Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULI1974 FRÁ SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM: ÍBÍUM JARÐAR FJÖLGAR UM TVO Á HVERRI SEKÚNDU Á HVERRI einustu sekúndu fjölgar Ibúum heimsins um tvo. Þessi staðreynd á meðal ann- ars sinn þátt f þvi, að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst þvi yfir að árið 1974 skuli sérstaklega helgað mannfjölgunar- vandamálum. Það er of mikil fjölgun að tvær nýjar mannverur skuli bætast við á hverri ein- ustu sekúndu. Ef við höldum útreikningunum áfram, þá eru þetta næstum sex milljón nýir einstaklingar á mánuði, eða rúmlega 70 milljónir manna á heilu ári. Þessi öri vöxtur, — þótt vissulega sé hann ógnvekjandi — er samt ekki meginástæðan til þess að mannfjölgunar- vandamálin valda mönn- um nú verulegum áhyggjum. Það hefur ekki minni þýðingu hversu ójafnt fjölgunin skiptist niður á hina ýmsu heimshluta. Mannfjölgunin er lang- samlega mest I þróunar- löndunum, þar sem að- stæður eru jafnverstar og llfskjörin að jafnaði lökust. Á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna, sem hald- in verður f Búkarest frá 19. til 30. ágúst næst- komandi verða mann- fjölgunarvandamálin tekin til ftarlegrar umræðu og gaumgæfi- legrar athugunar. Þar verða þessi mál rædd og skoðuð f efnahagslegu og félagslegu samhengi. Þar munu fulltrúar rfkis- stjórna velflestra landa i veröldinni meðal annars taka afstöðu til tillagna um úrbætur sem sér- fræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa samið og mótað. Ör fjölgun. Enn kunna að eiga eftir að verða breytingar á þessum tillögum, sem nú eru til umfjöllunar hjá rfkisstjórnum aðildarrfkja Sameinuðu þjóðanna. en tillögur sérf ræðinganna hafa þegar verið amþykktar f hinu svonefnda mann- fjöldaráði samtakanna. en f þvf sitja fulltrúar sem tilnefndir eru af rfkisstjórnum landa sinna. í inngangsorðum fyrr- greindra tillagna segir meðal annars að frá þvf f kringum 1950 hafi fbú- um jarðarinnar fjölgað um um það bil 2% á ári. Ef þetta hlutfalf ekki breytist er óhætt að reikna með að fbúa- tala jarðarinnar tvöfald- ist á 35 ára fresti. Öld- um saman fjölgaði íbú- um jarðarinnar afar hægt, — fjölgunar- prósentan var rétt ofan við núllið. Höfuðástæð- an fyrir hinni öru fjölgun undanfarin ár og raunar áratugi eru framfarir á sviði læknavfsinda og heilsugæzlu. Eins og sagði hér að framan er mannfjölgun- in langmest f þróunar- löndunum. Þótt meðal- talið fyrir allan heiminn sé 2% er fjölgunin f þróunarlöndunum vfða um og f kringum 3%. en f iðnvæddu löndunum f Vestur-Evrópu, til dæm- is á Norðurlöndunum, er fjölgunin ekki nema um það bil 0,7%. Reynsian hefur sýnt og sannað svo ekki verður um villzt að þar sem iðnvæðing og efnahagsleg þróun er komin vel á veg gætir þess fljótlega. að fólk vill ekki eignast eins mörg böm og áður, þeg- ar efnin voru minni. Nú er sem sé ekki lengur nauðsynlegt að eignast sæg af börnum til að tryggja að eitthvert þeirra komist örugglega á legg og nái að full- orðnast. Þessarar þróun- ar gætir jafnt allsstaðar og þar sem efnahgsleg velmegun fer vaxandi. — jafnt þótt það hafi áður verið reglan ef svo mætti segja að hver hjón eignuðust mörg börn. Það er þess vegna ekki að ástæðulausu, að mannfjölgunarmálin tengjast almennum þróunarmálum, og þess vegna er litið á þetta ár, sem Sameinuðu þjóðirn- ar hafa hetgað mann- fjölgunarvandamálum. sem nátengt þróunar- áratugnum. þeim öðrum f röðinni, sem nú er að hefjast. ( fyrrgreindum inngangsorðum segir meðal annars á þessa ieið: „Ef mannfjölgun, skipting og þjóðfélags- gerð er ekki samhæfð félagslegum, efnahags- legum og umhverfisþátt- um, getur það haft f för með sér mjög alvarleg þróunarvandamál." Stefna sem hefur það markmið að hafa áhrif á fbúafjölgun getur ekki komið f stað stefnu f þróunarmálum, en hún getur vissulega gert það að verkum, að stefnan f þróunarmálum beri fyrr árangur og betri árangur en ella. Fáeinar tölur. Her eru svo nokkrar þurrar tölur um framtfð- ina: Samkvæmt Ifkinda- reikningum sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna verður það svo árið 2000 að íbúum jarðar- innar mun hafa fjölgað úr tæplega fjórum milljörðum eins og nú er f 6.5 milljarða. Við þessa reikninga er tekið tillit til þess að nokkuð muni draga úr fjölgun á næstu árum vegna ráð- stafana, sem gerðar munu af opinberri hálfu. Ef hinsvegar fbúatala jarðarinnar heldur áfram að vaxa jafn ört og hún gerir nú, þá munu fbúar jarðarinnar að einni öld liðinni verða orðnir 28 milljarðir. Fari svo að það takizt að draga úr fólksfjölguninni f heim- inum um helming, — niður f 1%, þá verða fbú- ar jarðarinnar engu að sfður 15 milljarðir árið 2074. Þessar tölur vekja óneitanlega býsna marg- ar og heldur áleitnar spurningar. Er nægt landrými á jörðinni fyrir allan þennan óskapa fjölda, hvað með náttúruauðlindirnar? Verður unnt að metta alla þá nýju munna sem fyrirsjáanlega bætast við? Þetta eru aðeins örfáar af þeim spurning- um, sem þessar tölur vekja, en óneitanlega þær, sem menn hljóta þó að þurfa að gefa mestan gaum, og þær sem ekki þýðir að eitt og eitt land sé að fjalla um, heldur verða rfki heims f sameiningu að fjalla um þessi mál. Það er langt frá þvf að sérfræðingar séu sam- mála um það hversu mörgum mannverum sé Iffvænlegt á móður jörð. Þeir eru þó sammála um að fbúum jarðarinnar getur ekki haldið áfram að fjölga f það óendan- lega, — þó ekki sé nema af þeirri ástæðu einni að byggilegt yfir- borð jarðarinnar er vissulega þekkt og afar takmörkuð stærð. Þeir eru einnig sam- mála um það. að grfpa verði til einhverra ráð- stafana, — ekki ! náinni framtfð, heldur núna STRAX, ef takast á að draga það mikið úr mannfjölgun á jörðinni, að við f þeim efnum för- um niður fyrir hættu- markið. En hér er margt sem taka þarf með i reikninginn, og það Ifður langur tfmi áður en áhrif þeirra ráðstafana sem gerðar verða raunveru- lega fara að koma f Ijós. Setjum nú svo að hver hjón eigi ekki nema tvö börn, þá verður f raun- inni um fækkun að ræða, en samt getur fbú- um jarðarinnar haldið áfram að fjölga f ein sjötfu ár. Meginorsök þessa er að stöðugt á sér stað hægfara breyt- ing á aldursskiptingu þegnanna f þjóðfélag- inu.Svo lengi sem meiri- hlutinn er ungt fólk er ekki um það að ræða að fjölgunarprósentan lækki ört. í þróunarlönd- unum er langmestur hluti fbúanna ungt fólk, — ekki sfzt vegna þess að þar er f æðingartfðnin lang mest. Það er einnig svo f þróunarlöndunum að þar stendur mannfjölg- unin sums staðar f vegi þess að um eðlilega þró- un og framfarir sé að ræða. Fjárfestingin heldur ekki f við mann- fjölgunina. Æ fleiri af auðlindum verður að beina frá þvf að beizla þær f þágu þróunarinnar og nota þær eingöngu til að fullnægja frumþörf- um fbúanna. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er það engu að sfður svo. að f ýmsum þróunar- löndum, einkum f Afrfku og Suður-Amerfku, er það viðtekin skoðun valdhafa að fbúar land- anna séu of fáir. Ýmsir sérfræðingar hafa orðið til þess að styðja við þessar skoðanir, og veldur þetta þvf, að f þessum löndum er nú lögð áherzlá að fjölga fbúunum. Eitt af meginatriðum þeirra tillagna sem um verður fjallað á mann fjöldaráðstefnunni f Búkarest, er að sam- ræmi verði að vera milli þeirra markmiða sem opinberir valdhafar setja sér, — hver svo sem þau eru. og þess sem fólkið I landinu vill. Sé þessu ekki fyrir að fara þýðir ekkert að vera yfir- leitt að ræða um stefnu f þessum málum. Það er til dæmis ekki til ýkja mikils að fá fbúum ein- hvers lands fullar hend- ur getnaðarvarna ef hugsunarháttur þeirra er sá að þeir vilji eignast sem allra flest börn. Mannréttindi. Mikil áherzla er lögð á það f tillögunum, að það séu einföld mannréttinfi hverra hjóna að geta ákveðið hversu mörg börn þau vilja fæða f heiminn. Engu að sfður er það samt vissulega svo að mörg hjón njóta alls ekki þessara sjálf- sögðu réttinda. annað hvort vegna þess að verjur eru þeim ekki til- tækar, þau fá sig ekki gerð ófrjó. eða að utan- aðkomandi erfiðeikar valda þvf að konan treystir sér ekki til að ganga með barn. Margt fleira athyglis- vert kemur og fram f athugasemdum og inn- gangsorðum með fyrr- greindum tillögum. Þar segir einnig á þá leið að fólksf lutningar innan hvers lands valdi þvf að fbúum borganna fjölgi langtum örar en fbúum sveitanna, og gildi þetta sem næst um vfða ver- öld. Um næstu aldamót verður það samkvæmt útreikningum sérfræð- inga svo f fyrsta skipti frá upphafi vega, að þá mun fleira fólk búa í borgum og bæjum en ! dreifbýlishéruðum. Þetta hefur í för með sér hættu á offjölgun f borg- unum, atvinnuleysi, um- hverfisauðn og jafn- framt fækkar fólki þá um of f dreifbyggðari héruðunum, þannig að þau nýtast ekki á hag- kvæmasta veg og drag- ast aftur úr f félagslegri þróun. Einnig er þarna minnst á þau vandamál sem skapast af flutningi vinnuafls milli landa, og er þar bæði rætt um ófaglærða verkamenn og háskólamenntaða sérfræðinga. Bent á margftrekaða nauðsyn þess að skapa þvf unga fólki, sem stöðugt bæt- ist á vinnumarkaðinn, fleiri menntunar- og starfsmöguleika en ver- ið hafi til þessa, og enn- fremur að ekki megi gleyma þvf að finna gamla fólkinu verkefni við þess hæfi. Gullfalleg pottablóm á útsölu, frá kr. 1 50 Blómaglugginn Laugaveg 30, sími 1 6525. Tveir reglusamir háskólastúdentar með tæplega 2ja ára barn óska eftir íbúð. Upplýsingar í sirha 34735. Pierpont armbandsúr verðlaunaárið 1967, tapaðist. Fundarlaun. Upplýsingar i sima 32104 og 14749. Til leigu 2 herbergi og smáeldhús í skrif- stofubyggingu við Laugaveg. Hentugt skrifstofupláss fyrir lítið fyrirtæki. Upplýsingar í dag og næstu daga. Sími 17266. Veiðihús eða Sumarbústaður. Til sölu ný smiðað 30 fm. hús. Flytjanlegt hvert sem er. Uppl. i sima 1 3723. Matvöruverzlun. Lítil en mjög vel staðsett matvöru- verzlun til sölu, vegna fluttnings eiganda. Tilboð sendist Mbl. merkt: ..Góð viðskipti 5296” Peugeot 504 árgerð 1971 til sölu. Upplýsingar i sfma 95—5187 eftir kl. 8 á kvöldin. Ris eða kjallari óskast til kaups, má vera óinn- réttað. Helst á Melum -— Norður- mýri — Hliðum eða gamla bænum. Tilb. sendist Mbl. f. 24. þ.m. merkt Milliliðalaust 1 1 57. Sandgerði til sölu mjög góð efri hæð 125 ferm 4 svefnherb. og samliggjandi stofur ræktuð lóð. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns Vatnesvegi 20, Keflavik. simar 1 263 og 2890. ^ÞEIR RUKR umsKiPTin seki k RUCLVSm J \ íBorQimblaíiiitu Tímaritið Blanda I —IX Örfá komplett eintök af tímaritinu Blöndu eru nú fáanleg. Verð Blöndu l-IX, óinnbundið er kr. 4.743.00 settið og sendum við burðargjalds- frítt hvert á land sem er, ef greiðsla fylgir pöntun. Tryggið ykkur eintak af þessu skemmtilega og fróðlega riti meðan hægt er að eignast það í Bókabúð 0/ivers Stems sími 50045 — Hafnarfirði. Veitingaskáli til sölu Veitingaskálinn að Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Allar nánari upplýsingar veitirÁrni Halldórsson hrl., Skólavörðustíg 12, Reykjavík milli kl. 2 og 4 virka daga, sími 17478. KODAK Litmqndir á(ó,diigum HANS PETERSEN H/f. BANKASTR. 4 SÍMI 20 313 GLÆSIBÆ SÍMI 82590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.