Morgunblaðið - 19.06.1974, Side 40

Morgunblaðið - 19.06.1974, Side 40
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1974 JHorgunbteísib RucivsmcnR ^-»22480 KIR RUKR UlflSKIPTin SEIR RUCIVSR f JHorfiwnblaíiittu Kaupmáttur láglaunafólks hefur minnkað frá desember KAUPMÁTTUR lægst- Iaunaða verkafólksins hef- ur minnkað frá því í des- embermánuði sl. og nemur rýrnun kaupmáttar þeirra launþega, sem taka laun skv. lægsta taxta Dags- brúnar, verkakvennafé- lagsins Framsóknar og Iðju um 3,3% frá 1. des. 1973. Þá nam vikukaup þeirra, sem taka laun skv. þessum taxta 6.156 kr. en 1. maí sl. nam vikukaup þeirra 7.616 kr. og hafði því hækkað um 23,7%. Frá 1. nóv. 1973 til maí 1974 hækkaði vítitala fram- færslukostnaðar hins veg- ar úr 226 stigum í 289 stig eða um 27,9% og nemur þá rýrnun kaupmáttar á þessu tímabili um 3,3%. Ef þróun kaupmáttar frá 1. marz sl., er nýir kjara- samningar tóku gildi, er skoðuð, kemur í ljós, að frá þeim tíma, sem liðinn er, hefur kaupmáttur þessara sömu launþega í lægsta taxta Dagsbrúnar, Fram- sóknar og Iðju rýrnað um 18% og jafnvel þótt dregin séu frá áhrif niðurgreiðslu á helztu búvörum, stendur eftir um 11—12% rýrnun kaupmáttar frá 1. marz sl. Þegar vinstri stjórnin tók við völdum i júlímánuði 1971, hét hún því að auka kaupmátt laun- þega um 20% á tveimur árum og að auki styttingu vinnutíma og orlofslengingu. Ef miðað er við lægsta taxta vikukaups Dagsbrún- ar, Framsóknar og Iðju og vísi- tölu framfærslukostnaðar, kemur hins vegar í ljós, að kaupmáttur vikukaups þessara stétta hefur hækkað um 15,7% á tveimur ár- um og 10 mánuðum eða 5,6% að meðaltali á ársgrundvelli, og ef miðað er við visitölu vöru og þjón- Framhald á bls. 39 Samningar við lækna tók- ust - Vaktþjónusta óbreytt 1 GÆRMORGUN tókust samningar milli Læknafélags Reykjavíkur annars vegar og Tryggingastofnunar rfkisins og Sjúkrasamlags Reykjavfkur hins vegar um greiðslur fyrir nætur- og helgidagaþjónustu lækna. Verður vaktþjónusta lækna f Reykjavfk þvf óbreytt frá því sem verið hefur. Guðmundur Oddsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, tjáði Mbl. í gærkvöldi, að helztu atriði samningsins væru þau, að kaup- trygging fyrir nætur- og helgi- dagavaktir verður 11.500 krónur, sem Læknafélagið skiptir. Sagði Guðmundur, að líklega færi hún nær öll á næturvaktirnar, þvf erfiöast gengur að manna þær, og þær hafa gefið minnst f aðra hönd. Vitjunargjald að kvöldlagi hækkar úr 574 krónum í 600 krón- ur, næturgjald verður óbreytt, 1000 krónur, en helgidagagjald hækkar úr 600 krónum f 1000 krónur. óbreytt. Oft væri erfitt að manna vaktirnar á sumrin, en líklega myndi það takast að mestu í sumar. Engir erfiðleikar væru á því að manna vaktirnar að vetri til. Varðandi greinargerð Sjúkra- samlags Reykjavfkur, sem birtist f fjölmiðlum, um greiðslu til lækna fyrir þessa þjónustu, hefur Framhald á bls. 39 Helgi Hóseasson 1 30 daga varðhald Lögreglumenn flytja Helga Hóseasson út f lögreglubifreið. Helgi lagðist á jörðina þegar lögreglan kom, og varð hún þvf að bera hann. Ljósm. Oddur Asgeirsson. A« MORGNI 17. júnf bar það til tfðinda, að Helgi Hóseasson, húsa- smiður, skvetti tjörublöndu á norðurgafl og framhlið Stjórnar- ráðshússins f Reykjavík. Lögregl- an handtók Helga, og var hann fluttur á Iögreglustöðina og síðan í Hegningarhúsið við Skólavörðu- stfg. 1 gær var Helgi úrskurðaður f 30 daga gæzluvarðhald og hon- um jafnframt gert að sæta geð- rannsókn. Helgi Hóseasson hefur áður verið staðinn að slfkum verkum, m.a. sletti hann skyri á ýmsa fyrirmenn þjóðarinnar við setningu Alþingis haustið 1972. Það var um kiukkan 11 að morgni þjóðhátíðardagsins, að Helgi kom að Stjórnarráðshúsinu með brúsa undir hendinni. Byrj- aði hann að skvetta þunnri tjöru- blöndu á húsið, og hafði tekizt að ata út norðurgafl og framhlið þess, áður en lögreglan náði að handsama hann. Þegar lögreglan kom, lagðist Helgi á jörðina, og urðu lögreglumenn að bera hann út í lögreglubifreiðina. Hann sýndi engan mótþróa. Við yfir- heyrslu hjá Sakadómi Reykjavfk- ur i gærdag neitaði Helgi að segja Framhald á bls. 39 Unnið að hreinsun Stjórnar- ráðsins. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Ársskýrsla SÍS: Efnahagsvandinn að mestu heimatilbúinn „Ég er ánægður með þetta sam- komulag, og tel það sanngjarnt“, sagði Guðmundur Oddsson. Hann sagði ennfremur, að Lækna- félagið myndi áfram manna vaktirnar, og þvf yrði þjónusta Engin at- vinnuleyfi lögð fram Á HÁDEGI f gær rann úr frestur sá, sem verkalýðsfélögin f Rang- árvallasýslu veittu júgóslavneska verktakafyrirtækinu Energopro- jekt til að leggja fram atvinnu- leyfi júgóslavneskra verka- manna, sem vinna við Sigöldu- virkjun. Þegar Mbl. hafði sam- band við Sigurð Oskarsson, starfs- manna verkalýðsfélaganna f gær- kvöldi, höfðu engin atvinnuleyfi borizt, og Sigurður sagðist vita, að engin slfk leyfi hefðu verið gefin út af Félagsmálaráðuneytinu. „Víð lítum svo á, að samkvæmt þessu leggi júgóslavnesku verka- mennirnir niður vinnu strax á morgun. Að öðrum kosti munum við grípa til gagnráðstafana. Á Framhald á bls. 39 Ársskýrsla Sambands' íslenzkra samvinnufélaga var lögð fram á aðalfundi Sambandsins, sem haldinn var 6. og 7. júní s.l. í yfirliti Erlends Einarssonar for- stjóra um starfsemina á árinu 1973 segir m.a., að efnahagsmál þjóðarinnar séu komin í hnút. Vanda- málin séu stór og að mestu leyti heimatilbúin. í skýrsl- unni er enn fremur bent á, að verðhækkanir á inn- fluttum vörum á árinu 1973 hafi verið 24%, en verðhækkun á útfluttum sjávarafurðum hafi numið 42%. Lögð er áhersla á, að útlitið með rekstur Sam- bandsins á þessu ári sé mjög ískyggilegt og gera verði sérstakar ráðstafan- ir, ef komast eigi hjá mjög alvarlegum skakkaföllum. 1 ársskýrslunni segir m.a.: „Árið 1973 er eitt mesta veltiár, sem komið hefur í sögu íslenzku þjóðarinnar. Kom þar margt til: Mikil verðhækkun á útfluttum sjávarafurðum, en í heild hækkaði verðlag allra útfluttra vara um 42% og verðmæti vöruút- flutnings í heild jókst um 53% frá árinu áður. Verulegar verð- hækkanir urðu á innfluttum vör- um, eða I heild um 24%, en aukning innflutningsverðmætis, var 52% frá fyrra ári.“ Síðar í skýrslunni segir: „Á árinu 1973 kom í ljós, að fjárhags- staða Sambandsfélaganna gagn- vart Sambandinu versnaði á tíma- bilinu frá 1. janúar til 31. október Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.