Morgunblaðið - 19.06.1974, Page 37

Morgunblaðið - 19.06.1974, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNÍ 1974 37 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDL JOHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR. 34 handrit, þegar þeir snúa öllu við í íbúðinni. Að þeim hefði yfirsézt svo mikilvægur hlutur? Augu Pelle voru flöktandi og Einar, sem fann að nú hafði hann undirtökin hélt áfram, kuldalegri röddu: — Ef þú getur ekki komið með frambærilegri skýringu, þá er ég hræddur um, að ég neyðist til að kveðja Wiijle á vettvang. Hann hefði áreiðanlega hug á þvf að spyrja þig ýmissa spurninga. — í hamingju bænum... gerðu það ekki! Pelle var mjög brugðið. — Ég sver það, að erindi mitt kemur ekki morðinu hið minnsta við. Hann hikaði við, en ákvað svo að leysa frá skjóðunni. — Það er alveg öldungis rétt, að ég var ekki að leita einungis að handritinu mínu. En.. .ég hef ástæðu til að ætla að Eva.. .hafi kannski... tekið eitt blað úr tösk- unni og geymt það á sérstökum stað. Það.. .það var bréf, sem hafði flækzt með af vangá. Ég uppgötvaði það á laugardagskvöld og varð hræddur um að Eva myndi láta það liggja á glámbekk, svo að aðrir sæju það og þess vegna hringdi ég til hennar og... — Og hún lifaði að fela það vel ö'lum forvitnum augum, þangað til þið hittust næst, botnaði ég. — Það eru sem betur fer vitni að því sfmtali... Hvers konar bréf var þetta? Eg hafði sennilega búizt við að hann svaraði þvf til að þetta hefði verið ástarbréf, eða eitthvað þvf- líkt, eða að hann myndi kannski alls ekki svara, svo að þess vegna varð ég steinhissa þegar hann sagði: — Þetta var ljósrit af Stagneliusarbréfi... En Einar vissi hvað klukkan sló og hann sagði hæglátlega: — Ekki vissi ég til að Stagnelius hefði skrifað bréf, sem væru einhvers virði. Pelle var í senn hreykinn og hræddur þegar hann svaraði: — Þetta er áður óþekkt bréf. Ég fann það af einskærri til- viljun, þegar ég var að grúska og það er engin vafi á þvf, að Stagnelius skrifaði það. Það er dagsett þremur mánuðum fyrir andlát hans og skrifað Johönnu Hellensterna. Það er stutt en mjög merkilegt. — Þetta er svei mér glæsilegt, hrópaði ég hrifin. — Nýupp- götvað Stagneliusarbréf! Það hefur sjálfsagt komið þér að góðum notum við doktorsrit- gerðina þína? Pelle hryllti sig órólegur í herðunum og leit vandræðalega á okkur. Neei, eiginlega ekki... ég hef reyndar ekkert notað það. Það er ekkert í bréfinu, sem viðkemur mínu efni. — Hvað er þá að finna í þessu bréfi, sem er svona merkilegt? spurði Einar. Og þegar hann fékk ekkert svar, bætti hann við: — Pelle, góði bezti, reyndu nú að sýna skynsemi. Ef þetta er svo vaxið sem þú segir, þá hlýt ég að finna það. En það væri við- felldnara að þú segðir allt af iétta. Pelle eldroðnaði. — 1 þvf er að finna öruggar tímasetningar á ýmsum trúarljóð- um meðal annars hið umdeilda ljóð „Kvöldið". Og í þvi er einnig að finna upplýsingar um afstöðu Stagneliusar til trúmála um það bil, sem hann andast. Eldurinn snarkaði i arninum og fsköld þögn lagðist yfir stofuna. Loksins eftir langa mæðu sagði Einar og ég sá að hann varð aó taka á öllu, sem hann átti til þes§ að stilla sig. — Með öðrum orðum, vinur þinn hefði mikið gagn af þvf að fá þetta bréf í hendur... ? — Já. — Hvenær fannstu það? — I sumar. — HEFURÐU SAGT STAFFAN FRÁ ÞVl? Svar var óþarfi að gefa við þessari spurningu. Einar reis snögglega á fætur. — Það var sem sagt þess vegna sem þú varst svona hræddur! Það var Staffan, sem mátti ekki fyrir nokkurn mun frétta af bréfinu. Ekki fyrr en allt væri um seinan, mátti hann frétta af bréfi, sem ekki gagnar sjálfum þér hætis hót f rannsóknum þínum, en þú taldir ekki annað ráð vænna en fela það, vegna þess að trúlegast hefði það leyst þau vandamál, sem hann hefur verið að glfma við í marga mánuði. O, sveiattan! Þetta er með því viðbjóðslegra sem ég hef lengi kynnzt! Pelle var orðinn grænn í framan. Hann reis líka upp og þeir horfðust í augu. Loks benti Einar til dyra. — Hypjaðu þig tafarlaust, áður en ég segi allt, sem mig langar að segja þegar ég veit þetta. Ég vildi helzt forðast að þurfa að verða mjög orðljótur. En löngu eftir að Pelle hafði laumast skömmustulegur burtu, gekk elskulegur eiginmaður minn um gólf og lét óspart í ljós fyrir- litningu sína. — Og allan tímann hefur Staffan verið vingjarnlegur og trúr Pelle og látið hann vita um allt, sem hann hefur rekizt á. Eg get ekki annað sagt, en ég brenn i skinninu að segja Antonsson próíessor frá þessu. Fólk, sem aðeins getur unnið vísindaafrek með makki og svindli á ekkert erindi i háskólakennarastöðu. Hann hélt áfram og sagði: — En hversu fegin sem við vildum þá dugir þetta ekki til að okkur geti dottið f hug að mað- urinn hafi framið morð — Kannski einmitt þvert á móti. Því að þegar allt kemur til alls, þá verður hann fyrir greini- legu tjóni við dauða Evu... — En Staffan gæti hafa unnið eitthvað við það, að Eva dó, sagði ég syfjulega. En svo yfirbugaði þreytan mig á ný og ég geispaði ferlega. — Mér þykir það leitt, elskan mfn, en ef þú hefur í hyggju að leysa morðgátur Christers á þess- um tíma sólarhrings, verður þú að gera það upp á eigin spýtur. Því að nú fer ég að sofa. VELVAKANDl Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags • Lýsing á myndlistar- sýningunni á Kjarvals- stöðum minnzt á lélega lýsingu á mynd- listarsýningunni á Kjarvalsstöð- um. Steinþór Sigurðsson listmálari hefur annazt uppsetningu sýning- arinnar, og hafði hann samband við Velvakanda vegna þessarar gagnrýni, en skýringin er sú, að það skilyrði var sett af ýmsum erlendum aðilum, sem lánuðu dýrgripi sína á sýningur.a, að lýs- ing yrði ekki meiri en sem nemur 100 lúx. Sérstaklega hafa þessi skilyrði verið sett þar sem i hlut eiga teppi, en Steinþór sagði, að yrði lýsingin meiri á öðrum hlut- um, myndi hún verða til þess, að teppin sæjust enn verr en nú. Gott var nú að fá skýringu á þessu. Velvakandi fór að skoða sýninguna nú fyrir helgi, og var helzt að hugsa um að taka með sér vasaljós í næstu ferð — svo dauf er birtan á gersemunum. Sýningin er svo yfirgripsmikil og merkileg, að hún verður ekki skoðuð f neinum flýti, heldur skal ráðlagt að taka sér ríflegan tíma. Aðgangseyrir að sýningunni er 200 krónur, en gegn 100 krónu aukagjaldi fást miðar, sem heim- ila aðgang tvisvar sinnum í viðbót að öllu þvi, sem fram fer á Kjar- valsstöðum meðan sýningin stendur. Þetta fyrirkomulag finnst Velvakanda mjög til fyrir- myndar. Sýningarskráin er ómissandi við skoðun sýningarinnar, en hún er alldýr, enda mikil ritsmíð og glæsileg að öllum frágangi. Einn er sá galli á frágangi sýn- ingarinnar, en hann er sá, að upp- lýsingar um muni og listaverk eru ekki við hvern hlut, þannig að nauðsynlegt er að hafa skrána við höndina. Fari tveir eða fleiri sam- an til að skoða sýninguna, verða þeir þvf að skiptast á um skrána, nema þeir séu svo flott á því að kaupa hver sína skrá, en það kann að vefjast fyrir fólki, nema það hafi þeim mun meiri auraráð, þar sem skráin kostar litlar 300 krón- ur. Til mikilla bóta yrði ef upplýs- ingar væru settar upp við hvern hlut, en það hlýtur að vera auð- velt f framkvæmd. % Að láta bugast af ástandinu í heiminum Hér er bréf frá konu að norðan: „Ösköp láta mörg ungmenni bugast af ástandinu í heiminum, sbr. útvarpserindi Sigurðar Guð- jónssonar, höfundar Truntusólar, sem Þorleifur Hauksson flutti þann 10. þ.m. En sé litið yfir veraldarsöguna frá fyrstu tíð, sjá- um við, að sifellt hafa verið háðar styrjaldir um allan heim. Þessi kynslóð er ekkert verri en fyrri kynslóðir, nema sfður sé. Það leysir engan vanda í heiminum þótt allir láti þá nautn eftir sér að neyta eiturlyfja eða áfengis. Hver ætti þá að greiða allan þann kostnað, sem af þvf leiddi að verða að halda þessu fólki uppi á dýrum stofnunum. Ég held, að það sé heilbrigðast að reyna að horfast í augu við staðreyndir og láta draumóra ekki villa sér sýn. Kona að norðan.“ 0 Þjóðhátíðardagur Á morgun eru liðin 30 ár ifrá lýðveldisstofnuninni, en hætt er við þvf, að árlegur þjóðhátíðar- dagur okkar falli að þessu sinni nokkuð i skugga hátiðarhaldanna vegna 1100 ára afmælis íslands- byggðar. Hátfðarhöld 17. júní hafa breytzt verulega hin siðari ár, en ekki er mjög langt síðan það rann upp fyrir mönnum, að óráðlegt væri að stefna saman f mið- bænum múg og margmenni að kvöldi hins 17. júní til að dansa á torgum og gatnamótum. Nú er hins vegar dansað við sex skóla í borginni, en óneitanlega eru margir, sem sakna miðbæjar- skrallsins fræga. Annars er það áreiðanlega til mikilla bóta, að hlutur barna hefur verið aukinn mjög f þessum hátíðarhöldum frá þvf, sem áður var, því að börn eru oft miklu menningarlegri og prúðari í fram- göngu en þeir, sem eldri eru, og þarf ekki að óttast, að þau setji neinn blett á virðuleikann. £ Hátíðir haldnar í ýmsum byggðarlögum Um þessa helgi verður 1100 ára afmælið haldið hátíðlegt i nokkrum byggðarlögum landsins. Af þeim dagskrám, sem fram hafa komið, er sjáanlegt, að mikil vinna hefur verið lögð i undir- búning, og menn hafa lagzt á eitt með að vanda til hans. Áreiðanlega hefur sú ráðstöfun verið rétt að haldnar yrðu sér- stakar hátfðir vegna þess stóraf- mælis á hinum ýmsu stöðum, þannig að fólkið, sem þar býr, verði beinir þátttakendur í undir- búningi og öðru. En þó að okkur þyki við hæfi að hugsa nú til forfeðra okkar og heiðra minningu þeirra með ýmsu móti, má það samt ekki gleymast, að við höldum nú hátiðlegt frelsi okkar og sjálfstæði nú sem endra- nær á þessum degi. Þess vegna hljótum við nú að hugleiða stöðu okkar i þjóðfélagi nútímans, og hvort við önnumst frelsið og lýðræðið eins og vera ber. Við megum ekki gleyma því, að þetta frelsi hlutum við fyrir óbil- andi trú og þor einstaklinga, sem einskis létu ófreistað til að öðlast það, og hnossins verðum við aó gæta, efla það og styrkja, en gleyma okkur ekki við það að afla forgengilegra hluta. 53? SlGeA V/öGA £ ‘[iLVtmi útfTo\W£tt\Rí\ FUVfrOd! l'ÁR!) Hótelhaldarinn: „Ætla ekki að loka Hótel Fornahvammi” „ÉG HEF engin áform um að loka hótelinu hér í Fornahvammi, þótt ýmsir aðrir virðist vera með slfk- ar ráðagerðir, sagði Hafsteinn Ólafsson bóndi og hótelhaldari f Fornahvammi f viðtali við Mbl. fyrir stuttu. Mbl. skýrði frá þvi um daginn, að Vegagerð ríkisins, sem hefur umsjón með Fornahvammi, hefði tekið þá ákvörðun að loka hótel- inu þar í byrjun júni. Hafsteinn sagðist ekkert hafa vitað um þessi áform Vegagerðarinnar, fyrr en hann las um þau í blaðinu. Sagði Hafsteinn, að hann ætlaði að láta reyna á það, hvort hann gæti ekki haldið rekstrinum áfram, og hann myndi hafa opið til haustsins a.m.k. Sagði hann, að ummæli vegamálastjóra í frétt Mbl., um að hótelinu yrði lokað f byrjun júní, hefði dregið stórlega úr aðsókn. „Fólk ekur hér framhjá, því það heldur að búið sé að loka.“ I frétt Mbl. kom það fram hjá vegamálastjóra, að minnst 11 milljónir kostaði að gera nauðsyn- legustu lagfæringar á húsum í Fornahvammi. „Þessa upphæó tel ég óraunhæfa,“ sagði Hafsteinn. „Það duga 2—3 milljónir nenia Vegagerðin ætli sér að reisa ein- hverja höll á staðnum." Sagði Hafsteinn, að það myndi breyta mjög miklu fyrir reksturinn á staðnum, þegar rafmagn kæmi þangað eins og lofað hefur verið. ÁVALUR “BANI” VENJULEGT DEKK MEÐ SLÉTTUM„BANA‘ SLÉTTUR “BANI’’ BETRI STÝRISEIGINLEIKAR BETRISTÖÐUGLEIKI í BEYGJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDING Veitið yður meiri þægindi og öryggi í akstri — notið GOODYEAR G 8, sem býður yður fleiri kosti fyrir sama verð. ------------------------ Sölustaðir: Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Glslasonar. Laugavegi 171. Reykjavik Gúmmfviðgerðin, Hafnargötu 89 Keflavik Bifreiðaþjónusta Hveragerðis v/ Þelmörk. H veragerði P. Stefánsson h.f . Hverfisgötu 103. Reykjavik HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sim, 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.