Morgunblaðið - 19.06.1974, Page 36

Morgunblaðið - 19.06.1974, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNÍ 1974 Sjö sögur af Villa eftir Rudolf O. Wiemer ,Nú“, segir hans. „Var þá kvöldmessa í kirkj- unni?“. „Því sagðir þú mér það ekki fyrr? I refsingaskyni við þig ætla ég að borða eplið sjálfur“. „Eplið? Stalstu þvi úr garðinum hjá prestinum?“. „Nei. Jakob gaf mér það fyrir að hringja klukkun- um“. „Söngstu líka?“. „Hvernig dettur þér það í hug?“. „Ekki skrökva Villi“. „Nú, jæja, úr því þú vilt endilega vita pað: ég raulaði smávegis með hinum“. „Hvað ætlar þú að gera af þér á morgun?" „Það segi ég ekki“. Villi hnyklar brúnir. Kirkju- þefurinn situr enn í nefinu á honum og kitlar hann. Hann hnerrar. „Guð hjálpi þér“, segir Hans. Villi hnerrar aftur og aftur. Þegar hann er horfinn inn í myndabókina má enn heyra nokkra kröftuga hnerra. Ahtisj, ahtisj... Sjöunda og síðasta sagan. Þegar líður að sjöunda kvöldinu virðist Villi frem- ur áhugalaus um nokkrar meiriháttar aðgerðir. Hann liggur bara í leti inni í myndabókinni. „Nú ætlar þú líklega að vera góður“, segir Hans. „Eða hefur þér ekki dottið neitt ljótt I hug ennþá?“. „Júhú“, segir Villi og reynir að setja upp sem illúðlegastan svip. „Farðu bara að sofa. Ég veit, hvað ég ætla að gera“. „Ætlarðu að velta húsi um koll? Eða skjóta tunglið niður?“. „Iss, það er nú bara barnagaman. Ég ætla að gera það sem verra er“. Hvað er það?“. „Ég ætla að stela heimaverkefni lítils drengs“. „Það er sannarlega mikið illvirki Villi. Það máttu ekki gera“. „Það sem ég má ekki, það geri ég einmitt", segir Villi. Hans verður æstur: „En komi drengurinn ekki með verkefnið í skólann, þá refsar kennarinn hon- um“. „Drengurinn er búinn með verkefnið. Ég stel því bara frá honum“. „Heldurðu að kennarinn trúi því?“. „Því skyldi hann ekki gera það? Veit hann ekki að ræningjar eru til?“. Villi spígsporar eins og montinn hani um herbergið. „Drengurinn, sem ég ætla að stela verkefninu frá, á nefnilega að fá refsingu. Ég vona að kennarinn ykkar eigi vönd“. „Nei, I okkar skóla er enginn vöndur og þar er enginn flengdur“. „Hvers vegna farið þið þá í skólann?". „Vegna þess að við viljum læra“. „Á mínum yngri árum lærðum við bara vegna þess að annars vorum við flengdir“, segir Villi. „Þá hefur þú líklega oft verið flengdur. Annars hefðir þú ekki gerzt ræningi“. „Ég hélt að þér væri vel við ræningja", segir Villi. Hans hugsar sig um. Svo segir hann: „Ekki alla ræningja . Mér er bara vel við þig“. „Er þér líka vel við kennarann?“ DRÁTTHAGI BLÝANTURINN cJVonni ogcTVfanni Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Beint á móti göngunum, sem við höfðum farið í gegnum, en þó nokkru neðar, sáum við dálitla glufu, og var þar hægt að komast út undir bert loft. Skammt frá var eldstæði. Hægra megin við göngin var eins konar hvílubeður á stórri hellu, sem var hærri en gólfið i kring. Þar var breiddur á mosi og þurrt gras. Við vorum fullir af forvitni og þurftum allt að skoða, sem í helliniun var. Þar héngu alskonar áhöld, hnakkur og beizli, vopn, klæðnaður og ýmislegt annað. Þetta var alveg eins og við höfðum marglesið um í útilegumannasögum. Haraldur bauð okkur að setjast og sagði síðan: „Nú skulum við tilbúa kvöldmatinn. Á eftir ætla ég að fara niður að Möðruvöllum og segja foreldrum ykkar, að þið verðið hjá mér í nótt“. Manni varð nú raunalegur á svipinn. „Eigiun við þá að vera hérna aleinir á meðan?“ spurði hann. „Já, þið farið ekki heim fyrr en í fyrramálið. Það er svo langt heim til ykkar, og nú er orðið svo fram- orðið. En þið hafið ekkert að óttast. Það væsir ekki um ykkur hérna“. „En dvergamir“, sagði Manni. „Eða var þér ekki alvara með það?“ „Þú getur sofið í næði fyrir þeim, Manni minn“, sagði Haraldur brosandi. „Þeir fara svo hægt, að þú heyrir ekki einu sinni til þeirra“. „En hvenær kemurðu aftur?“ spurði ég. „Einhverntíma í nótt. Á morgun ætla ég svo að fylgja ykkur niður fjallið. En nú verðum við að fara að hugsa um kvöldmatinn“. Haraldur tók nú þurrt gras og limar og kveikti upp eld á gólfinu. Á meðan hann var að fást við það, sagði Manni: „Nonni, eigum við ekki að fara út á meðan og sjá, hvemig þar lítur út?“ Ég var til í það, og nú smugum við út um sprunguna. iLL — Hver heldurðu að hafi sloppið úr dýragarðin- um... — Því miður, herra minn, það er búið að loka. Þér verðið að koma aftur á morgun.... — Jú, það lítur út fyrir að einhver mistök hafi átt sér stað varðandi far- seðilinn til baka. . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.