Morgunblaðið - 19.07.1974, Page 2

Morgunblaðið - 19.07.1974, Page 2
2 MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 hug og einum vilja valdið, framkvæmdavaldið og þjóðin í heild vilji vinna með Guði, fylgja honum og lúta boðum hans og vilja í orðum og athöfn- um... Sú krafa er til ykkar gerð, þær vonir við störf ykkar bundnar, að þið íeggið allir saman, styðjið hverjir annan og vinnið með sam- stilltum höndum, einum hug og einum vilja að heill og blessun lands og lýðs. Islenzka þjóðin hefur ekki kjörið ykkur á Alþingi til að ala á ósátt og deilum, ekki til að hugsa fyrst og fremst um flokkinn ykkar, eða hlusta eftir rödd erlendra valdhafa, heldur til að vinna fyrir Island. Kristin þjóð hefur kjörið ykkur til að viðhalda og efla kristið frelsi, kristið lýð- ræði, kristið siðgæði, jafnrétti og bræðralag og allt, sem má verða til betrunar og fegrunar mannlífi og menningu þjóðar vorrar. Þjóðin ætlast ekki aðeins til þess, að þið setjið henni lög til að lifa eftir í þessu landi. Hún vænt- ir þess einnig, að þið séuð henni í hvívetna góðar fyrirmyndir og til eftirbreytni og leggið ykkur fram um að veita henni leiðsögn til lffshamingju. Sú krafa er ekki aðeins til ykkar gerð, að þið stand- ið öflugan vörð um landhelgina og öryggi og frelsi lands og þegna, heldur einnig um helgi og rétt mannlegs lífs, séuð þess minnug- ir, að hvert mannslff er heilagt og af Guði gefið og á sinn rétt til að njóta verndar og hamingju. Það er vissulega ánægjulegt og mikið þakkarefni, hversu mikil áherzla er nú á það lögð að vernda umhverfi mannsins og forða þvf frá uppblæstri og mengun. Það Alþingi, sem tekur til starfa í dag, mun væntanlega samþykkja lög um stórátak f þágu landgræðslu og umhverfisverndar og til varð- veizlu ómengaðs lands og náttúru- auðæfa. Þau lög verða meðal merkissteina þessa þjóðhátfðar- árs, ein af þeim dýrmætu gjöfum, sem nútíma kynslóð leggur í hendur Islandi framtíðarinnar... Þið, alþingismenn, sem takið til starfa í dag, hljótið að eiga ykkur þann metnað og það markmið að vinna að þvf af öllum ykkar Trillu Mannbjörg Neskaupstað, 18. júlí. VÉLBATURINN Bára NK 11, sem er 3.5 tonna trilla, sökk í gær um 4—5 mílur suðaustur af Norð- fjarðarhorni. Einn maður var f bátnum, Þórarinn Smári Stein- grfmsson eigandi hans, og var honum bjargað um borð í Matta SH 4, sem var að veiðum skammt frá slysstaðnum. Slysið varð um kl. 12.50 f gærdag, þegar báturinn var á siglingu til lands. Kom mætti, heilindum og drengskap að skapa íslenzku þjóðinni eins fullkomið og hamingjusamt mannlff og kostur er á, að koma þegnum þessa lands til sem mests manndóms og þroska, hjálpa þeim til þess að verða eins miklir menn og góðir og þeim er áskapað að geta orðið. En ég minni ykkur á það, að það verður ekki gert án kristinna trúaráhrifa, kristins siðgæðis, uppeldis og mótunar og með góðri samvinnu og öflugum stuðningi við kristna kirkju í þessu landi og starf hennar að aukinni menningu, mannhelgi, mannbótum og mannvernd. Kirkjan er móðir þess lýðræðis og þeirra mannréttinda, sem vér vilj- um búa við á landi voru. Frelsið er kristinn arfur. Drottinn Guð hefur gefið oss frelsið. Hans erum vér. Miskunn hans er voldug yfir oss. Samhuga og samstilltir skul- um vér Islendingar vinna að því, að trúin á hann sé sigurafl vorrar frjálsu og fullvalda þjóðar, lífæð hennar og máttur, tign hennar og heiður. Vinnum af alefli að því, að hér verði „ein trú, eitt ljós, einn andi í einu fósturlandi." I Jesú nafni. Amen. Varnarliðið flytur stúlku frá Eyjum I gær barst Slysavarnafélaginu beiðni um sjúkraflug frá læknin- um í Vestmannaeyjum. Var um að ræða 16 ára stúlku, sem fengið hafði botnlangakast. Svartaþoka var í Eyjum og við suðurströnd- ina. Leitaði Slysavarnafélagið til varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, sem sendi þyrlu eftir stúlk- unni til Vestmannaeyja. Var hún lögð á Landakotsspítala. Þá var í gær flutt hjartveikt bandarískt barn af Keflavíkur- flugvelli með þyrlu til Reykja- víkur. straumhnútur á bátinn og skipti engum togum, að honum hvolfdi. Komst Þórarinn strax upp á kjöl bátsins og hafði vart verið þar nema nokkrar mfnútur, þegar Matta bar að og gat Þórarinn stokkið um borð í hann. Einn maður var um borð í Matta, Stein- grímur Kolbeinsson, og hafði hann séð, er Báru hvolfdi. Reynt var að draga Báru til Neskaups- staðar, en það reyndist árangurs- laust og sökk trillan skömmu eftir að henni hvolfdi. — Asgeir. hvolfdi Misskilningur á misskilning ofan DAGBLAÐIÐ Tfminn gerir f gær mikið veður út af þvf, að borgar- starfsmenn hefi verið sviknir um svokailaðar sumarleyfisgreiðslur. Af þessu tilefni spurðist Morgun- blaðið fyrir um þetta hjá Birgi tsleifi Gunnarssyni borgarstjóra. Birgir sagði, að frétt Tfmans væri byggð á misskilningi, þar sem greiðslur þessar ættu ekki að greiðast fyrr en 1. ágúst sam- kvæmt samningi Reykjavfkur- borgar við starfsmannafélag hennar. 1 samningi BSRB og rfkisins er gjalddagi slfkra greiðslna 1. júlf og virðist það hafa villt um fyrir blaðinu. I fréttinni er einnig látið að því liggja, að borgarstarfsmenn fái ekki greidd lán úr lífeyrissjóði borgarstarfsmanna. Birgir Isleif- ur kvað þann hluta fréttarinnar einnig rangan, þar sem allir sjóð- félagar, sem fullnægðu lánsskil- yrðum og stjórn sjóðsins sam- þykkti að veita lán í aprílmánuði síðastliðnum, hefðu fengið þau af- greidd með eðlilegum hætti eftir niðurröðun og reglum, sem bygg- ingasamvinnufélag borgarstarfs- manna sjálfra ákveður. Greiðsl- unum er dreift yfir á árið. Því fá ekki allir lánið á sama tfma — en úthlutun fer eftir reglum og í mmmmmmmmmmmm^^mmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmm^ Fram vann Val I gærkvöldi fór fram einn leik- ur í fyrstu deildar keppni Islands- mótsins í knattspyrnu. Fram og Valur léku á Laugardalsvellinum og sigraði Fram í leiknum með tveimur mörkum gegn einu. Staðan í hálfleik var 1—1. Kristinn Jörundsson gerði bæði mörk Fram, en Kristinn Björnsson gerði mark Vals. samráði við byggingasamvinnu- félag borgarstarfsmanna sjálfra. I fyrradag staðhæfði Tíminn einnig, að Reykjavíkurborg hefði ekki greitt þá launauppbót, sem kjarasamningur sagði fyrir um, en sá samningur var undirritaður 13. júní. Þar er gert ráð fyrir því, að menn fái launauppbót, þ.e.a.s. mismun á þeim flokki, sem þeir voru í og eru nú í, greidda f einu lagi frá áramótum. Um greiðslur þessa fjár var ekki gerður neinn samningur, en um það var rætt í viðræðum, að greiðsla færi fram síðari hluta júlímánaðar. Birgir ísleifur Gunnarsson kvað skýrslu- vélar enn ekki búnar að ljúka þessum útreikningi, þar sem hann væri mikið og flókið verk. Séra Jón Einarsson í Saurbæ: Vinnið með einum ÞINGSETNING fðr fram f gær. Hún hófst að venju með þvf, að alþingismenn gengu til Dóm- kirkjunnar og hlýddu á guðsþjón- ustu. Séra Jón Einarsson f Saur- bæ prédikaði. Hér fara á eftir nokkrir kaflar úr prédikun hans. Það fer sérstakur frelsisþeyr um Island á þessu sumri, þegar þess er minnzt um gjörvallt land- ið, að liðnar eru ellefu aldir síðan forfeður vorir námu þetta bless- aða land og stýrðu knörrum sín- um í átt til þeirra himinbláu fjalla, sem sumarsólin vermir og yljar f dag. Þrátt fyrir harðar kosningar og deilur stjórnmálamanna mun þetta þjóðhátfðarár þjappa þjóð vorri saman, hjálpa henni til að standa vörð um frelsi lands síns, heill þess og heiður og vera henni aflgjafi til nýrra dáða og hamingjuríkara mannlífs. Islenzka þjóðin er Kristi vfgð og helguð. Hún hefur hlotið frelsið fyrir hann. Frelsi vort og sjálf- stæði, þjóðerni og menningu get- um vér því ekki varðveitt nema vér varðveitum einnig kristna trú, sýnum henni ræktarsemi og látum hana hafa meiri áhrif á þjóðlff vort, einnig stjórnmálalíf- ið. Guð heldur ekki vörð um heill, hag og frelsi lands vors nema vér viljum það sjálf, nema löggjafar- Minnispeningar þjóðhátlðar- nefndar 1974, sem Kristfn Þor- kelsdóttir teiknari hannaði. Hver peningur er númeraður og 1 sér- stakri öskju og fylgir hverri smá- rit, sem gerir grein fyrir land- vættum Islands og útgáfu peningsins. Matthfas Johannessen formaður þjóðhátlðarnefndar 1974 afhendir forseta tslands, herra Kristjáni Eldjárn, minnispening þjóðhátlðarnefndar 1974, sem út kom I gær. Minnispeningur forsetans er númer 1, en 2000 sett hafa verið gefin út I silfri og bronsi. Forseti tslands lét I ljðs ánægju með peninginn. A myndinni opnar framkvæmdast jóri þjððhátfðarnefndar, Indriði G. Þorsteinsson, öskjuna með minnis- peningnum í, til að sýna forsetanum. r Forseta Islands afhentur minnis- peningur Þjóð- hátíðarnefndar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.