Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1974, Blaðsíða 12
12 M<£RGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JUNl 1974 Norrœn vefjarlist Norr»n vefjarlist nefnist sýn- ing, sem Norræna húsiö gengst fyrir í tilefni listahátíðar. Vefjar- list er nýyrði í tungu vorri og mun eiga að koma I stað myndvefnaðar sem útlagning alþjóðlega orðsins „textil“. Orðið lætur vel í munni, en hins vegar er ég óviss um, að það spanni allt hugtakið „mynd- vefnaður" svo sem hann kemur mér fyrir sjónir í dag, því að þar er vefurinn ekki jafnan aðal- atriðið og vefstóllinn þvf síður, en yfir hið sigilda dúka- og teppa- form er varla til betra orð. I nútíma myndvefnað eru ekki einungis notaðar hinar ólíkustu tegundir ullarbands heldur einn- ig „sisal", hrosshár, ýmsar teg- undir skinna, svo og gerviþræðir og efni ýmiss konar. Þótt menn kunni að vera á móti notkun ann- ars en náttúruefna, eru þetta staðreyndir, sem ekki er hægt að loka augum fyrir, jafnframt því að myndvefnaður einskorðast ekki lengur við veggflötinn einan heldur hefur hann einnig tekið á Vág mynd sjálfstæðs mótunar- hlutar I þrivíðu rúmtaki. - Á sýningunni í Norræna húsinu sjáum við gott dæmi um notkun gerviefna og upphleypts forms (,,relief“) í myndum finnsku listakonunnar Irmu Kukkasjárvi (f. 1941), sem virðist kafa í til- raunir með gerviefni nútímans og þá möguleikum, sem þar eru faJd- ir. Það er ferskur og svalur létt- leiki yfir hinum stóru formum mynda hennar úr trefjaglersþráð- um og hún mun vafalítið vekja einna mesta athygli hinna norr- ænu listakvenna sökum nýstár- leika verka sinna. Irma hefur sjálf sagt réttilega i blaðaviðtali, að myndir hennar séu ekki dæmi- gerðar fyrir finnskan mynd- vefnað í dag, en þó eru þær dæmi- gerðar fyrir ríkjandi frjálslyndi og tilraunir á þessu sviði 1 heima- landi hennar. Greinarhöfundur sá gott dæmi um ferskar, skemmti- legar og margslungnar tilraunir í Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON myndvefnaði í safni, sem kennt er við Amos Andersson i Helsingfors í fyrrasumar og virtist vefstóllinn vera einungis eitt atriði í gerð hans. Verksvið Irmu Kukkasjárvi er ekki frjáls myndsköpun ein- göngu heldur hönnun húsgagna- áklæða fyrir verksmiðjur, og mætti það vera nokkur ábending fyrir fslenzkan iðnað að hagnýta sér í ríkari mæli reynslu og kunn- áttu íslenzkra kvenna, sem lagt hafa út á þessa braut og unnið sér nafn. Norska listakonan Synnöve Aurdal (f. 1908) kemur einnig oft nútímalega fram i vefnaði sínum, en viðhefur þó sígildari vinnu- brögð. Teppi hennar „Regn" er mjög fínlegt og skemmtilegt, en nýtur sin ekki sem skyldi í upp- hengíngu. Hið stóra og volduga teppi „Varme kilder“ er máski fallegasta teppið á sýningunni og vinnur á við hverja nýja heim- sókn á sýninguna. Eru hér við- höfð sigild vinnubrögð, þar sem saman fara mikil tæknileg þekk- ing og næm tilfinning fyrir efni og litbrigðum. Danski fulltrúinn Nanna Hertoft (f 1936) er mjög hefð- bundin í vinnubrögðum sínum, hún notar oft gobelín-tækni með ull og handunnu garni, sem hún LISTA HÁTÍÐ 1974 litar sjálf og spinnur. Vefnaður hennar er mjög vandvirknislega unninn, lætur lítið yfir sér í fyrstu, en vinnur sennilega meira á, er frá líður. Ég varð fyrir mest- um áhrifum af myndinni „Blátt teppi með punktalínum“ sökum dýptar og fegurðar hins bláa litar og magnaðrar stemmningar. Sænski fulltrúinn Marie Adlercreutz (f. 1936) kom mér á óvart með hinn sérkennilega vefnað sinn og hina miklu og tæru efniskennd, er listakonan speglar ásamt djúpum mannleg- um kenndum, sem ekki birtast einungis i vali á myndefni heldur einnig i lit, áferð og vinnubrögð- um. Myndvefnað sinn nefnir hún „sokkastopp" — áferð, þar sem hún vefur úr heimalituðu ullar- garni. Ég hef naumast áður orðið fyrir jafn sterkum áhrifum fyrir framan pólitískt verk og það, sem hún hefur gefið nafnið „I augum hennar er ljós fólksins varðveitt“. Myndin er ofin eftir fréttamynd frá Viet Nam, en sú lifræna við- bót, sem frábært handverk, skýr og kristalstær útfærsla, ásamt djúpum mannlegum tilfinningum ljær þeim, höfðar margfalt meira til áhorfandans en nokkur augna- bliksmynd. Hér hefur tíminn yfir- tekið mynd augnabliksins. Það er sláandi, hve þessi lát- lausa einlæga mynd er miklu áhrifaríkari þjóðfélagslegum realisma i austurblokkinni og formúleraðri áróðurslist sam- kvæmt valdboði að ofan, eða öfga- fullri og tæknilega gallaðri áróðurslist vestursins. — Hér sannast það, að einfaldleikinn og látleysið snerta við dýpstu og varanlegustu tilfinningunum. Islenzku þátttakendurnir eru jafnmargir hinum norrænu gest- um, og vekur það nokkra furðu mína að tækifærið til að kynna sem mest af norrænum nútíma- vefnaði skyldi ekki sitja í fyrir- rúmi, auk þess sem færeyskan fulltrúa vantar og trúi ég ekki öðru en að vefjarlist finnist þar einnig í einhverri mynd. Eitt teppi eftir hvern íslenzku fulltrú- anna, sem við gerþekkjum, hefði verið nóg, eða þá einn fulltrúi með 4 teppi. Annars standa hinir íslenzku fulltrúar sig sómasamlega í þessum félagsskap, einkum kemur Ásgerður Búadóttir (f. 1920) vel út með sinn einfalda, en formsterka vefnað og persónu- lega svipmót. Barbara Árnason (f. 1911) virðist jafnan eiga eitt- hvað nýtt í pokahorninu, og hið stóra hringlaga teppi hennar kemur á óvart, einkum er efri helmingur þess vel mótaður, en hin hlutlægu form í neðri helm- ingnum virðast mér full Itæk. Myndir Vigdísar Kristjánsdóttur finnst mér ég hafa séð áður og stinga þær flestar mjög f stúf við annað á sýningunni. Virðist mér teppið „Heimþrá“ (nr. 4) falla þar bezt að. En hér er um vafa- samt val á myndum þessarar lista- konu að ræða, þvf að á slíkri sýn- ingu er ekki aðalatriðið að vera með heldur að örva og kveikja. Hildur Hákonardóttir (f. 1938) er efnileg listakona, sem vakið hefur athygli á þessu sviði á undanförn- um árum, og sú, sem líkleg er til meiri afreka og forvitnilegra. Hildur geldur þess, að annað teppi hennar er við hliðina á áður- nefndu framlagi Maríu Adler- kreutz og nýtur sín ekki allskostar þar. Hins vegar má það vera Hildi lærdómsrfkt að uppgötva til- gangsleysi þess að tjá sjg nokkr- um orðum á ritmáli á fleti teppis síns við hlið verks, sem segir heila sögu án þess að annað en táknmál hinnar tæru myndlistar sé að verki. Teppi Hildar „Eroika — Erotik“ er líflegra f lit en flest það, er frá henni hefur komið, en ástríðuþrungið heildarform fylgir ekki að öllu leyti styrkleika lit- anna. Sem fyrr segir hefði ég óskað eftir færri myndum gestgjafanna, en því fleiri mynuum af framúr- stefnuvefnaði frá hinum Norður- löndunum, hvort sem hann telst til háleits handiðnaðar eða flatneskjulegrar útþynntrar myndlistar, slfkt er smekksatriði, en listvefnaður hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá framúr- stefnulist. Sjálfur sá ég fjöldann allan af mjög áhugaverðum vefn- aði á Norðurlöndum á sl. sumri og sviðið virðist mér full þröngt hér heima. Vantar nýtt ferskt líf- og leitandi í íslenzkan myndvefnað og er þvf hérmeð komið á fram- færi. Ekki get ég skilið við þetta efni án nokkurra víðari hugleiðinga um myndvefnað almennt. Mynd- vefnaður er ævaforn listgrein og eru elztu minjar hans frá því fyrir tveim árþúsundum fyrir Krists burð, fundnar f Egyptalandi. Refillinn mikli frá Bayeux er elzta varðveitta teppið frá mið- öldum í Evrópu og snertir að nokkru fslenzka sögu að því er talið er. Frá miðri tólftu öld eru til teppi, sem voru m.a. gerð til skreytinga i kirkjum i neðra Sax- landi. Á fjórtándu öld er mynd- vefnaður hagnýttur í æ ríkara mæli til heimilisskarts, og við hlið hins trúarlega myndefnis birtist nú einnig veraldlegt. Miðstöðvar framleiðslunnar verða París og Arras, því nefna Italir myndvefnað ósjaldan „arrazzi". Á fimmtándu til sauðtjándu öld hefur Flæmingja- land forustuna og þar vefur P. van Aels hin frægu teppi eftir frumdráttum Rafaels árin 1516—'19, sem nú eru í Vatikaninu f Róm. Á 17. öld stofnaði Lúðvík 14. konunglegu vefjarlistastofnunina í Paris. Á 19. öld glatar hinn handgerði vefnaður þýðingu sinni vegna vélrænni aðferða en maður að nafni Jaquard fann um aldamótin 1800 upp vél er kennd var við hann og margfaldaði afköstin og ýtti hinum dýrari og verðmætari vefnaði til hliðar um stund. Hlut- ur tuttugustu aldar hefur þannig verið að endurvekja hin gömlu vinnubrögð í margvíslegri mynd og frjálsara og óbundnara formi, þar sem höndin og tilfinningin fyrir efni og formi sitja í öndvegi. Frá þessum höfuðstöðvum mun svo listgreinin hafa borizt til Norðurlanda og má segja, að hún standi á traustum grunni. Konur hafa setið við vefstólinn öldum saman og ofið dúka í klæðnað, hvers konar nytsama hluti til heimilisþarfa og svo veggteppi til skrauts. Vefstóllinn sjálfur er margslunginn og skemmtileg smfð og gleymi ég seint miklum og rammgerðum vefstóli sem ég sá í litlu safni fornminja í Silki- borg, en sú smíð er mér minnis- stæð sem gildur skúlptúr. Vefjarlist er öðru fremur list- grein kvenþjóðarinnar, hefur svo verið og er enn, en þær raddir hafa komið fram og verða æ háværari, að nútfma myndvefnað- ur eigi ekki síður erindi til karla, því að hér hafi opnazt vítt og lokkandi svið við breytt viðhorf jafnt körlum sem konum. Raunar hafa nokkrir karlmenn lagt stund á þessa listgrein og einn kannast ég við, sem náð hefur heimsfrægð, franski lista- maðurinn Jean Lurcat (1892 — 1966), og við hann eru vefjar- listar-biennalarnir í Lausanne í Sviss kenndir. Heimssýning list- iðnaðar var eða verður haldin í Toronto í Kanada á þessu ári og sendu Finnar úrval myndvefnað- ar 24 listkvenna þangað auk annars. Vissulega þarf að vera sjálfsagt mál, að tslendingar taki þátt í slíkum sýningum I framtfð- inni sem fullgildir aðilar og myndi það verða mikil lyftistöng fslenzkum listiðnaði og að sjálf- sögðu almennum iðnaði um leið, hækka ris hans, því að framúr- skarandi listiðnaður hlýtur að hafa bætandi áhrif á almennan iðnað. Islendingar þurfa að gefa þess- um málum meiri gaum, handa- vinna í skólum, sem að slfkum atriðum lýtur, er langt á eftir tímanum að ekki sé sterkara að orði kveðið og þarf því að takast til gagngerrar endurskoðunnar og uppstokkunnar. Við þurfum stærri og viðameiri sýningu slfkra hluta hér og ekki aðeins list- vefnað heldur einnig sýnishorn þess, sem gert er á þessu sviði í almennum skólum erlendis til uppbyggingar skapandi atriða. Það er ekki nægilegt að stefna hingað nokkrum listakonum frá Norðurlöndum og skrafa um fjöl- breytta sýningu. Slíkur framslátt- ur er einnig rangur, þvf að svo mikið er að gerast f myndvefnaði og hefur verið að gerast undan- farin ár, að þetta getur einungis talizt takmörkuð innsýn i nýjar aðferðir innan myndvefnaðar og vísa ég hér til ummæla listakon- unnar í upphafi greinarinnar. Vera má, að þetta geti talizt fjöl- breytni á íslenzkan mælikvarða, en mælistika höfðatölureglunnar á ekki að eiga hér heima, við eigum að gera hærri og metnaðar meiri kröfur en svo í okkar eigin garð. En fyrir utan þá hnökra, sem ég hef hér tínt til, er sýningin mikilsvert framlag til listahátíðar og ber að þakka Norræna húsinu fyrir framtakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.