Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 29 BRÚÐURIN SEIVÍ HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 5 — Ég hitti Anneli niðrí bæ, byrjaði Dina og dró upp sígarett- ur. — Hún sagðist vera að koma frá hárgreiðsludömunni og ætlaði í blómabúðina og skoða brúðar- vöndinn. Christer hallaði sér fram og kveikti í sfgarettunni fyrir hana. Hún hefur fallegan hörundslit, hugsaði hann ósjálfrátt. En upp- hátt sagði hann: — Hvað var klukkan? Og hvar hittust þið? — Fyrir utan búðina hans Mat- sons. — A hroninu á Prestsgötu og Agötu? - — Já. Og ég held, að klukkuna hafi vantað um tíu mínútur í þrjú. — Á hverju byggirðu það? — Ja, ég hafði verið hjá Ek og verzlað. Það tók þó nokkra stund, því að ég þurfti að máta og svo vorum við að skrafa um allt milli himins og jarðar.. . — Veiztu nákvæmlega hvernær þú varst þar? — Tja, ég er ekki alveg viss, en... — Það er sem sagt til í dæminu, að þú hafir hitt Anneli aðeins síðar en þú heldur, sem sagt rúm- lega þrjú.? Hún leit á hann gegnum sígarrettureykinn. — Þú ert skelfilegur! Ég vissi ekki ég myndi lenda í hörku yfir- heyrslu. — Þetta er nú ekki mikið vina mín. Þetta er bara notaleg spurn- ingaaðferð, sem við beitum við börn og erfiðar gamlar konur. — Hún hló við. — Jæja, ég held þá áfram. Ég slóst í för með henni. Við gengum eftir Agötunni og beygðum á horninu, þar sem tóbaksverzlunin er. — Hittuð þið engan? — Neei. Hún hikaði augnablik og mundi svo eftir smáatriði. — En við sáurn Lars Ove. Lars Ove Larsson heitir hann, þú hlýtur að muna eftif honum — hann er bezti vinur okkar og á að vera svaramaður á morgun. Hann var inni á rakarastofunni og Anneli veifaði til hans. — Og hittuð þið enga aðra? Var ekki nokkur sála á gangi? — Auðvitað var þarna eitthvert fólk. En ég sá ekki fleiri, sem ég þekkti... Og svo stönzuðum við sem sagt við blómabúðina hennar Fannýjar Falkman. .. — Búðin er skammt frá horn- inu á Ágötu? — Já, og tóbaksverzlunin er þarna miðja vegu á milli. Anneli fór inn og ég beið úti... — Hvers vegna gerðir þú það? Varstu ekkert forvitin að sjá brúðarvöndinn? — Ekki svo forvitin að ég gæti lagt á mig að hlusta á málæðið í Fanný Falkman. Hún ætlar mann hreint lifandi að drepa með vaðl- inum. Og ég skil ekki hvernig á þvf stendur, að hún getur ekki haft sig upp í að renna greiðu gegnum flókann á sér öðru hverju. Christer sneri sér að móður sinni, sem fylgdist með samtalinu af óskiptum áhuga. — Er maðurinn hennar dáinn? — Fanny hefur verið ekkja f þrjú ár. En hún stendur sig ágætlega með verzlunarrekstur- inn. Ég er þó sammála Dinu í þvf, að hún er dálftið uppáþrengjandi og ekki sem þrifalegust. Hann gaf Dinu merki um að halda áfram. — Já, ég beið þó nokkra stund. — Hve lengi? — Areiðanlega fimmtán mínútur. Það kom skúr á meðan. Og svo komu Petrensjónkurnar. Helena Wijk heyrði dandvarpið og brosti: — Þá hefurðu sannarlega farið úr öskunni í eldinn. Og Christer bætti viðillkvittnis- lega. — Og sjálfsagt hafið þið talað og malað svo mikið, að það hefur farið framhjá ykkur, þegar Anneli kom út. — Alls ekki, sagði Dina reiði- lega — Það er að vfsu rétt, að frökenarnar voru gersamlega óstöðvandi, en ég hlustaði bara með öðru eyranu, því að ég var alltaf að fylgjast með búðardyr- unum og hvort Anneli færi ekki að koma og bjarga mér frá þeim. — Og hvar voruð þið? — Fyrst vorum við rétt við dyrnar á blómabúðinni. Síðan færðum við okkur inn í portið, þegar skúrinn kom, en ég missti aldrei sjónar á dyrunum, það er ég handviss um. Andlit Dinu var alvörugefið, þegar hún hélt áfram. — Þið megið trúa því, að ég sneri allan tímann að blómabúð- inni. Og ef nokkuð er öruggt í þessum valta heimi, þá er það sú staðreynd, að engin getur hafa farið þangað inn, né komið út, án þess ég hefði tekið eftir því. — Og hvað með portið? Gæti einhver hafa farið þar um? — Nei, alls ekki. Við hefðum þá þurft að færa okkur um set. — Voru margir á ferli í Lillgöt- unni? — Það fór slangur af fólki hjá. Og svo kom Jóakim. — Hvaðan kom hann? — Ég sá hann koma fyrir horn- ið, þar sem tóbaksverzlunin er. Hann kastaði kveðju á okkur og sfðan fór hann inn í blómabúðina að ná f Anneli. — Hvernig vissi hann, að hún væri þar? — Hann hafði beðið hana að fara þangað til að lýsa blessun sinni yfir brúðarvendinum, sem hann hafði valið. Hann spurði mig, hvort ég hefði séð hana og ég jánkaði því og sagði honum, hvert hún hefði farið. Og síðan gekk hann inn. . . og um svipað leyti hætti að rigna og ég var orðin hundleið á að bíða og hljóp á eftir honum að ná í Anneli... örstutt þögn — og í augum Dinu endurspeglaðist margt í senn: undrun, kvfði, vantrú og kannski eitthvað fleira... VELVAKAINIDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 1 0 30 — 1 1.30, trá mánudegi til föstudags. 0 „Blómadollurnar“ við Háskólann. Sigurður Grímsson skrifar eftirfarandi bréf að gefnu tilefni f Velvakanda: „Kæri Velvakandi. Ég skrifa þessar fáu linur til þess að þakka þér snjalla og rétt- mæta ádrepu þfna út af hinum afkáralegu og ósmekklegu blóma- dollum, sem klesst var á sínum. tíma fyrir ofan skeifuna framan við hina fögru og stilhreinu há- skólabyggingu vora. Um þennan „vandalisma" átti ég oft tal við þáverandi háskóla- rektor og sagði honum, að ég væri ekki einn um þá skoðun, að þessar steinsteypudollur væru háskólan- um til hinnar mestu háðungar. Rektor andmælti þessu kröftug- lega og lagði áherzlu á ágæti „listaverksins". 0 Þögn list- fræðinganna. Þá furðar þig réttilega á þvf, að enginn af okkar mörgu og vitru listfræðingum hafi orðið til þess að andmæla þessum hörmulegu mistökum rektors og listamanns- ins, sem sýnir hversu jafnvel hin- um ágætustu listamönnum geta verið mislagðar hendur. Gegnir þessi þögn listfræðinganna | vissulega furðu. Það heyrðist þó dálftið „tfst“ frá mér nokkru eftir að dollunum eða krukkunum hafði verið komið fyrir þar sem þær hafa sett svip sinn á um- hverfið til þessa dags. Ég orti sem sé nokkur erindi um „listaverk- ið“, sem birtust f Morgunblaðinu 5. júní 1954 undir höfundarnafn- inu Frosti, ásamt skýringartexta og mynd af furðuverkinu. Læt ég erindi þessi fylgja hér með, ef þú hefðir hug á að birta þau.“ 0 „. . . Og hún gekk á krukkum . . .“ Þetta var bréf Sigurðar Gríms- sonar. „Trstið“, sem hann minnist á, birtist með ofanskráðri fyrir- sögn, sem er fengin að láni úr gamalli revíuvísu. Og þá koma erindin ásamt skýringartextan- um: „Hinir ósmekklegu, svörtu stöplar í þrepunum að skeifunni neðan við háskólann eru að flestra dómi í herfilegasta ósam- ræmi við hina fögru byggingu. 1 stað þess að jafna þessa stöpla við jörðu, hafa forráðamenn háskól- ans bætt gráu ofan á svart með því að tildra á hvern þeirra af- káralegum óskapnaði, einskonar blómakeri eða krukku. Vor háskólabygging er hátíð- legt musteri andans, háreist og virðulegt tákn um menningu landans. Hvar sem vér stöndum þar, blasir við hugsjóna-hæðin, og höggvin í steininn rísa þar snillin og fræðin. Og beri svo við, að þú biðjir rektor um viðtal, hann bendir þér stoltur á listakerin frá Miðdal. Er gnæfa sem fulltrúar, firrtir blettum og hrukkum, þess fegurðarsmekks, sem alltaf „gengur á krukkum". Frosti“ 0 Hringvegurinn opnaður... Velvakanda barst bréf að norðan og fer það hér á eftir: „Utvarpsmennirnir voru að segja frá opnun hringvegarins, sem verður nú mesta stolt ellefu alda landsbyggðarinnar í lokin. 1 blaði var áður búið að segja frá því, að Eysteínn Jónsson „formað- ur sameinaðs Alþingis" ætti að flytja þar suðaustur á söndunum mikla ræðu eftir opnun. Og vel treysti ég Eysteini til þess. Einhver fréttamaður sagði líka, að E.J. „forseti sameinaðs þings“ ætti að gera þetta og hefur liklega gleymt að segja „fyrrverandi". Sú frásögn varð þvi nú, eftir þingrof og kosningar 30. júni og þing- haldsleysi síðan, eins og að sá mæti maður væri kallaður hvit-1 voðungur af þvi að hann var einu sinni lítill hvítvoðungur i vöggu austur á fjörðum. 0 ... og laun heimsins austur þar í umslagi. En í þessu sambandi rifjast það upp fyrir mér, að einhvern tíma, þegar Austfirðingar voru að raða á lista sina á undan næst siðustu kosningum, settu þeir Jónas Pétursson neðstan á einn listann honum til heiðurs fyrir að koma þvi til leiðar að þeir fengju Lagar- fossvirkjun og fékk að auki sam- þykkta þingsályktunartillögu um að koma þvi i kring að vegurinn um sandana miklu kæmist upp og í gagnið áður en landsbyggðin yrði 11 hundruð ára. Nú er sú stóra stund upp runnin og vel- gerðarmenn akbrautarinnar að meðtaka sín heiðurslaun í um- slögum fyrir vik sín. 0 Með nýja póstinum 1 smáklausu í Velvakanda var þess getið til fróðleiks og viður- kenningar, að útúr umslagi einu hefðu þakkirnar til J.P. frá kjör- dæmisráðsfundi oltið 1971 hálf- skapaðar. Nú virðast þær orðnar fullburða og alskapaðar og verða sjálfsagt honum sendar með nýja póstinum, sem nú er kominn norður á einhverja mela i Skagafirðinum á leið vonandi allar götur austur á Hérað. Hlýtur þetta ekki að vera svona? Enginn nefnir J.P. á nafn á opnunardegi, hvað þá að honum hafi verið boðið að sýna sig þar suðaustur frá að segja fáein orð á heiðursdegi hringvegarins mikla. 12. júlf 1974. Norðanmaður.“ Eiy %\GGA V/6GA E 1ILVE-RAN w v/\m\ V/ÍGT /Vö titLVÞJ Vim VÓ YIAW UEMVI E\1T OG l\TT 5/.VS MEÐ ÁVÖLUM BETRI STÝRISEIGINLEIKAR BETRI STÖÐUGLEIKI í BEYGJUM BETRI HEMLUN BETRI ENDING Veitið yður meiri þaegindi og öryggi í akstri — notið GOODYEAR G8, sem býður yOur fleiri kosti fyrir sama verð. ----------1/----------- Sölustaðir: Reykjavík: Hekla h.f., Laugaveg 1 70—1 72 Hjólbarðaverkstaeði Sigurjóns Glslasonar, Laugaveg 171. Keflavík: Gúmmlviðgerðin. Hafnargötu 89. Hveragerði: Bifreiðaþjónusta Hveragerðis v/Þelamörk. Akranes: Hjólbarðaviðgerðin h.f., Suður- götu 41. Akureyri: Hjólbarðaverkstæði Arthurs Benediktssonar, Hafnarstræti 7. Baugur h.f: bifreiðaverkstæði Norðurgötu 62. Stykkishólmur: Bllaver h.f. v/Ásklif. Neskaupstaður: Bifreiðaþjónustan, Strandgötu 54. Hjólbarðavinnustofan, Strandvegi 95, Vestmannaeyjum. Bílaverkstæði Dalvíkur, Dalvik Kirkjubæjarklaustur Steinþór Jóhannesson. Hornafjörður Jón Ágústsson. Söluskála B.P. Reyðarfjörður Bilaverkstæðið Lykill. Egilsstaðir Þráinn Jónsson, Vegaveitingar við Lagarfljótsbrú. Ólafsfjörður Bilaverkstæðið Múlatindur. Húnavatnssýsla Vélaverkstæðið Viðir, Víðidal. HEKLA HF Laugaveg. 170—172 — Sim. 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.