Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfull trúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80 Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasólu 35,00 kr. eintakið. Um síðustu helgi fékk Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæðis- flokksins, í hendur skýrsl- ur þær um ástand og horf- ur í efnahags- og atvinnu- málum, sem hann óskaði eftir frá hagrannsókna- deild og Seðlabanka, þegar er forseti Islands hafði fal- ið honum stjórnarmyndun. Að lokinni könnun á þess- um gögnum sendi Geir Hallgrímsson formönnum allra stjórnmálaflokka bréf sl. þriðjudag með formleg- um tilmælum um viðræður milli fulltrúa allra flokka um lausn efnahagsvandans og skyldi markmið slíkra viðræðna vera tvíþætt: í fyrsta lagi könnun efna- hagsvandans á grundvelli þeirra, og í öðru lagi, að fulltrúar þeirra stjórn- málaflokka, sem líti vand- ann líkum augum, beri saman ráð sín og leiti sam- stöðu um aðgerðir í efna- hagsmálum að sjálfsögðu með myndun nýrrar ríkis- stjórnar fyrir augum. Þessi vinnubrögð við stjórnarmyndun eins og nú er ástatt eru að sjálfsögðu fullkomlega eðlileg. For- senda fyrir samstarfi flokka f ríkisstjórn er að sjálfsögðu sú, að málefna- leg samstaða geti tekizt um lausn þeirra vandamála, sem efst eru á baugi um þessar mundir, en þar er fyrst og fremst um að ræða efnahagsmálin, varnarmál- in og nýja útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Viðræður milli fulltrúa allra flokka um efnahags- málin af því tagi, sem Geir Hallgrímsson bauð upp á, þjóna að sjálfsögðu þeim tilgangi að leiða í ljós hvaða stjórnmálaflokkar líta hin alvarlegu efna- hagsvandamál, sem við þjóðinni blasa, líkum aug- um og þar með hvaða flokkum eðlilegt er, að for- maður Sjálfstæðisflokksins bjóði til beinna viðræðna um stjórnarmyndun. En eins og nú standa sakir á Alþingi er engan veginn sýnt hvers konar ríkis- stjórn gera eigi tilraun til að mynda. Einkaviðræður flokks- leiðtoga eru að sjálfsögðu til þess fallnar að skýra af- stöðu þeirra og flokka þeirra til þeirra viðhorfa, sem nú blasa við í íslenzk- um stjórnmálum, en þær gefa engan veginn til kynna, hvort í raun og veru er til staðar málefna- legur grundvöllur til stjórnarmyndunar og þess vegna var nauðsynlegt að fá úr því skorið með við- ræðum fulltrúa allra flokka um efnahagsmálin. Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur því byggt til- raunir sínar til stjórnar- myndunar á málefnalegum grundvelli og þeim mun furðulegri eru viðbrögð málgagns Framsóknar- flokksins í gær, þar sem þessar málefnalegu starfs- aðferðir Geirs Hallgríms- MALEFNALEG SAM- STAÐA FORSENDA STJÓRNARSAMSTARFS sonar eru gagnrýndar. For- ystugrein Tímans verður ekki skilin á annan veg en þann, að framsóknarmenn telji, að stjórnarmyndun nú eigi að fara fram með einhvers konar baktjalda- makki og hrossakaupum í stað þess að fulltrúar flokk- anna ræði heiðarlega sam- an um lausn efnislegra vandamála. Slík vinnu- brögð væru að sjálfsögðu óhæf, en þessi forystugrein Tímans boðar ekki gott, ef svo kynni að fara, að til- raun formanns Sjálfstæðis- flokksins til stjórnarmynd- unar tækist ekki að þessu sinni. Vandinn, sem við er að etja í efnahagsmálum, er svo hrikalegur, að þjóðin á kröfu á því, að stjórnmála- flokkarnir taki á þeim mál- um af ábyrgð og festu. Landsmenn eru orðnir þreyttir á þeim skrípaleik, baktjaldamakki og hrossa- kaupum, sem einkennt hafa samstarf vinstri flokk- anna í ríkisstjórn sl. 3 ár. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki standa að vinnu- brögðum af því tagi og af- staða hans til stjórnar- myndunar og þátttöku í ríkisstjórn byggist eingöngu á því, hvort um málefnalega samstöðu við aðra flokka getur verið að ræða til lausnar þeim við- fangsefnum, sem nú eru helzt á döfinni. Hvers vegna Japanir ótt- ast fiskveiðitakmarkanir EFTIR MARK FRANKLAND TTW7 y THE OBSERVER BARÁTTAN fyrir banninu gegn hvalveiðum, sem náði há- marki með fundi Alþjóðahval- veiðinefndarinnar í London ný- lega, hefur aukið þær áhyggjur Japana, að þeir muni e.t.v. standa einir á hinni stórum mikilvægari hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Caracas. Japanir hafa þegar verið ásakaðir um það, að hvalveiðar þeirra leiði til útrýmingar hvalastofnsins, en þeir óttast nú, að hinn fasti fiskiskipafloti þeirra, sá stærsti I heimi, verði e.t.v. talinn sýna miskunnar- lausa ásælni á fiskstofna, sem með réttu teljast eign annarra þjóða. Við slfkar aðstæður eiga Japanir litla möguleika á að standa gegn tiilögum margra ríkja þriðja heimsins um 200 mílna landhelgi eða efnahags- lögsögu. Einhliða útfærsla efnahags- lögsögu í 200 mílur myndi minnka árlegan afla Japana (sem eru nú mesta aflaþjóð heims), sem er nú rúmar 10 milljónir tonna, um 40%. Þetta myndi ekki aðeins setja fótinn fyrir iðnað, sem veitir yfir 500.000 manns atvinnu, það myndi einnig neyða Japani til þess annaðhvort að draga mjög úr neyslu eggjahvítuefna úr dýrum frá því sem nú er (helm- ing slíkra eggjahvítuefna fá þeir úr fiski) eða til þess að auka verulega innflutning mat- væla, sem er þegar tæpur þriðj- ungur af öllum innflutningi í Japan. En þótt það séu fátækari rfki heims, sem berjast hvað harð- ast fyrir 200 mflunum, rekast hagsmunir Japana þó einkum á hagsmuni þróuðu landanna á norðurhveli jarðar, þar með talin Bandaríkin, þeirra helstu bandamenn. Með því að reyna að auka eggjahvftuefni úr dýrum í fæðu sinni, eru Japanir einungis að apa eftir hinum ríku þjóðum á Vesturlöndum. Sé hamingjan fólgin f fæðu, mjög auðugri af eggjahvítuefnum úr dýrum, hafa Japanir enn ekki öðlast hamingju Bandarfkjamanna nema til hálfs og tæplega það. I rauninni neyta Bandaríkja- menn meira eggjahvítuefnis úr kjöti en Japanir úr kjöti, eggj- um, mjólk og fiski samanlagt. Bretar og aðrar Vestur-Evrópu- þjóðir standa Japönum a.m.k. tveimur þriðju ofar í þessum efnum. Japanir eiga ekki auðvelt með að auka eigin kjötfram- leiðslu. Góð beitilönd eru mjög lftil á hinum eldbrunnu eyjum, og þeir verða nú þegar að flytja inn meiri hlutann af húsdýra- fóðri sínu. Þessi er skýringin á þrjósku þeirra varðandi hvalveiðarnar. Miðað við eggjahvítu borða Japanir rúmlega helmingi meira af hvalkjöti en nauta- kjöti. Hvalkjöt inniheldur tæp 10% af því eggjahvítuefni, sem þeir neyta í kjöti. En mikilvægasta forsenda hvalveiðanna er sú, að þarna er um að ræða hreinan japanskan matvælaiðnað: í landi, þar sem landsmenn finna stöðugt til þess, hversu mjög þeir eru háð- ir innfluttum matvælum og hráefni, leikur aukinn Ijómi um þann iðnað, sem er þeirra eigið framtak. Japanir verða að samþykkja tillögur Alþjóðahvalveiðinefnd- arinnar um nýjar takmarkanir, jafnvel þótt slfkt hafi einkum áhrif á veiðar á langreyði, sem er þeirra helsta „kjötnáma". Skýrslur varðandi útrýmingu langreyðar tala sfnu máli, og japanskir iðnrekendur þora ekki að láta til sín taka af ótta við, að sala á japönskum vörum verði fryst“. Allt öðru máli gegnir um fyrirhugaðar takmarkanir á út- hafsveiðum. Uthafsveiðar, sem fara venjulega fram á land- grunni (og þar af leiðandi yfir- leitt innan væntanlegrar 200 mflna efnahagslögsögu) leggja enn grundvöllinn að stærstu iðngreinum heimsins. F.A.O., Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, áætlar, að heildar- fiskafla í heiminum, sem nemur 70 milljónum tonna ár- lega, megi nálega þrefalda — aðallega með úthafsveiðum án þess að til útrýmingar fisk- stofna komi. Japanir gera nú nánast örvæntingarfullar tilraunir til að koma sér upp öðrum tegund- um fiskveiða, sem ekki yrðu fyrir barðinu á alþjóðasam- þykktum. Nýlega var 37 ára gömlum Japana bjargað, hættu- lega veikum, úr bátsskel, sem hann hugðist sigla aleinn til New York, þar sem hann ætlaði að biðja Sameinuðu þjóðirnar um alþjóðlegt eftirlit með ljós- átu (krill), en það er svif- tegund, sem Ifkist rækju og er af vfsindamönnum talin helsta auðlind eggjahvítuefna í fram- tíðinni. Japanir hafa þegar hafið tilraunir við veiðar á ljósátu. Á næsta ári hyggja þeir á til- raunir við veiðar á fiskum, sem lifa á slíku dýpi, að þeir hafa aldrei verið veiddir fyrr. En þær tilraunir fela í sér mikla óvissu. „Ef okkur tekst að veiða þá,“ sagði yfirmaður Fiskveiðastofnunarinnar, „vitum við ekki, hvort þeir eru ætir. Sumir segja, að þeir verði e.t.v. eineygðir og þar fram eftir götunum. En við verðum samt sem áður að reyna." Þannig felst framtfðin í venjulegum úthafsveiðum. Og hver þau lög, sem hindra aðgerðir Japana á þessu sviði, eru ekki í þágu fátækari þjóð- anna heldur hinna, sem eru nú þegar ríkari eða valdameiri en Japanir. 200 mflna efnahagslögsaga mun leiða til þess, að auð- ugustu fiskimiðin tilheyri Ameríku, Kanada, Rússlandi og Kína, en ekki þróunarlönd- unum, þar sem Japanir veiða nú aðeins brot af afla sínum. Kanada og Kína hafa þegar tjáð sig fylgjandi 200 mílunum, og japönsk yfirvöld telja Ameríku sama sinnis. Japanir verða að láta sér nægja að vona, að hin mörgu og flóknu vandamál, og fjöldi þátttökulandanna á haf- réttarráðstefnunni í Caracas muni tefja framgang mála. En Japanir verða þó að horfast í augu við það, að um síðir muni ráðstefnan kollvarpa vonum þeirra um að standa jafnfætis Vesturveldunum hvað varðar fæðuöflun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.