Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 5 Bæjum 9. júlí 1974. FÖSTUDAGINN 21. júní sl. fóru hér frá öllum Inn Djúps- hreppunum fjórum 28 bændur og 4 konur í bændaför norður í Húnaþing. Lagt var af stað frá Kirkjubóli í Langadal kl. 3 á föstudag, ekið yfir Þorska- fjarðarheiði, komið við í Bjarkarlundi og drukkið þar kaffi. Bættist þar í förina ráðu- nautur Búnaðarsambands Vestfjarða Þórarinn Sveinsson. Síðan var haldið sem leið liggur yfir Tröllatunguheiði og stanz- að í Litla-Fjarðarhorni, þar voru skoðuð fjárhús og einnig á Broddanesi og Hallsá. En vegna mikilla fjárhúsbygginga hér við Djúp á vegum Inn- Djúpsáætlunar, vildu bændur kynna sér nýjungar þær, sem um væri að ræða í því efni. Var því að frumkvæði Landnáms ríkisins og teiknistofu land- búnaðarins stofnað til þessarar ferðar. Síðan var ekið inn Hrútafjörð að Staðarskála, þar sem kvöld- verður var snæddur, en svo að Reykjaskóla í Hrútafirði, þar sem gist var. Áður en gengið var til náða, var hið stór- myndarlega byggðasafn þar skoðað og fannst mörgum ekki sízt til koma hins fræga og mikla hákarlaskips Ófeigs frá Ófeigsfirði á Ströndum. Er því nú búinn veglegur bás f myndarlegri byggingu ásamt þeim veiðarfærum, sem með þurfti til hákarlaveiða. Skipið var smíðað árið 1875 og verð- ur því 100 ára öldungur á næsta ári. Árla morguns laugard. 22. júní var haldið að Staðarskála á ný og neytt þar hins kjarn- ríkasta morgunverðar. Þar bættust svo í förina Gunnar Jónsson forstöðumaður bygg- ingarstofnunar landbúnaðarins og Unnar Jónsson bygginga- fræðingur. Farið var undir leið- sögn þeirra að Sveinsstöðum, þar sem ennþá bættust í förina bóndinn og hreppstjórinn Ólaf- ur Magnússon, Konráð Egg- ertsson bóndi og hreppsstjóri á Haukagili í Vatnsdal, Guðbjart- ur Guðmundsson ráðunautur Búnaðarsambands AusturHún- vetninga og Ingvar Gígja Jóns- son byggingarfulltrúi. Komið var við á ýmsum bæj- um og skoðaðar mjög svo myndarlegar byggingar o.fl., m.a. hjarðfjós að Torfalæk og nýuppsett mjaltakerfi þar sem mjólkin rennur beint úr kúnum í mjólkurtankinn, þá mjaltað er. Áfram var svo haldið til Blönduóss þar sem móti okkur tók formaður Búnaðarsam- bands Austur-Húnvetninga, Kristófer Kristjánsson. Var gestum þar ekki í kot vísað, þeim boðið til hins ríkulegasta miðdegisverðar í boði Búnaðar- sambands Austur-Húnvetn- inga. Eftir þær rausnarviðtökur þeirra Húnvetninga var ekið um Langadal og skoðuð þar nýbygging: fjárhús fyrir 600 fjár, sem steypt er í flekamót- um, sem Búnaðarsamband o '■Fréttabréf frá Djúpi Austur-Húnvetninga á og hefur lánað bændum til afnota um langan tíma, en byggingar- flokkur Búnaðarsambandsins stóð að byggingarframkvæmd- um. Hefur slíkur byggingar- flokkur starfað þar á vegum sambandsins um 25 ára skeið, og þessi flekamót sparað bændum ómælda fjármuni ! efni og vinnu. Enn var ekið um glæsilega byggð, Vatnsdalinn, undir leið- sögn heimamanna, sem þar kunnu skil á sögnum og sög- um, bæjum og byggð. Komið við á bænum Hvammi í Vatns- dal og skoðað þar fyrirmyndar- fjós að allri gerð og umgengni með ristarflór og einnig nýupp- settu mjaltakerfi með mjalta- tank, þar sem mjólkin rennur beint úr spena kýrinnar í mjólkurtankinn. Bóndinn' þar, Hallgrímur Guðjónsson, var með ferðahópnum. Er ánægju- legt að mega njóta kynningar og leiðsagnar heimamanna I slíkri ferð Á Sveinsstöðum skildu svo leiðir Djúpmanna og Húnvetn- inga eftir ánægjulega kynn- ingu. Var síðan ekið sem leið liggur um Laxárdalsheiði, kom- ið við í Ásgarði í Dölum og skoðuð þar mjög svo reisuleg fjárhús, nýbyggð. Þaðan var svo ekið með smástoppi í Bjarkarlundi að Kirkjubóli í Langadal, — þar sem ferða- langarkvöddu hinn einstaklega viðmótsþýða og lipra bílstjóra sinn, Erlend Kristjánsson. Vest- fjarðarúta var fengin til ferðar- innar, sem í alla staði var hin ánægjulegasta. Hélt svo hver til síns heima, norðan og vest- an Djúps, þar sem fermingarat- hafnir biðu morgundagsins í tveimur sóknum. Jens í Kaldalóni. Sigling urn ísafjarðardjúp, heimsóttar eyjarnar nafnfrægu Æðey og Vigur og fléiri markverðir staðir. Ferðir á landi til næstu héraða. Bilferðir um Skaga- fjörð, ferðir tíl Siglu- fjarðar og þaðan um Ólafsfjörð, Ótafs- fjarðarmúla, Dalvík og Árskögsströnd til Akureyrar. Höfuðstaður Norðurlands. Kynnisferðir um gjörvalla Eyja- fjarðarsýslu og tíl nærliggjandi byggða. .r i Vaglaskógur og Goðafoss prýða _ ^ -- " " 1 leiðina til MývatnsSygrtar. _.- ' " ; i: - -2' " R AUfARHÖFN \ HÚSAVÍK Nýtt og glæsilegt hótel. Þaðan eru skipufagðar ferðir og steinsnar til Ásbyrgis Hljóðakletta, Detti- foss, Mývatnssveitar, Námaskarðs og Tjörness. ÞÓRSHÖFN ÍSAFJÖRÐUR' k ÞINGEYRI PATREKSFJÖRÐUR Hér er Látrabjarg skammt undan og \ auðveft er að ferðast til næstu fjarða. ' %s' MM| NESKAUPSTAÐUR Höfuðborgín sjálf. Hér er miðstöð lands- manna fyrir iist og mennt, stjórn. verzlun og mannleg viðskípti. Héðan förðast menn á Þingvöll, til Hvera- gerðis, Gullfoss og Geysis eða annað. sem hugurinn leítar. Áætfunarferðir bif- reíða til nærliggjandi fjarða. Fljótsdals- hórað, Lögurínn og Hallormsstaðaskógur ínnan seiiingar. S ' : ;........; S.v!....♦> J I ; REYKJAVIK Ferðir í þjóðgarðinn að Skaftafelli, Öræfa- sveít og sjáið jafn- framt Breiðamerkur- sand og Jökulsárlón. i i ié Skipulagðar kynnísferöír á landí og á sjó. Gott hóíel. y Merkllegt sædýrasafn. Og auðvítað Qldstöðvarnar. • '' v v' J sama hvar ferðin hefst. Sé Isafirði sleppt kostar hringur- inn kr. 6.080. Aiiir venjuiegir afstættir eru veittir af þessu fargjaidi, fyrir hjón, fjölskyldur, hópa o. s. frv. Kynníð yður hínar tíðu ferðir, sem skipulagðar eru frá flestum lendingarstöðum Fiugfélagsins til næriiggjandi byggða og eftirsóttustu ferðamannastaða. Stærri áættun en nokkru stnni — allt með Fokker skrúfuþotum. Frekari upplýsingar veita umboðsmenn, ferðaskrifstof- urnarog skrífstofur flugfélaganna. Aætlunarflug Flugféiagsins tryggir fljóta, þægilega og ódýra ferð, og tækifæri til að leita þangað sem veðrið er bezt. í sumar fljúgum við 109 áætlunarferðir í viku milli Reykja- víkur og 13 ákvörðunarstaða um land allt. Og til þess að tengja einstaka landshluta betur saman höfum við tekið upp hringflug. Hringflug okkar umhverfis landið með áætl- unarferðum er sérstakt ferðatilboð til yðar. Fyrir kr. 7.630 getið þér ferðast hringinn Reykjavík — ísafjörður — Akur- eyri — Egilsstaðir — Hornafjörður — Reykjavtk. Það er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.