Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JIJLI 1974 Tvö mörk á siðustu tveimur mínútunum Jafntefli í rokleik IBV og Fram í Eyjum ÞAÐ segir sína sögu um áhrif vindsins á ieik IBV og Fram I Vestmannaeyjum á laugardag- inn, að einn ieikmaður meiddist á höfði og þurfti að ieita til læknis beinlfnis fyrir áhrif vindsins. Var það Jón Pétursson, sem „skall- aði“ Óskar Valtýsson I stað bolt- ans, þvf að boltinn hafði hrein- lega stöðvazt f loftinu vegna vindsins. Þótt liðin reyndu að byggja sóknarlotur sfnar á spili fremur en langspörkum og hlaupum, var leikurinn oftast þófkenndur og hættuleg tækifæri voru fá. Þegar Icikmenn ætluðu að senda bolt- ann til samherja sinna, fór gjarn- an svo, að boltinn fauk til and- stæðinganna — og svo framvegis. Gekk Vestmannaeyingunum öllu betur að ná upp spili í fyrri hálfleik, er þeir léku gegn vindin- um, en í síðari hálfleik snerist dæmið við og Framararnir náðu samspili. Voru sóknarlotur Fram- ara í síðari leiknum öllu hættu- legri en hjá heimamönnum í þeim fyrri og er þvf ekki óeðlilegt að segja, að Framarar hafi verið betri aðiiinn í leiknum. Var raun- ar einkennilegt, að Vestmanna- eyingar skyldu ekki sýna meiri kraft og baráttu en raun varð á, þegar litið er á, að þeir voru á heimavelli. JAFNTEFLIÐ LA .1 LOFTINU Vestmannaeyingarnir voru frískari í upphafi leiksins og sóttu stíft upp kantana. Virtust varnar- menn Fram seinir að átta sig á óeðlilegum hreyfingum boltans vegna vindsins og stóðu kyrrir og biðu eftir honum í stað þess að hlaupa á móti honum, en boltinn komst hins vegar ekki alltaf alla leið, heldur fauk til sóknarmanna og IBV. Varð fyrsta markið með þessum hætti. Sótt var upp kant- inn og gefið fyrir markið, varnar- menn Fram náðu ekki að hreinsa frá og boltinn barst til Sveins Sveinssonar, sem skoraði örugg- Iega með föstu skoti utarlega úr vítateignum. 1:0 fyrir ÍBV og að- eins átta mínútur liðnar af leikn- um. En smám saman áttuðu Fram- arar sig á aðstæðunum og fóru að stöðva sóknarlotur heimamanna af öryggi, þannig að ÍBV átti vart hættulegt tækifæri það sem eftir var hálfleiksins. Hins vegar var Elmar Geirsson stöðugt ógnandi með hraða sínum á hinum vallar- helmingnum og hefðu Framarar án efa getað jafnað fljótlega, ef hinir sóknarmennirnir hefði eitt- hvað hjálpað Elmari. En svo var ekki; þeir Kristinn og Eggert sá- ust vart í fyrri hálfleik og raunar litlu meira í þeim síðari. Tvívegis skall hurð nærri hæl- um við mark IBV, en í bæði skipt- in fór boltinn utan á markstöng og aftur fyrir markið. A 16. mín. fengu Framarar hornspyrnu, varnarmaður ÍBV ætlaði að sparka boltanum frá, en hitti illa, þannig að boltinn hrökk í átt að markinu, en Ienti utan á stöng- I 4WSt Viðar Elfasson kominn f skotfæri, en Sigurbergur er ekki á þvf að hleypa skotinu f gegn. LIÐ VIKUNNAR '1 Sigurður Haraldsson, Val Guðni Kjartansson, tBK Dýri Guðmundsson, Val Björn Lárusson, IA Einar Friðþjófsson, IBV Hörður Hilmarsson, Val Jóhannes Eðvaldsson, Val Haraldur Sturlaugsson, IA Karl Þórðarson, IA. Kristinn Björnsson, Val Ólafur Júlfusson, IBK EINKUNNAG J ÖFIN tBK Þorsteinn Ólafsson 3 Gunnar Jónsson 3 Ástráður Gunnarsson 2 Lúðvfk Gunnarsson 2 Guðni Kjartansson 4 Hörður Ragnarsson 2 Karl Hermannsson 3 Grétar Magnússon 3 Kári Gunnlaugsson 2 Steinar Jóhannsson 2 Ólafur Júlfusson 3 Albert Hjálmarsson (varam) 1 LIÐ IA Davfð Kristjánsson 3 Björn Lárusson 4 Benedikt Valtýsson 3 Þröstur Stefánsson 3 Jón Gunnlaugsson 3 Hörður Jóhannesson 3 Karl Þórðarsson 4 Jón Alfreðsson 2 Teitur Þórðarsson 2 Haraldur Sturlaugsson 3 Matthfas Hallgrfmsson 2 Vfkingur: Diðrik Ólafsson 3 Eirfkur Þorsteinsson 1 Magnús Þorvaldsson 2 Jón Ólafsson 2 Helgi Helgason 2 Gunnar Gunnarsson 3 Þórhallur Jónasson 1 Jóhannes Bárðarson 2 Hafliði Pétursson 1 Gunnar örn Kristjánsson 2 Óskar Tómasson 2 Kári Kaaber (varam) 1 IBA: Samúel Jóhannsson 3 Steindór Þórarinsson 2 Sigurður Lárusson 2 Aðalsteinn Sigurgeirsson 2 Gunnar Austf jörð 3 Jóhann Jakobsson 1 Þormóður Einarsson 2 Kári Arnason 2 Sigbjörn Gunnarsson 2 Gunnar Blöndal 2 Árni Gunnarsson 2 IBV: Ársæll Sveinsson 2 Ólafur Sigurvinsson 2 Einar Friðþjófsson 3 Þórður Hallgrfmsson 1 Friðfinnur Finnbogason 1 Kristján Sigurgeirsson 1 Snorri Rútsson 2 Tómas Pálsson 2 Sveinn Sveinsson 2 Viðar Elfasson 1 örn Óskarsson (varamaður* 2 Fram: Þorbergur Átlason 2 Jón Pétursson 1 Ómar Arason 2 Gunnar Guðmundsson 2 Marteinn Geirsson 2 Sigurbergur Sigsteinsson 2 Guðgeir Leifsson 2 Kristinn Jörundsson 1 Ásgeir Steingrfmsson 1 Ásgeir Elfasson 2 Elmar Geirsson 3 Ágúst Guðmundsson (varamaður) 2 Snorri Hauksson (varamaður)l inni. A 19. mfn. tók Eggert auka- spyrnu langt fyrir utan teiginn og ætlaði að senda fyrir markið, en boltinn sveigði af leið og lenti utan á stönginni. Á 41. mínútu kom svo jöfnunar- mark Framara. Guðgeir Leifsson tók hornspyrnu og sendi háan bolta rétt fyrir framan markið. Ársæll stökk upp til að reyna aó góma boltann, en missti hann yfir sig og boltinn fór beint í markið, án þess að varnarmennirnir gætu nokkuð að gert. SPENNANDI LOKAMlNtJTUR Vart er hægt að segja, að heima- menn hafi skapað sér önnur tæki- færi í síðari hálfleik en allmargar hornspyrnur, en vörn Fram var alltaf vel á verði, þar til rétt í lokin. Hins vegar gekk Frömur- um betur í sóknartilraununum; þeir prjónuðu sig áfram með vindinn í fangið og var Guðgeir Leifsson maðurinn á bak við flestar sóknarloturnar. Voru síðustu 15 mínúturnar einkar spennandi, þvf að þá var baráttugleði beggja liða orðin mikil og ekkert gefið eftir. Á 36. mín. var Elmar kominn með boltann inn í teig og var Einar Friðþjófsson samsfða hon- um. Virtist Elmar aðeins eiga eftir að reka smiðshöggið á sókn- ina og þruma boltanum í netið, en Einar náði að ræna boltanum frá honum á síðasta augnabliki. A 41. mín. sótti Ásgeir Elfasson upp að marki ÍBV og gaf fyrir á Guðgeir. Ársæll var hlaupinn út úr markinu og Guðgeir þrumaði á markið, en beint á Einar Frið- þjófsson, sem stóð nærri marklín- unni. En þremur mínútum síðar, á næstsíðustu mínútu leiksins, komust Framarar yfir, 2:1. Elmar hafði fengið sendingu í glufu og þaut inn f teiginn með Ólaf Sigur- vinsson á hælunum. Skyndilega féll Elmar, — en skiptar skoðanir voru um það meðal áhorfenda, Texti: Stefán Halldórsson. Mynd: Guðlaugur Sigurgeirsson. hvort Ólafur hefði verið valdur að því eða hvort Elmar hafi bara dottið. En Þorvarður dómari gerði hið eina rétta, benti hik- laust á vítapunkt — og Marteinn skoraði örugglega. Töldu nú flestir, að sigur Fram væri óumflýjanlegur, — en greinilega ekki leikmenn ÍBV. Þeir hófu strax stífa sókn, sem lauk með því, að Framarar settu boltann aftur fyrir endamörk. Hornspyrnan var tekin með hraði og boltinn flaug beint á höfuð Arnar Óskarssonar, sem skallaði í mark. Staðan orðin 2:2 og nokkrum sekúndum síðar var leikurinn flautaður af. LIÐIN Vindurinn sá til þess, að leik- mönnum tókst fæstum að sýna hvað í þeim býr. En af Frömurum komu Guðgeir og Elmar bezt út, Elmar með hraða sínum og sókn- dirfsku og Guðgeir með uppbygg- ingu og spili. Sóknarmenn IBV voru ekki eins líflegir og oft áður, en hins vegar átti Einar Frið- þjófsson mjög góðan leik í vörn- inni og hjálpaði einnig til í sókn- inni. 1 STUTTU MÁLI: Vestmannaeyjavöllur 27. júlí: ÍBV—Fram 2:2. Mörkin: IBV: Sveinn Sveinsson á 8. mín. og Örn Óskarsson á 90. mín. Fram: Guðgeir Leifsson á 41. mín og Marteinn Geirsson á 89. mfn. Áminning: Þórður Hallgríms- son, IBV, fyrir ljótt brot á Elmari Geirssyni. Áhorfendur: Um 500. Dómari: Þorvarður Björnsson, dæmdi að mestu vel. MARKHÆSTIR Eftirtaldir leikmenn hafa skorað flest mörk f keppninni f 1. deild Islandsmótsins f knatt- spyrnu: Steinar Jóhannsson, IBK 6 Matthfas Hallgrfmsson, lA 5 Teitur Þóraðarson, ÍA 5 örn Óskarsson, IBV 5 Gunnar Blöndai, IBA 4 Jóhann Torfason, KR 4 Kristinn Jörundsson, Fram 4 Ólafur Júlfusson, tBK 4 Sveinn Sveinsson, IBV 4 I 2. deild eru eftirtaldir leik- menn efstir á blaði: Loftur Eyjófsson, Haukum 10 Ólafur Friðriksson, Breiðabliki 8 Guðmundur Þórðarson, Breiðabliki 7 Sumarliði Guðbjartsson, Selfossi 6 Ólafur Danivalsson, FH 6 Jóhann Hreiðarsson, Þrótti 6 Helgi Ragnarsson, FH 6 STIGAHÆSTIR o Eftirtaldir átta leikmenn hafa hlotið flest stig f einkunnagjöf blaðamanna Morgunblaðsins: Jóhannes Eðvaldsson, Val 35 Jón Gunnlaugsson, lA 32 Gunnar Austf jörð, IBA 28 Óskar Valtýsson, IBV 28 Karl Þórðarson, IA 27 Ólafur Júlfusson, IBK 27 Þorsteinn Ólafsson, lBK 27 Þröstur Stefánsson, IA 27 O 1. DEILDI L HEIMA tJTI STIG 1 Akranes 11 3 1 0 9:2 3 4 0 8:4 17 Keflavfk 11 3 3 0 11:3 3 0 2 7:5 15 Vestmannaeyjar 11 13 2 6:8 1 3 1 8:6 10 Valur 11 2 3 1 11:10 0 3 2 3:5 10 KR 11 2 2 1 6:4 12 2 7:12 10 Fram 11 12 3 7:9 1 3 1 6:6 9 Akureyri 11 113 4:10 2 2 2 8:13 9 Vfkingur 11 0 2 3 3:6 2 2 2 7:7 8 2. DEILD L HEIMA CTI STIG FH 11 3 2 0 12:1 5 1 0 14:2 19 Breiðablik 11 4 0 2 19:6 3 2 0 12:5 16 Þróttur 11 4 2 0 13:5 1 3 1 6:7 15 Haukar 11 2 3 1 10:6 3 0 2 8:7 13 Selfoss 11 3 0 2 12:8 1 0 5 4:12 8 Völsungur 11 3 0 2 11:8 0 15 6:18 7 Ármann 11 2 0 4 7:13 1 1 3 5:12 7 Isafjörður 11 1 1 4 6:10 0 0 5 2:22 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.