Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1974
5
Grikkir viija 12 Frábaert vor vestra
sjómílna landhelgi
AF hálfu grfska utanrfkisráðu-
neytisins hefur verið upplýst, að
Grikkir hafi f hyggju að færa út
Iandhelgi sfna á Eyjahafi úr sex
sjðmflum f tðlf, en þar með
mundu brostnar forsendurnar
fyrir kröfum Tyrklands til hluta
hafsvæðisins þar. Svo sem kunn-
ugt er af fréttum hefur risið
alvarlegur ágreiningur milii
Grikkja og Tyrkja út af nýtingar-
rétti á hugsanlegum auðlindum f
botni Eyjahafs og hafa Tyrkir
lýst þvf yfir, að þeir muni ekki
undir neinum kringumstæðum
viðurkenna kröfu Grikkja um tólf
mflna landhelgi, verði hún sett
fram. Meðal annars sagði Turan
Gunes, utanrfkisráðherra Tyrk-
lands, á dögunum, að það væri
hreint fráleitt af Grikkjum að
ætlast til þess, að Tyrkir viður-
kenndu útfærslu grfskrar land-
helgi á þessum slððum.
Víðast er minna en 24 sjómílur
milli grísku eyjanna á Eyjahafi.
Auk þess ná þær svo langt austur
að Anatolíuströndinni tyrknesku,
að einsýnt er, að Tyrkir bæru
heldur rýran hlut frá borði í upp-
skiptum á auðlindum þar um slóð-
ir, ef miðað yrði við tólf mílna
landhelgi.
Tyrkland hefur tólf mílna
landhelgi i Svartahafi og undan
suðurströndinni en aðeins sex sjó-
mílur á Eyjahafi. Raunar eru
sumar grisku eyjanna svo nærri
strönd Tyrklands, að sú regla hef-
ur jafnan gilt þar, að helminga
hafsvæðið milli þeirra og megin-
landsins.
Grfska utanrfkisráðuneytið
segir forsendu þess, að griska
stjórnin hyggi á útvíkkun land-
helginnar, þá fyrst og fremst, að
flest lönd við Miðjarðarhaf hafi
þegar gert það — eða ellefu rfki
af sextán. Þeir eigi þvf ekki um
annað að velja, úr því sem komið
er. Hins vegar kynni slík ákvörð-
Finnar
f æra út
í 8 mílur
FINNAR hafa ákveðið að taka sér
átta mflna fiskveiðilögsögu, en
hafa eftir sem áður fjiigurra
mflna landhelgi. Frumvarp um
útfærsluna mun ekki mæta veru-
legri andstöðu f finnska þinginu.
Þeir fara þar með að dæmi ann-
arra Eystrasaltsþjóða. Svíar tðku
sér til dæmis átta mílna fiskveiði-
lögsögu á Eystrasalti f janúar, en
höfðu áður tekið sér tólf mílna
fiskveiðilögsiigu við vestur-
ströndina.
Finnska Hufvudstadsbladet
fagnar þessum fyrirætlunum og
bendir á, að í fyrrahaust hafi
sænskir togarar búnir fullkomn-
ustu tækjum mokað upp fiski við
strendur F'innlands og nánast
hreinsað botninn.
Gert er ráð fyrir því, að fiski-
menn þjóða, sem hafa stundað
veiðar við Finnland frá gamalli
tíð, fái að halda þeim áfram í tvö
ár og síðan verði nánar samið um
veiðarnar eftir þann tíma.
Hufvudstadsbladet segir, að
útfærsla fiskveiðilögsögunn-
ar sé knýjandi nauðsyn til
þess að bæta kjör finnskra
fiskimanna og vernda fisk-
stofna. Ef ekkert verði að gert
megi búast við stórauknum
ágangi erlendra fiskiskipa við
Finnland, ekki sfzt þar sem veiðar
séu takmarkaðar á æ fleiri miðum
og afli minnki víða vegna ofveiði.
un að hafa í för með sér ágreining
við fleiri en Tyrki, vegna þeirra
vandamála varðandi alþjóðlegan
siglingarétt og siglingar herskipa,
sem hún mundi hafa í för með
sér. Til dæmis þykir ósennilegt,
að stjórnir Bandaríkjanna og
Sovétrfkjanna lfti útfærslu land-
helginnar hýru auga, þvf að her-
skip beggja hafa ærin umsvif þar
um slóðir. Sennilegt er talið, að
griska stjórnin yrði fús til samn-
inga um að miða bann við ferðir
herskipa einungis við sex mflna
landhelgi — og hafa menn þvf
ekki ýkja þungar áhyggjur af
þessum þætti málsins. Atök
milli Grikkja og Tyrkja um auð-
lindir af hafsbotni Eyjahafs gætu
á hinn bóginn reynzt alvarleg og
örðug viðfangs.
Látrum, 7. júní.
SAUÐBURÐI er að ljúka hér I
sveit, og hefur gengið vel, það ég
bezt veit, og sums staðar mjög vel.
Allmikið er tvílembt og sumt þri
lembt, einkum hér á Látrum.
Gróður er óvenju mikill á túnum
og í úthaga, svo hægt hefur verið
á sleppa ánum svo til strax eftir
burð. Hefur það mikinn fóður-
sparnað í för með sér.
Bftur lá á fénaði f byrjun sauð-
burðar, einkum í Kvfgindisdal og
gekk allt heim að túni, en að
lokum tókst Ólafi Sveinssyni,
Sellátranesi, að ná honum út f
Örlygshöfn. Var þá rebbi farinn
að snasa f æðarvarpið þar sér til
bragðbætis með lambsblóðinu, en
hann drakk aðeins blóðið úr lömb-
unum. Þetta var hvítur og stór
steggur, sem varð engum harm-
dauði, nema þá maka sfnum, sem
er mórauð læða, sem ekki hefur
náðst.
Hrognkelsaveiði hefur verið
mjög treg, og mun mest vera kom-
ið um 20 tunnur á bát af hrogn-
um. Færri stunda þennan veiði-
skap en unanfarin ár.
Reykvíkingar komu hingað til
eggjatöku á venjulegum tíma
undir forystu Sigurðar Kristjáns-
sonar, en fuglinn hafði brugðið
vana sfnum, sennilega vegna veð-
urfarsins, sem er mjög óvenju-
legt, og örpið viku fyrr en venju-
lega, svo að eggin voru orðin
skemmd, einkum langvfueggin.
Hún verpir fyrst svartfugla eink-
um á stórum stöllum, en nefsker-
inn sfðast. Eggjamenn höfðu þvf
stutta viðdvöl og héldu heim með
lftinn og gailaðan feng. Eggjataka
heimamanna hefur svo til engin
verið, þó eitthvað af múkkaeggj-
um, en hann hélt sínum rétta
varptíma.
Vegurinn úr Örlygshöfn hingað
að Látrum og frá Látrum og út á
bjarg má nú heita ófær flestum
bílum. Er ekki vandalaust fyrir
vegayfirvöld að honum skuli ekki
vera lokað áður en slys hljótast af,
þvf að fyrir fáum dögum lá við
stórslysi. Æskilegast væri þó, að
mati okkar heimamanna að lag-
færa veginn svona í skini þjóð-
hátfðarársins, því marga mun
Ianga að leggja leið sfna á Látra-
bjarg að vanda.
Þórður Jónsson
offset-
fjölritað
í mörg ár hafa Skrifstofuvélar h.f.
haft eirtkaumboð hérlendis fyrir
framleiðslu japanska fyrirtækisins
RICOH og selt elektroniskar reikni-
vélar framleiddar af þeim á islenzk-
um markaði. Norendur RICOMAC
elektr. reiknivéla skipta orðið mörg-
um hundruðum og eru þær löngu
þekktar af öllum þeim, sem áhuga
hafa fyrir slíkum vélum, fyrir gott
úrval öruggra tækja.
Hitt vita færri að RICOH framleiðir
einnig offset fjölrita, sérstaklega
hannaða með tilliti til notkunar á
venjulegumskrifstofum af ófaglærðu
fólki. Ennfremur framleiðir RICOH
plötugerðarvélar, sem gera hverjum
leikmanni auðvelt að útbúa plötur, á
minna en einni mínútu, fyrir offset
fjölritun. Skrifstofuvélar h.f. hafa til
þessa ekki lagt áherzlu á sölu
þessara tækja, þótt flutt hafi verið
inn og seld fáein. Undanfarin ár
hefur fyrirtækið hinsvegar byggt
upp nauðsynlega þjónustu til undir-
þúnings sölu offset fjölrita með sér-
menntun viðgerðarmanna og manna
til að kenna rétta meðferð tækjanna,
09 hyggst nú hefja sölu þeirra i
stærri stll.
Skrifstofuvélar h.f. halda sérstaka
sýningu á RICOH offset fjölritum
þess viku að Klapparstíg 19, kl.
1 4 — 1 7 (2—5 eh.) daglega.
Ofanritað
er
auglýsing
frá
Skrifstofuvélar hf.
Hverfisgötu 33,
sími 20560.