Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULÍ 1974 Skuggi hungurvofunnar — Mesta ógnunm, sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag, er hættan á hungurdauða, sem verður alvarlegri með hverju árinu sem líður í eftirfar- andi grein skýrir Keith Richardson frá rannsóknum sfnum á vandamálinu, hversu umfangsmikið og aðkallandi það er, hvað gert er til að leysa vand- ann og þeim atriðum. sem skipta sköp- um f stærstu prófraun í alþjóðasam- vinnu, sem mannkynið hefur ennþá staðið frammi fyrir. Verðið á korni er að hækka aftur Fyrir hundruð milljóna manna, sem búa við yfirvofandi hungursneyð, gætu engar fréttir verið jafn geigvænlegar Þriðja árið í röð hafa tvfsýnar áætlanir um matvælabirgðir heimsins brugðist Hungursneyðin, sem árið 1972 vofði yfir og lagðist síðastliðið ár á milljónir Afríkubúa, sem enn lifa • skugga henn- ar, ætlar að dynja yfir aftur. Þegar brezkar húsmæður eru að kvarta yfir verði á matvælum, og bændur að barma sér yfir þurrkum og brjálseminni á nautakjötsmarkaðnum, þá eru þessar kvartanir Iftilvægar and- spænis þeim voða sem við blasir Mat- vælaskorturinn er langt um alvarlegri en orkuskorturinn, þegar tekið er tillit til þeirrar örbirgðar og þjáninga, sem hann getur haft í för með sér Hann hefur minnkað matvælabirgðirnar í heiminum svo mikið, að nú eigum við engar sameiginlegar birgðir til þess að vega á móti öðrum uppskerubresti Það bezta, sem flestir sérfræðingar geta spáð, er að vandinn geti aðeins vaxið. og að líklega muni næsta hungursneyð drepa milljónir í staðinn fyrir ..aðeins" hundruð þúsunda, sem nýlega hafa látizt á mörkum Sahara- eyðimerkurinnar Til þess að koma í veg fyrir þetta þarf stórvægilegar breyt- mgar, ekki aðeins í landbúnaðartækni, heldur breytingar á öllum lífsskilyrðum hinna óteljandi, frumstæðu smábænda heimsins; breytingar í hinum flóknu söluháttum og dreifingarkerfum; breyt mgar á efnahagslffi og hinum stóru fjárfúlgum. sem flæða milli ríkra landa og fátækra; og breytmgar í alþjóðlegn valdastefnu. sem gæti endanlega ákveðið hver á að hafa forgangsrétt næst þegar uppskerubrestur verður. hinar feitu húsmæður í Munchen og Miami eða hin hræðilega vannærðu börn í Bolivfu og Bangladesh Hve mörg ár mun það taka að koma þessu um kring? Samt hefur áætlað vetrarverð á korni í Chicagomarkaði hækkað í síðasta mánuði úr $ 130 fyrir hvert tonn í $170 Það eru nærri 4,000 milljón manns í heiminum í dag, og að minnsta kosti einn af hverjum tíu þeirra fær ekki einu sinni þær 1 900 hitaeiningar á dag, sem nauðsynlegar eru til að halda líkamanum starfandi Aðrar tegundir fæðuskorts valda skemmdum á allan mögulegan hátt, allt frá þeim 1 00 000 börnum í Austurlöndum fjær, sem ár- lega missa sjónina vegna skorts á A- vítamíni að þeim samfélögum í Suður- Ameríku, þar sem helmingur barnanna þjáist af alvarlegum blóðskorti Þetta vandamál hefur verið til síðan á þriðja áratug þessara aldar Hvers vegna er svo alvarlegt núna? Hvers vegna hefur svo mikil svartsýni komið í stað bjart- sýninnar, sem rfkti á sjötta tug aldar- innar, þegar svo mikið var rætt um „Grænu byltinguna", sem átti að leysa vandann í eitt skipti fyrir öll? Ótryggt ástand Það var árið 1972, sem bjartsýnin varð að engu. þegar slæmt veðurfar eyðilagði uppskeru um allan heim, og matvælaframleiðsla heimsins mmnkaði í fyrsta skipti síðan á stríðsárunum En þessi snöggu umskipti sýndu aðems fram á hve ótryggt ástandið var orðið, þegar eitt slæmt ár gat valdið svo miklu tjóm Ástæðan fyrir bjartsýnmni var sú, að síðan á styrjaldarárunum hafði mat- vælafrarnleiðslan aukizt að meðaltali meira en fjöldi fólksins, sem þurfti að fæða Það var hægt að líta á það sem stórkostlegt afrek, að jafnt í þróuðum sem vanþróuðum löndum jókst mat- vælaframleiðsla um 3.1% á árunum milli 1950 og 1960 og um 2.7% á árunum frá 1 960 til 70 Gallinn var sá að þetta meðaltal hafði enga þýðingu í hinum ríku, þróuðu löndum, þar sem íbúatala vex hægt, var matvælafram- leiðslan komin langt fram úr þörfum landsmanna, og öll áherzla var lögð á að minnka framleiðsluna og auka tekj- ur bænda Fátæku þróunarlöndin gátu aftur á móti ekki staðið undir auknum fólksfjölda Á árunum frá 1961—71 minnkaði matvælaframleiðsla í sex þessara landa (mest í Jórdaníu og Kongó) og önnur 36 gátu ekki aukið hana í sama mæli og ibúatalan jókst. Alls konar hlutum var um að kenna Allstaðar nema í Afríku hafði meira land verið tekið til ræktunar, en upp- skera á hverja ekru jókst lítið Áætlanir um vatnsveitukerfi höfðu ekki náð fram að ganga. eins og búizt var við, og brögð voru að þvi, að of lítið vatn væri notað Tæknileg vandamál komu upp i sambandi við hin frægu, nýju hrís- grjón En það, sem mestu máli skipti, var að öll skipulagning til sveita var ófullnægjandi. umbótaáætlanir á ræktunarlandi stóðust ekk'i; smábænd- um ekki veitt menntun og ráðleggingar og efnahags- og sameiginlegar markaðsaðgerðir voru ófullnægjandi Þriðjungur íbúa jarðar notar meira en helming kornf ramleiðslunnar Það er auðveldast að rekja breyting- una, með því að einbeita sér að hveiti, brisgrjónum og öllu öðru korni, sem er meginuppistaðan i fæðu flestra Eftir hina stóru uppskeru 1971 hafði korn- framleiðsla heimsins komizt í 1.2ÖC milljón tonn, sem var nóg tif þess a? allir gætu fengið 750 pund á ári, sem er nægilegur skammtur En aftur er það ósamræmi i útreikn- ingum, sem eyðileggur heildarmynd- ina Ef þú hefðir búið i vanþróuðu landi, þá hefðir þú þurft að láta þér nægja aðeins 420 pund á ári á sama tima og einhver i riku landi var að troða í sig allt upp í heilu tonni. en aðeins 150 pundum i formi korns, hinu í breyttu formi, svo sem kjöti, mjólk og eggjum Afleiðingin af þessu er sú. að dýrin i riku löndunum éta meira af korni en allir Ibúar Kina og Indlands til samans, og i heild notar fólk i hátekjulöndum, sem er aðeins þriðjungur ibúatölu jarðar, meira en helming af því korni, sem framleitt er Þetta er svo sem I góðu lagi þegar uppskeran er góð, en þegar hún bregzt, þá er einmitt þetta undirstaða hörmunganna Það eru óhjákvæmilsga nautgripabændur Yssíurianda, en ekki börnin I Austurlöndum, sem geta greitt hátt verð fyrir kornið þegar það hækkar af völdum skorts á framboði á markaðnum Mitt i þessu ótrygga ástandi minnk- aðí framleiðsla sáðkorns árið 1 972 um 30 millj tonn, en 25 millj. tonna aukning var nauðsynleg til að anna eftirspurn. En til allrar hamíngju var til nóg af kornbirgðum, svo heildar út- flutningur á korni jókst úr 108 millj tonnum i 130 millj tonn. En hinir illræmdu rússnesku leynikaupsamn- ingar námu fjórðungi þessarar verzlun- ar, og heimurinn stóð uppi með ínnan við mánaðarbirgðir af korni, i stað þeirra þriggja mánaða birgða, sem fylltu vöruhúsin á fyrstu árum sjötta áratugarins. 6 milljónir eiga hungurdauða á hættu í Vestur-Afríku Síðastliðið haust sagði Addeke Boerma, aðalforstjóri F A 0 að „mat- vælaöflun er nú erfiðari en nokkurn tíma síðan á fyrstu árunum eftir eyði- leggingar síðari heimsstyrjaldarinnar. Hættan á matvælaskorti er þegar orðin áþreifanleg staðreynd í Sahilf-svæðinu í Vestur-Afríku, þar sem 6 milljónir manna horfast í augu við hungur- dauða". Af þeim hveitibirgðum, sem nú eru til og eru þær minnstu í 20 ár, yrði „lítilll sem enginn afgangur til að vega móti þeim möguleika, að víðtæk- ur uppskerubrestur yrði árið 1 973. og mannkynið þarf að reiða sig um of á framleiðslu líðandi árs og þar af leið- andi á veðurfarið" Það vildi svo til, að 1 973 var fremur hagstætt ár, og kornframleiðsla komst aftur í 1 250 milljón tonn. Hveiti dafnaði vel í Rússlandi og Norður- Ameríku og hagstæður monsúh hafði í för með sér ágæta hrísgrjónauppskeru í Austurlöndum fjær. En framleiðslan í Austurlöndum nær og hinum máttvana Afríkulöndum minnkaði, þannig að meðaltalsframleiðsla í vanþrónuðu löndunum var minni en maðaltal ársins 1970 Það sem hveitibirgðir heims eru nú aðeins 22 milljónir tonna, sem er rúm- lega helmingi minna en þær voru fyrir tveim árum, þá er það ekki skrýtið, að nú í sumar er fylgzt með uppskeru- skýrslum af jafn mikilli natni og fylgzt er með fótboltaúrslitum. Vegna þurrka er þetta sumar hið óhagstæðasta fyrir brezka bændur síðan 1969. Miklar rigningar hafa þegar minnkað vetrar- framleiðslu Bandaríkjanna úr 44 milljónum tonna í um það bil 42 milljónir og vegna rigninga hefur sáð- lendi Kanada minnkað úr 26 milljón- um í 23 milljón ekrur Rússar áætla að framleiðsla þeirra muni nema 17 milljónum tonna minna en á síðatliðnu ári, þó að Pravda spái því, að þeir muni fara fram úr þeirri áætlun, þrátt fyrir kalt vor. Verðsveiflurnar skýr ábending Nýjustu spár Bandarikjamanna um hveitiframleiðslu ársins 19 74 hafa ver- ið lækkaðar í 369 milljón tonn, og það er almennt álitið, að það verði litið eða ekkert hægt að bæta metuppskeru siðasta árs Þar sem í ár er 80 milljón- um fleiri munna að fæða en siðastliðið ár, þá er ekki undarlegt að verðið er að hækka aftur Verðsveiflurnar hafa í raun og veru verið skýrasta ábendingin um hve ástandið er alvarlegt. Frá þvi snemma á árinu 1972 til fyrri hluta ársins 1974 hækkaði útflutningsverð á vetr- arhveiti frá Bandaríkjunum úr $60 i $220 fyrir hvert tonn, á gulum mais frá Bandarikjunum úr $ 51 í $ 1 31 og á hrisgrjónum frá Bangkok úr $131 I $595. Það getur vel verið, að þetta hafi haft sin áhrif á fjárhagsáætlanir venjulegra brezkra heimila, en fyrir fátæku þróunarlöndin var þetta spurn- ing um líf og dauða Vegna þess, að framleiðsla þeirra er orðin svo miklu minni en neyzluþörfin, þá þurfa þau jafnvel þegar allt gengur vel að flytja inn 60 milljón tonn af korni á ári Fyrir það þurftu þau að greiða $3 000 milljónir á árunum 1971—2, en þurfa nú að greiða $11.000 milljónir. En einmitt þegar þörf er mest, hefur matvælaaðstoð, sem þeim er veitt, minnkað úr 1 1 miljónum tonna af korni á ári i 6 milljónif, vegna þess að önnur lönd eiga einnig við örðugleika að striða Nú líta efnahagsmálin illa út Eftir að hafa fallið úr hámarksverði, hefur bandariska vetrarhveitið smáhækkað upp i $ 1 50 á hvert tonn, og vorhveiti i $ 1 80 Það hefur verið skýrt frá því, að brezkir malarar hafi samið um kaup á kanadísku hveiti fyrir meira en $ 1 80 tonnið, og eftir að hafa nýlega samið um nýjan útflutning á milljónum tonn- um til Kína, sagði kanadiski ráðherr- ann Otto Lang, að ,,öll ástæða væri til bjartsýni um að hið háa verð, sem hveiti selst á nú, myndi haldast fram yfir næsta árs uppskeruJafnvel hveiti-verðlagsnefnd Ástraliu hefur ný- lega komið á 16% hækkun, eftir að hafa lýst núverandi verði sem ..óraun- hæfu". Hvernig standa þá vanþróuðu löndin á vigi nú? Þau eru ófær um að rækta næga fæðu til eigin nota, og hafa enga möguleika á að greiða þetta háa verð fyrir allt, sem þau þurfa að flytja inn Þau standa frammi fyrir hærri flutn- mesta hœtta semnú steöjar að mann- kyninu ingskostnaði, því að flutningsgjöld frá Bandaríkjunum til Japan hafa fimm- faldazt í $34 fyrir hvert tonn og nýlegir flutningar til Kalkutta hafa kostað hvorki meira né minna en $55. Þeirra eigin framleiðslukostnaður hefur hækkað gífurlega, vegna þreföldunará olíuverði í heiminum. Díselolfa fyrir traktora og vatnsveitudælur er nærri ófáanleg í sumum löndum Saltpéturs- sýra og fosfat hafa hækkað með olíu- verðinu, og þær birgðir sem til eru, fara að mestu til rússneskra og banda- rískra bænda, svo lítið er eftir handa þróunarlöndunum. Áburðarskortur hefur þegar skemmt vorkornuppskeru Indlands og það sama virðist ætla að endurtaka sig með haustuppskeruna á hrísgrjónum Misræmið sífellt meira Sameinuðu þjóðirnar eru kvíðnar vegna hins geigvænlega útlits og hafa boðað til ráðstefnu um matvælaástand- ið í heiminum, sem á að halda í nóvember næstkomandi i Róm. Ef við litum fram á við til ársins 1985, sýna fyrstu miðurstöður hve miklu verra ástandið verður þá ýý Ibúatala jarðar mun aukast um 2% á ári. Matvælaþörfin mun aukast um 2,5% á ári, sem þýðir að þörfin mun aukast um 240 milljón tonn af korn- mat til manneldis, 200 tonn af kjöti, og mjólk auk annarra fæðutegunda, sem þarf til framleiðslu kjöts og mjólk- ur, og um 200 tonn af ávöxtum og grænmeti + Matvælaframleiðsla mun aukast um 2.7% á ári að meðaltali En á sama tima og framleiðsla i þróuðum löndum mun auðveldlega fullnægja neyzluþörfinni (2 8% aukn- ing á móti 1.6% neyzluþörf) þá mun hún alls ekki gera það i vanþróuðum löndum (2.6% framleiðsluaukning á móti 3.7% aukninguá neyzluþörf). Þannig mun misræmið verða meira Fyrir utan Argentínu og Thailand, sem flytja út korn, munu vanþróuðu löndin standa frammi fyrir kornskorti, sem mun nema 85 milljónum tonna i meðalári og allt upp í 100 milljónir tonna i slæmu ári. Samkvæmt núgild- andi verðlagi þýðir þetta $20 000 milljón á ári. Það eru til tvær gundvallarlausnir á vandamálinu — og báðar virðast jafn óframkvæmanlegar Tæknilega séð virðist einfaldast að hin duglegu, þróuðu lönd brúi gjána — en hvernig ættu vanþróuðu löndin að fara að þvi að greiða innflutningsgjöldin? Hins vegar gætu vanþróuðu löndin aukið framleiðslu slna til þess að mæta eigin þörfum — en hvar i ósköpunum ættu þau að fá fjármuni, menntun og jafnvel þá festu, sem þarf til þess að sigrast á vandanum? Og jafnvel þótt meiri mat- væli væru framleidd, hvaða kerfi gæti nokkurntlma tryggt það, að þau færu til þeirra, sem mest þurfa á þeim að halda, en ekki þeirra, sem eiga feitustu pyngjuna og hafa bezta dreifingarkerf- ið? Það má vel vera að ef Indverjar vildu aðeins éta kýrnar sinar, drepa rotturn- ar, fá bandarlska yfirmenn i áburðar- verksmiðjurnar og nema brott hömlur á matvælaviðskiptum sínum, þá væri hálfur vandi þeirra leystur En þetta mun ekki gerast Og það, sem hvílir eins og skuggi yfir vandanum, er hið ótrygga ástand, sem skapast af þvi, að veðurbreytingar geta breytt fram- leiðslumagninu ufn 4% til eðá frá á ári hverju, og það getur munað 10Ö milljönum tonna i framleiðslu Hvar eru þeir skipuleggjendur, sem geta ráðið úr þvi vandamáli? <Þý8. J.Þ.Þ.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.