Morgunblaðið - 31.07.1974, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.07.1974, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULÍ 1974 Góöur árangur hjá Þorbirni ÞORBJÖRN Kjærbo náði mjög gððum árangri I meistaramðti Golfklúbbs Suðurnesja, sem fram fór um síðustu helgi. Þorbjörn fór 72 holurnar á 291 höggi og er það lægsta meistaramótsskorið, sem náðist hjá golfklúbbnum. Þessi árangur Þorbjarnar var einnig vallarmet á golfvellinum í Leiru I 72 holu keppni. Þá er einnig athyglisverður árangur piltanna Jóhanns og Skarphéðins f unglingaflokknum; þeir eru báðir á innan við 300 höggum, en léku að vfsu af kvennateigum. Urslit í einstökum flokkuin urðu sem hér segir: Meistaraflokkur: Þorbjörn Kjærbo 291 Hallur Þórn undsson 313 Þórhallur Hólmgeirsson 314 Jóhann Benediktsson 314 Luton kaupir Alston ENSKA liðið Luton Town, sem f vetur vann sig upp f 1. deild, hefur nú fest kaup á Adrian Alston, sem var stjarna liðs Astralfu f heimsmeistara- keppninni f Þýzkalandi á dög- unum. Varð Luton að greiða liði Alsons f Astralfu, Safeway United f Sydney, 30 þúsund dollara fyrir Ieikmanninn. Alston þótti bera af f liði Astralfu f heimsmeistara- keppninni og var mikill slagur milli atvinnuliðanna um hann. Fékk hann góð boð frá liði f Vestur-Berlfn og belgfska lið- inu Anderlecht, en svo fór að lokum, að Luton bauð bezt og hreppti þennan skemmtilega knattspyrnumann. 1. flokkur: Jón Þorsteinsson 325 David Dveany 327 Helgi Hólm 332 2. flokkur: Sigurður Jónsson 363 Jóhann Hjartarson 365 3. flokkur: Guðjón Stefánsson 385 Bjarni Guðmundsson 392 Unglingaflokkur: Jóhann Ö. Jósepsson 291 Skarphéðinn Skarphéðinsson 296 Drengir (36 holur) Sigurður Sigurðsson 195 Valgeir Rúnar Þórmundsson 203 Clough tekur við meisturunum ENSKA félagið Leeds hefur nú ráðið hinn kunna Brian Clough til að taka við liði félagsins f stað Don Revies, sem fyrir skömmu tók við enska landslið- inu. Clough náði mjög góðum árangri með Derby og gerði liðið meðal annars að enskum meisturum árið 1972. Clough er mjög umdeildur sem þjálfari og hefur verið óspar á að láta hafa eftir sér stór orð um ensku knattspyrn- una og einstaka leikmenn. Eftir að hann lenti f útistöðum við forráðamenn Derby sfðast- liðinn vetur, var hann látinn vfkja frá félaginu og tók við 3ja deildarfélaginu Brighton, en frá samningum sfnum við það félag hefur hann nú verið leyst- ur. Sigurkoss í Wimbledon ARLEGA mætast flestir beztu tennisleikarar heims I hinni svo- nefndu Wimbeldon keppní sem fram fer f Englandi, og má segja, að þarna sé um óopinbera heims- meistarakeppni að ræða. Keppni þessi dregur að sér mikla athygli, enda er tennisfþróttin mjög vin- sæl vfða, þótt lftið sé hún þekkt hérlendis. Má t.d. geta þess að sjónvarpstöðvar f Evrópu sýndu almennt meira frá Wimbeldon keppninni en frá heimsmeistara- keppninni I knattspyrnu, og var það þó ekki neitt smáræði sem þaðan var sent. Að þessu sinni þótti keppnin óvenjulega skemmtileg og tvfsýn. Urslitaleikurinn í kvennaflokki fór fram 5. júlí og mættust þar Chris Evert frá Bandarikjunum og Olga Morozova frá Sovétríkj- unum. Sýndi bandarfska stúlkan glæsilega yfirburði I úrslitaleikn- um og sigraði: 6:0 og 6:4. Daginn eftir fr fram úrslitaleik- urinn I karlaflokki og mættust þar Jimmy Connors, 21 árs Bandaríkjamaður sem komið hafði mjög á óvart með því að sigra hvern andstæðinginn af öðr- um í undankeppninni og komast í úrslit, og Astralíumaðurinn Ken Rosewall, sem verið hefur I fremstu röð tennisleikara í ára- raðir, enda orðinn 39 ára. I úrslitaleiknum kom glögglega fram að æska og kraftur Connors mátti sín meira en tækni og reynsla Rosewall. Sigraði Banda- SVO KANN að fara, að ekkert Evrópuland taki þátt f loka- keppni heimsmeistarakeppn- innar f knattspyrnu f Argentfnu rfkjamaðurinn örugglega í viður- eigninni: 6:1, 6:1 og 6:4. Meðfylgjandi AP-myncf var tek in eftir verðlaunaafhendinguna. Chris Evert rekur Jimmy Connors rembingskoss. Við það er ekkert að athuga — þessir frá- bæru tennisleikarar eru nefni- lega trúlofuð og ætla sér að ganga f hjónaband innan tiðar. Þess má svo geta að auk hinna veglegu verðlaunagripa, er þau halda á, fengu þau álitlega peningaupp- hæð I verðlaun. 1978. Fylgir það f kjölfar þess, að sir Stanley Rous frá Englandi var felldur frá formennsku f FIFA á sfðasta ársþingi sambandsins og Brasilfumaðurinn Joao Have- lange kjörinn f hans stað. VERÐA EVROPU- RÍKEV EKKI MEÐ? Hörkuriðill í Evrópubikarkeppninni: Holland, Pólland, Italía og Finnland NOKKRIR mánuðir eru nú sfðan að dregið var um það hvaða lið mætast f undankeppni Evrópu- bikarkeppninnar f knattspyrnu. Lftið hefur hingað til verið fjall- að um þessa fyrirhuguðu keppni, enda hafa knattspyrnumenn og knattspyrnuáhugafólk haft nóg um að hugsa f sumar — heims- meistarakeppnina. En eftir að þeirri keppni lauk, kemur það f Ijós að riðlarnir f Evrópubikar- keppninni koma til með að verða mjög mismunandi sterkir. Varla er vafamál að baráttan verður mest f þeim riðli sem Italfa, Hol- land og PóIIand skipa, en tvö sfð- arnefndu iöndin hlutu verðlaun f heimsmeistarakeppninni, og Italía var þar fyrirfram talin Ifk- legur verðlaunahafi. Leikir í riðli þessum verða sennilega hver öðrum tvísýnni. Italir munu leggja mikla áherzlu á góða frammistöðu í Evrópu- bikarkeppninni, eftir skellinn sem þeir fengu í Stuttgart, Pól- verjarnir munu berjast fyrir því að sýna að það var engin tilviljun að þeir hlutu verðlaun í heims- meistarakeppninni og Hol- lendingar munu ekki ætla sér neitt minna en sigur í keppninni, a.m.k. væri það ekki gaman til afspurnar fyrir silfurliðið frá HM að komast ekki áfram í úrslita- keppnina. Fjórða landið í þessum riðli er Finnland, og eiga Finn- arnir þar ekki skemmtilegt hlut- skipti. Ekki er ólfklegt að úrslitin ráðist á markamismun, og því muni hinir stóru leggja mikla áherzlu á að krækja sér í sem flest mörk á móti Finnlandi. Fyrsti leikurinn í þessum riðli mun fara fram 20. nóvember 1974 og mætast þá Holland og Italía, Pólland og Holland leika 10. september 1975 og síðan mun hver leikurinn reka annan. Island tekur nú þátt I Evrópu- bikarkeppni þessari og er í riðli með A-Þýzkalandi, einu af undan- úrslitaliðunum frá HM, Belgíu og Frakklandi. Heimsmeistarar Vestur-Þýzkalands leika f riðli með Búlgaríu, Grikklandi og Möltu. England, Tékkóslóvakfa, Portúgal og Kýpur leika saman f riðli, og má segja að þessi keppni muni verða fyrsta stórverkefnið sem Don Revie fær með enska landsliðið. Síðan leika Skotar, Danir, Spánn og Rúmenfa saman í riðli, og fer fyrsti leikurinn í þeim riðli fram í september n.k., er Danir mæta Spánverjum á Idrætsparken f Kaupmannahöfn. Nýlega birtist í blaðinu „Sport- world“, sem er opinbert málgagn brezku Olympíunefndarinnar, tal við sir Stanley, þar sem hann heldur því fram, að verði hlutur Evrópuríkja í lokakeppninni skertur, muni þau kljúfa FIFA og ekki taka þátt í heimsmeistara- keppninni. Sem kunnugt er, hefur Havelang lagt á það áherzlu að fjölga liðunum, sem leika í úrslitakeppninni í a.m.k. 20 og vill hann, að þau lönd sem bætast við, komi frá Afrfku og Asíu. Sem kunnugt er, urðu Evrópu- ríki í þremur fyrstu sætunum í sfðustu heimsmeistarakeppni, og voru það aðeins lið frá Suður- Ameriku, sem náðu að ógna þeim. Fari svo, að Evrópuríkin kjósi það að keppa ekki í heimsmeistara- keppninni, er ljóst, að tæplega getur orðið af keppni þessari. Er greinilega að koma fram um þess- ar mundir það, sem margir ótt- uðust: að kjör Havelange ylli klofningi f FIFA. FRI- skokkið AÆTLAÐ hafði verið, að hinu vinsæla FRl-skokki lyki I lok þessa mánaðar. Nú munu hins vegar uppi áform hjá ýmsum héraðssamböndum að framlengja skokkið fram I ágúst. Þátttaka hefur verið góð vfðast hvar, en hvergi þó betri en I Vík f Mýrdal. Þar hefur fjórði hver fbúi skokkað, eða 78 af 320 fbúum staðarins. W __ Ottar meistari GR ÓTTAR Yngvason varð meist- ari Golfklúbbs Reykjavíkur I ár, en meistaramót klúbbsins fór fram um fyrri helgi. Lék Óttar á 315 höggum, en með sama höggafjöida var Einar Guðnason og urðu þeir féigar þvf að leika bráðabana til úr- slita og sigraði þá Óttar á þriðju holu. Þriðji I keppninni varð Ragnar Ólafsson, sem lék á 325 höggum. I meistaraflokki kvenna þurfti einnig bráðabana til þess að fá úrslit. Þær Ágústa Guð- mundsdóttir og Elísabet Möller voru jafnar með 378 högg eftir keppnina, en í bráðabananum bar Agústa sigur úr býtum. Þriðja varð Laufey Karlsdóttir. Sigurvegari í 1. flokki karla varð Geir Svansson, sem lék á 331 höggi. Sigurður Hafsteins- son varð annar með 343 högg og Jón Þór Ólafsson þriðji með 347 högg. I 1. flokki kvenna varð Svana Tryggvadóttir sigurvegari, lék á 418 höggum. Hanna Gabríels varð önnur með 427 högg og Guðríður Guðmundsdóttir þriðja með 430 högg. Unglingameistari GR varð Hannes Eyvindsson, sem lék á 336 höggum. Óli Laxdal varð annar með 367 högg og Stefán Sæmundsson þriðji með 370 högg. I drengjaflokki sigraði Eirfkur Þór Jónsson, lék á 330 höggum. Kristinn Ólafsson varð annar með 352 högg og Einar Hafsteinsson þriðji með 360 högg. Sigurvegari í 2. flokki karla varð Kristján Astráðsson, lék á 335 höggum. Guðmundur S. Guðmundsson formaður GR varð annar með 351 högg og Lárus Arnórsson þriðji með 364 högg. I 3. flokki karla bar svo Guðni Guðnason sigur úr býtum, lék á 382 höggum. Ingólfur Helgason varð annar með 388 högg og þeir Geir Þórðarson og Guðjón Einarsson léku á 416 höggum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.