Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.07.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JULl 1974 31 Yayha Khan laus úr stofu- fangelsi Karachi, Pakistan, 18. júlí, AP. FYRRUM forseta Pakistans, Yayha Khan, hefur verið sleppt úr stofu- fangelsi að því er fregnir frá Karachi herma. Ferða- frelsi hans verður þó tak- markað eitthvað um hríð við lögsagnarumdæmi borgarinnar Abbottabad í norðvesturhluta landsins, þar sem hann hefur verið í stofufangelsi frá því í desember 1971, þegar Zulfikar Ali Bhutto tók af honum völd. Sömuleiðis upplýsir innanrikisráðu- Boltinn vildi ekki í netið á ísafirði Það var satna hvað ts- firðingar reyndu f bikarleikn- um gegn Stefni f fyrrakvöld, boltinn vildi hreinlega ekki inn. Langtfmum saman var knötturinn á vallarhelmingi Súgfirðinga og oftast inni f vitateig þeirra. Skotin dundu á stöngunum eða smugu hárffnt framhjá þeim. Þegar svo ts- firðingarnir hittu markið var markvörður Stefnis vel á verði. 90 mfnúturnar liðu án þess að mark væri skorað. F’yrri hluti framlengingar- innar leið einnig án marka og það var ekki fyrr en um tfu mfnútur voru eftir af auka- tfmanum að örn Leósson skoraði fyrir heimamenn. Litlu sfðar bætti Gunnar Pétursson svo öðru marki við og tryggði þar með ísfirðing- um meira en verðskuldaðan sigur f leiknum. neytið, að nokkrir her- foringjar, sem tóku þátt í bardögunum í Bangladesh, hafi einnig verið látnir lausir og séu nú engir lengur í fangelsum vegna átakanna þar. Selfyssingar sterkari í seinni hálfleiknum Framan af leik ÍR og Sel- fyssinga á Melavellinum í bikarkeppninni í fyrra- kvöld mátti varla sjá, hvort liðið væri í 2. deild og hvort liÖ á Húsavík Hreinn Elliðason tryggði Völsungum sigur gegn Sigl- firðingum I leik liðanna á Húsavfk f fyrrakvöld. Hús- vfkingar höfðu töglin og hagldirnar f leiknum og hefðu eftir gangi hans átt að vinna með helmingi meiri mun. í þeirri þriðju. iR-ingarnir börðust vel og gáfu and- stæðingunum ekkert eftir. I síðari hálfleik kom mun- urinn á liðunum hins vegar í ljós og Selfyssingar náðu þá tökum á leiknum. Urslitin urðu 2:0 og skoraði Jakob Gunnarsson bæði mörkin, það fyrra í fyrri hálfleik og hitt f byrjun þess síðari. Það mark kom eftir aukaspyrnu Sigurðar Reynis og Jakob skallaði knöttinn í netið af stuttu færi. Selfyssingar áttu góð færi til að gera fleiri mörk, en voru klaufar að nýta ekki upplögð tækifæri. Sömu sögu má reyndar segja um ÍR-ingana, sem áttu nokkur gullin tækifæri. Breiðabliksmenn sendu Víði heim með níu mörk BREIÐABLIKSMENN höfðu mikla yfirburði f leiknum gegn Víði f fyrrakvöld. Fyrri hálfleik- urinn var algjör einstefna að marki Suðurnesjaliðsins, sem mátti sjö sinnum sækja knöttinn í netið. I seinni hálfleik datt leikur Blikanna nokkuð niður, eigi að sfður voru þeir áfram mun sterk- ari aðilinn og skoruðu tvö mörk. Ólafur Friðriksson var í bana- stuði f þessum leik og skoraði fimm sinnum. Hin fjögur mörkin gerðu Hinrik Þórhallsson, Heiðar Breiðfjörð, Guðmundur Þórðar- son og Einar Þórhallsson. Sá síðastnefndi var í sérflokki Breiðabliksmanna og átti heiður- inn af flestum sóknarlotum liðs- ins í fyrri hálfleiknum. Þá léku Blikarnir oft mjög skemmtilega saman, en tókst ekki að halda því út allan leikinn. Vítaspymukeppni á Fáskrúðsfirði EINS OG við var búizt var hart barizt í leik Leiknis og Þróttar á Fáskrúðsfirði, er liðin mættust í bikarkeppninni í fyrrakvöld. Eft- ir venjulegan leiktíma hafði báð- um liðum tekizt að skora eitt mark, f framlengingunni var ekkert skorað og var þvf gripið til vítaspyrnukeppninnar. Skoruðu Þróttarar úr öllum sínum spyrn- um, en Leiknir misnotaði eina þannig að úrslit leiksins urðu 6:5 fyrir Þrótt. Á Seyðisfirði vann Huginn lið Hattar með 5 mörkum gegn þrem- ur. Þá áttu Víkingar og UMSB að leika f Borgarnesi, en lið UMSB gaf leikinn. Undankeppni bikarkeppninnar lýkur 24. júlí nk. og koma þá 1. deildar liðin inn í keppnina. Fyrstu leikirnir í aðalkeppninni fara fram 31. júlí. — Sampson Framhald af bls. 1 sætum sfnum, en sfðan mundu fara fram nýjar kosningar að' ári. Blaðamenn fengu að taka myndir eins og þeim sýndist á fundinum, en hvarvetna f borg- inni hafa ljósmynda- og kvik- myndavélar verið bannlýstar. Hafa fréttamenn ekki fengið að mynda skemmdir þær á byggingum, sem urðu í bylting- unni, né forsetahöllina, sem að nokkru er f rúst. — Alþingi Framhald af bls. 32 jafnan, brýn verkefni, sem varða hag og heill þjóðarinnar. Slíkt liggur í hlutarins eðli og mun ég eigi fjölyrða um það. Hins vildi ég minnast, sem nýlunda er, að þetta þing er kvatt saman á miðju hátíðarári f lífi íslenzku þjóðar- innar, og fyrir því liggur innan skamms að halda fund á sjálfu Lögbergi á Þingvöllum við Öxará, þeim fornhelga stað, sem mestur svipur er yfir f sögu lands vors, þeim stað, sem marga beztu menn þjóðarinnar á fyrri öld dreymdi um að verða mætti aðsetur hins endurreista Alþingis Islendinga. Fyrir þetta eitt, þótt ekki væri annað, mun þetta þing eiga sér vísan sess í minningum þjóðar- innar á ókominni tíð. Og fyrir þetta mun það verða yður minnis- stætt, yður öllum, sem nú taka sæti f þingsölum í fyrsta sinn sem kjörnir fulltrúar þjóðarinnar. Þvf að þetta er nýkjörið þing, sem nú kemur saman. Bekkurinn er að þessu sinni setinn, eins og ætfð, alþingismönnum, sem hafa langa þingreynslu að baki og þjóðin hefur vottað traust sitt með endurkjöri, en einnig nýjum mönnum, sem nú hafa i fyrsta sinn verið kvaddir til þess vegs og vanda, sem þingmennskunni vissulega fylgir. Nú i þingbyrjun býð ég þessa nýliða sérstaklega velkomna til starfa. En hvort sem eru eldri eða yngri bið ég yður öll heil til þings komin og óska yður velfarnaðar í störfum yðar. Ég óska Alþingi Islendinga heilladrjúgra úrræða og athafna. öllum landsins lýð óska ég blessunar og bið þing- heim að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar." — Kýpur Framhald af bls. 1 engu skert. Var sagt, að ekkert yrði þó gert í þeim efnum meðan Makarios væri í New York. Fjöldahandtökur á Kýpur Frá Kýpur berast þær fregnir, að þjóðvarðliðió vinni að því ötul- lega að treysta sig í sessi. Þegar hafa um þúsund manns verið handtekin, þar á meðal margir ráðgjafar og stuðningsmenn Mak- ariosar og kunnir forystumenn vinstri stjórnmálahreyfinga. Utvarpið í Nikosiu birti um það tilkynningar öðru hverju f dag, að gerðar yrðu strangar ráðstafanir til að koma á reglu. Otgöngubanni yrði aflétt átta klukkustundir á dag, en hver, sem gerðist sekur um að ræna eignum erlendra manna eða bryti útgöngubannið, yrði skotinn á staðnum. Einnig var blátt bann lagt við þvf að bera skotvopn. Dagblöð fengu leyfi til að koma út aftur í dag, en komið hefur verið á strangri ritskoðun á alls konar fréttaefni innlendra sem erlendra blaðamanna. Fiugvöllurinn í Nikosiu var opnaður f morgun og hefur verið straumur ferðamanna þaðan i dag. Er búizt við frekari fréttum með þeim af því, sem gerðist. Grfskur kaupsýslumaður -sagði við komuna til Beirut í dag, að hann réði öllum frá því að fara til Kýpur. „Mestuglæpamenn heims ins ganga þar lausir," sagði hann, „drepandi og kúgandi sak- laust fólk.“ Hann taldi, að a.m.k. fimm hundruð manns hefðu verið drepin í átökunum á mánudag og síðan. Að sögn AP virtust ferðamenn- irnir, sem komu til Beirut í dag, vera sammála um, að flestum hefði létt við að heýra að Makar- ios væri lifandi, bæði griskum og tyrkneskum Kýpurbúum. „Eng- inn virðist hrifinn af nýja forset- anum og menn vonast eftir Mak- ariosi heim,“ sagði bandarísk stúlka. — Heilaþvottur Framhald af bls. 15 um tölu fanga í landinu frá þvf herlögin voru sett á. Af hálfu kaþólsku kirkjunnar og mótmælenda hefur verið haldið uppi gagnrýni á fram- kvæmd þessara laga. I október 1973 var sett á laggirnar nefnd kirkjuleiðtoga og herforingja eftir að allmargir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar höfðu verið handteknir að störfum og sakaðir um stuðning við vinstri öflin í landinu. 1= Opið í kvöld til kl. 10 og til hádegis á morgun, laugardag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.