Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNl 1974
15
Sprengingin í Westminster:
Upphaf nýrrar hryðju-
verkaöldu ÍRA?
London 18. júní — AP
STARFSMENN Scotland Yard
óttast, að sprengingin f brezka
þinghúsinu marki upphaf nýrrar
hryðjuverkaherferðar Irska lýð-
veldishersins I Englandi, að þvf
er brezku blöðin sögðu f morgun.
Alfta yfirmenn lögreglunnar að
herferðin muni einkum beinast
að stjórnarbyggingum og stjórn-
málamönnum.
EI Hamdi ofursti
Lýðræði
heitið
í Jemen
Amman, 18. júní. AP.
HERFORINGJARNIR sem hafa
tekið völdin í Jemen hafa heitið
því að koma á þingræði og lýð-
ræði, efna til þingkosninga og
hætta stjórnmálaafskiptum eftir
sex til átta mánuði.
Forseti herráðsins, Hussein E1
Miswari ofursti sagði, að bylting-
in hefði verið gerð til þess að
binda enda á deilur Abdul
Rahman Iryani fyrrverandi for-
seta og 159 manna ráðgjafaþings
landsins, sem er aðallega skipað
ættflokkahöfðingjum.
Þessi kenníng styrktist eftir að
lögreglan hafði skýrt frá því, að
maður, sem talaði með írskum
hreim hafði hringt til eins dag-
blaðanna á sunnudag hálfum
sólarhring fyrir sprenginguna og
varað við pólitískum fjöldamorð-
um, sem yrðu á mánudag. Sagðist
maðurinn tala fyrir hönd Sinn
Fein, hins stjórnmálalega arms
„Pronvisional" IRA. Heimildir
innan lögreglunnar hafa einnig
skýrt frá því, að deildir
„Provisional" arms IRA, byggju
yfir miklum sprengiefnabirgðum
víða um England.
Mikil leit stendur nú yfir að
þeim, sem komu sprengjunni
fyrir, og beinist hún einkum að
tugum verkamanna, flestra
írskra, sem vinna að gerð neðan-
jarðarbílastæða við þinghúsbygg-
ingarnar. Alftur lögreglan, að
mennirnir hafi klæðzt sem verka-
menn, þegar þeir komu sprengj-
unni fyrir, en blöðin segja, að
öryggiseftirliti hafi farið mjög
hrakandi undanfarna mánuði.
Ellefu manns slösuðust við
sprenginguna, sem varð kl. 8.30
að morgni mánudags. Ef spreng-
ingin hefði orðið nokkrum klst.
seinna er Iíklegt, að tala slasaðra
hefði skipt hundruðum.
Sprengingin varð í hinni sögu-
frægu Westminster Hall, sem
byggð var árið 1097. Þegar gas-
leiðslur rofnuðu gaus upp mikill
eldur og um tíma mátti vart
greina Big Ben kiukkuturninn í
reykhafinu. Miklar skemmdir
urðu á byggingunni og mikið af
skjölum sem geymd voru í
viðbyggingu eyðilögðust.
Öþekkt rödd með írskum hreim
varaði brezka blaðamannafélagið
við, aðeins sex mínútum áður en
sprengingin varð. Þar sem röddin
nefndi lykilorð, sem samkomulag
hefur orðið um á milli lögreglunn-
ar og IRA að nota til að greina
rangar aðvaranir frá réttum, er
talið sannað að irski lýðveldisher-
inn hafi staðið að sprengingunni.
Sprengingin hefur vakið mikla
reiði meðal þingmanna og hafa
sumir krafizt þess, að dauðadóm-
ur verði tekinn upp í Bretlandi á
ný_________
Solzhenitsyn
mest þýddur
Atli Dam vill
semja við EBE
Þórshöfn í Færeyjum, 18. júní.
NTB.
LÖGMAÐUR Færeyja, Atli Dam,
visaði þvi eindregið á bug, að
Færeyjar gerðust aðilar að Efna-
hagsbandalaginu, en beitti sér
eindregið fyrir því, að viðskipta-
samningur yrði gerður við banda-
lagið.
„Því lengur sem það dregst að
við gerum viðskiptasamning við
EBE því verr munum við standa
að vígi í samkeppninni við aðrar
fiskveiðiþjóðir, til dæmis Norð-
menn,“ sagði Dam. Hann átti í
dag stjórnmálaviðræður við Poul
Hartling, forsætisráðherra Dana.
Dam sagði, að Færeyingar
hefðu lagt mikla áherzlu á upp-
byggingu fiskveiðiflotans á
siðasta áratug og efnahagsþróun-
in hefði verið hagstæð á undan-
förnum árum vegna þessarar
nýsköpunar og aukinnar veiði-
getu flotans, en nú blöstu við
erfiðleikar og því riði á að semja
við EBE.
Utfærsla fiskveiðilögsögunnar
virðist jafnframt vera brýn. Dam
kvaðst hins vegar ekki vilja fasta
útfærslu og lagði í þess stað til, að
þjóðir sem eru háðar fiskveiðum
fengju sérréttindi, þannig að þær
gætu verndað veiðar sínar á
grunnmiðum og jafnframt stund-
að veiðar á fjarlægum miðum.
Nixon forseti Bandaríkj-
anna flytur ávarp við
komuna til Ben Gurion
flugvallar í ísrael á laug-
ardag. Þangað kom hann
frá Sýrlandi, þar sem
hann átti viðræður við
Assad forseta. Hjá
Nixon standa Katzir, for-
seti ísrael, og kona hans.
Hefndar-
árás á
Líbanon
Tel Aviv, 18. júní. AP.
Kalmbach dæmdur
Washington 18. júní—AP
HERBERT W. Kalmbach, fyrr-
verandi lögfræðingur fjölskyldu
Nixons og aðalsafnari í kosninga-
sjóði fyrir forsetakosningarnar
1968 og 1972, var dæmdur á
mánudag I sex mánaða fangelsi
fyrir brot á kosningalögum. Hann
var einnig sektaður um 10.000
dali.
Kalmbach játaði sekt sína, eftir
Tilraunum
að hafa verið kærður fyrir ólög-
lega fjármögnunar starfsemi
fyrir þingkosningarnar 1970.
Fyrir að játa sekt sína og fallast
á að bera vitni gegn öðrum í
Watergate yfirheyrslunum, verð-
ur Kalmbach ekki ákærður fyrir
þátttöku sina í tilraunum til að
hylma yfir innbrotið í Watergate
og aðra ólöglega starfsemi.
mótmælt
ISRAELSKAR herþotur réðust í
dag á stöðvar skæruliða í suðaust-
urhluta Líbanon, fimm dögum
eftir árás hryðjuverkamanna á
samyrkjubú í Israel.
Arásin var gerð á svæði, sem er
kallað „Fatahland“ og er rétt
norðan við ísraeisku landamærin
við rætur Hermonsfjalls.
Árásirnar stóðu f hálftíma og
allar flugvélarnar sneru aftur
heilu og höldnu til stöðva sinna að
sögn Israelsmanna.
ísraelsmenn hafa greinilega
beðið eftir þvi aó ferðalagi Nixons
forseta til Miðausturlanda lyki,
áður en þeir hefndu árásarinnar á
samyrkjubúið.
Byltingin var gerð í fjarveru EI
Miswari ofursta, en hann hélt
stöðu sinni sem forseti herráðs-
ins. Foringi byltingarinnar,
Ibrahim E1 Hamdi ofursti, annar
æðsti maður heraflans, bað hann
að fara í ferðalag til Arabarikja
til þess að kynna stefnu byltingar-
stjórnarinnar, og hann féllst á
það.
Róm, 18. júní.AP.NTB.
FORINGJAR stjórnarflokkanna
á ltalfu-kristilegra demókrata,
sósfalista og sfsfaldemókrata —
ræddust við f dag f fyrsta skipti
sfðan stjórnin féll fyrir einni
viku, til þess að leysa ágreinings-
mál sfn og ná samkomulagi um
sparnaðarráðstafanir vegna
mestu efnahagserfiðleika Itala
frá strfðslokum.
Fundurinn var haldinn aðeins
nokkrum klukkustundum eftir að
fréttir bárust um alvarlegt áfall,
sem Kristilegir demókratar urðu
fyrir í fylkisþingkosningun-
um á Sardiníu. Vinstri flokkarnir
juku fylgi sitt verulega, og er
talið að þrýstingur þeirra muni
Sameinuðu þjóðunum
18. júní — AP
SOVÉZKI rithöfundurinn
Alexander Solzhenitsyn er mest
þýddur allra nútíma rithöfunda.
Hafa verk hans verið gefin út á 79
tungumálum. Næstir í röðinni eru
Ernest Hemingway, þýddur á 75
tungumál, Marxin Gorki 61 og
Albert Moravia 52.
aukast í þeim mikilvægu viðræð-
um sem fara fram undir forystu
Mariano Rumors forsætisráð-
herra.
Þegar hlé var gert á fundunum
létu þátttakendur f Ijós bjartsýni
á að samkomulag mundi takast,
þótt það væri ekki skýrt nánar.
Kosningarnar á Sardiníu fóru
fram aðeins einum mánuði eftir
að tilraun kristilegra demókrata
til þess að hnekkja hjóna-
skilnaðarlögum f þjóðaratkvæði
fór út um þúfur.
I kosningunum jók kommún-
istaflokkurinn fylgi sitt úr 19,7%
í 26,7%. Flokkurinn fékk 25,3%
atkvæða í þingkosningunum á
Sardiniu 1972.
Canberra, 18. júnf. NTB.AP
SENDIHERRUM Kína og Frakk-
lands í Canberra voru í dag af-
hentar mótmælaorðsendingar
gegn kjarnorkutilraunum þeirra
um helgina.
Gough Whitlam forsætisráð-
herra sagði á blaðamannafundi,
að Kínverjar og Frakkar væru
Kristilegir demókratar fengu
38,3% atkvæða, 6,2% minna en
1969. Sósíalistar fengu 18,7% og
sósíaldemókratar 5,9%. Sfðast
fengu þessir flokkar til samans
8,1% atkvæða.
Talið er að úrslitin veiki að-
stöðu kristilegra demókrata í við-
ræðunum um stjórnarmyndunina
og vinstri flokkarnir krefjist
mikilvægra ráðherraembætta.
Á fundi stjórnmálaleiðtoganna
f dag var rætt um möguleika á
skattahækkunum, samkvæmt góð-
um heimildu. Einnig er búizt við
hækkunum á afnotagjöldum sjón-
varps, nýjum skatti á bíla og verð-
hækkunum á bensíni, olíu og far-
gjöldum.
skuldbundnir til þess gagnvart
samfélagi þjóða heims að forðast
mengun andrúmsloftsins. Hann
kvað Astralfu fordæma allar kjar-
orkutilraunir og berjast fyrir al-
geru banni við kjarnorkutilraun-
um.
I Japan hefur verið efnt til mót-
mælaaðgerða gegn tilraununum.
Þar er búizt við geislavirku úr-
felli á úrfelli á hverri stundu.
Stjórnin áskilur sér rétt til að
krefja Kínverja um bætur fyrir
skaða, sem tilraunir þeirra kunna
að valda.
Stærð kínverskukjarnorku-
sprengjunnar er talin um ein
megalest. Sfðasta tilraun þeirra
var gerð í júní í fyrra. Þeir hafa
gert 16 tilraunir á 10 árum.
Tilraun Frakka var gerð á
Mururoa-eyjum á Kyrrahafi. Þeir
hafa gert 53 tilraunir síðan 1960.
Nissa 17. júní — AP
ISLAND lenti I þriója sæti f sfn-
um riðli I undanúrslitum á
(jlympfuskákmótinu og teflir þvf
f B-riðli, ásamt Kúbu, Túnis,
Frakklandi, Belgfu, Portúgal,
Israel, Austurrfki, Kanada, Sviss,
Danmörku, Noregi, Póllandi,
Italfu og Kolumbíu.
1 fyrstu skákinni tefldu ts-
Aharon Yariv upplýsingaráð-
herra viðurkenndi á blaðamanna-
fundi að heimsókn Nixons hefði
átt þátt í þvi að ísraelsmenn
stilltu sig um að hefna árásarinn-
ar á Shamir-samyrkjubúið.
í Beirút er sagt, að minnsta
kosti tveir palestínskir skærulið-
ar hafi særzt í hálftíma loftárás-
um ísraelsmanna á nokkur þorp
og plantekrur í Suður-Líbanon.
Bolle í Sovét
Moskvu, 18. júnf. NTB.
EIVIND BoIIe fiskimálaráðherra
Noregs kom f gær f opinbera
heimsókn til Sovétrfkjanna f boði
fiskimálaráðherra Sovétrfkjanna,
Alexander Ishkovs.
lendingar við Kanada og gerðu
jafntefli, tveir vinningar gegn
tveimur.
önnur úrslit: Kúba vann Túnis,
Frakkland vann Belgfu, Israel
vann Austurrfki, Danir unnu
Skota, Norðmenn og Pólverjar
gerðu jafntefli og ítalfa vann
Kolumbíu.
Staða kristilegra
veikist á Italíu
Jafntefli við Kanada