Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULI 1974 JÓHANN HJÁLMARSSON Ættíörð og átthagar Guðmundur Böðvarsson var oft nefndur í sömu andránni og Jóhannes úr Kötlum. Báðir voru þeir sósíalistar og baráttuskáld í róttækum anda. En Guðmundur var alla tíð hljóðlátari en Jóhannes. H(ann boðaði hið fyrirheitna land af minni ?kafa. Form- byltingu Jóhannesar tileinkaði Guðmund- ur sér ekki nema að litlu leyti. Hann var trúr þeim kliði hefðbundinna hátta, sem hann hefur alist upp við. Guðmundur Böðvarsson var ættjarðar- og átthagaskáld. Hann áótti yrkisefni sín til þess umhverfis, sem hann þekkti best. En útþráin er sterk í Ijóðum hans. Fyrsta Ijóðabók hans, Kyssti mig sól (1936) hefst á orðunum: „Til þín Mekka, hjartans hungur/hugann leíðir brautir ríms.“ 1 Hin hvítu skip (1939) er í samnefndu ljóði sagt frá þeim, sem horfði „ungur inn í sóiarlagið/með allri sinni þrá“ og sá „bak við hafið hilla uppi strendur/hins horfna lands.“ Ljóðinu lýkur á orðunum: „Heill draumi þeim, sem engan enda tekur/og enga ráðning fær. —“ I sömu bók er hið eftirminnilega ljóð Rauði steinninn, um hinn rauða og hreina stein bernskunnar, ævintýrið, sem gekk skáldinu úr greipum. Mörg ljóð Guðmundar Böðvarssonar eru uppgjör. Skáldið hugleiðir æviverk sitt, framlag sitt til lífsins. Vfsurnar við hverfi- steininn árið 1936 er eitt þessara ljóða. Ljóðið fjallar um bóndann, sem hóf verk sitt vinnuglaður og grunlaus, en hefur þreytst á að stíga steininn. Með sérkenni- legum hætti tengist þetta Ijóð um starf bóndans ógnvænlegum atburðum úti í heimi, spænsku borgarastyrjöldinni og yfirvofandi heimsstyrjöld. Skáldinu finnst það vera meðsekt, þátttakandi hildarleiksins: Brýnsluguðir, vel er verk mitt unnið, vendilega þynnti ég eggjar blár.— Vatnið fossar. Hjól mitt hefur runnið hringi sína meir en þúsund ár. Grasið stendur þroskað. Blómleg byggðin brosir móti þér, ó, hel. Brýnsluguðir, bítur ekki sigðin bráðum nógu vel. — I Smiðjuljóði í Hinum hvítu skipum er bóndanum aftur lýst við störf sín. Sá boðskapur hljómar að smíða skuli sverð úr sigð og plógi, inni í töfrum eldsins sér bóndinn nauðsyn þess að smfða sverð en ekki ljá. Annað smiðjuljóð eftir Guðmund Böðvarsson nefnist Kvöld í smiðju og birt- ist f Kristallnum í hylnum (1952). I blóðinu svíður beiskja þeirra og harmur, „sem báru ei fram til sigurs draum sfns hjarta." Og efans draugur mælti, með illt og meinlegt glott: Þig ætti. þó að gruna, járnsmiðstetur, að allt það sem þú gjörðir var aldrei nógu gott og aðrir hefðu gjört það miklu betur. En huggun er til harmi gegn: Og rétt hann hafði að mæla, þó ill sé aðsókn hans að unnu verki er gengur sól til viðar. En víðhlítandi væri þá helzt ef hálfverk manns var handarverk í þágu lífs og friðar. 1 ættjarðar- og átthagaljóðum Guðmund- ar Böðvarssonar er rödd hans tærust. Ljóðrænn innileiki og samkennd með náttúrunni gera þessi ljóð hugleikin. Heiðaljóð í Kyssti mig sól er í hópi full- komnustu ljóða Guðmundar Böðvarsson- ar. I ljóðinu gerist ekki mikið. Skáldið ávarpar hestinn sinn brúna, biður hann stíga „hægt og létt/yfir þessa gleymdu/og grýttu troðninga". Ekki má vekja það, sem sefur, síst sorgarraddir sálarinnar. Hér er það kliður málsins og hin skýra og ein- falda mynd, sem ræður ríkjum líkt og í ljóði kínversks fornskálds. önnur ljóð með yrkisefnum úr náttúr- unni mætti nefna, til dæmis Lyngheiðin rauð og Hrjóstursins ást úr Álfum kvölds- ins (1941) og I vor úr Undir óttunnar himni (1944). I Minn guð og þinn (1960) eru ljóðin Kemur kvöld og Við vatnið, í senn minningaljóð og lofsöngvar til náttúrunnar. I Landsvísum (1963) vaknar skáldið við „heimsfriðinn sjálfan um sum- ar á heiði“. I þeirri bók er ljóðið Rúst, þar sem skáldinu tekst með listrænum hætti að áminna þjóð sína. I Rúst er sár tregi þess manns, sem orðið hefur vitni að eyði- leik íslenskra sveita: í minningu Guðmundar Böðvarssonar Það er vaxið yf ir horn og legg hið hvfta sinuskegg, það er hljótt við læk og tjörn og fallinn vegg, sem er engum lengur skjól, sem er engum lengur vörn, sem er engum lengur kær. Þetta er bærinn uppi í hlíðinni sem á sér engin börn og ekki er framar bær. Á bak við gráan sinuskúfinn sér í moldarund og svartan kolabrand úr löngu dauðri glóð. Þetta er landið undir sólinni sem á sér enga þjóð og ekki er framar land. Hvar er þjóðin, hvar er þjóðin sem á sér ekkert land og ekki er framar þjóð? Síðustu æviár sfn lifði Guðmundur Böðvarsson í skugga dauðans. Hann missti ekki kjarkinn, heldur fagnaði hverjum nýjum degi. Hann orti, þýddi Dante (Tólf kviður úr gleðileiknum guðdómlega, 1968) og gekk frá óbundnu máli eftir sig til prentunar (Atreifur og aðrir fuglar, 1971; Konan sem lá úti, 1972). Þær ljóða- bækur eftir Guðmund, sem ekki hafa ver- ið nefndar eru Saltkorn í mold 1 — II (1962—1965), Hríðarspor (1965) og Inn- an hringsins (1969). Ein stutt skáldsaga kom út eftir Guðmund: Dyr í vegginn (1958). I mfnum augum er Guðmundur Böðvarsson fyrst og fremst skáld íslenskr- ar sveitar. Það felur ekki í sér að svið hans sé þröngt. Skáldskapur hans sækir nær- ingu í jarðveg gamallar hefðar og er jafn- framt opinn fyrir stefnum og straumum samtfmans. Bestu ljóð hans eru lifandi dæmi um hve vel listræn kunnátta og einlægni hjartans geta farið saman. RENAULT verksmiðjurnar frönsku eru stærstu bíla- verksmiðjur Frakklands og með þeim stærstu í Evrópu. Ýmsar gerðir Renault bíla hafa verið á markaðinum í mörg ár, en ekki við mjög góðan orðstír fyrr en á síð- asta áratug. Alda aftur- byggðu smábílanna, sem skall yfir, eftir að vinsældir Minisins brezka komu í Ijós, hafði sín áhrif hjá Renault, og svar þeirra við bílum eins og Fiat 127 var nýr Renault, Renault 5. Þeir eru bæði til í L og TL gerðum. TL gerðin er nokkru kraftmeiri og er ein- ungis sú gerð flutt hingað til lands. Renault 5TL Renault 5 er með vélina að framan og framdrifinn. Vélin er fjögurra strokka vatns- kæld. Hún er 956 rúmsm. og 43 hestöfl (DIN). Há- markshraðinn er 135 km/klst. Renault 5 var í fyrstu með gírstöngina út úr miðju mælaborðinu eins og tíðkast á fleiri frönskum bíl- um, og þótti glrskiptingin mjög lipur. Nú er hins vegar komin gólfskipting, sem í sjálf u sér er framför, en það á kostnað lipurðar og eru gír- skiptingar nú fremur stirðar, svipað og í Fiat 127. Pedal- arnir eru litlir og illa fyrir komið. Ástig á alla pedala eru hinsvegar létt. Sætin eru þokkaleg, en stuðning við bakið vantar, ef langt er ekið. Fjaðrabúnaður er frekar linur og þrátt fyrir að það komi ekki illa niður á stöðugleika bílsins, er hann of linur fyrir minn smekk. Hita- og loftræstikerfið er gott og hitastrengir eru í afturrúðu. Frágangur bílsins að innan er þokkalegur. Hann vegur óhlaðinn 730 kg. Farangursrýmið, sem er sæmilega rúmgott, er fyrir aftan aftursætið og aðgangur að því um ..þriðju dyrnar", sem eru aftan á bílnum og opnast upp. Renault 5 eyðir litlu bens- Ini og er það sennilega sterkasta hlið hans. Meðal- eyðslan er 6—7 1/100 km. Bensíntankurinn tekur 41 lítra, þannig að hægt er að aka 600 km á tanknum. Aðgangur að vélinni er heldur þröngur, en skánartil muna þegar varadekkið, sem er undir vélarhlífinni er fjar- lægt. Renaultinn er með diska- bremsur að framan, en skálar að aftan. Bíllinn kemur hingað á radialdekkjum. Renault 5 er rúmgóður miðað við utanmál, en ekki miðað við verð. Renault 5TL kostar hér um kr. 485 þúsund. Renault 5 er allvinsæll I Bretlandi og er þar sérstakur kappakstursflokkur, sem ein- göngu ekur á slíkum bílum við miklar vinsældir. Umboðið hefur Kristinn Guðnason hf., Suðurlands- braut 20. br.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.