Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JUNl 1974 33 fclk f fréttum Ken Russell er brezkur kvik- myndaleikstjóri, sem margir kannast við. Hann er með um- deildari leikstjórum þar í Iandi — talinn af sumum vera snill- ingur og af öðrum með grodda- fengnari rennusteinslistamönn- um. Auk myndanna „Women in Love“ eftir sögu Lawrence og „The Devils“ hefur Russell einkum lagt sig eftir því að gera ævisögum ýmissa kunnra tónskálda skil á hvíta tjaldinu, og er skemmst að minnast „The Music Lovers" um Tsjaikovský, sem sýnd var hér í Tónabiói. Síðasta afrek hans í þeim efnum var „Mahler" um Gústaf tónskáld og hlaut sú mynd eins og flestar aðrar af- urðir Russells misjafnar undir- tektir. Hann er þó ekki af baki dottinn, heldur þegar tekinn til við næsta verkefni, sem er ævi Franz Liszt, — „afskaplega andlegt og kynferðislega seið- andi“ verk eins og listamaður- inn segir sjálfur. Á að hefjast handa við tökuna á næsta ári. En það, sem hvað mesta athygli vekur f þessu sambandi, er að Russell á sér enga ósk heitari en að fá Mick Jagger, hinn djöfullega söngvara Rolling Stones, til að fara með hlutverk Liszts. Og Jagger er sagður vera „mjög áhugasamur'* um að taka þetta hlutverk að sér. Ættu menn nú að geta verið við öllu búnir... Utvarp Reykjavík Þessi mynd var tekin fyrir utan dómshúsið f leikaraplássinu Beverly Hills í Kalifornfu 7. júnf sl., en þann dag gaf Leonard Wolff dómari saman þau Richard Harris kvikmyndaleikara og Ann Turkei fyrrverandi tfzkusýningarstúlku. Eins og menn vita hefur Richard Harris oft komizt f hann krappan, — barizt við Indfána f myndinni „A Man Called Horse“ (sýnd f Hafnarbfói) og við náttúruöflin f „Einn f óbyggðum" eða eitthvað svoleiðis (sýnd f Austurbæjarbfói). Nú hefur hann hins vegar gengið l gildru hjónabandsins og þarf hann sennilega að beita allri reynslu sinni og dirfsku til að standast þá raun. Þau Harris og Turkei hittust f fvrra, erþau unnu saman að kvikmyndagerð. MIDVIKUDAGUR 19. Júni 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.00, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sverr- ir Hólmarsson heldur áfram aó lesa söguna „Krummana" eftir Thöger Birkeland (2). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Wolfgang Dall- mann leikur á orgel Sónötu nr. 1 f f-moll eftir Felix Mendelssohn- Bartholdy/ Elly Ameling, Helen Watts, Werner Krenn, Tom Krause, Pro Arte kórinn í Lausanne og Suisse Romande hljómsveitin flytja „Herr Gott dích loben alle wir“ kantata nr. 130 eftir Bach; Ernest Ansermet stj. Morguntónleikar kl. 11.00: González Monino leikur á gftar Sónötu f d-moll op. 51 eftir Turina/ Leon Goossens og hljómsveitin Philharmonia leika Kon- sert fyrir óbó og strengjasveit eftir Vaughan Williams/ Nicolaj Ghjaurov syngur arfur eftir Verdi/ Grete og Josef Dichler leika „Scaramouche“, svftu fyrir tvö píanó eftir Milhaud. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Meðsfnulagi Svavar Gests kynnir lög af hljómplöt- um. 14.30 Gústav Mannerheim marskálkur. Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur flyt- ur erindi. Það er inngangur að þýðingu hans á köflum úr endurminningum Mannerheims, er verða eftir það lesnar sem sfðdegissaga. 15.00 Míðdegistónleikar: Nýja fflharmónfusveitin f Lundúnum leikur forleik að óperunni ,4 Traci Amanti“ eftir Cimarosa; Reymond Leppard st j. Camillo Wanausek og Pro Musica hljómsveitin f Vfnarborg leika Flautu- konsert f G-dúr eftir Gluck; Michael Gielen stj. Á skjánum Piero Toso og I Solisti Veneti leika Fiðlukonsert í G-dúr eftir Vivaldi; Claudio Scimone stj. Hljómsveit Rfkisóperunnar f Vinar- borg leikur Sinfónfu nr. 48 f C-dúr „Mariu Theresu“ eftir Haydn; Hermann Scherchen stj. 16.00 Fréttir. tilkynningar. 16.15 VeðuT- fregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.40 Litli barnatfminn Gyða Ragnarsdóttir stjórnar þaetti fyr- ir yngstu hlustendurna. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Landslag og leiðir. Einar Þ. Guðjohnsen talar um leiðir úr Þórsmörk. 20.00 Samleikur f útvarpssal Marilyn Gibson Secor og Guðrún Kristinsdóttir leika Sónötu f B-dúr fyr- ir fiðlu og pfanó eftir Mozart. 20.20 Sumarvaka a. Snjóflóðið f Goðdal 12. desember 1948 Frásaga eftir Sigurð Rósmundsson. Auðunn Bragi Sveínsson flytur. b. Tvö kvæði um Jökuldalsheiði. Höfundurinn, Guðmundur Þorsteins- son frá Lundi, flytur. c. Hún hefur lifað eina öld af ellefu Séra Pétur Sigurgeirsson vfgslubiskup talar um Ingu Jóhannesdóttur f Grfms- ey. d. Einsöngur Svala Nielsen syngur lög eftir Sigurð Ágústsson, Eyþór Stefánsson, Emil Thoroddsen og Sigfús Einarsson; Guðrún Kristinsdóttir leikur á pfanó. 21.30 Útvarpssagan: „Gatsby hinn mikli“ eftir Francis Scott Fitzgerald Þýðandinn, Atli Magnússon les (5). 22.00 Fréttír. 22.15 Veðurfregnir. Bein Ifna Tveir fulltrúar rauðsokkahreyfingar- innar, Helga Sigurjónsdóttir og Lilja Ólafsdóttir, svara spurníngum hlust- enda. Stjórnendur þáttarins: Árni Gunnars- son og Vilhelm G. Kristinsson. 23.00 Nútfmatónlist. Halldór Haraldsson ræðir við Herbert H. Ágústsson og leik- in verða lög eftir hann. 23.45 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 19. júnf 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 I sókn og vörn (stjórnmála- umræður) Bein útsending úr sjónvarpssal. t umræðunum taka þátt talsmenn þeirra fimm stjórnmálaflokka, sem bjóða fram f öllum kjördæmum lands- ins við alþingiskosningamar 30. júnf næstkomandi. Hver um sig svarar spurningum, sem spyrjendur, valdir af hinum fjómm umræddra flokka, leggja fyrir þá. Gert er ráð fyrir að talsmaður hvers flokks sitji fyrir svömm f 20 mfnútur. 22.20 Fleksnes Norskur gamanleikjaflokkur, byggður á leikritum eftir Ray Galton og Alan Simpson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) £g á réttinn Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.50 Dagskrárlok Ungfrú Heimur, bandarfska stúlkan Marjorie Wallace, hefur legið þungt haldin f sjúkrahúsi f Indianapolis f Bandarfkjunum þar sem hún tðk inn of stðran skammt af deyfilyf jum. Faðir hennar neitaði þvf aðspurður, að hún hefði reynt að fyrirfara sér. Hún var svipt titli sfnum vegna vinskapar við knattspyrnumanninn George Best, sem sfðan var sýknaður af ákæru um að hafa rænt frá henni skartgripum. Hún var góð vinkona kappaksturshetjunnar Peter Revson, sem fðrst f vor. fclk í fjclmiélum I Rauðsokkurnar og jafnréttísmálin ! I I I I I a I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I kvöld kl. 22.15 er þátturinn Bein lfna á dagskrá útvarpsins, en þátturinn er f umsjá þeirra Árna Gunnarssonar og Vilhelms G. Kristinssonar fréttamanna. 1 dag er kvenréttindadagurinn árlegi, 19. júnf, og f þvf tilefni gefst hlustendum kostur á að spyrja tvær rauðsokkur spjörunum úr, þær Helgu Sigurjðnsdðttur og Lilju Ölafsdðttur. Jafnréttismál kynjanna hafa verið mjög á döfinni hin sfðari ár. Hafa margir látið þessi mál til sfn taka og einn þeirra hðpa, sem hafa látið að sér kveða á þeim vettvangi, eru einmitt rauðsokkurn- ar. Rauðsokkuhreyfingin er starfandi f mörgum löndum, en hingað mun hún hafa borizt frá Norðurlöndunum. En sem sagt — hlustendur geta fræðzt um hreyfinguna og stefnumál hennar með þvf að hringja f sfma 22260 milli kl. 22.15 og 23 f kvöld. í sókn og vörn EFTIR sjónvarpsfréttir og veðurfregnir verða tals- menn þeirra fimm stjórnmálaflokka, sem bjóða fram í öllum kjördæmum, fyrir svörum í sjónvarpssal, en flokkarnir eru fimm talsins. Þetta verður tæplega tveggja klukkustunda þáttur, en spyrjendur eru valdir af þessum sömu flokkum. Enn þá eru tímaverðirnir á ferðinni, þannig að rétt- læti ríki, og er gert ráð fyrir því að hver flokkur fái 20 mínútur til að svara spurningum, sem til hans verður beint. Eflaust verður þessi þáttur mun fjörugri en flokka- kynningin I síðustu viku, þar sem menn komu fram og fluttu hver sína tölu eða svöruðu hagstæðum spurn- ingum, sem voru fyrirfram undirbúnar. Svo þegar hlustendur hafa lokið við að meðtaka boðskapinn, kemur Fleksnes til sögunnar til að létta skapið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.