Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 Grimmsœvin týri Steinarnir voru honum líka til tafar, því að þeir voru þungir og ekki komst hann hjá því að hugsa til þess, að gott hefði nú verið að þurfa ekki að burðast með þá. Hann dróst nú áfram með veikum burðum og kom að brunni, þar sem hann ætlaði að fá sér að drekka. Lagði hann steinana gætilega frá sér á brunnbarminn. Hann kaup niður og ætlaði að ná sér í vatn úr brunninum, en kom þá um leið óvart við steinanna, svo að þeir hrundu báðir ofan í brunninn. Þegar Hans sá þá sökkva spratt hann á fætur alls hugar feginn, þakkaði guði með tárvotum augum fyrir þá gæzku, sem hann hefði auðsýnt sér með því að losa sig við þessa þungu byrði, sem aðeins hefði verið sér til ama ogfarartálma- losaðsig við hana, án þess að hann gæti á nokkurn hátt ásakað sjálfan sig fyrir það, að steinarnir ultu ofan í brunninn. „Ég er hamingjusamastur og heppnastur allra manna,“ hrópaði hann og hljóp glaður og léttur í lund og laus við allar byrðar heim til móður sinnar. í hvaða taum á strákurinn að taka til þess að ná í hundinn sinn? — Til þess að finna út úr því verður þú að fara með blýanti eða lit eftir taumunum, en þeir eru merktir með tölustöfum, það er eina leiðin til þess að ná í hvutta. Dæmisögur Esóps TÓFAN OG HRAFNINN Hrafn hafði stolið vænni ostsneið úr glugga og flaug með hana í nefinu upp í hátt tré til þess að gæða sér á henni I makindum. Tófa sá til hans með hnossgæti þetta og hugsaði sér undir eins ráð til að ná því frá honum. „Æ, komdu nú sæll, krummi minn,“ sagði hún; „ó, hvað þeir eru fallegir vængirn- ir þínir og augun þin skínandi fögur, og hvað þú ert hálsfríður. Brjóstið á þér er eins og arnarbrjóst og klærnar óviðjafnanlegar. Mikið mein er það, að þú svo fríður og tígulegur fugl skulir vera raddlaus; að þú skulir hafa allt annað og að þér skuli vera varnað þessa eina.“ Hrafninn gekkst upp við hól þetta og hugsaði með sjálfum sér, að nú skyldi hann koma flatt upp á tófu með því að láta hana heyra, að hann væri ekki raddlaus.Sperrtihann upp nefið og krunk- aði hátt, en við það datt ostsneiðin niður, var tófa ekki sein á sér að hirða hana og sagði hún um leið og hún fór: „Ekki ertu raddlaus krummi minn, því að hátt geturðu krunkað — en þess bið ég þig að minnast, að ekki hældi ég þér fyrir vitsmunina, hvað sem ég kann að hafa sagt um fríðléikann.“ Þessa mynd á að lita. — Nú er óhætt að nota marga, marga liti. En á myndinni eru felumyndir, sex hundabein áttu að finna, áður en þú byrjar að lita. ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld eftir Jón Trausta. inn var í harðara lagi, markaður af einbeittum vilja og þrunginn af sterkum ástríðum. Samt gat þar einnig búið köld hæðni, beisk glettni eða blíðleg gamansemi. En sjálfs- traust og fullan myndugleika skorti þar aldrei. Ströng húsmóðir var hún og stýrði heimili sínu með harðri hendi. Illa fór fyrir þeim, sem risu á móti boðum hennar eða banni eða fóru í kringum hana og voru henni ótrúir. Þess hefndi hún svo, að menn rak minni til á eftir. En þeir, sem komu sér vel við hana, áttu hana jafnan að, og af þeim leit hún aldrei, ef í nauðir rak fyrir þeim. Og þeir voru fleiri en hinir. öll hjúin virtu hana og flest elskuðu hana einnig meira en svo, að þau vildu gera henni á móti. En hvort sem þau elskuðu hana eða ekki, höfðu þau beyg af hemii og hlýddu henni möglunarlaust. Þannig hafði húsmóðirin á Stóruborg verið allt til þess, er ,hér segir frá. En eftir að hún tók Hjalta að sér, var sem nokkuð skipti um. Það var sem hefði hún yngzt um tíu ár. Það var kominn yfir hana einhver blíðleiki, einhver ungfreyju-yndisþokki, langtum meir en áður hafði verið. Hún var glaðlegri og góð- legri í viðmóti við alla og ekki eins ströng við hjúin og hún hafði verið. Þau þekktu hana varla fyrir sömu manneskju. Þeim leið betur undjr stjóm hennar, og heimilisbragurinn varð hlýlegri. Það var sem gengi hún vakandi í sælum draum- um og brosti að hugsunum sínum. Og stundum var hún, búkonan mikla, með hugann langt í burtu frá heimilisstörf- unum. — Hjalti baðaði sig í sólskini þeirrar náðar og velþókn- unar, sem húsmóðirin hafði á honum. Hann blés í sundur að vexti og afli, því að nú var ekki við hann dreginn matur- inn. Hann gekk langtum betur búinn en nokkur annar á heimilinu, og hann lék sér allan daginn og kunni sér ekki læti af gleði yfir lífinu. Áður var hann orðinn hverjum manni fremri í því að stökkva á stöng. Nú eignaðist hann nýja stöng, miklu betri en hann hafði haft áður, og eftir því, sem hann varð þrótt- meiri og vöðvastæltari, gerði hann lengri og fegurri stökk, svo mikil og aðdáanleg, að enginn vissi slíks dæmi. En nú tók hann einnig að leggja stund á fleiri íþróttir. Hann stökk stangarlaust yfir hest á jafnsléttu, og hann hljóp yfir tvo hesta samsíða, ef mishæð var honum til stuðnings. Hann hóf tvævett tryppi á herðar sér og bar það á háhesti. Hann lagðist til sunds í hyljunum í ánum og æfði það svo, að hann varð allra manna hezt syndur. Og hann varð skjót- ur á fæti, svo að enginn hestur tók hann, og klettamaður með afbrigðum. Allt, sem hann langaði til, mátti haiín iðka, Hvernig stendur á þvf að skólastrætó er aldrei stolið? Ég hefði þorað að veðja heilli Viskf að ég sá kanfnu hlaupa hér rétt áðan. Þetta kalla ég að bitið sé á hjá manni. . . . og sfðast þegar ég horfði á fótboltann f sjónvarpinu þá fór ég alveg yfir um. Pabbi — biikksmiðurinn er kominn. Má ég biðja ykkur að gera mér greiða — að hætta að borða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.