Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULÍ 1974 t Eiginmaður minn, HANS E. ÞÓRÐARSON er látinn Hanna Þórðarson. Bróðir okkar og fósturfaðir, ÞORKELL ÓLAFSSON. frá Stíghúsi, Eyrarbakka, lést 16. júli. Fyrir hönd systra og fósturdóttur Ólaffa Ólafsd. t Eiginkona min, móðir og tengdamóðirokkar, SALVÖR GUÐMUNDSDÓTTIR Sunnubraut 6. Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 1 8 júlí Vilhjálmur Benediktsson, börn og tengdabörn. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANBORG EYJÓLFSDÓTTIR, Hveragerði, er andaðist 12 þ.m verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju laugar- daginn 20 júll kl 2 e h Jónfna Egilsdóttir Egill Egilsson GuSrún Egilsdóttir Óskar Jónsson Steinunn Egilsdóttir Þórhallur Guðrnundsson Eyjólfur Egilsson Irmgard Egilsson Hallgrimur Egilsson Sigurlaug Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. t Móðirokkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Hringbraut 65 Hafnarfirði, Verður jarðsett frá Stokkseyrarkirkju laugardagirin 20. júli kl. 2.00 Hálfdán O. GuSmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Laufey Karlsdóttir. tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona min og móðir okkar HANNA KRISTIN HALLGRÍMSDÓTTIR, verður jarðsett frá Fossvogskirkju laugardaginn 20 júll kl 10.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Ingólfur Þorvaldsson. t Þökkum vottaða hluttekningu við útför ADOLFS KR. ARSÆLS JÓHANNSSONAR, fyrrverandi skipstjóra. Sórstaklega viljum við þakka þeim, sem heimsóttu hann og þeim, sem önnuðust hann á Heilsuverndarstöðinni. Börn, tengdabörn, barnabörn og systkini. Minning: Jón E. Ágústsson málarameistari Fæddur 24. október 1909. Dáinn 27. marz 1974 Einn mætasti stéttarbróðir og vinur minn, Jón E. Agústsson málarameistari, lézt hér I borg 27. marz síðastliðinn. Bar andlát hans að með snöggum hætti. Hann var fæddur 24. október 1909 hér í Reykjavík og var því tæplega 65 ára að aldri. Aðeins 15 ára hóf hann nám í málaraiðn hjá hinum kunna og listfenga málarameistara Agústi heitnum Lárussyni. Á þessum ár- um var það mjög algengt, að ungir málarar færu til Norðuriandanna eða Þýzkalands til frekara náms. Jón fór til Danmerkur og var þar 1928—29 á Tekniske Selskabs- skolen og þar tók hann sveins- próf, auðvitað með ágætisein- kunn. Þegar Jón gerist félagsmaður Málarameistarafélags Reykja- víkur er hann fljótlega kosinn í stjórn þess. Hann var ritari fé- lagsins 1937—’41 og formaður í 10 ár samfleytt, eða frá 1952—’62. Auk þess að vera mikilvirkur í félagsmálum síns eigin félags starfaði hann mikið á vettvangi heildarsamtaka iðnaðarmanna og sat meðal annars í stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna, Iðn- aðarmannafélagi Reykjavíkur, átti sæti um margra ára skeið í Iðnfræðsluráði, formaður Verk- takafélags málarameistara frá stofnun þess 1952 til dauðadags. Hann átti mikinn þátt í stofnun Meistarasambands bygginga- manna, var prófdómari við Iðn- skólann í fjölda ára. Hann sat ótal þing Landssambands iðnaðar- manna, hann tók þátt í og var fulltrúi féiagsins á þingum Sam- bands norrænna málarameistara. Þá var hann í varastjórn Sam- einaðra verktaka í mörg ár. Heiðurspening Málarameistara- féiags Reykjavfkur hlaut Jón á 40 ára afmæli þess fyrir gott og heilladrjúgt starf í þágu félags- ins. Árið 1967 var hann einn þeirra, sem heiðraðir voru með heiðurspeningi úr gulli i tilefni 100 ára afmælis Iðnaðarmannafé- lagsins í Reykjavfk. Af þessu má sjá, að Jón naut mikils trausts og vinsælda. Ég átti því láni að fagna að starfa mikið með Jóni að félags- málum iðnaðarmanna auk þess sem við áttum töluverð samskipti utan þeirra. 1 mínum augum var Jón alla tfð miklu þroskaðri og lífsreyndari, þó að við værum jafnaldrar, enda hafði hann mikil áhrif á mig með sínum góðu og sönnu persónueiginleikum. Prúð- mennska og framkoma öll í dag- legri umgengni og á mannamót- um var eftirtektarverð. Reglu- semi vaf honum í blóð borin og orðheldni með eindæmum. Jón átti gott með að setja fram skoðun sína í ræðuformi og hafði enga tæpitungu á málunum, ef honum fannst ástæða til. Hann var harðduglegur, hygginn og út- sjónarsamur verkstjórnandi, sanngjarn og góður þeim, sem hjá honum unnu, sem sjá má á því, að sumir þeirra höfðu unnið hjá honum í áratugi. Jón var fjölhæfur málari og kunni flest þau verk, sem góðum málara eru nauðsynleg. Hann bar mikla virðingu fyrir iðn sinni og samtökum iðnaðarmanna. Hann naut trausts allra þeirra við- skiptamanna, er hann vann fyrir, og voru þeir margir, sem hann annaðist málun fyrir áratugum saman. Jón unni góðri tónlist og gaf sér tíma til að njóta hennar. Hann var einn af fyrstu félögum Karla- kórs Reykjavíkur og þótti þar eins og alls staðar, þar sem hann lagði hönd á plóginn afbragðs fé- iagi og var gerður að heiðursfé- laga kórsins fyrir nokkrum árum. I vinahópi var Jón hrókur alls fagnaðar, hann spiiaði á ýmis hljóðfæri og hafði hreina og fal- lega söngrödd. Jón var méð afbrigðum góður og hugsunarsamur heimilisfaðir. Öll þau ár, sem ég sat í stjórn með honum, hringdi hann iðulega af stjórnarfundi til eiginkonu sinnar til að vita, hvort hann ekki gæti gert eitthvað fyrir hana á heim- leiðinni, og hlýjan og ljúfmennsk- an báru vott um ást og djúpa virðingu fyrir eiginkonunni. Einu gleymi ég aldrei, sem hann sagði mér. „Við hjónin göngum aldrei til svefns ósátt." Þetta sýnir manninn bezt. Jón kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni, Helgu Þorbergs- dóttur, 4. febrúar 1933. Þau hafa + Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐBRANDURMAGNÚSSON, Ásvallagötu 52 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. þ.m. kl. 1.30 e.h. Matthildur Kjartansdóttir, Magnús Guðbrandsson, Eydis Hansdóttir, HallfrFSur G. og Henry Schneider, Sigriður Guðbrandsdóttir, og Björn Guðbrandsson. Helga G. og Henrik Aas og aðrir vandamenn. Eiginkona min VILBORG JÓNSDÓTTIR, frá Hópi, Grindavfk verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði laugardaginn 20. júll kl. 10.30. f.h Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Stigur Guðbrandsson + Alúðarþakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu SOFÍU JÓHANNSDÓTTUR, Holti. Svinadal. Sérstakar þakkir til Kvenfélags Svfnavatnshrepps fyrir ómetanlega rausn og vinsemd Guðmundur B. Þorsteinsson Jóhanri Guðmundsson, Björg Helgadóttir, Þorsteinn Guðmundsson. Halldór Guðmundsson Bragi Guðmundsson. Bryndis Fanný Guðmundsdóttir, Guðmundur B. Jóhannsson, Soffa Jóhannsdóttir. Lára Björg Jóhannsdóttir, þvf verið búin að lifa í óvenju hamingjuríku hjónabandi í 41 ár, er hann lézt. Börn þeirra eru Þor- björg og Gunnar. Þegar jafn góður vinur og sam- starfsmaður er horfinn þá vakna óhjákvæmiiega minningar í huga manns um hin ótal mörgu sam- eiginlegu störf liðinna ára. Minn- ingar um ferðalög heima og er- lendis, félagsmálastarfið, góð- vinafundi og ekki síður heim- sóknir á hið fagra heimili þeirra hjóna. Erum við hjónin þakklát fyrir margar góðar minningar frá þeim stundum. Félagarnir í Mál- arameistarafélagi Reykjavíkur sjá nú á eftir góðum félaga, sem ávallt var reuðubúinn til starfa að góðum málum stéttarinnar. Hafðu þökk fyrir þína sönnu vináttu á meðan þú varst meðal okkar. Við söknum góðs vinar, en minning þín mun lifa. Sæmundur Sigurðsson. Þegar mér barst andlátsfregn Jóns E. Ágústssonar, setti mig hljóðan. Þetta kom svo óvænt, þar sem ég hafði stuttu áður talað við hann og hann þá með sitt hlýja bros eins og venjulega. Ég vissi, að Jón gekk ekki heill tii skógar sfðustu árin, en að hann hyrfi svona fijótt úr hópi okkargrunaði mig ekki. Jón var fæddur í Reykjavík 24. okt. 1909 og hefði þvf náð 65 ára aldri í haust. Foreldrar hans voru Þorbjörg G. Jónsdóttir frá Minni-Vatns- ieysu á Vatnsleysuströnd og Ágúst Jónsson, skósmiður frá Hraunprýði í Hafnarfirði. Jón nam málaraiðn hér í Reykjavík hjá Ágústi Lárussyni málarameistara. Hann lauk iðn- skólaprófi hér, en sigldi siðan til Kaupmannahafnar og innritaðist þar í Det Tekniske Selskapbs- skole í einn vetur og lauk þaðan sveinsprófi í iðninni 1929. Árið 1933 gekk Jón í Málara- meistarafélag Reykjavíkur og starfaði sfðan sem málarameistari hér í Reykjavík. Jón sat í stjórn M.M.F.R. frá 1934—’40. Arið 1952 var hann kosinn varaformaður félagsins og á því sama ári tók hann við for- mennsku, þar sem fyrrv. form. lét af störfum. Formannsstarfi þessu gegndi Jón sfðan til ársins 1962 eða um 10 ára skeið. 1952 varð Jón formaður Verktakafélags málarameistara og gegndi hann því til dauðadags. Jón sat mörg ár í stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna og + Þakka auðsýnda samúð við and- lát og jarðarför konu minnar INGU JÓNSDÓTTUR. Ellas Bernburg. + Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vinarhug við andlát og útför föður míns og bróður JÓNS J. ÞORLÁKSSONAR, Viðimel 23. Þorgerður Jónsdóttir, SigrFSur Þorláksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.