfæri en Magnús varði snilldar- lega. KR-ingarnir Ottó, Baldvin og Sigurður eru of seinir til varnar. Stefán Hallgrfmsson f spjótkastskeppninni. (Ljósm. RAX). MARKALEYSI í LEIK ÍBK 0G VÍKINGS Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Myndir: Sigurgeir Jónason voru meira með boltann í fyrri hálfleik, og þeir voru ákveðnari en andstæðingarnir úti á vellin- um. Jóhann Torfason var óvenju daufur í dálkinn, enda meiddur, en Atli Þór var mjög frískur og skapaði stöðugt hættu við mark ÍBV. Eyjamenn komust sjaldnar að marki andstæðinganna, en færi þeirra voru hættulegri þegar þau komu. Þannig átti t.d. Harald- ur tvö góð gæri og Óskar Valtýs- son átti einnig tvö færi, sem hefðu getað fætt af sér mark með heppni. Það fyrra var skot í stöng úr erfiðri aðstöðu og það seinna langskot rétt yfir slá. Næst þvf að skora voru KR-ingar á 15. mínútu, þegar Atli Þór tók hornspyrnu, og upp úr henni skallaði Ólafur Ólafsson í þverslá. Þunnur þrettándi Seinni hálfleikurinn var enn daufari en sá fyrri. KR-ingar virt- ust gefa eftir og heimamenn urðu heldur ákveðnari, á köflum a.m.k. Eitt og eitt marktækifæri sá dags- ins ljós, þar á meðal bezta tæki- færi leiksins, sem féll Tómasi Pálssyni f skaut á 55. mínútu. Hann fékk boltann rétt utan við markteig eftir að Örn Óskarsson hafði skotið að marki, og fast skot Tómasar virtist stefna í markið, en markvörður varði það stór- glæsilega, og sannaði þar ræki- lega hve góður markvörður hann er. Undir lokin varð leikurinn að algerri ördeyðu, og það eina markverða þá voru bókanir Vals ENN eitt jafnteflið f 1. deildinni í knattsspyrnu varð að veruleika í Keflavfk á laugardaginn, er Vfk- ingar léku þar við heimamenn. Hvorugu iiðinu tókst að skora mark og deildu þau þvf stigunum á milli sfn. Þrátt fyrir það, að mörkin létu á sér standa, var leikurinn ekki svo slakur, bæði liðin áttu sfna spretti og bæði áttu þau marktækifæri. Fyrri hálf- leikurinn var að vfsu f daufasta lagi, en er leið á Ieikinn varð leikurinn lfflegri, sóttu Víkingar meira og einhvern tfma hefðu þeir verið sagðir óheppnir að ná ekki að skora. Víkingar hafa hlotið 6 stig í keppninni i 1. deild að þessu sinni, en það er sama stigatala og þeir hlutu árin 1970 og 1972, er þeir féllu niður í aðra deild. Að þessu sinni er ekkert, sem bendir til þess, að Víkingar láti staðar numið á sex stigum, liðið ætlar sér stóran hlut í 1. deildinni og hefur alla burði til þess að hala inn mun fleiri stig. Viðureignir IBK og Víkings hafa undanfarin ár verið hinar skemmtilegustu, jafnir leikir baráttuliða og stigin skipzt nokkuð jafnt á liðin. Virð- ist svo sem Víkingar hafi haft einhver tök á Keflvfkingunum. Að þessu sinni er þó tæpást hægt að segja, að Víkingar hafi staðið í Keflvíkingum, heldur að heima- menn hafi verið heppnir. Blóðtaka þeirra iBK-manna er mikil á þessu sumri, meiri en annað lið hefur orðið fyrir. Menn eins og Guðni og Einar eru ekki á hverju strái og í skörð þeirra verður ekki auðveldlega fyllt. Samt sem áður er Keflavíkurliðið að ná sér á strik og undirrituðum segir svo hugur, að Keflvíkingar verði illsigrandi í síðari umferð mótsins. Svo vikið sé að leik Víkings og IBK aftur, þá átti Jóhannes Bárðarson marktækifæri strax á fyrstu mínútu leiksins. Hann skaut að marki IBK frá vítateigs- horni við endamörk, Þorsteinn Texti og m.vnd: Ágúst I. Jónsson reiknaði með fyrirgjöf og átti fullt í fangi að ná knettinum, sem smaug meðfram stöng. Um miðjan fyrri hálfleikinn komst Ólafur Júlíusson einn innfyrir Víkingsvörnina en skot hans geigaði og fór framhjá markinu. Bæði liðin skoruðu mark í seinni hálfleik sem dæmd voru af. Jóhannes sendi knöttinn f mark IBK, en hafði áður brotið af sér. Steinar komst einn innfyrir Vfkingsvörnina og skoraði fram- hjá Diðriki. Aður hafði dómari leiksins flautað rangstöðu, en línuvörður taldi markið löglega skorað. Skoðun dómarans varð þá ofan á, enda hafði hann flautað áður en knötturinn lenti i mark- inu. Bezta tækifæri leiksins fékk Kári Kaaber á 40. mínútu s.h., Gunnar Gunnarsson gaf ,,stungu“ inn í vítateiginn, Kári var með á nótunum og náði knettinum í dauðafæri, en ágætt skot hans var vel varið af Þorsteini. Litlu síðar átti Gunnar svo skot frá víta- punkti, en Þorsteinn varði aftur mjög vel. Víkingsliðið varð sterkara og sterkara með hverri mínútu leiks- ins, byrjaði ekki sem bezt en sóttu sig þeim mun meira er leið á leikinn. Beztu menn liðsins að þessu sinni voru Jón Ólafsson og Páll Björgvinsson i miðvarðar- stöðunum, Þórhallur vann mjög vel á miðjunni að vanda og Gunnar Gunnarsson átti góðan leik f seinni hálfleiknum. Jóhannes Bárðarson ógnaði stöð- ugt í útherjastöðinni og hefði með réttu átt að fá dæmda vítaspyrnu, er honum Var brugðið rétt innan vítateigs i síðari hálfleiknum, eftir að hafa brotizt í gegnum vörn IBK. Bakverðir Víkingsliðs- ins stóðu sig allvel, en áttu þó ekki stjörnuleik, eins og svo oft áður á þessu keppnistímabili. Unglingalandsliðsmaðurinn Óskar Tómasson lék þennan leik með Víkingi í stað Hafliða. sem er meiddur. Stóð Óskar sig allvel, en skortir þó enn meiri grimmd. Beztu menn IBK-Iiðsins voru að Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.