Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ.MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1974 Þurrkur getur bjargað vellinum — ÞVl setjið þið ekki niður í völlinn, varð einum Akureyr- ingnum að orði, er hann fór inn i búningsklefann á Laugardalsvellinum til hálf- leikshvíldar á laugardaginn. Og víst er, að ekki þyrfti mikið fyrir þvf að hafa að setja niður kartöflur f Laugardalsvöllinn, eins og hann er nú útleikinn. Má segja, að hann sé eitt svað eftir stórrigningarnar að undanförnu og hvern 1. deild- ar leikinn af öðrum. — Er nokkur von til þess, að völlurinn nái því að verða sæmilegur í sumar, var spurn- ing, sem við lögðum fyrir Bald- ur Jónsson, vallarstjóra? — Það er örugglega búið að drekkja hér fleiri plöntum, en knattspyrnuskór hafa eyðilagt, sagði Baldur, — ef veðrið verð- ur sæmilegt, þurrt og hlýtt um nokkurn tíma, er ég viss um, iíigurður Dagsson — mark- vörður Vals, ataður eðju eftir leikinn á laugardaginn. að völlurinn jafnar sig bæri- lega. Það er satt að segja óglæsilegt ef ekki er hægt að leika knattspyrnu á grasvöll- um hérlendis í júní, þegar gróðurinn og gróandinn er mestur. — Það er sálardrepandi að eiga við þetta eins og verið hefur að undanförnu, sagði Baldur, — rigningin hefur eyðilagt jafnóðum það, sem vellinum hefur verið gert til góða, og er þannig núna, að það er tæpast hægt að ganga um hann. Það er auðvitað rétt, að álagið á hann er of mikið, og hann verður ekki bærilegur fyrr en hægt er að minnka það, og það gerist ekki fyrr en völl- urinn, sem verið er að vinna að, verður fullbúinn. Það hef- ur enn ekki verið sáð í hann — beðið hefur verið eftir að svo- lítið þurrara væri um, en þeg- ar sá völlur er fullkomlega kominn í gangið, á aðstaðan hér að breytast verulega til batnaðar. — Verða leikir færðir á Melavöllin, ef svo heldur sem horfir? — Það getur farið svo, að um ekkert annað verði að ræða, en það má hafa það eftir mér, að það verður ekki gert fyrr en í rauðan dauðann, sagði Baldur vallarstjóri. - stjl. Sævar Jónatansson, Akureyringur spyrnir knettinum frá. Jóhannes er aðeins of seinn á vettvang, svo og Kristinn Björnsson. Valur jafnaði á síðustu stui eftir3-l forystu ÍBA VALSMENN verða að teljast heppnir að hafa náð öðru stiginu f viðureign sinni við Akureyringa f 1. deildar keppni tslandsmótsins f knattspyrnu á Laugardalsvellinum s.l. laugardag. Ekki það, að Val§- menn hafi verið lakari aðilinn f leiknum, heldur vegna þess, að Akureyringar höfðu tveggja marka forystu þegar aðeins rúmar fimm mfnútur voru til Ieiksloka. Það var eins og þá loksins vöknuðu Vals- menn og þeim tókst að jafna, 3:3, og voru meira að segja nærri þvf að skora sigurmarkið á sfðustu stundu. Það var Jóhannes Eðvaldsson, sem var sannkallaður kóngur vall- IÞRÓTTA- TÖSKUR Verð frá kr. 488.---- 2.600.- 10 gerðir Póstsendum arins að þessu sinni. Hann barðist eins og ljón allan leikinn og virtist hafa þindarlaust úthald. Sjálfur skoraði hann svo eitt af mörkum Vals og átti algjörlega heiðurinn af öðru. Hefur sá, er þetta ritar, ekki séð íslenzkan knattspyrnumann koma eins vel frá leik í sumar. Sama verður ekki sagt um suma félaga Jóhannesar. Yfirleitt var Valsliðið með afbrigðum áhugalaust í þessum leik og lítil hreyfing á því. Einkum voru það sumir framllnumanna liðs- ins, sem virtust ekki nenna að hreyfa sig eftir knetti, heldur stóðu aðeins og biðu. Mikið má vera ef þetta hefur ekki verið bezti leikur Akureyrarliðsins það sem af er keppnistímabilinu, og vel má vera, að sá neisti, sem í því sást í leiknum, geti orðið að báli. Það, sem liðið hefur fyrst og fremst skort að undanförnu, er meiri trú á sjálft sig. Leikmennirnir virðast hafa talið það gefið fyrirfram, að þeir væru slakari en mótherjarnir og hagað sér samkvæmt því. Alla vega — baráttukrafturinn var í lagi hjá Akureyringum að þessu sinni, og f íslenzkri knattspyrnu hefur hann oft mest að segja. JAFNT í HALFLEIK Valsmenn áttu yfirleitt meira í leiknum til að byrja með, en ekki var mikill broddur í sókn þeirra og hún oftast stöðvuð áður en hún varð ógnandi. Atti þar Gunnar Austfjörð oftast hlut að máli, en hann er mjög traustur leikmaður og hefur mikla yfirferð á vellinum. A 15. mínútu voru Akureyringar í sókn og barst knötturinn upp vinstra kantinn og þaðan sendi Eyjólfur Agústsson hann fyrir mark Valsmanna. Fékk Grímur Sæmund- sen hann fyrir fætur sér, en mis- tókst að spyrna frá. Sigbjörn Gunnarsson náði knettinum og tókst að spyrna honum í mark Valsmanna af stuttu færi. Skömmu síðar munaði litlu að Valsmönnum tækist að jafna, er Birgir Einarsson skallaði af stuttu færi í stöng Akureyrarmarksins. Var þetta eina hættulega tækifærið i hálfleiknum til markaskorunar, fram til 40. mínútu, er dæmd var hornspyrna á Akureyringa. Kom knötturinn vel fyrir markið þar sem Jóhannes Eðvaldsson stökk upp og skallaði hann fyrir fætur Inga Björns, sem ekki þurfti svo annað Texti: Steinar J. Lúðvíksson Myndir: Ragnar Axelssoa að gera en að senda hann í markið. Heppnaðist skot Inga Björns vel og var algjörlega óverjandi. BARATTA1 SEINNI HALFLEIK Fyrri hluta seinni hálfleiks var leikurinn með afbrigðum lfflaus og þófkenndur. Knötturinn var að mestu á vallarmiðjunni og gekk þar mótherjanna á milli. Valsmenn voru yfirleitt meira með hann, en Akur- eyringarnir börðust vel og gáfu Valsmönnum aldrei mikinn tíma, en það er einmitt það, sem þeir virðast þarfnast. A 20. mínútu hálfleiksins kom óvænt annað Akureyrarmark. Vals- menn fengu hornspyrnu, sem var illa tekin og Gunnar Blöndal náði knettinum og óð með hann upp hægri kantinn. Skildi hann hvern Valsmanninn af öðrum eftir og tókst að senda fyrir markið, þar sem Kári Árnason var þungum varnar- mönnum Vals langtum sneggri, stökk upp og skallaðj í netið. Var þetta vel gert hjá Kára, en markið verður samt sem áður að skrifast á reikning Valsvarnarinnar. Aðeins þremur mínútum síðar bættu Akureyringar öðru marki við. Jóhann Jakobsson fékk knöttinn úti undir vítateigslínu og skaut að Vals- markinu. Hafnaði skot hans undir þverslá og inn. Eftir að staðan var orðin þannig 3:1 fyrir Akureyringa hafa víst flestir bókað bæði stigin til þeirra. Mínúturnar liðu ein af annarri, án þess að nokkuð markvert gerðist og leikmennirnir virtust vera orðnir þreyttir eftir að hafa vaðið forina upp í ökla allan leikinn. Var brúnin orðin þung á aðstandendum Vals- liðsins og ekki sízt þjálfara þeirra. Skömmu fyrir leikslok skipti hann hinum unga Atla Eðvaldssyni inná, og var hann ekki búinn að vera á vellinum nema örfáar minútur er hann átti gullfallega sendingu fyrir fætur Inga Björns inn i markteig Akureyringa, og áður en varnar- menn Akureyrar gátu komið á vett- vang hafði Ingi Björn skilað þessari góðu sendingu í mark þeirra. Valsmenn hertu sóknina og mínútu fyrir leikslok sendi Kristinn knöttinn fyrir markið frá vinstri. Jóhannes Eðvaldsson tók frábær- lega vel við þessari sendingu og afgreiddi hana í mark Akureyringa með fastri og óverjandi kollspyrnu. Miðja var síðan tekin og Vals- menn náðu knettinum. Kom send- ing inn í teig Akureyringa þar sem Jóhannes var fyrir og kastaði hann sér aftur á bak og spyrnti knettinum þannig með „hjólhestaspyrnu" að Akureyrarmarkinu. Má mikið vera ef það skot hefði ekki hafnað í marki þeirra, ef knötturinn hefði ekki snert Akureyring og lyfzt þannig yfir markið. Þessi spyrna var beinlfnis stórglæsileg hjá Búbba. Sem fyrr greinir mótaðist leikur- inn nokkuð af hinum erfiðu vallar- skilyrðum, en það afsakar þó ekki leti sumra Valsmanna og hreyfing- arleysi. I fyrri hálfleiknum var t.d. Alexander Jóhannesson eini maður- inn, sem hreyfði sig eitthvað í fram- línunni, og þegar hann var tekinn útaf í hálfleik dofnaði enn yfir sóknarleik Vals. Var það ekki fyrr en Atli kom inná, að lff færðist í hana að nýju, en þá kom Jóhannes bróðir hans einnig framar á völlinn. Sóknarleikmenn Akureyringa verða hins vegar ekki sakaðir um kraftleysi. Þeir börðust ákaflega l vel, og það var fyrst og fremst þessi barátta þeirra, sem færði þeim mörkin, fremur en um skipulegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.