Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULl 1974 5 Islenzku fulltrúarnir, sem sátu 3. hafréttarráðstefnu S.Þ. júli- mánuð (frá vinstri): Þór Vil- hjálmsson, Finnbogi Rútur Valdemarsson, Hans G. Andersen, Már Elfasson og Gils Guðmundsson. Þegar 3. hafréttarráð- stefna S.Þ. var sett 21. júní voru tveir af fulltrú- unum í íslenzku sendi- nefndinni komnir til Cara- cas, þeir Hans G. Andersen ambassador, formaður nefndarinnar, og Már Elís- son fiskimálastjóri. Hingað var einnig kominn ritari nefndarinnar, Gunnar Andersen viðskiptafræð- ingur. Síðar hefur smá- fjölgað og mestan hluta júlí hafa verið hér auk þeirra, sem taldir voru, Gils Guðmundsson og Finnbogi Rútur Valdemars- son svo og undirritaður. Um mánaðamótin verður sú breyting, að Jón L. Arn- alds ráðuneytisstjóri kem- ur í stað Más Elíssonar, er heldur heim, og einnig kemur Jón Jónsson fiski- fræðingur forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunar- innar. Þá eru væntanlegir þingmennirnir Benedikt Gröndal og Þórarinn Þórarinsson. Á hinum opinbera lista yfir þátt- takendur er þess getið, að utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra muni væntanlega taka þátt í hluta ráðstefnunnar, en stjórnmálastörf heima á Fróni hafa til þessa meinað þeim utanför. Eiginkonur tveggja nefndarmanna eru hingað komnar og von er fleiri. I starfsliði S.Þ. á hafréttarráð- stefnunni er einn Islendingur, Guðmundur Eiríksson verkfræð- ingur og lögfræðingur. Guðmund- ur, sem er aðeins 26 ára gamall, er fæddur í Kanada, sonur Guðrúnar Guðmundsdóttur og síra Eiríks Brynjólfssonar. Hann stundaði menntaskólanám sitt að hluta f Reykjavík en lauk siðar verk- fræðiprófi í New Jersey og hefur starfað nokkuð sem verkfræðing- ur á tslandi. Hann var við laga- nám í London og lauk þar prófi 1973, en stundaði framhaldsnám í þjóðarétti í New York sl. vetur en réðst í þjónustu S.Þ. fyrir nokkr- um vikum. Hann er hér einn af starfsmönnum 2. nefndar. Með honum er kona hans, Þórey Ólafs- dóttir úr Reykjavík, ársgömul dóttir þeirra og systir frúarinnar, Elín Soffía Olafsdóttir mennta- skólanemi. Utvarpshlustendum á Islandi er vel um það kunnugt, að hér í Caracas hefur verið rúman mán- uð Vilhelm G. Kristinsson blaða- maður. Heldur hann nú heim, en annarra fréttamanna mun vera von síðar á sumrinu. Ekki hefur sendinefndarmönn- um tekizt að finna nema einn Islending í Caracas. Er það ung kona úr Grindavík, Guðríður B. Guðfinnsdóttir. Hún hefur verið búsett hér í borg í 2 ár og er gift verzlunarmanni af ungverskum ættum, Carlos Enripue de Hofle. Þau hjón og raunar fjölskylda þeirra og vinir hafa ekki sparað fyrirhöfn til að greiða fyrir þeim Islendingahópi, sem hér er nú, raunar borið hann á höndum sér. — Samband hefur einnig verið haft við aðra unga frú hér I borg, sem er af íslenzkum ættum. Hún er fædd í Bandaríkjunum og bú- sett hér ásamt fjölskyldu sinni, meðan maður hennar er hér við störf. Bera þau ættarnafnið Greig, en konan er dótturdóttir Þórðar Einarssonar skrifstofu- manns, sem margir eldri Reykvík- ingar kannast við. Þór Vilhjálmarsson: íslendingar í Caracas þér búiö beturmeð IGNIS IGNIS Frystikishi Hæó cm Breidd cm Dypt cm Frystiafkost 145 lilr 85.2 60 60 15.4 kg./ 24 klst 190 litr 85.2 83 60 20.9 Kq./ 24 klst ',’B5 lilr 91,2 98 64 5 3 7 kg / 24 klst 385 litr 91:2 124 64.5 37 kq i 24 klst 470 litr 90 148 74 43 kq / 24 klst 570 litr 90 174,5 74 51 5 kq / 24 klst RAFTORG HF * RAFIOJAN HF v/AUSTURVOU. • RVÍK • SlMt 26660 VESTURGÖTU11 • RVlK ■ SlMI-19294 Ættingjum, vinum, félags- samtökum og stofnunum, í borg og byggð, þakka ég af alhug, fagrar gjafir, þar á meðal dósam- legar blómasendingar, innilegar heillaóskir, hlýleg orð og vinsamlegar kveðjur, á áttatiu ára afmæli mínu, 20. júli s.l. Allt þetta hefir glatt mig meira en ég kann frá að skýra eða fái full- þakkað. Reykjavik, 30. júlí 1 974, Stefán Jóh. Stefánsson. Rýmlngarsala f dag hefsl rýmingarsala, á gluggatlaldaefnum. STÓRKOSTLEGT TILBOÐ Verð irð kr. 1 oo.oo per. meter GLUG6AVAL H.F. Grensásvegl 12 Beztu þakkir til allra vina og vinnufélaga hjá ísal, er minntust mín á 70 ára afmælinu 28.7. Pétur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.