Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 Undir lokin virtust Þróttararn- ir vera að ná tökum á leiknum, en þá voru það Armenningarnir sem skoruðu. Gefin var löng sending fram vöilinn og Ingi lyfti knett- inum yfir úthlaupandi markvörð Þróttarliðsins. Kristinn Petersen átti góðan leik með Armenningum í fyrrakvöld. Þarna hefur hann haft betur f viðureígn við félaga sinn úr lögreglunni, Þórð Hilmarsson. Guðbjörn Jónsson þjálfari Þróttara lét svo ummælt að leikn- um loknum, að nú gætu hans menn einbeitt sér að keppninni f 2. deild, það hefði í rauninni ekki verið svo slæmt að tapa þessum leik. Beztu menn Armenninga í þessum leik voru Kristinn Peter- sen, sem barðist vel þó oft gripi hann til ólöglegra aðferða ef stöðva þurfti sóknarmenn Þrótt- ar. Þá var Jens drjúgur og lét Gunnar Ingvarsson, bezta mann Þróttarliðsins, ekki sjást f leikn- um. Að þessu sinni var það Guð- mundur Gfslason, sem reyndist sterkastur Þróttara. KR-Víking- ur í kvöld TVÖ af þeiin liöuni, sem eru í fallharátt- unni f 1. deild, mætast á Laugardalsvell- inum f kvöld. Eru það KH og Vfkingur og hefst leikur liðanna klukkan 20.00. Fyrri leik liðanna lauk með sigri KR- inga, en f Reykjavfkurmótinu gerðu liðin jafntefli. Ætti þvf að vera komið að Vfk- ingum að sigra og það er ýmislegt, sem bendir til þess, að Vfkingsliðið verði sterkara í kvöld. KR-ingar hafa átt við mikil meiðsli að strfða og eiga enn, þann- ig að ýmsir sterkustu leikmenn liðsins eru á sjúkralista. Vfkingsliðið hefur ekkí verið fullskipað að undanförnu, en þeir mæta væntanlega með sitt sterkasta f kvöld. Sigur f leiknum f kvöld tryggir háðum liðum lengri Iffdaga f I. deild, en aðeins út þetta sumar. Þannig að leikur- inn f kvöld er mjög mikilvægur og það ólfklegt, að eitthvað verði gefið eftir fyrr en dómarinn flautar til leiksloka. Haukarnir sögðu bless við FH-inga Það áltu fæstir von á, þvf, að Haukarnir næðu að sigra FH I lcik liðanna I fyrrakvöld. Og þó. Haukaliðið hefur af og til sýnt mjög góða leiki I sumar og það er löngu kunnugt að þeir tvfeflast séu andstæðingarnir lið FH. Haukaliðið vann þennan bikar- leik með 2 mörkum gegn engu og nú geta FH-ingarnir eins og Þróttur einbeitt sér að baráttunni f 2.deild. Leikur FH og Hauka í fyrra- kvöld fór fram í Kaplakrika og var á köflum mjög vel leikinn. 101 með á meistara- mótinu i frjálsum EITT hundrað og einn keppandi hefur tilkynnt þátttöku sína í meistara- móti í frjálsum íþróttum, sem fram fer á Laugardals- vellinum um næstu helgi. Flestir eru keppendurnir frá ÍR eða 21, 18 keppa fyrir Ármann, 17 Skarp- héðinsmenn taka þátt í mótinu og 16 frá UBK. Mótið hefst á Laugar- dalsvellinum klukkan 15 á sunnudaginn og verður þann dag keppt í 15 grein- um, á mánudaginn verður keppt í jafn mörgum grein- um, en þann dag hefst keppnin klukkan 20. Á þriðjudaginn verður svo keppt í 3000 metra hindr- unarhlaupi og fimmtar- þraut karla. Jafnhliða einstaklings- keppninni fer fram stiga- keppni á milli félaga. í fyrra urðu ÍR-ingar hlut- skarpastir og bendir margt til þess, að þeir verði það einnig að þessu sinni. Hraði, kraftur og samspil. Fyrri hálfleikurinn leið án þess að mark væri skorað, en strax í byrjun þess síðari skilaði Guðjón Sveinsson knettinum f net FH- inga. Er um 65 mínútur voru Iiðnar af leiktimanum bætti Loftur Eyjólfsson öðru marki Haukanna við, var það laglegt mark, sem innsiglaði sigur Haukaliðsins. Bæði lið áttu mörg tækifæri í leiknum, sem ekki nýttust. Loftur skalla í samskeyti FH-marksins og Helgi Ragnarsson komst einn inn fyrir vörn Hauka, en brást bogalistin. Styrkur Haukaliðsins í þessum leik lá f dugnaði miðju- leikmannanna, sem brutu FH- ingana niður. Allir leikmenn liðs- ins börðust og áttu sinn þátt í sigrinum. FH-ingarnir léku þennan leik ekki illa, en and- stæðingarnir voru bara sterkari. Janus Guðlaugsson lék ekki með FH-ingum að þessu sinni, en einnig voru forföll í Haukaliðinu. HSK með 2 mót um helgina tsraelska sundfólkið á æfingu f Laugardalslauginni f gær, en það mætir fslenzka landsliðinu um helgina. Frábær árangur Þórunnar Alfreðs- dóttur — setti gott Islandsmet og 4 unglingamet í Bandaríkjaferðinni Unglingamót HSK fer fram við Gunnarshólma í Austur-Land- eyjum á morgun og hefst klukkan 14.00. Mótið er fyrir drengi og stúlkur (f. 56 og 57) og sveina og meyjar (f. 58 og 59). Aldursflokkamót HSK fer svo fram á Selfossi á sunnudaginn og hefst klukkan 14.00. Keppt verður í þremur flokkum: 1. flokkur: Strákar og stelpur 64 og síðar 2. flokkur: Strákar og stelpur f. 62 og 63. 3. flokkur: Piltar og telpur, f. 60 og 61. ÞÓRUNN Alfreðsdóttir sundkona úr Ægi er nýkomin heim frá Bandarfkjunum. Þar dvaldi hún við sundæfingar undir leiðsögn Dons Gambrills Ólympfuþjálfara Bandarfkjanna á ólympfuleikun- um f Múnchen 1972 og Guðmund- ar Þ. Harðarsonar aðstoðarþjálf- ara hans. Þórunn tók þátt f stóru opnu móti ytra, en alls tókú 480 ungl- ingar þátt f þvf móti. Stóð hún sig með prýði og sigraði meðal annars f einni greininni á nýju glæsilegu lslandsmeti. Bætti hún eldra met sitt f 200 metra flug- sundi um hvorki meira né minna en rúmar 7 sekúndur. Synti hún á 2:33.7, gamla metið var 2:41.0. Auk þess sctti hún 3 unglingamet f ferðinni, synti 400 metra fjór- sund á 5:54.6., 400 metra skrið- sund á 5:03.1 og 100 metra skrið- sund á 1:12.5. Þórunn Alfreðsdóttir. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá þessari 13 ára stúlku. Hún er Án sinna beztu manna vann r Armann áhugalausa Þróttara ARMENNINGAR gerðu sér Iftið fyrir og slógu Þrótt út úr bikar- keppninni f fyrrakvöld. Leikur- inn fór fram á heimavelli Þróttar við Sæviðarsund og þó svo að hvorki Halldór Björnsson né Viggó Sigurðsson lékju með Ar- mannsliðinu vann liðið 2:1. Ekki verður sagt að leikurinn hafi ver- ið góður, f hann vantaði allt þetta ffna og Þróttarar höfðu greini- lega ekki mikinn áhuga á verk- efninu. Strax á fyrstu mfnútu leiksins skoraði Sigurður Leifsson fyrir Ármenninga, en Jóhann Hreið- arsson kvittaði litlu síðar með skalla eftir laglega fléttu Þróttar- anna. Eftir mörkin datt allur botn úr leik liðanna og það sem eftir lifði leiksins var lítið fjör í Ieikn- um. Ármenningar voru heldur að- gangshraðariog áttu meðal annars skot í slá og fleiri góð færi. Þrótt- ararnir áttu að vfsu sfn góðu upp- hlaup og einu sinni fór knöttur- inn í stöng eftir að hafa þvælzt nokkurn tíma inni í teig Ármenn- inga. þegar orðin okkar sterkasta sund- kona og æfi hún eins vel í fram- tfðinni sem hingað til á hún að geta náð Iangt á alþjóðamæli- kvarða. Til hamingju Þórunn og áfram á sömu braut. Þórunn verður ein þeirra, sem tekur þátt í landskeppninni við íra um helgina og í 8 landa keppn inni um aðra helgi. Lítið er vitað um styrkleika frska sundfólksins, en þegar þessi lönd háðu með sér landskeppni fyrir ári síðan, sigraði fslenzka liðið. Nú hafa orðið miklar breytingar í fsraelska landsliðinu og aðeins þrír þeirra, sem kepptu f fyrra, eru enn í landsliðinu. Talsverðar breytingar hafa einnig orðið á ís- lenzka liðinu. Stúlkurnar hafa ekki æft vel, að Þórunni undan- skilinni, eða þá að þær eru óreyndar f stórum mótum sem þessum. Þrír karlanna voru i liðinu í fyrra og hafa æft vel í sumar, Sigurður Ólafsson, Friðrik Guðmundsson og Axel Alfreðs- son. Auk þeirra eru svo í liðinu efnilegir sundmenn eins og Stein- grfmur Davfðsson, sem vann til tveggja verðlauna á Norðurlanda- mótinu á dögunum. Einnig eldri og reyndari menn eins og Hafþór Guðmundsson, sem þó ekki hefur æft mjög mikið. Þá tekur Guðmundur Gíslason þátt í fjór- sundinu f keppninni við Israel, en Guðmundur er þjálfari sund- landsliðsins. Hann er nú kominn vel yfir þrftugt og er 20 ára aldursmunur á honum og yngstu stúlkunni, sem tekur þátt í keppn inni. Landskeppnin við Ira hefst í Laugardalslauginni klukkan 16 á morgun og verður fram haldið á sama stað klukkan 15 á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.