Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLI 1974 21 Bikarmeistarar Vfk- ings í 1. flokki: Aftari röð frá vinstri: Pétur Bjarnason þjálfari, Páll Ólafsson, Hörður Jóhannesson, Jón (Jlfljótsson, Magnús Bárðarson, Hjörtur Hjartarson, Rúnar Hauksson, Theódór Magnússon, Bergþór Jónasson, Halldór Jakobsson, Vilhelm Andersen formaður Knattspyrnudeildar Víkings. Fremri röð: Ágúst Jónsson, Harald- ur Haraldsson, Sigurjón Jónsson, Ögmundur Kristinsson, Eiður Björnsson fyrirliði, Eggert Guðmundsson og Stefán Halldórsson. Á myndina vantar Vigni Eyþórsson. 1A bikarmeistari 2. flokks AKURNESINGAR báru sigurorð af liði Breiðabliks frá Kópavogi f úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks, sem fram fór á Melavellinum á f immt udagsk völd ið. Leikurinn var jafn og þokka- lega leikinn af báðum aðilum og tvísýnt um úrslit allt þar til að nokkrar mínútur voru eftir af leiknum, en þá tókst Akurnesing- um að skora tvö mörk, og urðu það lokatölur leiksins. Breiðablik hafði frekar frum- kvæðið I fyrri hálfleik, án þess þó að skapa sér verulega hættuleg tækifæri. Siðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri, og það var ekki fyrr en langt var liðið á leik- inn, að Jón Áskelsson skoraði fyrra mark Akurnesinga, en þá rétt áður áttu Blikarnir hörku- skot í þverslá. Pálmi Ævarsson bætti siðar öðru marki við fyrir Akurnesinga skömmu fyrir lok leiksins. Að loknum leiknum afhenti Helgi Daníelsson form. Móta- nefndar KSl Akurnesingum bik- ar þann, sem keppt var um, en þetta er í fjórða sinn, sem Akurnesingar vinna þetta mót, sem fyrst var háð árið 1964. Að þessu sinni tóku 9 lið þátt í keppninni og voru þau öll utan Reykjavíkur og hefur svo verið frá þvi þessi keppni hófst. Heldur virðist lítill áhugi hjá mörgum félögunum, sem þátt taka i mótinu, því að margir leikir voru gefnif, Þannig var það t.d., að Isfirðingar gáfu ieik sinn við IBK í 1. umferð, en i 2. umferð Bikarmeistarar 2. flokks 1974 — ÍA. Fremri röð: Sigurður Sverrisson, Haraldur Bjarnason, Daníel Gunn- arsson, Sævar Guðjónsson, Sigurður Halldórsson, fyr- irliði og Páll Jónsson. Aftari röð: Svavar Sigurðs- son þjálfari, Jón Óskar Asmundsson, Guðjón Kristjánsson, Jón Áskels- son, Pálmi Þór Ævarsson, Kristján Baldursson, Haukur Sigurðssön og Gunnar Sigurðsson. Mynd: Hdan. sigraði IBK—ÍBV 2:0, en Stjarn- an gaf leik sinn við FH og sömu sögu er að segja um Selfoss gegn Breiðabliki, en IA vann Hauka 5:0. I undanúrslitum gaf FH leik sinn gegn Akurnesingum, en Breiðablik vann IBK 3:1. Víkingur fór með sigur af hólmi í bikarkeppni 1. flokks, en úrslita- leikurinn fór fram á Melavellin- um s.l. miðvikudagskvöld. Þar mættust lið Víkings og Akurnesinga og unnu Víkingur öruggan sigur f þeirri viðureign með 3:1. Sigur þeirra var fyllilega verðskuldaður, því að þeir voru sterkari aðilinn allan tímann og áttu mörg ágæt tækifæri til að skora fleiri mörk. Það var Agúst Jónsson, sem skoraði fyrsta mark leiksins á 30. mín. með föstu skoti af 20—30 metra færi og tveim mfn. síðar bætti Bergþór Jónasson öðru við. Rétt fyrir lok hálfleiksins skoraði Eyjólfur Harðarson mark fyrir Akurnesinga, þannig að staðan var 2:1 fyrir Víking í hálf- leik. A 64. mín. innsiglaði svo Theodór Magnússon sigur Vík- ings er hann skoraði mark. Að leik loknum afhenti Helgi Daníelsson, form. Mótanefndar KSl Víkingum sigurlaunin, sem er bikar gefinn af KSl árið 1970, en það ár hófst þessi keppni og er þetta í fyrsta skipti, sem Víkingur vinnur þetta mót. Alls voru það 10 lið, sem tóku þátt í keppninni í ár, 8 lið utan af landi og tvö frá Reykjavík. Keppnin er útsláttarkeppni og urðu úrslit einstakra leikja þessi: IBI—Stjarnan 1:2, Grótta — IA 0:4, ÍA — Stjarnan 11:0, IBV — UBK 1:0, IBA — Þróttur 3:2, IBK — Víkineur 0:2. I undanúrslitum sigraði IA — ÍBV 1:0 og Víkingur — ÍBA 5:0. Unglinga- landsleikur NÆSTKOMANDI föstu- dagskvöld, leika íslendingar unglingalandsleik í knatt- spyrnu og mæta þá Fær- eyingum. Leikurinn fer fram á Akranesi. Islenzka liðið mun að mestu skipað sömu piltum og Iéku í unglingalandsliðinu í UEFA-bikarkeppninni í Sví- þjóð í vor og stóðu sig þar mjög vel. Þetta er í annað sinn sem tslendingar og Færeyingar leika unglingalandsleik í knattspyrnu. Keppt var í Fær- eyjum í fyrra og sigraði þá íslenzka liðið, en það færeyska þótti koma nokkuð á óvart með getu sinni og frammistöðu. Taka þátt í Olympítileikiiniim KNATTSPYRNUSAMBAND Is- lands hefur nú tilkynnt þátttöku Islands f knattspyrnukeppni Olympfuleikanna f Montreal 1976, en undankeppni mun Edström í tennis RALF Edström, bezti maður sænska landsliðsins í HM, tók nýlega þátt f tenniskeppni sem fram fór f Bástad f Svfþjóð, og sýndi þar, að hann kann tölu- vert fyrir sér f þeirri fþrótt, ekki sfður en f knattspyrn- unni. væntanlega fara fram sumarið 1975. Ekki er vitað með vissu, hvernig undankeppninni verður háttað, en sennilega verður hún með töluvert öðru sniði en sfðast, en þá voru aðeins tvö lið f hverj- um riðli. Er ekki ósennilegt, að nú verði 4 lið f riðli og allir leiki þar við alla, heima og heiman. Mundi þetta fyrirkomulag skapa fslenzka landsliðinu mikil verk- efni sumarið 1975. Island tók þátt f knattspyrnu- keppni sfðustu Olympfuleika og mætti þá Frakklandi f fyrstu umferð. Var sú barátta mjög jöfn og tvfsýn, en Frakkar höfðu þó betur og komust’f næstu umferð, en töpuðu þá fyrir Sovétmönnum, sem hlutu bronsverðlaun á leikunum. KSÍ flytur — ÞAÐ lfður senn að þvf að KSl muni flytja bækistöðvar sfnar f hið nýja hús f Laugardalnum, sagði Ellert B. Schram, formaður KSl á blaðamannafundi sem mótanefnd KSl boðaði til f sfðustu viku f tilefni dráttar f 16 liða úrslit bikarkeppninnar. Ellert sagði, að KSl ætti 1/3, eignaraðild að nýbyggingunni í Laugardalnum, og væri hún nú að verða tilbúin. Myndi öll starfsað- staða KSI batna mjög mikið við tilkomu þessa húsnæðis, en hingað til hefur KSl haft yfir að ráða einu litlu herbergi í Iþrótta- miðstöðinni. Hefur þar t.d. tæp- lega verið rými fyrir allt verð- launagripasafnið og gjafasafnið sem KSÍ hefur eignast gegnum árin, en þar eru margir mjög fal- legir gripir. Nýbyggingin í Laugardalnum hefur gengið mjög vel, og er þessa dagana verið að vinna að innrétt- ingum. Mun aðstaða fleiri aðila innan íþróttahreyfingarinnar en KSÍ batna stórlega við tilkomu þessa húsnæðis. Cesar til Frakklands EINN af leikmönnum Brasilíu í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu, Paulo Cesar Lima hefur nú undirritað atvinnusamning við franska 1. deildar liðið „Olympic Marseille". VIKINGUR BIKARMEKTARIL FL0KKS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.