Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 Fa jl «//,.!a 'AIAJm BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Æ BÍLALEIGAN ^IEYSIR CAR RENTAL 24460 l' HVERJUM BÍL PIO NEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI Bílaleiga CAB BENTAL Sendum Cé* 41660 -42902 KjÆZDSnSBQSLA V/ JBBB MMMUUW ■Tilboft ■ AKIÐ NÝJA ■■ HRINGVEGINN Á SÉRST'O'KU ■ AFSLÁTTARVERÐI Shodr LEIGAH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. ■fn * m ii ■ Til solu Uppl. í síma 83447. ÞflR ER EITTHUflfl FVRIR flLLR 4i JWorgwnl)IíiÍJÍl> Nýtt gildismat vinstri manna í framkvæmd Óhætt er að segja, að þriggja ára valdaferill vinstri stjðrnar- innar hafi verið tfmi þverrandi siðgæðis f fslenzkum stjðrnmál- um. Öðru fremur hefur það ein- kennt vinstri stjðrnina, að ráð- herrarnir hafa skotið sér undan ábyrgð á verkum sfnum. Akvörðunin um hækkun vaxta er skýrt dæmi þar um. Enginn vafi leikur á þvf, að Seðlabank- inn getur ekki tekið slfkar ákvarðanir gegn vilja rfkis- stjórnar á hverjum tfma. Ráð- herrarnir láta sérlega fulltrúa sfna f bankastjörn og bankaráði ákveða hækkun vaxta, en lýsa þvf svo opinberlega fyrir al- menningi, að þetta sé gert f harðri andstöðu við þá. Þetta er enn eitt dæmið um siðleysi f pölitfskum vinnubrögðum vinstri aflanna. SkoIIaleikur af þessu tagi er raunar ekki nýr af nálinni. Þeg- ar fulltrúar stjðrnflokkanna f bankaráði Seðlabankans höfðu samþykkt nýbyggingu bankans við Arnarhðl, risu ráðherrarnir upp hver á fætur öðrum og sögðu þetta gert f andstöðu við rfkisstjörnina. Og sfðan var þvf bætt við, að ríkisstjórnin hefði ekkert vald yfir Seðlabankan- um. Broslegast af öllu var þð, þegar Ólafur Jðhannesson, pró- fessor f stjðrnlagafræði, lýsti yfir þvf á Alþingi, að það væri rétt lögskýring, að rfkisstjörnin hefði ekkert yfir Seðlabankan- um að segja! Þá hefur verið upplýst, að menntamálaráðherra hefur með valdboði kveðið svo á um, að enginn fái að stunda nám við Háskðla tslands, nema hann greiði framlag til málgagns vinstri manna. Með þessu mðti eru stúdentar skyldaðir til þess að leggja nærri eina milljón króna til eins af árððursblöðum vinstri aflanna. Lýðræðissinnaðir stúdentar hafa gert kröfu til þess, að blað þetta gæti ðhlutdrægni f frétta- skrifum, meðan allir stúdentar eru neyddir til þess að greiða þetta fjárframlag. Þjððviljinn hefur svarað þessari kröfu á þann veg, að hér sé um að ræða tilraun til þess að skerða mál- frelsi vinstri manna! Magnús Kjartansson hefur farið sem ráðherra á kostnað rfkisins á alþjððlegt þing og lýst þeim sökum á hendur einni helztu vinaþjðð tslend- inga, að hún hafi hlutazt til um innanrfkismálefni þjððarinnar. Forsætisráðherra stendur upp á Alþingi og segir þetta sak- laust, þar sem engum hafði dottið f hug, að maðurinn hafi talað sem ráðherra. Og Lúðvfk Jðsepsson er ber að marg- földum ósannindum á Alþingi, er hann reyndi að skjðta sér undan ábyrgð á þvf að hafa auðveldað austur-þýzkum ryk- suguskipum rányrkju á Is- landsmiðum. Ef til vill hafa vinnubrögð af þessu tagi verið einn þáttur f þvf að efna það fyrirheit f stjórnarsáttmálanum, þar sem vinstri flokkarnir lýsa þvf, að þeir vilji stuðla að nýju gildis- mati. Þjððin hefur hins vegar hafnað þessu gildismati hversu nýtt sem það kann að vera f augum vinstri aflanna f land- inu. Árni G. Eylands: Gvendarbrunnur á Hólum — Bágar fregnir um hann ALLT frá biskupsdögum Guðmundar Arasonar hins góða, 1203—1237, hafa verið margar minningar um hann á Hólum, sem aldrei hafa horfið sjón og huga þeirra, sem kunnugir eru á staðnum. Minningar mínar ná ekkí lengra en til aldamót- anna 1 900, eða rétt fyrir þau. Gvendarskál, nyrzt I Hólabyrðu, Gvenda rgeiri, grasgróinn brattur geiri frá hlíðarrótum byrðunnar og langleiðis upp I Gvendarskál, syðst I hana. Altari GuSmundar góða, stór klapparsteinn mitt I skálinni. Gvendarbrunnur, sem var upp- sprettulind I heimatúninu á Hólum, um 75 metra utan við gamla bæinn neðan við kirkjuna og um 100 metra norð-vestur frá dyrum kirkj- unnar. Frá uppsprettunni, sem vígð var sem helgur brunnur — heilagt vatnsból — rann uppsprettuvatnið sem lindarlækur um 35 metra leið og féll I bæjarlækinn. Eitt hið merki- legasta við vatnsbólin á Hólum var sú staðreynd um aldir, að gengið var yfir bæjarlækinn út að Gvendar- brunni eftir ágætu vigðu vatni. Breytingar urðu á notkun vatnsbóla þegar Nýi bær var byggður 1854 og skólahús 1892. Byggingarnar báðar upp frá, nokkuð fyrir ofan, austan og sunnan kirkju. Þá lengdist leiðin eftir vatni I Gvendarbrunn æði mikið, varð allt að 250 metrar. Nýr bæjarlækur leiddur sunnan við Nýja bæinn og skólahúsið sá nú fyrir vatni til neyzlu og annarra hluta. Sá lækur var leiddur heim ofan að, sunnan við Prestssætið. Eftir að byggðin jókst eins mikið og raun er á orðin, að öllu leyti fyrir ofan kirkju, hvarf þessi bæjarlækur alveg, lagður I rör og leiðslur. En eitt lagðist ekki niður á æsku- og unglingsárum mlnum eftir alda- mótin. Vatn var sótt út I Gvendar- brunn til þess að hressa sjúklinga á Hólum, og meira en það. Ég minnist aldraðs bónda I Viðinesi, sem lét sækja vatn I Gvendarbrunninn á Hólum, þegar veikindi komu upp á heimili hans. Heiðruð skal minning bóndansog þessar aðgerðir. Um Gvendarbrunninn var það að segja, að vatnið var ávallt tært og hreint og ágætlega fýsilegt að drekka það beint úr uppsprettunni og hennar litla hyl, sem straumurinn rann frá og gerði lindarlækinn jafn tæran og fýsilegan. Tveir litlir sil- ungar höfðust við I uppsprettuhyln- um öll þau ár, sem ég man til. Þeir voru miklir vinir okkar krakkanna, sem undum okkur vel á valllendis- bökkum við hinn helga brunn. Æsku leikvellir mlnir og leikbræðra minna voru að sumrinu auk þess uppi á Prestssæti, niður á Prentsmiðjuhól og á hólnum Hjallstólpa. Að vetrin- um voru aðalleikvellir Vagnabrekka og brekkan niður frá skólahúsinu gamla, frá 1 892. — 0 — En tlmarnir breytast og mennirnir með. Einhvern tlma á árunum 1928—1935, skólastjóra- árum Steingríms Steinþórssonar, var I það rokið sem jarðabótlj?) að eyðileggja Gvendarbrunninn. Uppsprettulindin — hin vlgða upp- spretta — og hinn tæri lindarlækur þaðan og um 35 metra leið I bæjar-' lækinn var allt fyllt með grjóti og mold, gert að grasþöktu lokræsi. Mér er ekki fullljóst, en dreg I efa að Steingrlmur hafi ákveðið þetta hryðjuverk. Tel llklegra, að það hafi verið einhver ráðsmennskugarpur með dökkleitan hugsunarhátt og að Steingrlmur hafi verið eitthvað fjar- staddur, er óheílla-undrið gerðist. Hvað um það, einhvern tlma fyrir nálægt 45 árum eða þar um bil ber að bergja af, er þeir heimsækja hinn helga stað. — 0 — Nú er nýbúið að gera stóra hluti á Hólum. Þar var efnt til mikillar þjóð- hátiðar sunnudaginn 23. júní, svo sem sagt var frá I Morgunblaðinu 25. júnl. Nær 5000 manns naut þar fegursta veðurs og mikilfenglegustu samkomuþátta — „og afhjúpaður var minnisvarði um Guðmund biskup góða Arason". — Um Gvendarbrunninn er sagt I þessu sambandi: „Gvendarbrunnurinn sögufrægi var hlaðinn upp og frá honum gengið á hinn bezta hátt fyrir hátlðina, svo að hann sómdi sér hið bezta I túninu." En hér er sannarlega fleira að athuga. Þó að léleg og úr sér gengin hleðsla um uppsprettuna hafi verið vel endurnýjuð með góðri hleðslu er Hér mé sjé Gvendarskél I Hólabyrðu og efsta hlutann af Gvendargeira. — Þroskamikill vlðir, sem sést á myndinni, er ættaður úr hrauninu (urðinni) neðan við Gvendarskálina. hverfur Gvendarbrunnurinn, hann er fjarlægður á fyrirlitlegan hátt. Árið 1935 tekur Kristján Karlsson við stjórn á Hólum Hann mun hafa saknað Gvendarbrunnsins. Og hann lætur senn grafa upp uppsprettu- lindina og hlaða þar grjóti um all- góða brunnholu. Nú gátu allir séð, hvar Gvendarbrunnur hafði verið og var. Þannig hefir þetta nú verið I eitthvað um 37 ár. Við lindarlækinn var ekkert gert, lokræsið illfræga ekki grafið upp og gert aftur að eðlilegum læk Enginn hefir öll þessi ár fengið sér góðan vatnsdrykk úr hinum helga brunni. Eðlilegar raunaástæður. í brunnholuna hafa veður og vindur borið ryk og visnar gróðurleifar af túninu, enginn lindarstraumur heldur Gvendar- brunninum hreinum, vatninu I hon- um sem fögrum drykk, sem öllum bágt að vita, að lokræsið er ekki fjarlægt og vatnsrenslið gert að sinum aldaforna lindarlæk. Enn er niðzt á Gvendarbrunni eins og verið hefir undanfarna áratugi. Þótt gestir við brunninn geri sér það ekki Ijóst, er gerð áframhaldandi óhæfa með þvl að binda strauminn frá upp- sprettunni I lokræsi. Skortur á skiln- ingi um þessa hluti stafar vlst oftast af þvf, að hlutaðeigendur hafa ekki lifað það að sjá Gvendarbrunninn 1 fullri blessun éður en „jarðabótin" illfræga var gerð þarna eitthvert árið frá 1928—1935. — Ég get ekki hugsað mér neitt gott við styttu Guðmundar góða, afhjúpun hennar I sumar, úr þvl að forgöngumenn hennar létu sig rétta og fulla endurnýjun hins heilaga Gvendarbrunns engu skipta Eiga má von á miður hreinu vatni I upp- Árni G. Eylands. sprettubrunninum. þótt vel sé um hann hlaðið, vanhugsaða óþrifalok- ræsið sér um það — 0 — Árið 1 950 kom skurðgrafa I fyrsta sinn að Hólum I Hjaltadal. Á árunum 1950—1965 voru grafnir 56,6 kllómetrar af vélgröfnum skurðum I Hólahreppi Hve mikið af þessu var grafið á Hólum veit ég ekki, en vafalaust ekkert smáræði. Alls var gröfturinn hin nefndu ár 246,699 rúmmetrar. Það er þvl ótrúlegur sannleikur, að Hólamenn skuli ekki enn hafa komið þvl I verk að grafa upp 35 metra lokræsið frá Gvendarbrunni, sem ég hefi marg- nefnt. Full ástæða til að minna á, að það er ekki nema lltið dagsverk fyrir 2-—3 menn með eina skurðgröfu (t.d Bröyt) og 1—2 traktora með kerruvögnum að grafa upp lok- ræsið, vart meira en 20 rúmmetra, og koma þannig Gvendarbrunns- lindarlæknum I sitt forna horf eins og var öld eftir öld, brunninum til blessunar og sjálfsagra helgigæða. — Þa8 hefir veriS og er skylda Hólamanna að laga þetta og það var skömm og óhæfa að reisa styttu Guðmundar góða á Hólum án þess að koma Grendarbrunni og lindar- læk I fyrra gæðalag. Rétt mun að nefna það, að auðvelt og þarft er að losa sig víð það, sem upp er grafið og að miklu leyti er minni háttar grjót, I breikkun heimreiðarinnar rétt fyrir utan bæjarlækinn. Það bætir aðstöðu til þess að leggja þar fáum bllum svo að vegfarendur geti numið þar staðar og gengið hinn stutta spöl upp með lindarlæknum upp að Gvendarbrunni til þess að sjá hann og bergja þar á vlgðu vatni. Hólamenn — heima á Hólum — grafið þessa 35 metra og látið hina lágu lækjarbakka gróa, þeir munu gera það fljótt og vel. Breytið hring- hleðslunni um Gvendarbrunn I skeifulagaða hleðslu, svo að rennsl- ið frá uppsprettunni verði hreint og eðlilegt. Það er slæmt og hryggilegt vantraust á Gvendarbrunni að láta þetta ógert. Á Seljumannamessu 1 974. Árni G. Eylands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.