Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULI 1974 19 UMHORF Umsjón: Jón Magnússon og Sigurður Sigurjónsson Sjálfstæðisflokkurinn sigurvegari Sjálfstæóisflokkurinn var óum- deilanlegur sigurvegari í sfðustu alþingiskosningum. Um 43% kjósenda studdu flokkinn og staða hans er sterkari en hún hef- ur verið um árabil. Kosningarnar sýna það, að kjósendur hafa metið ábyrga og einarða stjórnarand- stöðu Sjálfstæðisflokksins og gefa glögga vísbendingu um, að flokk- urinn sé á réttri braut. Sigur unga fólksins ENGINN vafi er á þvf, að ungt fólk styður nú Sjálf- stæðisflokkinn f rfkara mæii en undanfarin ár. Sá míkli fjöldi ungs fólks, sem lagði fram vinnu sfna f þágu flokksins fyrir kjördag og á kjördegi, sýnir, að Sjálf- stæðisflokkurinn er f mikilli sókn á meðal ungs fólks. Urslitin úr sfðustu tveim- ur kosningum sýna einnig, svo ekki verður um villst, að meirihluti ungra kjósenda styður Sjálfstæðisflokkinn og treystir honum best til að leysa aðsteðjandi vandamál og leggja á ný grundvöll nýrrar sóknar til aukinnar velsældar. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna þakkar þessu unga fólki stuðning- inn við flokkinn og Iftur á þennan mikla stuðning sem hvatningu til aukinna starfa og áframhaldandi baráttu fyrir hagsmunamálum þess fólks. Stjórn S.U.S. Sjálfstæðisflokkurinn var eini flokkurinn, sem gekk til kosning- anna heill og óskiptur. Sjálf- stæðismenn hafa tileinkað sér að starfa saman af heilindum og ein- hug, þó að skoðanir séu skiptar f ýmsum málum og það er eftir- tektarvert, að samtök ungra sjálf- stæðismanna eru einu ungsam- tök stjórnmálaflokks, sem ávallt hafa stutt flokk sinn og ekki ljáð máls á neinu klofningsbrölti. Af- leiðingin er líka sú, að hvergi hafa ungir menn komist til jafn mikilla áhrifa og einmitt í Sjálf- stæðisflokknum. Þessi atriði gera það að verkum, að ungt fólk treystir nú Sjálfstæðisflokknum umfram aðra flokka til að vinna að hagsmunamálum sínum. Málefnaleg staða flokksins var mjög sterk. Fyrir kosningar lagði flokkurinn fram ítarlega stefnu- skrá, þar sem stefna flokksins var skýrð og bent á það tæpitungu- laust hvaða aðgerðir væru nauð- synlegar til að forðast upplausn og kreppuástand, sem þriggja ára vinstri stjórn er á góðri leið með að leiða yfir þjóðina. Oeining vinstri aflanna og klofningsbrölt var dæmt að verð- leikum. Stjórnarstefnan hlaut líka sinn dóm. Meirihluti kjós- enda hafnaði henni. Slfk útreið hlýtur að vera mikið áfall fyrir þá flokka, sem standa að vinstri stjórninni. Aldrei hefur rfkt meira góðæri til lands og sjávar, en einmitt á þessu þriggja ára tímabili vinstri stjórnarinnar. Þrátt fyrir það hefur stjórninni tekist að halda svo illa á málum, að algjört hrun blasir við. Yfir þann sannleik tókst vinstri valds- herrunum ekki að breiða, þó að þeir gæfu út gúmmítékka fyrir kosningar til að slá ryki í augu fólks og pólitíska mútuféð, sem Frá hinum fjölmenna útifundi sjálfstæðismanna á Lækjartorgi fyrir alþingiskosn- ingarnar 30. júní. vinstri stjórnin bar á kjósendur, hafði ekki þau áhrif að tryggja henni meirihluta. Á því leikur þó ekki vafi, að falsanir stjórnar- flokkanna á stöðu þjóðarbúsins urðu til þess, að margir trúðu því, að ástandið f efnahagsmálum þjóðarinnar væri betra en það er í raun og veru. Fjölmargir kjósendur kusu því stjórnarflokkana á fölskum for- sendum. Raunar má lfkja þessari framkomu stjórnarinnar við að- gerðir breskra veiðiþjófa í ís- lenskri landhelgi fyrir skömmu. Rfkisstjórnin reyndi að breiða yf- ir öngþveitisnafnið og óstjórnar- númer sitt og hlaut því að nokkru leyti illa fenginn afla. Telja má fullvíst, að fyrir stjórninni fari eins og öðrum veiðiþjófum, sem þetta hafa leikið á undan henni, og hún glati öllum ávinningum þegar hið sanna kemur í ljós. Til hvers útstrikanir? VIÐ hverjar kosningar er hópur kjósenda, sem af ein- hverjum ástæðum fellir sig ekki við þann hóp frambjóð- enda, sem skipa sætin á listum stjórnmálaflokkanna. Ef viðkomandi kjósandi hef- ur gert upp hug sinn varð- andi málefnaiega afstöðu er vandinn oftast lítill við val á stjórnmálaflokki. En hitt er og algengt, að kjósandi sé ekki alls kostar ánægður með uppröðun fram- bjóðenda á lista ,,flokksins síns". Það úrræði, sem gripið er til í slauknum mæli, er hin svokallaða útstrikunarað- ferð. Hún er fólgin I því, að kjósandinn færir sér I nyt heimild til þess að strika yfir þau nöfn á listanum, sem eru honum lítt að skapi. Þannig kemur fram viljayfir- lýsing hans um, að sá fram- bjóðandi flokksins, sem hefur verið strikaður út af kjörseðlinum, ná ekki kjöri. Sá böggull fylgi r hér skammrifi, að útstrikunin hefur fyrst og fremst áhrif þegar verulegur fjöldi kjós- enda hefur strikað nafn frambjóðandans út. Einnig takmarkast áhrif útstrikana við það, að næsti frambjóð- andi listans hefur einn telj- andi möguleika á að færast upp um sæti, aðrir honum neðar á listanum hins vegar ekki Væri því eingöngu um sætaskiptingu hinna tveggja frambjóðenda að tefla en ekki afgerandi breyting á heildarsvip listans. Eins og framan getur er „útstrikunaraðferðin" ann- mörkum háð. Engu að síður er hér um verulega rýmkun á tjáningarmöguleikum kjós- andans i kjörklefanum að ræða, og þegar litið er til þess, verður að telja þessa aðferð eiga fyllsta rétt á sér. Hver hafa verið áhrif út- strikana á stöðu frambjóð- enda á listum hingað til? Þetta er spurning, sem vert er að gefa nokkurn gaum. Að því er virðist, er orðið lenska að halda leyndum fjölda þeirra útstrikana, sem hver flokkur og frambjóð- andi fær í sinn hlut í kosn- ingum til byggða og Alþingis. Ekki er því á færi hins almenna kjósanda að skapa sér álit á (flokksleg- um) vinsældum eða óvin- sældum einstakra frambjóð- enda. Hér er því beinlínis hlúð að flokksræðinu en reynt að gera sem minnst úr sjálfstæði og ábyrgð ein- stakra frambjóðenda. Ljóst er, að frambjóðandi, sem kosningu hlýtur, er einnig kjörinn sem einstaklingur en ekki eingöngu sem hluti af flokksheildinni. Sjálfstæðismenn, og þá fyrst og fremst ungir menn innan flokksins, hafa knúið á með frjálslyndari starfsað- ferðir en áður hafa tíðkast í stjórnmálum hérlendis. Próf- kjör var nýlunda, sem mark- aði tímamót við uppröðun á lista flokkanna, — frjáls- lyndi, sem ekki er enn þann dag í dag á færi allra stjórn- málaflokka að líða innan vé- banda sinna. Sjálfstæðis- flokknum einum flokka hefur tekist að ávinna tiltrú kjósenda sinna á prófkjöri og um leið hefur verið stigið spor I þá átt að byggja úti klíkustarfsemi og valdsöfn- un fárra ráðamanna. Það er í fullu samræmi við stefnu ungra sjálfstæðis- manna og um leið sjálfsögð krafa kjósenda, að niður- stöður kotfninga til byggða og Alþingis séu, þannig að birtar séu allar útstrikanir á einstaka frambjóðendur flokkanna. Þessi krafa er einnig studd þeim rökum, að um úrslit kosninga er að ræða og það er andlýðræðis- legt að halda leyndum úrslit- um kosninga fyrir almenn- ingi og má ekki líða. Málarinn á þakinu velur alkydmólningu með goft veðrunarþol. Hann velur ÞOL fró Mólningu h.f. vegna endingar og nýtni. Einn líter af ÞOLI þekur um það bil 10 fermetra. Hann velur Þ O L frá Málningu h.f. vegna þess að ÞOL er framleitt í 10 fallegum staðallitum, — og þegar kemur að málningu á gluggunumy girðingunni og hliðunum, blandar hann litina samkvæmt nýja ÞOL litakortinu. Otkoman er: fallegt útlit, góð ending. Málarinn á þakinu veit hvað hann syngur. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST málninghlf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.