Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLl 1974 17 íslendingar í 11. sæti á EM unglinga í golfi Eddy Merckx EIN erfiðasta fþróttakeppni, sem fram fer, er hjólreiðar- keppnin „Tour de France“, en I henni verða keppendur að hjóla 4.099 kílómetra, f 22 áföngum. Áfangarnir eru mis- munandi langir og erfiðir — sfðasti áfanginn þykir létt- astur, hann er 140 kflómetrar, og er þá að mestu hjólað á götum Parfsarborgar, en keppninni lýkur við Sigur- bogann. „Tour de France 1974“ er nú nýlega lokið með sigri Belgfu- mannsins Eddy Merckx, og var þetta f fimmta skiptið, sem hann bar sigur úr býtum f þessari erfiðu þraut. Aðeins einn hjólreiðarmaður hefur leikið þetta áður, Frakkinn Jacques Anquetils. Hins vegar setti Merckx annað met f keppninni nú. Með fjórum áfangasigrum sfnum, hefur hann unníð samtals 28 áfanga- sigra, en áður hafði Frakkinn Andre Ledus átt það met með 25 sigrum. Eddy Merckx hefur f áraraðir verið ókrýndur kon- ungur hjólreiðarmannanna og að margra áliti er þessi 29 ára Belgfumaður bezti fþrótta- maður heims. Hann hefur og tvfvegis hlotið þann titil f kosningu fþróttafréttamanna og eftir glæsilega sigurgöngu sfna f sumar er ekki ólfklegt, að Merckx verði ofarlega á blaði f þeirri kosningu, sem fram fer um næstu áramót. Segja má, að Eddy Merckx hafi æft hjólreiðar frá blautu barnsbeini. Þegar hann var 10 ára eignaðist hann sitt fyrsta kappreiðarhjól, og á þvf æfði hann sig frá morgni til kvölds. Hann ætlaði sér að verða frægur fþróttamaður, og það fyrr en sfðar. Atti Merckx f miklu strfði við foreldra sfna, sem vildu miklu fremur, að drengurinn sæti yfir skóla- bókum sfnum en hann væri að þeytast á hjóli út um allar trissur. Merckx var aðeins 12 ára, þegar hann tók þátt f fyrsta hjólreiðarmótinu, og hafði hann þá algjöra yfirburði yfir keppinauta sfna. Þetta varð til þess að ýta enn undir áhuga hans og metnað, og þegar um tvftugt hafði hann náð þvf marki að verða einn bezti hjól- reiðarmaður heims. Þar með gerðist hann einnig atvinnu- maður f fþróttagreininni og er nú einn af tekjuhæstu fþrótta- mönnum heims. 1 fyrra hugðist Merckx hætta keppni, er hann var dæmdur fyrir að nota örfandi lyf, en þann dóm taldi hann mjög ósanngjarnan. Að athuguðu máli ákvað hann þó að verða með a.m.k. eitt ár f viðbót og hann hefur engan bilbug látið á sér finna f mótum sumarsins, sem hann hefur unnið eitt af öðru. t „Tour de France" var Merckx röskum 7 mfnútum á undan helzta keppinaut sfnum, en það þótti nokkuð skyggja á, að sigurvegarinn frá f fyrra: Luis Ocanas frá Spáni keppti ekki að þessu sinni. tSLENZKA unglingalandsliðið f golfi tók þátt f Evrópumeistara- móti unglinga, sem fram fór f Finnlandi um sfðustu helgi. Skip- uðu þeir Atli Arason, Björgvin Þorsteinsson, Jóhann Ó. Guðmundsson, Loftur Ólafsson, Ragnar Ólafsson og Sigurður Thorarensen landsliðið. Undankeppnin fór fram á fimmtudag og var þá leikinn 18 JÓN Hjaltalfn Magnússon hand- knattleiksmaður úr Vfkingi hefur undanfarin ár dvalið f Lundi f Svfþjóð. Þar hefur hann lagt stund á nám f rafmagnsverkfræði og lauk prófi f fyrravor. Starfar Jón hjá rafmagnsdeild Kockums- fyrirtækisins. Reiknar Jón ekki með þvf að koma heim til tslands fyrr en haustið 1975 og verða þvf fslenzkir handknattleiksáhuga- menn að bfða enn um sinn eftir að fá að sjá þennan skemmtilega og skotfasta leikmann. UNDANFARNA viku dvöldu hér á landi tveir bandarfskir körfu- knattleiksþjálfarar á vegum Körf uknattleikssambandssins. Þeir voru Wilbur Ranken frá Albright College, og Marv Harsman, sem er aðalþjálfari liðs University of Washington. Til- gangur ferðarinnar hingað var að halda námskeið fyrir köfuknatt- leiksþjálfara, g stóð það nám- skeið yfir miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag. Þessir þjálfarar eru tvímæla- laust þeir beztu, sem hafa komið hingað til lands, og hafa þó margir mjög þekktir körfuknatt- leiksþjálfarar komið, M. Harsman er þekktari, hann er þjálfari liðs University of Washington, en það lið var s.l. keppnistimabil eitt af fjórum beztu háskólaliðum í Bandarfkjunum. Harsman tók við liðinu fyrir þrem árum, en þá var liðið ekki mjög hátt skrifað. En þessi frábæri frábæri þjálfari gjörbreytti öllum leik liðsins með þeim árangri, sem að framan greinir. Ranken er einnig mjög þekktur þjálfari og hefur náð góðum árangri með lið sitt. hola höggleikur og þátttökuþjóð- unum skipað I riðla í samræmi við þann samanlagða árangur, sem í honum náðist. tslenzku piltarnir stóðu sig þokkalega í undan- keppninni og léku á samtals 412 höggum. Beztum árangri náði Jóhann Ó. Guðmundsson, sem lék á 79 höggum, Ragnar Ólafsson lék á 82 höggum, Björgvin Þorsteins- son lék á 82 höggum, Sigurður Jón leikur með félaginu Lugi og er burðarásinn f liðinu. Liði hans gekk ekki sérlega vel f 1. deildinni f Svfþjóð sfðastliðinn vetur og mátti þakka fyrir að falla ekki niður f 2. deild. Jón átti mestan heiðurinn af þvf að svo fór ekki. Lugi varð hins vegar útimeistari f Svfþjðð fyrir nokkru og er Jón þvf sænskur meistari f útihandknattleik. t úrslitunum vann Lugi liðið Frölunda með 21 marki gegn 19. Að námskeiðinu loknu ræddum við lítillega við Harsman og báðum hann fyrst að segja álit sitt á ísl. körfuknattleik. Hann kvaðst ekki þekkja körfuboltann hér mjög vel, en kvaðst geta fullyrt það, að hann hefði séð hér mörg góð efni. — Ég vil sérstaklega minnast á hávaxnasta leikmann ykkar, Pétur Guðmundsson (2,08 m), sem er aðeins 16 ára. Hann er geysilegt efni, og ég get t.d. sagt, að aðalmiðherji minn hjá Was- hington University var ekki nærri eins góður og Pétur er nú, þegar hann var á sama aldri. Ég hef einnig séð marga fleiri mjög efnilega leikmenn, s.s. Símon Ólafsson, Guðstein Ingimarsson, Torfa Magnússon og marga fleiri og svo eigið þið marga góða leikmenn, sem eru eldri. Meðgóðri og markvissri þjálfun eigið þið bjarta framtíð fyrir ykkur, nægur er efniviðurinn. Við spurðum hann um árangur Washington University á s.l. keppnistfmabili. — Við náum að vísu ekki því takmarki að sigra U.C.L.A. þótt litlu munaði, en við unnum t.d. báða leikina gegn Oragon, en Thorarensen lék á 84 höggum, Atli Arason á 85 höggum og Loft- ur Ólafsson á 86 höggum. Urðu Islendingar í 11. sæti í undan- keppninni af þeim 13 þjóðum, sem þarna kepptu: Austurríkis- menn og Belgar urðu á eftir og kepptu lslendingar því í riðli með þeim. Var fyrst leikið við Austur- ríki og sigruðu þeir 4:3 eftir mjög jafna og tvísýna keppni. Léku Is- lendingarnir sfðan við Belgíu- menn og mátti ætla fyrirfram, að þar yrði barizt um neðsta sætið f mótinu. Islendingarnir stóðu sig mjög vel í þessari keppni, unnu 6:1 og fengu því fleiri vinninga i riðlinum en bæði Belgíumenn og Austurrfkismenn, þannig að þeir héldu 11. sætinu. Brann í forystu BRANN frá Bergen hefur forystu f norsku 1. deildar keppninni f knattspyrnu. Er liðið með 17 stig að loknum 12 umferðum. 1 öðru sæti er Molde með 16 stig, Viking er með 15 stig, Start og Skeid með 14, Strömgodset og Alerengen með 13 stig, Mjöndalen og Rosenborg hafa 11 stig, Hamarkam, og Sarpsborg eru með 8 stig og Raufoss hefur hlot- ið 2 stig. þeim tókst aftur á móti að sigra U.C.L.A. Við höfnuðum í 3—4 sæti, og ég var nokkuð ánægður með það. — Þess má geta hér, að Harsman var kjörinn 3. bezti þjálfarinn að keppnistímabilinu loknu, og það segir meir en allt annað um ágæti hans. Einar Bollason form. K.K.I. var einn þeirra, sem sóttu nám- skeiðið, og við spjölluðum við hann að þvf loknu. - Ég er geysilega ánægður með að hafa fengið þessa frábæru þjálfara hingað. 3 dagar eru að vfsu ekki langur tími, en þeir skipulögðu námskeiðið sérstak- lega vel og komu víða við. Þátt- takan var góð, og var hlutur utan- bæjarfélaganna þar mikill, t.d. komu bæði þjálfarar frá Aust- fjörðum og ísafirði auk annarra. Það var líka ánægjulegt að heyra ummæli Harsmans um ungu leik- mennina, sérstaklega Pétur Guð- mundsson, sem er framtiðarmið- herjinn okkar. Ég vona bara, að þeir, sem námskeiðið sóttu, hafi haft af því mikið gagn og miðli þeirri reynslu, sem þeir fengu þar, félögum sfnum. Magnús V. Pétursson ÞAÐ er sennilega óþarfi að kynna Magnús V. Pétursson fyrir fslenzkum handknatt- leiks- og knattspyrnufólki. I 23 ár hefur Magnús klæðzt dómarabúningnum, og enn lætur hann engan bilbug á sér finna. Hann er millirfkja- dómari I báðum þessum fþróttagreinum og hefur getið sér góðan orðstfr f leikjum þeim, sem hann hefur dæmt erlendis, og sannað að fs- lenzkir dómarar standa er- lendum starfsbræðrum sfnum ekki að baki, nema sfður sé, þrátt fyrir að ýmsir vilji halda öðru fram. Magnús var einn af stofn- endum Knattspyrnufélagsins Þróttar fyrir 25 árum og gerðist þá dómari fyrir félagið, en þá var skylda að félögin tilkynntu dómara með hverjum flokki, sem þau sendu til þátttöku i mótum. Aður hafði Magnús verið Framari og keppt bæði f hand- knattleik og knattspyrnu. — Það er mjög ólfkt að dæma handknattleik og knatt- spyrnu, sagði Magnús f viðtali við Morgunblaðið. Það eru miklu meiri iæti og átök I handknattleiknum, en eigi að sfður er örugglega erfiðara að vera góður knattspyrnudómari en handknattleiksdómari. Tveggja dómarakerfið f hand- knattleiknum hefur bæði kosti og galla — gallinn er helztur sá, að það þarf mikla þjálfun til þess að menn túlki nákvæmlega eins það, sem dæmt er á, en slfkt er mjög mikið atriði. Spurningunni um hvaða kosti góður dómari þyrfti að vera gæddur svaraði Magnús: Hann þarf að kunna reglurnar út I hörgul, hann þarf að vera algjörlega hlutlaus, hann þarf að hafa gott úthald og hann þarf að geta haft betri stjórn á sér en leikmennirnir, sem eru á vellinum. Auk þessa álft ég það svo nokkurs virði, að dómari sé jafnan snyrtilega klæddur. Hverjar eru erfiðustu ákvarðanir, sem dómari tekur f leikjum: — Sennilega að dæma vftaspyrnur, eða vfsa leik- manni af velli, svaraði Magnús, — slfkt er ailtaf mjög umdeilt og undir smásjánni af þeim, sem með leikjunum fylgjast. Allir fslenzkir dómarar eru áhugamenn, og Magnús segir, að þeir verði meira að segja að borga með sér. Hann telur það lfklegt til að bæta dómgæzlu, að dómarar fengju laun fyrir störf sfn, en slfkt er nú mjög ofarlega á baugi. Spurningu um, hvað héldi f menn að halda áfram að dæma, svaraði Magnús: — Ætli það sé ekki að hluta sama tilfinningin, sem við erum haldnir, og fþrótta- fólkið sjálft. Metnaður að standa sig vei, og auk þess má ekki Ifta fram hjá þvf, að við fáum tækifæri, þó alltof fá séu, til þess að fara utan og spreyta okkur þar. Jón Hjaltalín er sænskur meistari í útihandknattleik Bandarfski þjálfarinn leiðbeinir á námskeiðinu. Við hlið hans eru kapparnir Gunnar Gunnarsson og Kolbeinn Pálsson. „Nægur efniviður”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.