Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1974 3 « * V eðrið er alveg — en samt hafa engin met verið slegin i i i ÞAÐ eru engar ýkjur að segja að íslendingar hafi bú ið við góðviðri það sem af er sumri. Hítinn hefur reyndar verið rétt í meðallagi, en mikið sólskin samfara hæg- um vindum og lítilli úrkomu eru orsakir þessa blíðuveð- urs, sem við öll höfum dá- oamað. Og ekki ber á öðru en íslendingar kunni að notfæra sér góða veðrið, hvarvetna hefur mátt sjá fólk sleikja sólskinið, í leik og starfi. Og fróður maður hefur sagt, að íslendingar hafi aldrei fyrr verið jafn dökkir á hörund og nú. Mbl. hafði I gær samband við veð- urfræðingana Pál Bergþórsson og Markús Á Einarsson og spjallaði við þá um veðrið. I samtalinu við Pál kom fram, að veður hefur verið hið ákjósanlegasta frá miðjum febrúar- mánuði. Þá lauk löngum kuldakafla, og vetur var mildur fram til vors. Vorið var einnig milt og áfallalaust, nema hvað næturfrost gerði á Norð- urlandi og kartöflugrös féllu. Páll vildi engu spá um veðurhorfur seinnipart sumars, en hann benti á gleðilega þróun, sem orðið hefur á veðurfarinu undanfarin ár. Upp úr 1965 komu nokkur ár, þar sem með- alhitinn var undir meðallagi, og veðurfræðingar voru farnir að óttast, að veður myndi fara kólnandi. 2—3 siðustu árin hefur svo þessi þróun snúizt við, það hefur aftur hlýnað í veðri og norður á Svalbarða hefur verið milt veður. Þetta gefur örlitla vísbendingu um, að ekki þurfi að óttast svo mjög kulda og hafvinda. Hjá Markúsi fékk blaðið ýmsar merkar upplýsingar um veðrið. Júni- mánuður var ekkert sérstakur, hiti var nálægt meðallagi, bæði í Reykjavík og á Akureyri, úrkoma var yfir meðallagi og sólskin 20% minna en i meðalári. Það sem helzt gerir júni merkan eru tveir mjög heitir dagar, 22. og 23. júni, en seinni daginn fór hitinn t.d. i 29,4 stig á Akureyri, sem er methiti þar. Upplýsingar um júlímánuð eru að- eins tiltækar frá Reykjavik. Þar virð- ist hitinn ætla að vera nálægt meðal- lagi, sem eru 11,2 stig, úrkoman ætlar að verða 65% af meðaltalsúr- komunni og sólskin mun meira en venjulega. I fyrradag voru sólskins stundir orðnar 241, en eru 178 i meðalári. Júli hefur þvi verið bjartur og margir þurrir dagar komið, sem fólk hefur kunnað að notfæra sér. Má sem dæmi nefna. að i Reykjavik hefur aðeins rignt einn millimetra siðustu 10 dagana. Svona miklu sól- skini hefur oft fylgt norðanátt og kuldi t.d. i júlí 1970 þegar sólskins- stundir voru 286. En i sumar hefur hægviðri fylgt sólinni og veðrið þvi verið eins og fólk hefur helzt kosið sér, dag eftir dag. Það er við hæfi að birta sólskins- myndir þessa dagana. Þær eru ár- angur af rölti Ijósmyndara Mbl. um borgina undanfarna daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.