Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 Snyrtivörunámskeið A síöastliðnum vetri gekkst Fé- lag snyrtivöruverzlana og Kaup- mannasamtök Islands ásamt Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur fyrir námskeiöi um notkun og meðferð snyrtivöru. Á námskeiðinu var einnig veitt tilsögn í innpökkun og afgreiðslu á snyrtivörum og einnig sölu- mennsku og framkomu af- greiðslufólks. Fyrir hönd Félags snyrtivöru- verzlana og Kaupmannasamtak- anna veitti Guðni Þorgeirsson námskeiðinu forstöðu, en kennarar voru: Ingibjörg Sveins- dóttir, Heiðar Jónsson, Haukur Gunnarsson og Stefán Hermanns- son. Einnig flutti Sæmundur Kjartansson húðsjúkdómalæknir erindi og svaraði fyrirspurnum. Hin ýmsu heildsölufyrirtæki í snyrtivörum kynntu meðferð og notkun vöru sinnar, en þá sýni- kennslu önnuðust sérfræðingar viðkomandi fyrirtækja og um- boða. Námskeiðið stóð yfir frá 16. febrúar og til 9. maí og var kennt tvisvar til þrisvar í viku, tvær til þrjár klukkustundir í einu. Þátt- taka í námskeiðinu var mjög góð og komst ekki nema þriðjungur þeirra, sem um sóttu, að á nám- skeiðinu vegna húsnæðis- þrengsla. Það er. því ákveðið að halda annað námskeið í haust með svip- uðu fyrirkomulagi og sniði, en námskeiðin eru fyrst og fremst fyrir afgreiðsludömur í snyrti- vöruverzlunum og fólk, sem hefur áhuga á slíkum störfum. Að námskeiði loknu fengu allir þátttakendur þátttökuviðurkenn- ingu og eru það vinsamleg tilmæli til þeirra, sem ekki gátu verið viðstaddir uppsögn námskeiðsins, að vitja skírteina sinna sem fyrst til skrifstofu Kaupmannasamtak- anna að Marargötu 2. Formaður Félags snyrtivöruverzlana, Jóhann G. Guðjónsson, setur námskeiðið. Umsjónarkonur námskeiðisins, frú Sigrfður Eyjólfsdóttir og Finnborg Kristjónsdóttir. Vörukynning á námskeiðinu. :: BANKASTRÆTI 9 — SÍM I 1-1 18-11 OPIÐ TIL KL. 10 FÖSTUDAG Full búð af allskyns sportfatnaði fyrir þjóðhátíðina og helgina. Nýkomnar fallegar dömu blússur. Frottebolir og hlírabolir. „Wasa Out" flauelisbuxur og jakkar á dömur og herra. Ný sending herraleðurjakkar. ATH.: Dömuskór 3500 Dömustígvél 3950 Sendum í póstkröfu. ••íí5:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.