Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1974 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjorn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. essa dagana standa yfir viðræður um myndun nýrrar vinstri stjórnar með aðild Alþýðu- flokks og fráfarandi stjórnarflokka. Sú stað- reynd, að Alþýðuflokkur- inn hóf þátttöku í þessum vinstri viðræðum hljóða- og átakalaust hefur að von- um vakið nokkra athygli, enda óhætt að fullyrða, að þeir kjósendur Alþýðu- flokksins í síðustu þing- kosningum eru býsna margir, sem ekki greiddu flokknum atkvæði til þess að greiða fyrir myndun nýrrar vinstri stjórnar. I bréfi því, sem Alþýðu- flokkurinn sendi formanni Sjálfstæðisflokksins, er hann gerði tilraun til stjórnarmyndunar, hafn- aði Alþýðuflokkurinn þátttöku í viðræðum um myndun þriggja flokka stjórnar á þeirri forsendu, að slíkt samstarf mundi ekki fullnægja kröfum Al- þýðuflokksins um samráð við verkalýðshreyfingu um aðgerðir í efnahagsmálum. Eins og Mbl. vakti athygli á þá hlaut sú forsenda fyrst og fremst að eiga við um Framsóknarflokkinn. Nú á Alþýðuflokkur í viðræð- um við fráfarandi stjórnar- flokka, en það var einmitt tregða þeirra til þess að hafa fullt samráð við verkalýðshreyfinguna, sem leiddi til þess, að Björn Jónsson forseti Al- þýðusambands Islands sagði sig úr ríkisstjórninni. Hvernig þátttaka Alþýðu- flokksins í vinstri viðræð- um nú samrýmist því sjónarmiði, sem fram kom í bréfi Alþýðuflokksins til formanns Sjálfstæðis- flokksins er erfitt að skilja. I tilefni af þeim viðræð- um, sem nú fara fram um myndun nýrrar vinstri stjórnar, er ekki úr vegi að minna á afstöðu þeirra flokka, sem að þessum við- ræðum standa til varnar- málanna. I lok marzmánað- ar síðarliðins komust frá- farandi stjórnarflokkar að samkomulagi um svonefnd- an umræðugrundvöll í varnarmálum. Kjarni hans var sá, að varnarliðið skyldi hverfa af landi brott á örfáum misserum, en Atlantshafsbandalaginu veitt mjög ófullkomin og allsendis ófullnægjandi að- staða hér á landi. Þegar á sl. vetri lýsti Alþýðu- flokkurinn algerri and- stöðu við þessa stefnu frá- farandi stjórnarflokka í varnarmálum. Þegar und- irskriftasöfnun „Varins lands“ hófst gaf þingflokkur Alþýðuflokks- ins út sérstaka yfirlýsingu, þar sem lýst var eindregn- um stuðningi við undir- skriftasöfnunina. I kosn- ingabaráttunni var stuðn- ingur við markmið „Varins lands“ margltrekaður af hálfu forystumanna Al- þýðuflokksins og því var lýst yfir af þeirra hálfu að draga bæri til baka um- ræðugrundvöll þann, sem fráfarandi stjórnarflokkar höfðu sameinazt um. Vegna grundvallar- ágreinings um varnarmál- in hljóta þau að verða mjög á döfinni I þeim viðræðum um myndin vinstri stjórn- ar, sem nú standa yfir. Kjósendur Alþýuflokksins munu vafalaust fylgjast mjög rækilega með því, hvort fulltrúar flokksins í þessum viðræðum standa við margítrekaðar yfirlýs- ingar og gefin loforð I kosningabaráttunni um, að flokkurinn fylgi markmið- um „Varins lands“ og muni standa vörð um varnir landsins eða hvort gefið verður eftir frammi fyrir kröfum kommúnista til þessa að tryggja aðild Al- þýðuflokksins að nýrri vinstri stjórn, svo undarleg sem mörgum sýnist nú sú skoðun vera, að endurnýj- un Alþýðuflokksins geti bezt orðið með aðild hans að slíkri stjórn. En um leið og kjósendur Alþýðuflokksins fylgjast vel með því, hvernig flokkurinn tekur á varnar- málunum I vinstri viðræð- um er ekki að efa, að flokksmenn og stuðnings- menn Alþýðubandalagsins fýlgjast einnig vandlega með því, hvernig fulltrúum þess I vinstri viðræðunum gengur að koma fram þeim markmiðum þess flokks að gera landið varnarlaust. Ef marka má yfirlýsingar og loforð forsvarsmanna Al- þýðubandalagsins mætti ætla, að það vildi ekki eiga aðild að nýrri ríkisstjórn nema tryggt væri, að varnarliðið færi úr landi. Hvernig þessi markmið Al- þýðuflokks og Alþýðu- bandalags verða samræmd I vinstri viðræðunum er ein af þeim gátum, sem enginn getur svarað, en fengin reynsla landsmanna af vinstri flokkunum sýnir, að hver þeirra um sig og allir saman eru færir um að taka hin stórkostlegustu heljarstökk I grundvallar- málefnum, ef um það er að ræða að halda völdum. Þess vegna geta lands- menn átt á öllu von og verður afar fróðlegt að fylgjast með því, hvort sá sirkus, sem staðið hefur síðustu 3 ár, mun enn um skeið halda uppi sýningum landsmönnum til óbland- innar skemmtunar, en lítils gagns og að þessu sinni með þátttöku nýrra skemmtikrafta. VARNARMÁL OG VINSTRIVIÐRÆÐUR JÓHANN HJÁLMARSSON <^STIKUR Auglýst eftir glannaskap SEINT og um síðir berst fyrsta tölublað Eimreiðarinnar 1974. Þegar inngangi sleppir, sem að þessu sinni fjallar um Ragn- ar Jónsson sjötugan og uppgjöf einstaklinganna fyrir kerfinu, tekur við löng grein eftir breska blaðamanninn David Holden: Allende og goðsagna- smiðirnir. í greininni er all- harkalega ráðist á Allende. Hann er kallaður ýmsum ófögrum nöfnum, m.a. grautar- haus og leikari ástfanginn af byltingarhlutverki sínu frekar en alvarlega hugsandi leiðtogi, sem vissi hvert stefndi: „Hann var í raun réttri pólitískur draumóramaður, sem lét frekar stjórnast af tilfinningum en skynsemi," segir David Holden. Meðal þess, sem Holden finnur Allende til foráttu, er að hann hafi dýrkað ofbeldi. I dauðan- um hrósaði Allende sigri vegna píslarvættis síns heldur Holden fram, mistök hans voru augljós, stjórnarstefna hans var í rúst- um áður en að endalokunum kom. Meðal þess, sem Holden ber brigður á, er þáttur Bandaríkja- manna í falli Allendes, hann kennir einfaldlega óraunsæi Allendes og skýjaglóps hugsunarhætti um hvernig fór. Þótt málflutningur Holdens sé yfirdrifinn og hlaðinn fullyrð- ingum má ætla, að hann hafi nokkuð til síns máls. Hann er maður kunnugur chilenskum málefnum og þó ekki sé fyrir annað en andóf við þá Iofgjörð, sem algeng er, þegar rætt er um sóslalisma Allendes, er grein hans þess virði, að henni sé gaumur gefinn. Ólíkt skemmtilegra hefði þó verið að fá grein eftir innlendan höfund um málefni Chile og Suður- Ameríku yfirleitt, en Eim- reiðarmenn virðast ófundvfsir á hæfa menn til að fjalla um slík efni, leita frekar á náðir útlendinga. Annað dæmi um þetta má finna í Eimreiðinni, fyrirlestur eftir Helder Camara erkibiskup í Recife í Brasilíu. Stóryrðin sparar Camara sér, en þykkja hans er augljós, ekki síst í lýsingu hans á þeirri reynslu, ,,að tæknivæðing í van- þróuðum löndum gerir hina ríku enn ríkari og hina fátæku enn fátækari — að undanskild- um minnihluta þeim, sem fær atvinnu". Helder Camara leggur I fyrirlestri sínum áherslu á aukna menntun og fræðslu. Það eru ekki síst háskólarnir, sem hann bindur vonir sínar við. Heimspeki stjórnleysis nefn- ist ein þýdda greinin enn. Hún er eftir breska ljóðskáldið og Iistfræðinginn Herbert Read. Margt er vel athugað I grein þessari, en ég leyfi mér að vefengja, að heimspekilegir þankar af þessu tagi eigi mikið erindi í tímarit, sem hlýtur að líta á það sem köllun sína að vera til leiðbeiningar um efni, sem fyrst og fremst varða Is- land. Greinin er þess vegna undir sömu sök seld og margt af því þýdda efni, sem í Eim- reiðinni birtist. Það þarf að skipa þvf í íslenskt samhengi til þess að það nái tilgangi sínum. öðru máli gegnir um greinar eins og til að mynda Höfum við gengið til góðs? eftir Jón Steinar Gunnlaugsson og Þjóð- ernishyggju eftir Valdimar Kristinsson. I grein Jóns Steinars er deilt á ríkisforsjá, sem að hans dómi færist sífellt í aukana og er mjög hættuleg, m.a. vegna þess að „menn hætta að gera kröfur til sjálfra sín og kenna hinu föðurlega ríkisvaldi um allar ófarir“. Þau úrræði, sem Jón Steinar bendir á, felast í því „að dreifa þjóð- félagsvaldinu, þannig að það standi í sem nánustum tengsl- um við einstaklingana". Valdimar Kristinsson tekur til umræðu ýmsar ályktanir Sigurðar Líndals í Eimreiðar- viðtali fyrir skömmu. Um margt virðast þeir félagar sam- mála (báðir frægir fyrir Mel- rakkahugmynd sfna, þ.e.a.s. að flytja herstöðina í Keflavík norður á Melrakkasléttu), en Valdimar er smeykari en Sig- urður við þjóðernishyggju. Hann svarar þeirri gagnrýni Sigurðar, að mjög hafi dregið úr þjóðernishyggju Sjálfstæðis- flokksins með því að minna á reynslu mannkynsins af ákafri þjóðernisstefnu og bendir á þá skoðun, „að það sé einmitt þroskamerki flokksins að vera ekki í kapphlaupi við öfgaöfl um sem ákafasta þjóðernis- hyggju". Valdimar mælir með hófsemi flokksins í landhelgis- málinu, sem ber ekki að hans dómi „vott um skort á þjóð- ernisvitund heldur fremur þeirri trú, að við þurfum að jafnaði að lifa í sátt við ná- granna okkar, og að í þvf felist besta tryggingin fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar“. Viðtalið við Sigurð Líndal var mikill fengur fyrir Eimreiðina. Innlegg Valdimars Kristins- sonar er að sama skapi dæmi um, hvernig ritið getur stuðlað að jákvæðari og skynsamlegri umræðu. Þá er komið að grein, sem er kannski með því skemmtileg- asta í tímaritinu. Hún nefnist Bókmenntir eftir beztu heim- ildum, rabb um samband skáld- skapar og raunveruleika og er eftir Árna Þórarinsson blaða- mann. I greininni veltir Árni fyrir sér heimildaskáldskap og hefur m.a. til viðmiðunar tvær bækur frá síðasta ári: Yfir- valdið eftir Þorgeir Þorgeirs- son og Rauðamyrkur Hannesar Péturssonar. Að dómi Árna falla þeir Þorgeir og Hannes báðir í þá gildru að troða sínum eigin skoðunum upp á lesand- ann, víkja frá hinni hlutlægu frásögn. Dæmi þessa í Yfirvald- inu, sem Þorgeir kallar „skáld- sögu eftir bestu heimildum og Allende skilríkjum" er martröð sýslu- manns og siðferðileg og jafnvel pólitísk afstaða til hins félags- lega umhverfis sögunnar. I Rauðamyrkri eru að dómi Árna dæmi um „neyðarlegar athuga- semdir við söguefnið, jafnvel dóma yfir sögupersónum". Þegar Arni heldur þvf fram um verk Hannesar, að það verði „hvorki skáldskapur né sagn- fræði og kynni einna helzt að flokkast undir svonefndan „þjóðlegan fróðleik“ hittir hann reyndar naglann á höfuð- ið. Það er alls ekki fráleitt að líta á Rauðamyrkur sem þjóð- legan fróðleik, en bókin er þjóðlegur fróðleikur af vand- aðra tagi, þar sem heimild og skáldskapur renna saman f eitt. Grein Árna Þórarinssonar er full af skfrskotunum og nöfn- um eins og oft vill verða, þegar menn hafa nýlokið prófum í bókmenntum og hafa varla melt allt, sem í þá hefur verið látið. Arni lauk í fyrra B.A. prófi í samanburðarbókmennt- um frá East-Angliaháskóla í Norwich á Bretlandi. Margt af því, sem hann drepur á, hefði þurft nánari skýringar við. Hann minnist til dæmis á and- spyrnubókmenntir og á þá við Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.