Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 RÓMVERJARN- IR SIGURSÆLm LANDSKEPPNI skátaflokka, „Skátaflokkur 1100“, lauk á mið- vikudagskvöldið, er flokkarnir sex, sem kepptu til úrslita, elduðu kvöldverð samkvæmt matseðli og hráefnalista, sem þeir höfðu sjálf- ir útbúið deginum. áður. Reyndi þar verulega á útsjónarsemi skát- anna og úrræðasemi, því að flest- ir, ef ekki allir flokkarnir, munu hafa gleymt einu eða öðru mikil- vægu í hráefnaupptalningunni, bjuggust lfklega ekki við að þurfa að elda mat sjálfir eftir listanum. Þannig hafði t.d. einn flokkurinn gert tillögu um steiktan fisk en gleymdi síðan að geta um smjör- líkið! Keppnin var æsispennandi og hníf jöfn allan tímann og úrslit- in réðust ekki fyrr en ,,á síðustu kjötbitunum", eins og formaður framkvæmdanefndar keppn- innar, Ingólfur Armannsson frá Akureyri, orðaði það. Munaði í lokin ekki nema um 20 stigum af um 200 á fyrsta og síðasta flokkn- um. Flokkurinn, sem matreiddi kjötbitana ljúffengu og vann þar með sigur í keppninni, var Róm- verjar, úr skátafélaginu Stróki í Hveragerði. Flokkurinn var annar tveggja, sem kynntir voru í frásögn frá landsmótinu f Mbl. sl. miðvikudag, og kom þar fram, að félagarnir fimm í Rómverjum voru ekkert of bjartsýnir á að vinna sigur yfir keppinautunum. „Við vonuðum alltaf, að við mynd- um sigra,“ sagði flokksforinginn við blaðamann Mbl., er úrslitin voru ljós orðin, „en við bjuggumst ekki við því.“ Þeir Rómverjar kváðu lokakeppnina hafa verið nokkuð erfiða, ekki sízt eitt verk- efnið, turnbyggingu fyrir þrauta braut uppi í fjalli. Urðu þeir að bera allt efnið sjálfir upp í fjallið og tók verkefnið alls 8'A tíma. Kjötbitarnir, sem Rómverjarnir matreiddu af slíkri snilld, voru steiktar lærissneiðar, og þegar þeir voru spurðir hvernig þær hefðu bragðazt, var svarið eitt orð: „Ofsagóðar!" Rómverjar hlutu að verð- launum hver sinn anórak frá Skátabúðinni með merki keppn- innar, fótspori, og sitt parið hver af ilskóm úr leðri, einnig með merki keppninnar, frá Skinna- verksmiðjunni Iðunni, og síðan glæsilegt flokkstjald frá Segla- gerðinni Ægi og Skátabúðinni. Hinir flokkarnir fimm hlutu að verðlaunum pottasett og prímus frá Skátabúðinni. Bergur Jónsson, mótsstjóri, forsetinn, hr. Kristján Eldjárn, og skátahöfðingi, Páll Gfslason læknir, ganga inn á mótssvæðið. Fyrir aftan ganga forsetafrúin, frú Halldóra Eldjárn, og aðstoðarmótsstjórinn, Unnur Sch. Thorsteinsson. Akureyrarskátar sýna þátt um landnámsmenn á Vaðlaþingi. og færðu honum að gjöf áritaða landkynningarbók um Noreg. Næst var haldið að hátíðarsvæð- inu, þar sem hjálparsveitir skáta héldu sýningu á björgun slasaðs manns úr djúpri gjá, og í lokin gengu gestir um mótssvæðið og skoðuðu tjaldbúðir skátanna. Sænsku skátarnir færðu þá for- setanum að gjöf minjagrip úr gleri með skátalitljunni. Sfðast heimsóttu forsetahjónin búðir Landnema úr Reykjavík, en Berg- ur Jónsson, mótsstjóri, var ein- mitt einn af stofnendum Land- nema árið 1950. Veður var öllu lakara þennan dag en fyrri dagana, talsverður vindur og hálfkalt. Leit út fyrir rigningu, en hún beið þó — af tillitssemi — þar til að loknum varðeldinum um kvöldið, en þá lét hún líka svo sannarlega til sín finna. Hellirigndi mestalla aðfararnótt fimmtudags — en engin ástæða er til að vera að birta rigningarmyndir af lands- mótinu: Skátarnir eiga nóg af sól- skini í hjörtum sínum og það ræð- ur úrslitum. Heimsókn opinberra gesta Heimsóknin hófst með þvf, að mótsstjórinn, Bergur Jónsson, bauð gestina velkomna og flutti stutta ræðu um skátastarf fyrr og nú að Ulfljótsvatni. Síðan sungu skátar úr Ægisbúum í Reykjavík mótssönginn og skátar frá Akur- eyri fluttu leikþátt um þinghald fornmanna í Vaðlaþingi í Eyja- firði. Því næst dönsuðu færeyskir skátar færeyska dansa og að dansinum loknum færði Bergur mótsstjóri forsetanum að gjöf minnispening úr gulli með móts- merkinu til minja um þessa heim- sókn. Forsetinn þakkaði gjöfina með stuttri ræðu og sagði þar m.a., að það væri án efa eitt það bezta, sem hægt væri að gera fyrir ungmenni, að veita þeim tækifæri til að taka þátt f skátamóti sem þessu og kynnast þannig landinu sínu. Fór hann einnig lofsamleg- um orðum um landgræðslustarf skátanna að Ulfljótsvatni. Gestum var þessu næst boðið í stórt tjald, þar sem komið hefur verið fyrir minjasýningu um skátastarfið í landinu, og voru þar bornar fram veitingar. Við það tækifæri gengu fararstjórar norsku skátanna fyrir forsetann Forsetinn tekur við gjöf frá norsku skátunum. Forsetahjónin, dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóra, voru gestir skátanna á landsmótinu á Ulffljótsvatni á miðvikudaginn, ásamt ýmsum öðrum vinum og velunurum skátahreyfingarinnar, þar á meðal borgarstjóranum og borgarstjórnarmönnum Reykja- vfkur, gömlum skátaforingjum, sveitarstjórnarmönnum úr ná- grannabyggðum Ulfljótsvatns og ýmsum öðrum, sem lagt höfðu skátunum lið við undirbúning landsmótsins. Rómverjar frá Hveragerði, sigurvegarar f landskeppni skátaflokka, „Skátaflokkur 1100“, talið frá vinstri: Atli Isaksson, Sæmundur Páls- son, Karl Kristjánsson, flokksforingi, Jónas Þór Þórðarson og Karl Óskar Gunnlaugsson. Brást sólskinsseiðurinn? Á VARÐELDINUM á mið- vikudagskvöldið var, eins og áður, margt skemmti- legra dagskráratriða. Fjöldasöngur var í háveg- um hafður og þá gjarnan með tilheyrandi hreyfing- um, vaggi og veltu, klappi og stappi. Sænsku skátarn- ir virkjuðu þessa söng- og hreyfigleði með því að kenna óð til sólarinnar frá Indónesíu. Sagði farar- stjóri þeirra, að þeir syngju þennan söng hvern einasta dag, þegar þeir væru á skátamótum, og hann hefði aldrei brugðizt. Tóku viðstaddir kröftug- lega undir með Svíunum, með tilheyrandi fettum og brettum, en einhverjum hefur orðið fótaskortur á tungunni í framburði indónesíska textans, því að tveimur stundum síðar var komin hellirigning. Dag hvern skal þó að kveldi lofa og í gærkveldi var því fyrst unnt að kveða upp úr um það, hvort seiðurinn hefði brugðizt eða ekki. Meðal annarra atriða á dagskránni má nefna þjóð- lagasöng norskra og franskra skáta, þjóðdansa brezku skátanna og ís- lenzka leikþætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.