Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNl 1974 ÞmgmáL.Þmgmál...Þingmál...ÞingmáL.Þingmál Oddur Ólafsson: 3700 millj. kr. greiðslu- halli við Sovétríkin t lok slðasta þings beindi Lárus Jðnsson fyrirspurnum til við- skiptaráðherra um viðskipti ts- lendinga við þjððir Sovétrlkj- anna. t svari viðskiptaráðherra kom m.a. fram, að skuld tslands á viðskiptareikningi við sovézka utanrfkisviðskiptabankann f lok marz-mánaðar 1974 var rúmar 1000 millj. kr. En f janúarlok var yfirfært jafnvirði tæpra 400 millj. kr. til þess að Iækka skuld- ina, en lauslega er áætlað, að greiðsluhallinn við Sovétrfkin nemi u.þ.b. 3700 millj. kr. á þessu ári. Lárus Jónsson spurði viðskipta- ráðherra m.a. að því, hversu háum upphæðum ríkisstjórnin hygðist verja til útflutningsupp- bótar íslenzks lagmetis og ullar- vara, sem flutt yrðu til Sovétríkj- anna á þessu ári. I svari viðskipta- ráðherra kom fram, að ríkis- stjórnin hefur ekki ákveðið að veita neinar útflutningsbætur á lagmeti eða ullarvörur. Ríkis- stjórnin hefði hins vegar gefið útflytjendum fyrirheit um, að væntanlegar, almennar efnahags- ráðstafanir myndu bæta afkomu útflutningsiðnaðarins, svo að út- flytjendur gætu gert og staðið við samning um sölu á lagmeti og ullarvörum til Sovétríkjanna. I svari viðskiptaráðherra við fyrirspurnum Lárusar Jónssonar kom einnig fram, að innflutnings- verð á bensíni frá Sovétríkjunum hefur hækkað um 225%, gasolía um 243%, fuelolía um 267%, tim- bur um 162%, steypustyrktarjárn um 171% og fólksbifreiðar um 8%. Þá kom einnig fram, að verð- mæti útflutningsafurða íslend- inga til Sovétrikjanna hefur hækkað sem hér segir: freðfiskur 49%, niðursuðuvörur 38%, ullar- vörur 59% og málning 62%. Þá Sjóður til aðstoð- ar drykkjusjúkum sagði ráðherra einnig i svari sínu, að frá þvi að samningar um olíu- kaup voru fyrst gerðir við Sovét- ríkin hafi ætið verið miðað við heimsmarkaðsverð, en hins vegar væru íslenzkar afurðir seldar til Sovétrikjanna á föstu verði á sama hátt og allar vörur, sem keyptar væru frá Sovétríkjunum aðrar en olíur og bensín. ODDUR Ólafsson flutti á sfðasta þingi frumvarp til laga um stofn- un sjóðs til aðstoðar við drykkju- sjúka. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að á næstu 10 árum skuli greiða gjald að upphæð 100 kr. af hverri þriggja pela flösku af sterku vfni, sem Afengis- og tóbaksverzlun rfkisins sefur. Gjald þetta á að renna í sérstakan sjóð til varnar gegn drykkjusýki. Sjóðurinn á að vera f vörzlu Tryggingastofnunar rfkisins. I frumvarpinu segir, að fé því, sem renni I sjóð til varnar gegn drykkjusýki, skuli varið til lána og styrkveitinga til félagasamtaka og einstaklinga, er vinni að því að hamla gegn skaðlegum áhrifum áfengis. Veita megi lán og styrki til þess að koma á fót og reka afvötnunar- og ráðleggingarstöðv- ar fyrir drykkjusjúka, svo og vinnu- og endurhæfingarstöðvar. Heimilt skuli vera að verja allt að Tillaga Þorvalds G. Kristjánssonar: Virkjun Suður-Fossár á Rauðasandi ÞORVALDUR Garðar Kristjáns son mælti f aprflmánuði s.l. fyrir þingsályktunartillögu, er hann flutti ásamt öðrum þingmönnum Vestfjarða um virkjun Suður- Fossár á Rauðasandi f Vestur- Barðastrandarsýslu. Tillagan ger- ir ráð fyrir, að Alþingi feli rfkis- stjórninni að heimila væntan- legri Vestfjarðavirkjun eða öðr- um aðila að virkja Suður-Fossá á Rauðasandi í Vestur-Barða- strandarsýslu í allt að tveggja megawatta raforkuveri og leggja þaðan aðaforkuveitu til Patreks- fjarðar til tengingar þar við aðal- orkuver Vestfjarða. Jafnframt er rfkisstjórninni falið að gera nú þegar af sinni hálfu ráðstafanir til að hraða eins og frekast er unnt þessum framkvæmdum. Stefna skuli að þvf, að þeim verði lokið fyrir árslok 1975. í framsöguræðu sinni sagði Þor- valdur Garðar Kristjánsson m.a.: „Á undanförnum mánuðum hafa skapazt þau viðhorf í orkumálum landsins, að einskis má láta ófreistað í veiðleitni landsmanna til að auka raforkuframleiðslu. Mikið veltur á, að engar ónauð- synlegar tafir verði á fram- kvæmdum virkjana, sem þegar er hægt að byrja á, vegna þess, að undirbúningsrannsóknum og at- hugunum er Iokið. Eitt slíkt verk- efni, sem bíður framkvæmda, er einmitt virkjun Suður-Fossár á Rauðasandi í Vestur-Barða- strandarsýslu. Þegar árið 1951 beindist athygli manna að virkjun Suður-Fossár. Var þá gerð áætlun á vegum raf- orkumálastjóra um litla virkjun þar. Var hér um að ræða eina af mörgum athugunum, sem gerðar voru vegna könnunar á orkuöflun fyrir Vestfirði. Reyndist hér um að ræða hagkvæmustu orkuöflun- ina, sbr. greinargerð í ársskýrslu Sambands íslenzkra rafveitna 1952. Árið 1961 voru teknar upp virkjunarathuganir að nýju við Suður-Fossá. Var þá gert yfirlit yfir jarðfræðilegar aðstæður og sama ár var ennfremur gert yfir- lit yfir virkjunarmöguleika. Þá var árið 1965 mælt langsnið stíflu- svæðis og gerð lausleg kostnaðar- áætlun fyrir 1,75 megawatta virkjun, sem áætlað var að kost- aði 36,6 millj. kr.“ Síðan sagði þingmaðurinn, að sýslunefnd V.-Barðastrandar-. sýslu hefði samþykkt í júlí 1970 að hafa forgöngu og frumkvæði að frekari könnun á virkjun Suð- ur-Fossár. Verktakafyrirtækið Virkir h/f hefði gert áætlun um virkjun í ánni. I áætlunum fyrir- tækisins segi, að virkjun Suður- Fossár sé tæknilega einföld. Kostnaður við þessa framkvæmd ásamt kostnaði við aðalorkuveitu til Patreksfjarðar sé nú áætlaður um 145 millj. kr. Með þessari þingsályktunartillögu sé lagt til, að ráðherra heimili væntanlegri Vestfjarðavirkjun eða öðrum að- ila að virkja Suður-Fossá. Sé þá gert ráð fyrir, að Vestfjarðavirkj- un verði sameignarfyrirtæki ríkisins og sveitarfélaganna á samveitusvæði Vestfjarða. 10% af árstekjum sjóðsins til styrktar þeim, er reka áróður gegn áfengisneyzlu. I greinargerð með frumvarpinu segir Oddur Ólafsson: „Rann- sóknir, sem gerðar hafa verið hér á landi á undanförnum árum hafa leitt það í ljós, svo að ekki verður um villzt, að drykkjuskapur fer vaxandi hér, og þá einkum hjá yngri aldursflokkum. Þeim, er að málefnum drykkju- sjúkra vinna dylst það ekki, að misnotkun áfengis er stærsta og alvarlegasta félagslega vanda- málið, sem við eigum við að stríða. Þúsundir Islendinga eru vanheilir vegna ofdrykkju og hundruð fjölskyldna líða á ýmsan hátt vegna áfengisvandamálsins. Þótt hið opinbera hafi á undan- förnum árum sýnt nokkra við- leitni til að hjálpa drykkjusjúk- um, þá er varla ofmælt, þótt sagt sé, að sá hópur hafi verið olnboga- barn um langa hríð.“ Sfðan segir flutningsmaður I greinargerð sinni: „Það er til- gangurinn með flutningi þessa frumvarps að styðja við bakið á þeim, sem af áhuga og fórnfýsi vilja vinna að umbótum á þessu sviði, vilja vinna að því að greiða úr þeim þjóðarvanda, sem hér er um að ræða.“ Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Viðreisnarstiórniii hóf _ J M endurnýjun togarailotans Endurkaup á rekstrar- víxlum iðnaðarins ÞORVALDUR Garðar Kristjáns- son beindi á sfðasta þingi fyrir- spurn til viðskiptaráðherra um endurkaup Seðlabankans á rekstrarvfxlum iðnaðarins. I um- ræðum, er spunnust um fyrir- spurnina, upplýsti þingmaðurinn, að á árinu 1973 hefðu endurkaup Seðlabankans aukizt um 1289 millj. kr. t hlut landbúnaðarins hefði fallið 531 millj., í hlut sjávarútvegsins 500 millj., f hlut iðnaðarins 171 millj. og önnur endurkaup hefðu numið 86 millj. Síðan benti Þorvaldur Garðar Kristjánsson á, að athyglisvert væri, hve hlutur iðnaðarins væri lítill. Ef upplýsingar Seðiabank- ans væru athugaðar nánar, kæmi í ljós, þegar skipt væri á milli bankanna, að endurkeypt hefði verið af rekstrarvíxlum frá Landsbankanum í iðnaði, sem næmi 314 millj. kr., í Utvegsbank- anum 38 millj., í Búnaðarbank- anum 41 millj., en í banka iðnaðarins 19 millj. Þingmaður- inn sagði síðan, að þetta kæmi sér til þess að álykta sem svo, að sérstaklega væri þörf á að fá skýr- ingar á þessum málum með sér- stöku tilliti til iðnaðarins. Ástæða væri til þess að fá greinargerð um endurkaup Seðlabankans á rekstrarvíxlum iðnaðarins milli ríkisfyrirtækja, samvinnufélaga og einkafyrirtækja á hverju ári. 1 almennum stjórnmála- umræðum á Alþingi f byrjun maf- mánaðar, benti Þorvaldur Garðar Kristjánsson á þá staðreynd, að enduruppbygging togaraflotans hefði hafizt f tíð Viðreisnar- stjórnarinnar. Þingmaðurinn sagði, að aukning fiskiskipa- flotans hefði ávallt gengið f bylgjum, en mesta aukning, sem nokkru sinni hefði orðið, hefði farið fram á árunum 1959—1962, þá hefði fiskiskipastóllinn vaxið að rúmlestatölu um 140%. I ræðu sinni sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson m.a.: „Það er útilokað að gera allt fyrir alla á sama tíma. En núverandi ríkis- stjórn hefur hagað sér til orðs og æðis eins og þetta væri mögulegt. I þessu felst hennar höfuðsynd. I þessu felst lýðskrum og ábyrgðar- ieysi, sem engan samjöfnuð á í íslenzkri stjórnmálasögu. Það er frumskylda hverrar rfkisstjórnar að stjórna, það er hlutverk ríkis- stjórnar að veita forystu, veita leiðsögn og aðhald. Núverandi ríkisstjórn hefur brugðizt í þessum skyldum sfnum í algleymi lýðskrumsins. Hún hefur kastað beizlinu fram af sér. Það er þetta ástand, sem hefur nú magnað alla veikleika í þjóðfélagsupp- byggingu okkar og þjóðlífi. Gengdarlaust kapphlaup um lífs- gæðin og skefjalaus kröfugerð tröllríður þjóðfélagi voru. Brenglað gildismat leiðir út í ófæru í leitinni að hégóma. Afleiðingarnar blasa við, það er hrun framundan. Á næsta leyti blasir við stöðvun atvinnu- veganna, ef ekkert er að gert og meðan Róm brennur, gamnar ríkisstjórnin sér við varnar- og öryggismál landsins í hráskinns- leik valdabaráttunnar innan veggja stjórnarráðsins og til að bæta gráu ofan á svart, skirrist þessi ólánsstjórn ekki við að gerast dragbítur á aðgerðir til að ná fullum yfirráðum yfir fiskí- miðum landgrunnsins út að 200 sjómflum." Síðar f ræðu sinni sagði Þor- valdur Garðar Kristjánsson: „Það þarf að gjörbreyta stefnunni í stjórn rfkisfjármála, sem er meginvaldur þenslunnar á vinnu- markaðnum og þar með verðbólg- unnar í landinu. En halda menn, að það sé von til þess, að ríkis- stjórn, sem hefur nær þrefaldað ríkisútgjöldin á þremur árum, geri nokkuð umtalsvert til úrbóta í þeim efnum. Það kemur víst engum til hugar í alvöru. En samt er það svo, að það er einmitt þetta, sem þarf að gerast. Það þarf að ráðast til atlögu við þessi vandamál, sem ég hef hér drepið á og mörg fleiri. Almenningur í landinu gerir sér grein fyrir þessu. Engir hugsandi menn eru svo fastreyrðir í flokksklafa, að þeir láti þjónustu við fmyndaða flokkshagsmuni aftra sér við björgunarstörf. Og nú þarf sannarlega að bjarga, bjarga úr vanda þeim, sem þjóðin er komin í, bjarga frá skelfingum þeim, sem framundan eru, ef ekki er brugðið rétt við. Þess vegna er það almenn krafa að breyting verði á stjórnarháttum þegar i stað. Mönnum rennur það til rifja að horfa upp á niðurlægingu ríkisstjórnar tslands þessa dagana."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.