Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1974 Verzlunarmannahelgin 3 — 5 ágúst 1. Ferð í Þórsmörk. 2. Ferð að Lagagýgjum. Uppl. í skrifstofunni daglega frá 1 — 5 og á kvöldin frá kl. 8 — 1 0. Sími 24950. Farfuglar. Kristniboðssambandið Almenn samkoma verður i kristni- boðshúsinu Betanía. i kvöld kl. 8.30. ívar H. Gamm, ritstjóri frá Noregi talar ásamt fleirum. Allir eru velkomnir. Áætlaö verö meö ryövörn Kr. 607.935 góölr greiösluskilmdlar Keene sigr- aði á Kúbu I ÞÆTTI hér í blaðinu fyr- ir skömmu var greint frá sigri sænska stórmeistar- ans Ulf Anderson á minn- ingarmóti Capablanca á Kúbu. Að því móti loknu héldu Kúbumenn annað mót, þar sem nokkrir af þeim, sem tefldu á minn- ingamótinu, voru á meðal þátttakenda. Úrslit síðara mótsins urðu sem hér seg- ir: 1. Keene (England) 12 v., 2. Rodriguez (Kúba) 11 v., 3. Tatai (Ítalía) 9V4 v., 4. — 6. Jimenez, Diaz og Gar- cia (allir frá Kúbu) 8lÁ v. Raymond Keene tefldi á Reykjavíkurskákmótinu 1972, eins og ýmsir munu muna, og nú skulum við líta á eina af skákum hans frá þessu móti. Hvftt: Jimenez (Kúba) Svart: R.D. Keene (England). Pirc vörn 1. e4 — g6, 2. d4 — Bg7, 3. Rc3 — d6, 4. Be3 — a6!?, (Þessi íeikur er runninn frá júgóslavneska stórmeistaranum B. Ivkov og miðar að framrás peð- anna á drottningarvæng. I þessari stöðu er einnig oft leikið 4. — c6, en textaleikurinn hefur þann kost, að svartur getur leikið c5, án leiktaps, og sömuleiðis getur svarti drottningarbiskupinn orðið öflugur á b7). 5. Dd2 (Annar möguleiki er hér: 5. a4 — Rf6, 6. h3 — 0-0, 7. Rf3 — Rc6, 8. Be2 — e5 og staðan er jöfn, Scholl — Keene 1971). 5. — Rd7, 6. f3 — b5, 7. Rh3 (Eða 7. a4 — b4, 8. Rdl — Hb8, 9. a5 — e5, 10. d5 — f5, 11. Ha4 — b3! og svartur náði öruggu frum- kvæði, Balinas — Ivkov, Lugano 1968). 7. — Bb7, 8. Be2 — c5, 9. Rf2 (Hér kom einnig sterklega til greina að leika 9. d5; nú nær svartur örugglega að jafna tafl- ið). 9. — cxd4!, 10. Bxd4 — Rgf6, 11. 0-0 — 0-0, 12, a3 — Dc7, 13. Hacl — Rb6, (Byrjunartaflmennska svarts hef- ur heppnazt mjög vel og hvítur á þegar 1 erfiðleíkum; næsti leikur hans er heldur vandræðalegur og verður ekki til þess að bæta stöð- una). 14. Rg4 — Rxg4, 15. fxg4 (Ekki 15. Bxg7 vegna 15. — Rxh2!) eftir JÓN Þ. ÞÓR 17. Khl — Dc5, 18. Dd2 — Kg7, 19. Rd5 — Bxd5, 20. exd5 — Re5, (Svartur stendur nú mun betur. Menn hans vinna vel saman, ridd- arinn er mun sterkari en biskup- inn á e2 og hvíta peðastaðan er slæm. I næstu leikjum undirbýr svartur gegnumbrot á drottning- arvæng). 21. c3 — Hc7, 22. Hcdl — Kg7, 23. Hf4 — Hb8, 24. h3 — a5, 25. Hal — Hcb7, 26. b4 — Dc7, 27. a4 (Hvítur vill ekki bíða aðgerðar- laus, en opnun taflsins er svörtum í hag). 27. — axb4, 28. cxb4 — bxa4, 29. Hxa4 (Betra var 29. b5). 29. — Hc8, 30. Hd4 — Dcl+, 31. Kh2 — Dbl, 32. Ba6 (Þannig hyggst hvítur leysa vand- ann, fá 2 hróka fyrir drottning- una). 32. — Hc2, 33. Bxb7 — Db2! (Skemmtilegur leikur, sem gerir allar vonir hvíts að engu. Nú dug- ir ekki 34. Df4 vegna Hxg2+, og síðan Hf2). 34. Dxc2 — Dxc2, 35. Ha3 — Db2! og hvftur gafst upp. Garður til sölu steinsteypt eldra einbýlishús, hæð og góður kjallari. Stór lóð ca. 3000 ferm. Fasteignasala, Vilhjálms og Guðfinns, Keflavík, simar 1262 og 2890. SÍÐUSTU HJÓLHÝSIN 1974 Örfá CAVALIER hjólhýsi óseld á óbreyttu verði. Einnig eitt stk. sérsmíðað fyrir félagssamtök t.d. vatnsmiðstöð og stór ísskápur. Vitað er að mikil erlend verðhækkun verður á næstu sendingu, vorið 1 975. Gísli Jónsson & Co h.f. Sundaborg, Klettagörðum 1 1, sími 86644.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.