Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNt 1974 11 Kosningaspjall o.fl. úr Reykhólasveit NU er það endanlega ákveðið af félagsmálaráðuneytinu að kosn- ing til hreppsnefndar og sýslunefndar skal vera óhlut- bundin f Reykhólahreppi í vor. Af því tilefni hitti fréttaritari Inga Garðar Sigurðsson oddvita á Reykhólum og lagði fyrir hann nokkrar spurningar: — Hvað ertu búinn að vera lengi oddviti og sýslunefndarmað- ur Reykhólahrepps og hvað eru margir íbúar í Reykhólahreppi nú? — Ég er búinn að sinna þessum störfum í átta ár. Á endanlegri íbúaskrá Reykhólahrepps 1. des. 1973 voru þeir 191. — Jakob Pétursson, sem var forsvarsmaður framboðslista þess, er ógildur var dæmdur, seg- ir, að eitt af aðalstefnumálum lista síns sé að hafa opna fundi, svo að fólk geti fylgzt með hvað af peningum verði. Hvað vilt þú segja um þessi atriði? — Ég vil fyrir það fyrsta taka fram, að allir reikningar hafa ver- ið lagðir fram, endurskoðaðir og það athugasemdalaust og ég vfsa hér með öllum aðdróttunum um óheiðarleika í fjármálum til föð- urhúsanna. Það er líka einkenni- legt, að yfirmaður f nýbyggðum 35 milljóna króna skóla skuli ekki gera sér grein fyrir þvf, hvað verði af fjármagni svo lftils sveitarfélags. — Hvaða framkvæmdir hafa orðið helztar f þinni oddvitatíð? — í fyrsta lagi: A undanförnum fimm árum hefur staðið fyrir bygging fyrsta áfanga barna- og unglingaskóla á Reykhólum, sem væntanlega tekur við hlutverki grunnskóla. I þessum áfanga eru heimavist fyrir 20 nemendur, mötuneytisaðstaða fyrir 50 nem- endur, íbúðir fyrir tvo kennara og ráðskonu, böð og búningsher- bergi væntanlegs íþróttahúss, fullbúin dagstofa og tengibygging fyrir væntanlega kennsluálmu. 1 öðru lagi: Sveitarfélagið beitti sér fyrir félagsaðstöðu með inn- réttingu á samkomusal í mjólkur- húsabyggingunni. 1 þriðja lagi: Aðild að uppbygg- ingu Þörungaverksmiðjunnar h/f, sem tekur til starfa á næsta ári. Við hana munu starfa um 30 manns. Hér á Reykhólum er ekkert laust húsnæði vegna væntanlegra starfsmanna og þess vegna var það í aprílmánuði, að sveitar- stjórn Reykhólahrepps sótti um lán hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins til byggingar á 8 til 10 íbúðum, og á fundi sveitarstjórn- ar 31. marz sl. var tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á bygg- ingu 4 til 6 íbúa á þessu ári, en eftir er að leggja götur og aðrar lagnir tilheyrandi þessum húsum. Hins vegar er verkfræðilegum undirbúningi senn lokið. Þetta eru mjög fjárfrekar framkvæmd- ir en verða að sitja í fyrirrúmi. Þó að erfitt sé að fjármagna þessar framkvæmdir er það þó bót i máli, að Þörungavinnslan h/f er hér bakhjarl við greiðslu afborg- ana og vaxta. Þessi tvö atriði eru þau stærstu og fjárfrekustu, sem blasa við í dag, en að sjálfsögðu verður reynt eftir beztu getu að greiða fyrir öllum þeim málum, sem fyrir sveitarstjórn kunna að koma. — Að lokum, Ingi Garðar: — Ég ber fram þá ósk, að Aust- ur-Barðstrendingar standi í ístað- inu og að þeirri þróun í sýslunni, er fækkað hefur íbúum hennar ár frá ári, sé lokið. Nú sé vörn snúið í sókn og alhliða uppbygg- ing eigi sér stað innan sýslunnar. Félag Sjálfstæðismanna i r Arbæjar- og Seláshverfi heldur almennan stjórnmálafund i félagsheimili Rafveitunnar við Elliðaár fimmtudaginn 20. júní næstkomandi, kl. 20.30. Fundarefni: Þjóðmál og alþingiskosningar. Frummælandi verður Gunnar Thoroddsen. íbúar i Árbæjar- og Seláshverfi eru sérstaklega hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti. Laugarvatn Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi boða til stjórnmálafundar i barnaskólanum Laugarvatni, fimmtudaginn 20. þ.m. Fundurinn hefst kl. 8:30 e.h. Allir velkomnir á fundinn. HVÖT, FÉLAG SJÁLFSTÆÐISKVENNA, HELDUR FUND f ÁTTHAGASAL HÓTELSÖGU FIMMTUDAGINN 20. MAÍ KL. 20.30. ÁVÖRP FLYTJA: RAGNHILDUR HELGADÓTTIR, fyrrv. alþingismaður GEIRÞRÚÐUR H. BERNHÖFT, ellimálafulltrúi, ÁSLAUG RAGNARS, blaðamaður, BERGLJÓT HALLDÓRSDÓTTIR, meinatæknir, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, læknir, AUÐUR AUÐUNS, fyrrv. dómsmálaráðherra og GEIR HALLGRÍMSSON, formaður Sjálfstæðisflokksins. Guðrún Á Simonar syngur við undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. ALLT SJÁLFSTÆÐISFÓLK ER HVATT TIL AÐ KOMA Á FUNDIMN. Kosninga skrifstofur LISTANS í REYKJAVÍK Á vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik og hverfafélaga Sjálfstæðismanna eru starfandi eftirtaldar hverfisskrifstofur. Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 1 4.00 og fram eftir kvöldi. Að jafnaði verða einhverjir af frambjóðendum Sjálfstæðis- flokksins við borgarstjórnarkosningarnar til viðtals á skrif- stofunum milli kl. 18.00 og 19.00 síðdegis. Jafnframt er hægt að ná sambandi við hvaða frambjóðanda sem er, ef þess er sérstaklega óskað með þvi að hafa samband við hverfisskrifstofurnar. Nes- og Melahverfi, Reynimel 22, sími 25635 Vestur- og Miðbæjarhverfi, Laufásvegi 46, (Galtafelli), stmi 28191 Austur- og Norðurmýrarhverfi, Bergstaðastr. 48, sími 28365 Hlíða- og Holtahverfi, Suðurveri v/Stigahlíð sími 28170 Laugarneshverfi, Klettagörðum 9, 85119 Langholts- Voga- og Heimahverfi, holtsvegi 124, sími 34814 Háaleitishverfi, Miðbæ v/Háaleitisbraut sími 85730 Smáíbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi, Langagerði21 sími 32719 Árbæjarhverfi. Hraunbæ 102, sími 81277 Bakka- og Stekkjahverfi, Urðarbakka 2, sími 86153 Fella- og Hólahverfi, Vesturbergi 193, sími 72722 Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til hverfis- skrifstofanna og gefa upplýsingar, sem að gagni geta komið í kosningunum, svo sem upplýsingar um fólk sem er eða verður fjarverandi á kjördag o.s.frv. stmt Lang- XfnWIÐEIGUM HmS SAMLEIÐ Miðhúsum 2. júnf 1974 Sveinn Guðmundsson. STJÓRNIN trabant; Fyrsta sendingin, eftir 5 ára afgreiösluhlé, er væntanleg í júlímánuði. ÞAÐ ÓTRÚLEGA ER, AÐ VERÐIÐ ER AÐEINS # kr. 281 þúsund — fólksbíll # kr. 291 þúsund — station (Innifalið í verðinu er ryðvörn, öryggisbelti o.fl.) Við höfum gert samning um af- greiðslu á Trabant bifreiðum til 5 ára, um ákveðið magn bíla á ári. Ennfremur að í Tollvörugeymslu verði allir nauðsynlegir varahlutir fyrirliggjandi og að eftirlitsmaður frá verksmiðjunni komi einu sinni á ári til eftirlits bifreiðanna. Sýningarbílar verða til staðar hjá okkur í næstu viku. — Lítið á Trabant og leitið upplýsinga. Takmarkað magn Trabant bila verður innflutt einu sinni á ári. Því er öllum þeim, sem hafa hug á að eignast Trabant ráðlagt að gera pöntun strax. Ingvar Helgason, Vonarlandi við Sogaveg. Sími 84510 og 84511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.