Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNl 1974 31 Kristjana S. Helgadóttir — F. 9. sept. 1896. D. ll.júnf 1974. „Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett“. Þetta eru orð Guðmundar skálds Friðjónssonar þar sem hann í einu sinna þróttmiklu kvæða lýsir hugarfari og ævi- starfi ekkjunnar við ána, er unni sínum heimareit svo mjög að þar, og hvergi annarsstaðar kaus hún að heyja sína harðsóttu og oftast tvísýnu lífsbaráttu, og þann reit friðlýsti hún í hjarta sínu fyrir hvaðeina lifandi, sem leitaði þar skjóls og dvalar. Þessi yfirbragðsmikla lýsing skáldsins á ísienzkri útvalskonu kemur manni sjálfkrafa í hug, þegar kvödd er að leiðarlokum frú Kristjana Sigurást Helgadótt- ir, Freyjugötu 10A, sem flutt verður til grafar í dag. Með þessu er þó síður en svo verið að gefa í skyn, að hún hafi ekki unnað landi sínu og þjóð, því með öllu sínu ævistarfi stefndi hún að því að uppfylla sem ríkulegast þá köliun, er hún gegndi, og með slíku hugarfari vinnur hver og einn jafnan bezt að hagsæld lands og iýðs. Það tel ég líka alveg tví- mælalaust, að Kristjana hafi jafn- an skipað sér í þeirra röð, sem vilja styðja þá, sem eru veikburða eða standa höllum fæti í heiðar- legri lífsbaráttu. Samlíking þess- ara tveggja kvenna hér er því einungis bundin við afrek þeirra og drengskap. Kristjana hlýddi þeirri alkunnu og sjálfsögðu köll- un að velja sér maka, þar með fylgdi hvað af hverju stór hópur barna og stórt heimili að annast. Því hlutverki skilaði hún f ham- ingjuríku samfélagi við bónda sinn með þeim árangri og prýði, að börn þeirra hjóna, sem urðu sjö, komust öll til góðs þroska f foreldrahúsum og jafnhliða dafn- aði þar svo innilegt fjölskyldulíf, að aldrei bar á nokkurn skugga, samfara reglusemi og vandaðri umgengni f hvívetna, að það vakti athygli og aðdáun allra, sem til þekktu. Kristjana var orðlögð fyrir ró- lyndi og prúðmennsku i dagfari. Þeir sögðu, sem vel máttu vita, að henni félli aldrei æðruorð af vör- um, þótt annríki hennar væri mikið og þar við bættist svo þrá- látur sjúkdómur, er ásótti hana löngum allmörg síðustu árin. Þá voru börnin þess umkomin að veita henni hjúkrun og hjálp og gerðu það með miklum sóma. Kristjana fæddist í Ólafsvfk á Snæfellsnesi og voru foreldrar hennar hjónin Sigurrós Benónýs- dóttir og Helgi Guðmundsson. Hann fórst í skiptapa frá Ólafsvík árið 1914. Sigurrós var fædd árið 1866, dóttir hjóna á Akri í Staðar- sveit, Guðfinnu Narfadóttur og Benónýs Þórarinssonar. Helgi var fæddur í Ólafsvík um 1870, sonur hjóna þar, Ingveldar Guðmunds- dóttur og Guðmundar Guðmunds- sonar. Kristjana dvaldist i Ólafsvík að mestu leyti unz hún þann 28. nóv. 1925 giftist eftirlifandi manni sín- um Sigurði Guðmundssyni frá Tröð í Kolbeinsstaðahreppi, mikl- um mannkostamanni, er þá hafði tekið sér aðsetur í Reykjavik fyrir fáum árum. Sigurður stundaði nám í Hvítárbakkaskóla 1909 — 1911, og eftir það gerðist hann barnakennari í Kolbeinsstaða- hreppi — var fyrsti fastráðni kennarinn þar eftir tilkomu barnafræðslulaganna frá 1907. Var þar með bætt úr brýnni þörf, því enginn kennari var fyrr fáan- legur. í Reykjavík stundaði Sig- urður einkum skrifstofuvinnu og önnur álfka þjónustustörf. Börn þeirra hjóna eru þessi: Sigurrós, gift Þorbirni Guð- mundssyni, blaðamanni, Reykja- vik, Pálína Matthildur, gift Hákoni Bjarnasyni, loftskeyta- manni, Reykjavík, Árný, gift James M. Bacos, lækni í Maryland í Bandaríkjunum, Guðmundur Helgi, iðnrekandi í Reykjavík, kvæntur Bergdísi Jónasdóttur, Guðný, gift Elíasi E. Guðmunds- syni, flugvélstjóra, Reykjavík, Svanhildur Guðbjörg, gift Hákoni Magnússyni, afgreiðslumanni, Minning Reykjavfk og Páll Valgeir, kenn- ari, Reykjavík, kvæntur Idu Ein- arsdóttur. Ég og kona mín, sem höfum haft mikil og viðvarandi kynni af frú Kristjönu allt frá þeim tíma að hín giftist og hóf búskap f Reykjavík, vottum henni alúðar- fyllstu þakkir fyrir margháttaða vinsemd og höfðingsskap, og eft- irlifandi ástvinum hennar send- um við hugheilar samúðarkveðj- ur'. Guðlaugur Jónsson Er foreldrar mínir fluttust vest- an úr Hnappadal til Reykjavfkur haustið 1920, lagðist fljótlega hinn sami gestagangur að heimili þeirra og verið hafði vestra, enda við engum amast hvernig sem á stóð. Þeir gestir komu víðar að en úr Hnappadal, t.d. vestan úr Ölafs vfk, hvar ein föðursystir mín hafði átt sitt heimili. Tveggja systra minnist ég, sem Ifklegast hefur fyrst borið að garði með henni, Lára og Kristjana hétu þær og voru Helgadætur. Til Reykjavíkur höfðu þær komið á vertfð, voru að „vaska“ saltfisk inni á Kirkjusandi. Kaldsamur var sá starfi og eigi heiglum hent- ur, eigi ósjaldan varð að byrja daginn á þvf að brjóta ísinn á kerunum í hinum óupphituðu vaskhúsum, sem þar að auki voru stundum opin fyrir öllum veðr- um. En í þá daga setti enginn slíkt fyrir sig, atvinnan var aðalatriðið og þar sem vaskið var unnið f „akkorði“ gaf það dugnaðarfólki mikið á aðra hönd. Þessar systur vestan úr Ólafs- Hinn 6. þ.m. lézt á ísafirði Ólaf- ur Sigurðsson skipstjóri, Aðal- stræti 8, en hann hafði átt við vanheilsu að stríða sl. sex ár, en vann þó fram á síðustu stund. Vegna góðra kynna minna og samstarfsmanna minna á Haf- rannsóknastofnuninni af þessum mæta manni, vil ég minnast hans nokkrum orðum. Ólafur Sigurðsson fæddist í Nesi við Skutulsfjörð 14. nóv. 1907, en bær sá er nú horfinn i byggðinni á Isafirði. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Sigurðsson í Nesi og Kristín Jens- dóttir. Átta ára fer hann úr for- eldrahúsum að Dalshúsum f Val- þjófsdal i önundarfirði og elst þar upp fram yfir fermingu hjá skyldfólki sínu. Ólafur flyzt svo aftur til Isafjarðar 15 ára gamall og hefur sjómannsferil sinn ári síðar og er samfellt til sjós til ársins 1940. Frá þeim tfma og til 1948 er hann bílstjóri, bæði fyrir vestan og eins skamman tíma hér syðra á stríðsárunum. Samt sem áður sagði hann ekki að fullu skil- ið við sjóinn, því að allan þennan tíma átti hann trillu, sem hann gerði út, er tóm gafst til. Arið 1948 kaupir hann með öðrum m/b Andvara og er skipstjóri á þeim báti næstu 3 árin, en síðan var hann í önnur 3 ár skipstjóri á ýmsum bátum Samvinnufélags Is- firðinga, lengst af á m/b Auð- birni. Árið 1955 kaupir Ólafur m/b Asdísi, mikla happafleytu, og er skipstjóri á þessu skipi sfnu til 1972. Á Asdísi stundaði hann aðallega rækjuveiðar f Isafjarðar- djúpi með sonum sínum, bæði af kappi og forsjá, enda með afla- hæstu skipstjórum. Nú þurfti Ólafur að fara í land vegna veik- inda sinna, en á sl. ári gerist hann skipstjóri hjá Sigurði syni sínum, er þá hafði keypt gömlu „Elding- una“ og gert hana út á rækju í Djúpinu undir nafninu „Ólafur“. I sumar hugðust þeir feðgar nota bátinn til mannflutninga um norðanverða Vestfirði, en nú vík létu ekki mikið yfir sér, en ég minnist þess hvað mér fannst hún Kristjana dugnaðar- og festuleg. Hún var enda hinn mesti víkingur f starfi og orðlögð fyrir afköst í vaskinu. Og svo fór, að hún giftist Sigurði bróður mínum og nú er hún gengin að afloknu miklu ævi- starfi, sem allt bar hin sömu ein- kenni og mér fannst ég lesa úr fasi hennar og yfirbragði við fyrstu sýn: yfirlætislausan dugn- að, einstaka góðvild, fórnfýsi og tryggð. Hennar lffsspeki var af svipuðum toga og gömlu konunn- ar í Gljúfrum, sem Laxness lýsir svo fagurlega í Fegurð himinsins: „Taka öllu eftir röð án þess að spyrja fram eða aftur; lifa; vera öllum góður“. Eg veit, að hún Kristjana taldi sig mikla gæfumanneskju í lff- inu, enda var hún það reyndar. Hún eignaðist mann, sem henni þótti vænt um og bar virðingu fyrir. Hin langa sambúð þeirra var farsæl og þau eignuðust 7 börn, sem öll komust upp til þroska og manndóms. Síðan komu tengdasynir og tengdadætur og fjölmennur hópur barnabarna, og gæfan hefur fylgt þeim öllum. En eitt finnst mér hafa einkennt þennan stóra fjölskylduhóp fram- ar öllu öðru, það er hin einlæga góðvild innbyrðis og til annara. Hin sanna uppspretta þeirrargóð- vildar var hún Kristjana, hún átti ekki annað til f fari sínu. Staðföst og yfirlætislaus stóð hún í sfnu langa lffsstarfi, var öllum góð, lagði engum last. Fyrir þetta eig- um við öll henni mikla þakkar- skuld að gjalda og munum ætfð minnast hennar með virðingu. Af- komendum hennar á ég enga betri ósk, en að þessi arfleifð megi endast þeim um ókomin ár. Gfsli frá Tröð. hefur Ólafur verið kallaður f annað og meira ferðalag. Arið 1937 hóf Ólafur búskap með sinni góðu konu Guðrúnu Sumarliðadóttur frá Isafirði og lifir hún mann sinn ásamt þrem- ur sonum þeirra hjóna: Sigurði og Ægi báðum skipstjórum á Isafirði og Ragnari, er lengi hefur unnið við skipasmiðar f Noregi. Áður hafði Ólafur eignazt dóttur, Ingi- björgu, sem nú býr f Eyjafirði. — Er við starfsmenn Hafrannsókna- stofnunarinnar hófum afskipti af rækjuveiði f ísafjarðardjúpi árið 1958, að beiðni forráðamanna vestra, æxlaðist svo til, að við fór- um okkar fyrstu sjóferð á rækju- Fæddur 13. aprfl 1902. Dáinn 9. júnf 1974 Aldrei er svo svart yfir sorgar ranni, að ekki geti birt fyrir eilífa trú. Okkur verður þetta efst í huga, er við kveðjum afa f Skerjafirð- inum. „Afa er batnað,“ segir lítill sólargeisli, yngsta barnabarnið, sem honum þótti svo undur vænt um; betri mann var ekki hægt að finna. Það var sama hvort komið var á spítalann eða heim, þegar hann gat verið heima, alltaf var það sama góðmennskan. Fram til þess sfðasta brá hann fyrir sig glensi, sem kom öllum í gott skap. Alltaf var svo undur gott að koma heim til afa og ömmu. Afi var mjög trúaður maður og við vitum, að einmitt þess vegna gekk honum svo vel að komast f gegn- um þessa miklu reynslu, sem hann varð að þola. En hann stóð ekki einn, þar sem hann hafði sfna góðu eiginkonu Það er svo margs að minnast, þegar litið er til baka gegnum árin, þótt þau séu ekki ýkjamörg, meðal annars þau ótalskipti, sem við heimsóttum hana ömmu okk- ar, og þær ánægjustundir, sem við áttum á heimili hennar og afa. I hvert skipti virtist alltaf eitthvað nýtt bera á góma á þessu góða heimili, alltaf eitthvað nýtt að tala um. Það var sama hvert okk- ar átti í hlut, alltaf gerði hún sér far um að reyna að skilja vanda okkar og hjálpa okkur sem bezt hún mátti.Áhugihennar var jafnt bundinn árangri okkar i námi og áhugamálum okkar. Hún vildi alltaf fylgjast með hverju okkar sem var og hvatti okkur óspart til dáða, ef henni þótti maðurfara á einhvern hátt, þó að í mörg horn væri að líta. En fyrst var það krafan til okkar sjálfra og náungakærleikurinn, sem hún vildi að væri f fari okkar. Þannig átti hún sinn þátt í að móta lífsviðhorf okkar allt til hinztu stundar. Amma okkar var ein þeirra kvenna, sem jafnan bar íslenzka þjóðbúninginn hátt og með mikilli reisn. I okkar augum var hún þannig tákn um kvenleg- miðin á Ásdísinni með Ólafi Sigurðssyni, enda var hann einn elzti og reyndasti rækjuveiði- maður við Djúp. Milli okkar og Ólafs skapaðist fljótt gagnkvæm virðing og síðan náin vinátta, sem hélzt alla tið. Árið 1961 réðst hann með okkur í mikinn leitar- leiðangur á m/b Ásbirni, og þótt við fyndum fáa rækjuna í leið- angrinum bætti Ólafur það upp, því að sama ár fann hann á báti sínum Ásdísi rækjumiðin i Ingólfsfirði og Ófeigsfjarðarflóa á Ströndum og hefur margur fengið lof fyrir minna. Síðan leigði hann okkur nokkrum sinnum bát sinn til rækjuleitar vestanlands og norðan og var alltaf með hann sjálfur. Það var ánægjulegt að vera á sjó með Ólafi Sigurðssyni og blanda geði við hann. Hann var öruggur og glöggskygn skipstjóri, sem hlekktist ekki á, og viðmót hans var svo hlýtt, að það bætti sér við hlið, sem með miklu þreki styrkti hann og studdi fram til hinztu stundar. Þegar við kveðj- um afa nú hinztu kveðju biðjum við guð að vera með ömmu og veita henni styrk. Barnabörn. I dag er til moldar borinn Guð- leifur Þorkelsson, Einarsnesi 44, en hann lézt í Borgarspitalanum sunnudaginn 9. júní eftir erfið veikindi. Guðleifur var fæddur 13. apríl 1902 að Brjánsstöðum I Gríms- nesi, sonur hjónanna Halldóru Pétursdóttur og Þorkels Þorleifs- sonar, er þar bjuggu. Hann byrj- aði ungur að stunda sjómennsku og vann við þau störf þar til I byrjun seinni heimsstyrjaldarinn- ar, er hann fór að vinna í Vél- smiðju Sigurðar Einarssonar, vann hann þar meðan heilsan leyfði. an virðuleik og fegurð. Alls þessa, sem einkenndi hana ömmu okkar, ásamt hlýjunni og alúðinni í okk- ar garð og annarra, munum við sakna um ókomin ár. Megi friður guðs vera með henni. Barnabörn. Það er gott að minnast góðra manna og kvenna, gott, þegar sú minning yljar mönnum um hjartarætur, er tregi setzt að við þann aðskilnað, sem ekki verður umflúinn. Enginn gerir sér grein fyrir því, fyrr en hann hefur reynt það, hverja þýðingu það hefur, þegar minningarnar hrannast upp, að þær skuli allar jafn ljúfar — og engan skugga þar að finna. Ég á Kristjönu Helgadóttur margt að þakka, hún hefur miðlað mér miklu á sinn hægláta hátt — en dýrmætasta gjöfin er samt minningin um trygglynda og hjartahlýja tengdamóður. Hún var óvenjulega heilsteypt kona en yfirlætislaus og hafði ekki mörg orð um verk sín. Allt frá unglings- árum vann hún hörðum höndum, fyrst heima I Ólafsvík, en siðan við hlið manns síns, Sigurðar Guðmundssonar. Heimilið var stórt og þurfti mikið, en sam- heldni þeirra hjóna brást aldrei. Kristjana studdi mann sinn, hvort sem var I verkalýðs- baráttunni, I bindindishreyfing- unni, I kálgarðinum eða síð- ast en ekki sizt á heimilinu. Hún var alltaf á sínum stað boðin og búin að rétta hjálparhönd. Og þá var gleði hennar mest, er hún gat veitt öðrum. Kristjana Helgadóttir skilur ekki eftir sig autt rúm, þegar hún er kvödd I dag, hún hafði löngu fyrir fráfall sitt fyllt það slíkri hlýju að fátitt er. Við þann arin- eld verður gott fyrir þá, sem nú sakna eiginkonu, móður, ömmu eða náins vinar, að verma sig. Þorbjörn Guðmundsson. alla samstarfsmenn hans. Hann var glaðlyndur og aldrei sá ég hann skipta skapi, hvað sem á dundi heldur aðeins leysa vand- ann æðrulaust, jafnvel með ofur- lítinn stríðnisglampa I augum. Sakir okkar góðu kynna af Ólafi, leituðum við á Hafrannsókna- stofnuninni oft til hans með alls kyns kvabb og ráð. Margsinnis leitaði ég álits hans um ýmis vandamál rækjuveiðanna vestra og ætíð voru hans ráð hollráð. Hús hans og Guðrúnar stóð okkur ávallt opið, er dvalizt var á Isa- firði. Með Ólafi Sigurðssyni er fallinn frá einn mætasti maður- inn I ísfirzkri sjómannastétt, og að leiðarlokum viljum við starfs- menn Hafrannsóknastofnunar- innar, sem höfðum af honum náin kynni, þakka honum ógleyman- legar samverustundir, drengskap og vináttu og vottum aðstand- endum hans samúð okkar. Ingvar Hallgrlmsson. Guðleifur kvæntist 10. júní 1933 Guðrúnu Egilsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur, yngsta dóttirin lézt á fyrsta ári, en hinar eru báðar giftar og eru dætrabörnin sex. Guðleifur var mikið ljúfmenni og vinur allra, er kynntust honum. I dag kveðja hann með söknuði eiginkona og aðrir ástvinir, en eftir eru góðar endurminningar um góðan dreng. D. Olafur Sigurðsson skipstjóri ísafirði Guðleifur Þorkels- son — Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.