Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULI 1974 3 Gestir á þjóðhátíð 1974: Poul Hartling forsœtisráðherra Danmerkur POUL Hartling, sem kemur hingað á þjóðhátfð sem fulltrúi dönsku rfkisstjórnarinnar, hefur verið forsætisráðherra sfðan f desember f fyrra. Það hefur vakið athygli og sýnir óumdeilanlega, að þrátt fyrir ýmsar mjög erfiðar og viðamiklar ráðstafanir og ekki allar vinsælar, sem stjórn hans hefur orðið að gera, hefur fylgisaukning flokks hans, Venstre, verið gffurleg þessa mánuði, ef marka má skoðanakannanir. Væri kosið f Danmörku nú myndi Venstre verða næst stærsti stjórnmálaflokkur f landinu. Poul Hartling var utanríkis- ráðherra árið 1968—71 og var þá einnig leiðtogi flokks síns. Þegar hann var í stjórnarand- stöðu árið 1971—73 var hann formaður þingflokks Venstre. Árið 1957 var Hartling kjörinn á þing í fyrsta skipti. Við kosn- ingarnar árið 1960 munaði að- eins 137 atkv. að hann kæmist á þing, en 1964 náði hann kosn- ingu og síðan hefur vegur hans farið vaxandi. Eftir kosningarnar á sl. ári fékk Venstre aðeins 22 þing- sæti. Ýmsir voru því hlynntir, að Venstre, Radikale Venstre og thaldsflokkurinn reyndu stjórnarsamvinnu eins og árin 1968—1971. Margt bendir til, að Poul Hartling hafi frá byrj- un barizt fyrir því, að Venstre fengi einn tækifæri til að stjórna og sýna, hvað í flokkn- um byggi. Mörgum hefur komið snerpa og dugnaður Hartlings mjög á óvart, því að hann hafði öðlazt sess meðal danskra stjórnmálamanna, sem hæg- lyndur og kurteis guðfræði- menntaður maður, en um metn- aðargirni hans og stjórnunar- hæfileika vissu menn færra. Poul Hartling er kennarason- ur. Hann er fæddur árið 1915. Hann þjáðist af astma í bernsku og varð oft að vera rúmfastur mánuðum saman. Engu að síður gekk honum ákaflega vel í skóla og að stúd- entsprófi loknu lagði hann fyr- ir sig guðfræði og hann þótti mælskumaður mikill og andrík- ur í ræðum sínum. Meðfram prestsstarfi fékkst hann við kennslu og varð rektor N. Zahl- es menntaskólans hálffertugur að aldri. Þvf starfi gegndi hann þar til hann varð ráðherra 1968. Sjö árum eftir að Hartling var kjörinn á þing varð hann formaður flokks sfns. Hann fékkst á þessum árum aðallega við þau málefni, sem snertu fræðslu og menntamál. Þegar Baunsgaard myndaði stjórn sína árið 1968 varð hann utan- ríkisráðherra sem áður er sagt og gegndi starfi sfnu með prýði. Poul Hartling. Poul Hartling gat sér snemma orð fyrir iðjusemi og athygli vakti, hversu vel hann undirbjó hvert mál, sem hann tók að sér. Hann er sagður kirkjurækinn með afbrigðum, jafnlyndur maður og léttur í lund og þekktur fyrir að taka hvers konar mótlæti, aðfinnsl- um og óhöppum með jafnaðar- geði. Það er haft á orði, að einhverju sinni var hann á ferðalagi f flugvél, meðan hann var utanrfkisráðherra. Bilun varð í vélinni og var um tíma óttazt að illa færi. Hartling tók þá bók upp úr pússi sínu. Einn af skefldum samferðarmönnum hans spurði, hvort það væri biblían, sem hann ætlaði að glugga í þessa sfðustu stund. Hartling svaraði því til, að þetta væri matreiðslubók — því að hrapaði flugvélin til jarðar og mannætur réðust á hann vildi hann láta gera úr sér góm- sæta og vel tilreidda máltíð. Eiginkona Hartlings er lækn- ir að mennt. Þau kynntust ung að árum og eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. Þrátt fyrir miklar amnr Hartlings þykir hann heimakær maður og þeir, sem þekkja til heimilislífs hans, segja það með afbrigðum gott. Hjónin eru bæði menning- arlega sinnuð, þar er lesið upp- hátt á friðsælum kvöldstundum úr verkum eftir Tolstjo, Lager- löf, Dickens og Martin A. Han- sen o.fl. Hartling hefur yndi af tónlist og leikur á fiðlu sér til afþreyingar. Hann hefur sömu- leiðis mikla skemmtun af að reyna hæfni sína í bflaviðgerð- um, en kveðst ekki hafa getað gefið sér tóm til að sinna þvf áhugamáli eins og skyldi síð- ustu árin. Hartling er gætinn fjármála- maður og hefur lagt sig fram um að draga úr útgjöldum ríkis- ins. Bent er á, að hann fækkaði ráðherrum í stjórn sinni úr 20 f tólf þegar hann tók við. Og að liðnum sjö mánuðum sem for- sætisráðherra hefur Hartling sýnt ótvíræða forystuhæfileika og með einarðri afstöðu sinni til danskra þjóðmála og svo því, að hann hefur ekki skirrzt við að takast á við þann vanda, sem við blasti, hefur hann bersýni- lega unnið traust þjóðar sinnar. Alþjóðleg ráðstefna um Norðurlandabókmenntir í Háskóla íslands 22.-27. júlí IASS (International Association for Scandinavian Studies) eru samtök háskólakennara, fræði- manna og stúdenta f Norður- landabókmenntum. Samtök þessi standa að baki tfmaritinu SCANDINAVICA, sem kemur út f Lundúnum og helgað er norrænum fræðum, einkum bókmenntum. Annað hvert ár gengst IASS fyrir ráðstefnum um bókmenntir Norðurlanda og er önnur hver ráðstefna haldin við einhvern há- skóla á Norðurlöndum, en önnur hver utan Norðurlanda við há- skóla, þar sem norræn fræði og bókmenntir eru kennd. Sfðasta ráðstefna samtakanna var haldin f Kiel 1972 og þar var ákveðið, að ráðstefnan f ár yrði haldin á Islandi. Er þetta 10. ráð- stefna samtakanna og f fyrsta sinn sem þau halda hana á ts- landi. Þema þessarar ráðstefnu er: Hugmyndir og hugmyndafræði f Norðurlandabókmenntum sfðan við lok fyrstu heimsstyrjald- arinnar. Ráðstefnan verður formlega sett af háskólarektor, prófessor Guðlaugi Þorvaldssyni, í hátíðar- sal Háskólanns kl. 9 árdegis þriðjudaginn 23. júlí. Á ráðstefn- unni verða alls fluttir 17 fyrir- lestrar um efni varðandi þema hennar og verða þeir allir fluttir í hátfðarsal Háskólans. Eftirtaldir fyrirlesarar og efni eru á dagskrá: Þriðjudaginn 23. júif: Sven Möller Kristensen, Kaup- mannahöfn: Livsopfattelser og ideologier i Danmark siden 1920. Johan Wrede, Helsingfors: Om relationer mellan idéer, ideologier och litteratur i repurepubliken Finland. Sveinn Skorri Höskuldsson, Reykjavík: Idéer och ideologi- er i islandsk litteratur sedan första várldskriget. Asmund Lien, Þrándheimi: Ideer og ideologier i norsk litteratur etter förste verdenskrig. Lars Gustafsson, Uppsölum: Den vásterlándska kulturens stympade lemmar — Idéer om kulturens undergáng och kul- turens förnyelse i svensk litteratur efter första várlds- kriget. Miðvikudaginn 24. júlf: Thure Stenström, Uppsölum: Existentialism and Swedish Literature in the 1940’s. Régis Boyer, París — Sorbonne: Visages de l’absurde dans les lettres scandinaves aprés la seconde guerre mondiale. Horst Bien, Greifswald: Tradi- tionen und Positioen der sozialistischen Literatur Skandinaviens. Föstudagurinn 26. júlf: Janet Mawby, East Anglia: The Rise og Fascism in the 1930’s and the Collective Novel. Maurice Gravier, París — Sorbonne: Le mouvement d’Oxford et la littérature nordique. Mette Winge, Kaupmannahöfn: Ideologier og börnelitteratur. Mogens Bröndsted, Oðinsvéum: Træk af könsrolledebatten i Danmark efter 1920. Helga Kress, Reykjavík: Kvinne og samfunn i dagens islandske prosa. Laugardaginn 27. júlf: Elias Bredsdorff, Cambridge: Marx og Freud i Hans Kirke romner. — Med særligt hen- blik pá Fiskerne. Audun Tvinnereim, Björgvin: Wilhelm Reich og Sigurd Hoel. Et Kapittel av den norske mellomkrigstidens littera- turhistorie. Helen Svensson, Helsingfors: Hagar Olsson och 30-talets idévSrld. Hermann Pálsson, Edinborg: The Atomstation. Auk fyrirlestra og umræðna um þá munu tvo daga ráðstefnunnar starfa umræðuhópar um eftir- talin viðfangsefni: Existentialismi: Umræðustjóri prófessor Thure Stenström, Upp- sölum. Hugmyndir og hugmyndafræði í barnabókum: Umræðustjóri prófessor Örjan Lindberger, Stokkhólmi. Umræða um hlutverk kynjanna f bókmenntum: Umræðustjóri dósent Karin Westman Berg, Uppsölum. Marxismi: Umræðustjóri dósent Artur Bethke, Greifswald. Kenningar Freuds: Umræðu- stjóri prófessor Alex Bolckmans, Gent. Trúarlegar hugmyndir: Umræðustjóri prófessor W. Glyn Jones, Newcastle upon Tyne. Meðan á ráðstefnunni stendur munu þátttakendur fara í skemmtiferð um Borgarfjörð og til Þingvalla, þá munu þeir og þiggja boð forseta Islands, menntamálaráðherra, borgar- stjórans í Reykjavík og nokkurra bókaútgefenda. Þátttakendur í ráðstefnunni eru 226 og eru þeir flestir frá Norðurlöndum og Vestur-Evrópu, en einnig nokkrir frá Austur- Evrópulöndum og Ameríku. Fyrirlestrar ráðstefnunnar munu væntanlega koma út í bókarformi á næsta ári. Það er Rannsóknastofnun f bók- menntafræði við heimspekideild Háskólans sem stendur fyrir ráð- stefnunni og í undirbúningsnefnd hennar hafa setið: Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor, formaður, og auk hans Öskar Halldórsson prófessor, dr. Áifrún Gunnlaugs- dóttir lektor og stúdentarnir Sig- urborg Hilmarsdóttir og Þórður Helgason. Ritari nefndarinnar og framkvæmdastjóri ráðstefnunnar er Rannveig G. Ágústsdóttir B.A. (Frétt frá Rannsóknastofnun f bókmenntafræði við heimspeki- deild Iiaskóla Islands). Brjóstmynd af Tómasi afhjúpuð t BYRJUN ágúst verður afhjúpuð f Austurstræti brjóstmynd af Tómasi Guðmundssyni skáldi, sem Sigurjón Ólafsson mynd- höggvari hefur gert. Myndin verð- ur afhjúpuð við opnun sýningar 17 félaga f myndlistarfélaginu f Reykjavfk, sem verður f Austur- stræti f ágústmánuði. Brjóstmynd Sigurjóns Ólafssonar af Tómasi Guðmundssyni skáldi. Fastalaun lækna 73 134 þús. kr. FASTALAUN lækna á sjúkra- húsum eru frá 73 þúsund krón- ur upp f 134 þúsund skv. upp- lýsingum, sem Mbl. aflaði sér á skrifstofu rfkisspftalanna. Byrjunarlaun aðstoðarlækna eru um 73 þúsund, en hækka f fimm stigum upp í tæp 100 þúsund á mánuði. Sérfræðing- ar hafa tæp 120 þúsund á mánuði, en yfirlæknar um 134 þúsund. Eins og komið hcfur fram f fréttum hafa margir aðstoðarlæknar og sérfræðing- ar sagt upp störfum sfnum á næstunni vegna óánægju með kjaraúrskurð kjaradóms. Auk föstu launanna fá flestir læknar talsverðar greiðslur fyr- ir yfirvinnu. Yfirvinnukaup hjá aðstoðarlækni á 2. stigi er 671 króna á tímann, en tíma- kaup sérfræðings í yfirvinnu er 77L króna. Algengt er, að þeir læknar, sem vinna svokallaðar kandidatsvaktir, en það eru einkum kandidatar og aðstoðar- læknar á lægri stigum, vinni 100—180 yfirvinnutíma á mánuði. Sérfræðingar og aðstoðarlæknar á efri stigum standa margir gæzluvaktir og er þá hringt í þá hvar sem þeir eru ef nauðsyn ber til, en fyrir þær vaktir eru greiddar 164 krónur á tímann. Algent er, að læknar séu 50—150 tfma á mánuði á þessum vöktum. Vegna mikillar yfirvinnu fá flestir læknar aukafrí umfram venjuleg sumarleyfi og einnig fá þeir styrki til utanferða annað hvert ár skv. upplýsing- um skrifstofu ríkisspítalanna. Að sögn Jóns Ingimarssonat í heilbrigðisráðuneytinu getnr það ráðuneyti ekkert gert í læknadeilu þessari nema hvetja til samninga milli lækn- anna og fjármálaráðuneytisins. Til greina kæmi, að ráðuneytið notfærði sér heimid til fram- lengingar á uppsagnarfresti lækna skv. lögum um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna ef til neyðarástands horfir, en ef umsóknirnar kæmu til framkvæmda sagðist Jón búast við, að þjónusta læknanna yrði keypt sem vinna óráðinna sérfræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.