Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 15 OFBAUÐ BLAÐASKRIFIN UM GLASGETNU BÖRNIN - og segist hætt- ur rannsóknum London, 18. júll AP. BREZKI læknirinn, prófessor Douglas Bevis, sem skýrði frá því sl. mánudag, að fæðzt hefðu þrjú börn, er getin hefðu verið f til- raunaglösum, lýsti þvf yfir f dag, að hann ætlaði að hætta þátttöku f slfkri rannsóknar- og tiirauna- starfsemi vegna þefrra blaða- skrifa, sem orðið hefðu út af máli þessu. Hann kvaðst hafa tekið endanlega ákvörðun um þetta, þegar blað eitt hefði boðið sér 30.000 sterlingspund fyrir að skýra frá þvf, hvaða læknar hefðu gert þessar vel heppnuðu tilraun- ir og hvaða fjölskyldur ættu þarna f hlut. Hann sagðist mundu gera og birta fullkomna vfsinda- lega skýrslu um þessar tilraunir, en ftrekaði það, sem hann hafði áður sagt, að ekki kæmi til mála að upplýsa nöfn barnanna. Blaðið Daily Mail heldur því fram í dag, að það sé Bevis sjálf- ur, sem gert hafi ofangreindar tilraunir, en hann hefur ekki fengizt til að segja neitt um það, Þá hefur London Evening Standard eftir honum, að hann ætli ekki að halda áfram með þessar tilraunir, „Framtíð þessa starfs er nokkrum efa bundin", hafði dr. Bevis sagt. Bevis skýrði frá þessum tilraun- um á ársfundi brezku læknasam- takanna. Aðrir sérfræðingar á þessum fundi, sem fengizt hafa við samskonar rannsóknir drógu Læknir St. Bartholomeus siúkrahússins í London: SKELFILEG- AST AF ÖLLU AÐ SJÁ BÖRN- IN LTMLEST” London, 18. júlí, AP — NTB. % ÖRYGGISVÖRÐUR við helztu fcrðamannastaði f London hef- ur verið efldur mjög vegna atburðanna f gær, þegar miðaldra kona beið bana og 37 manns slösuðust alvarlega f sprengingu f The Tower of London. Það var fjórða sprengingin f London á jafnmörgum dögum og er lögreglan þeirrar skoðunar, að öfga- sveitir frska lýðveldishersins hafi verið þar að verki. • Innanrfkisráðherra Bretlands, Roy Jenkins, sagði á fundi f neðri málstofu brezka þingsins f gærkveldi, að sýnt væri, að bæri IRA ábyrgð á þessu ódæði, hefði herinn breytt um baráttuaðferð- ir. Sprengingarnar f The Tower og Westminster Hall á dögunum eru með hinum alvarlegustu, sem orðið hafa f London, og benda til harðnandi baráttu lýðveldishersins gegn Bretum, eigi hann á annað borð sök á þeim. # Borgarstjórinn f London, sir Hugh Wontner, heimsótti St. Bartholomeussjúkrahúsið I gærkveldi, þar sem flestir hinna slösuðu voru til meðferðar og sagði, er hann kom þaðan, að sprengjutilræði þetta væri dæmi grimmdar, sem menn tryðu vart, að nokkur gæti sýnt meðbræðum sfnum. Þá var haft eftir einum af læknum spftalans, dr. Alan Lettin, að lækna- og hjúkrunar- liðið þar hefði aldrei fengið svo hræðileg meiðsl til meðferðar. „Það skelfilegasta af öllu var að sjá, hversu margir sjúkling- anna voru börn og sum illa lim- lest.“ Nítján þeirra, sem slösuðust af völdum sprengingarinnar, urðu að vera um kyrrt í sjúkra- húsinu og eiga sumir þeirra langa legu fyrir höndum. Alvarlegust meiðsl hlaut áströlsk fjölskylda; fjölskyldu- faðirinn Bernard Hunter særðizt á fæti og hlaut alvarleg brunasár, kona hans Dwan var illa brennd og börn þeirra þrjú öll alvarlega slösuð. Taka varð fót af elzta syni þeirra um hné, hann er sex ára að aldri, fimm ára dóttir þeirra hlaut nýrna- skemmd fyrir utan sár, er stöf- uðu af því að viðarflísar þeytt- ust í líkama hennar, — og loks brenndist jafnaldra bróðir hennar á báðum fótum. Konan, sem fórst í sprenging- unni, hét Dorothy Household og var 47 ára að aldri, búsett í suðurhluta Lundúna. Meðal þeirra, sem hlutu minniháttar meiðsl voru tvítug norsk hjón Kjell og Torvunn Teigen, sem voru í brúðkaups- ferð I London. Litlar sem engar skemmdir urðu á byggingunni sjálfri, en eitthvað skemmdist af gömlum herklæðnaði og vopnum. Var staðurinn aftur opinn ferða- mönnum I dag, en strangur öryggisvörður hvarvetna. Um tfu þúsund manns leggja leið sína til The Tower árlega, en hann geymir minningar um marga blóðuga atburði í brezkri sögu. Lögreglan í London rannsak- ar nú ljósmyndir, sem ferða- menn höfðu tekið inni I The Tower og rétt þar fyrir utan. Sérstaklega forvitni vekur filma bandarískrar stúlku, Joan Halgran, sem hefur borið, að hún hafi séð mann hlaupa frá staðnum nokkrum sekúnd- um áður en sprengingin varð. Dagblaðið Daily Mirror skýrði svo frá I dag, að tvejm mfnútum áður en sprengingin varð, hafi verið hringt til blaðs- ins og maður með írskum mál- hreim sagzt vera fulltrui IRA, gefið upp „stikkorðið" bastarð- ar og sagt: „Við höfum komið fyrir sprengjum". Þetta er hins vegar ekki það „stikkorð", sem forystumenn IRA hafa látið brezku lögreglunni f té, til þess að hún geti verið viss um, að slfkar viðvaranir séu frá IRA: Af hálfu IRA hefur heldur ekki verið gengizt við þessari sprengingu. Þó er það skoðun lögreglunnar, að öfgasveitir á vegum IRA eða sem styðja IRA hafi verið hér að verki. Á síðustu tveimur árum hafa fjórtán manns beðið bana og nærri 400 hlotið meiðsl í sprengingum hryðjuverka- manna í London. upplýsingar hans í efa, kváðust ekki vita til þess að nein „glasa- börn“ hefðu fæðzt, — og skoruðu á Bevis að gefa frekari upplýsing- ar um mál þetta. Vitað er, að Bevis hefur fengizt mjög við rannsóknir á legbreytingum á fyrstu vikum meðgöngu, — en meginástæðan til þess, að tilraun- ir með getnað í tilraunaglösum hafa ekki leitt til fæðinga er sú, að legið hrekur frá sér hið frjóvgaða egg, þegar því hefur verið komið aftur þar fyrir eftir frjóvgunina. Chir Chubbuck hét þessi kona, og var þrftug að aldri. Hún hafði umsjón með sjón- varpsþætti I Sarasota á Florida og skaut sig til bana inni f upptökusalnum, þaðan sem þáttur hannar var sendur beint. Hún viðhafði þau um- mæli, að hún ætlaði að fylgja þeirri stefnu stöðvarinnar að færa áhorfendum sem ferskastar fréttir og þvf mundu þeir nú sjá fyrstu til- raun til sjálfsmorðs á sjón- varpsskermi. Ahorfendur héldu, að þetta væri gaman eitt og brá þvf heldur betur f brún, þegar skömmu sfðar var tilkynnt, að hún væri látin. FJORÐA SPRENGJA FRAKKA FORSÆTISRÁÐHERRA Nýja Sjálands, Norman Kirk, til- kynnti í dag, að hann hefði ástæðu til að ætla, að Frakkar hefðu sprengt kjarnorku- sprengju í gær á Mururoatil- raunasvæðinu og hefur það þá verið fjórða sprenging þeirra í yfirstandandi tilraunum. Kirk kvaðst harma þessar til- raunir svo og aðrar kjarnorku- tilraunir, sem gerðar hefðu verið að undanförnu í Banda- rfkjunum og Sovétrfkjunum, — og sagði, að Ný-Sjá- lendingar myndu taka mál þetta upp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna f haust. Heilabvottur á Filippseyjum: 18.000 handteknir síð- an í september 1972 Manila, 18. júlí, AP. HERNAÐARYFIRVÖLD á Filippseyjum hafa skýrt leið- togum kirkjunnar þar svo frá, að nú séu um 350 pólitfskir fangar þar f haldi samkvæmt tilskipun- um stjornvalda og margir þeirra gangist undir „sálræna endur- hæfingu" — áður þekkt undir nafninu „heilaþvottur" sem sál- fræðingar og geðlæknar annist. Jafnframt hafa þeir upplýst, að frá þvf f september 1972, þegar Ferdinand E. Marcos forseti setti herlög á Filippseyjum, hafi 18.000 manns verið handteknir. Þar af hafi 5000 verið enn í fangelsum 15. marz sl.; 350 þeirra séu pólit- ískir fangar hinir allir „glæpa- menn“. Upplýsingar þessar komu fram á sex fundum, sem herforingjar áttu nýlega með trúarleiðtogun- um til þess að ræða við þá um herlögin í landinu og framkvæmd þeirra á tfmabilinu nóv. 1973- til maí 1974. Sagt er eftir einum her- foringjanna: „Þið getið kallað þetta hvaða nafni sem þið viljið, heilaþvott eða eitthvað annað, en málið er einfaldlega þannig vaxið, að við verðum að breyta viðhorfum og afstöðu þessara manna og það er hreint ekkert auðvelt." Upplýsingar þessar hafa ekki verið birtar í fjölmiðlum á Filippseyjum, enda er þar ströng ritskoðun. Hins vegar koma þær fram í skýrslu svonefnds „þjóð- ráðs félagslegra aðgerða" og er þetta í fyrsta sinn, sem nokkrar upplýsingar eru yfirleitt gefnar Framhald á bls. 31 Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að þaðsé STANLEY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.