Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.07.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JULI 1974 23 I APRÍL í ár tók við starfi safnvarðar Árbæjarsafns, Nanna Hermannsson, þjóð- háttafræðingur. Hún lærði í Svíþjóð og hefur unnið við þjóðminjasöfn í Dan- mörku og Færeyjum og auk þess verið lektor í Leeds i Englandi. Þegar Nanna tók við þessu starfi, hafði ekki verið fastur safnvörður við safnið síðan 1966, þegar Lárus Sigur- björnsson, fyrrverandi minja- og skjalavörður og frumkvöðull Árbæjar- safns, lét af störfum. Frá 1966 sá safnstjórn um framkvæmdir og stjórn safnsins, en í henni sátu Hörður Ágústsson, Hafliði Jónsson og Sigurjón heit- inn Sveinsson. Við sæti Sigurjóns tók siðar Leifur Blumenstein. Nú hefur verið gerð sú breyting, að Árbæjarsafn hefur verið lagt undir umhverfismála- ráð borgarinnar ásamt náttúruverndarnefnd og fegrunarnefnd, og er það ráð kosið pólitískri kosn- ingu. Ég spurði Nönnu, hvernig henni litist á þessa breytingu. „Ég verð auð- vitað“, sagði Nanna, „að sætta mig við ákvörðun nefndarinnar, en mér finnst líka traust að hafa stóra nefnd að baki, þannig að það komi engum á óvart, sem verið er að gera hér.“ Um framtíðaráform sagði Nanna: „Það sem gera þarf eru áætlanir, þar sem dregnar eru upp höfuðlín- ur fyrir safnið. Mér finnst þetta vera safn fyrir bæ- inn, eins konar viðbót við þjóðminjasafn, sem á að sýna þróun atvinnuveg- anna, en þar sem aðal- áherzlan verður lögð á húsið eða heimilið sem dæmi um kjör einstaklings- ins og þau áhrif, sem hann hefur á umhverfi sitt og þau áhrif, sem umhverfið hefur á hann. Þá er nauð- synlegt að fá fram ,,týpisk“ dæmi frá ýmsum þjóð- félagshópum og tímum, og sýnir safnið eins og það stendur í dag mörg dæmi um húsagerð af ýmsu tagi héðan úr bænum“. Er heppilegt að flytja húsin úr sínu upprunalega um- hverfi? — „Auðvitað er alltaf bezta lausnin að láta húsin standa á sínum stað, en þess ber að gæta, að mörg húsin eru lítilfjörleg og er óhjákvæmilegt, að þau verði rifin fyrr eða síðar, eins og t.d. Nýlenda, sem var steinbær og stóð við Nýlendugötu.“ Húsið Nýlenda var flutt í Ár- bæjarsafn fyrir nokkrum árum. Það var Gísli Jóns- son, fátækrafulltrúi, sem byggði húsið 1872, en síð- ast átti Ásbjörn Jónsson húsið og gaf safninu. Húsið stendur án innanstokks- muna og sagði Nanna að óskandi væri, að fólk, sem ætti gamlar myndir af hús- inu eða vissu á því deili, hefði samband við sig. Húsið verður opnað al- menningi til sýnis í ágúst. — „Það, sem mig langar til að fá“ sagði Nanna, „er heilt hús með öllu innbúi, þannig að hægt væri að sjá þær breytingar, sem orðið hafa á þvi í gegn um árin, því húsin eru lifandi og undir stöðugum breyt- ingum. Það, sem þarf til þess, eru gamlar myndir, sem teknar eru innandyra, og teikningar." Nú stendur yfir viðgerð húss, sem áður stóð við Laufásveg 31. Húsið er norskt kataloghús og er byggt 1902. í húsinu verður íbúð og skrifstofur safnvarðar og er búið að lagfæra það að utan og er nú verið að setja það í stand að innan. „Þar koma fram þessi vandamál, þeg- ar verið er að gera upp gömul hús, sem nota á þannig, að þau séu varð- veitt, en um leið gerð nota- leg til íbúðar og standist þannig nútímakröfur, hvað snertir hita og rafmagn. Nanna Hermannsson, þjóðháttafræðingur, safnstjóri Árbæjarsafns. Það þýðir ekki að gera eftirlíkingar, sem fólk gæti haldið að væru uppruna- legar. Fólk verður gjarnan að geta séð, hverju hefur verið breytt. Hlutina verður þó að gera þannig, að hægt sé að fjarlægja þessar innréttingar, ef hús- inu yrði breytt í safnhús.“ Varðandi verksvið safnsins sagði Nanna, að það hefði m.a. komið fram við undir- búning þróunarsýningar- innar í Laugardalshöllinni, að safnið þarf að geta veitt upplýsingar og lánað hluti. Þá bæri að lfta á svæðið í heild sem útivistarsvæði, þar sem fólk gæti gengið í þægilegu umhverfi um leið og það kynnist híbýlum lið- inna tíma. — S.Th. Vantar gamlar niyndir og teikningar Rætt við Nönnu Hermannsson, safnstjóra Arbæjarsafns • Skipulagstillaga að Ár- bæjarsafni. Tillöguna hef- ur Þorsteinn Gunnarsson arkitekt gert, eftir að hann og Hörður Ágústsson höfðu gert úttekt á öllum gamla hlutanum í Reykja- vfk. Gerðu þeir tillögur um hús, sem ættu að standa á sfnum stað, hús, sem þyrfti að flytja í Árbæjarsafn, og hvað mætti nota úr húsum, sem væru rifin. Dökku fletirnir á teikningunni tákna þau hús, sem hafa þegar verið flutt f safnið. Efst til hægri er gert ráð fyrir aldamótagötu og torgi, en neðar eru minni og eldri hús. 1 Laufásvegur 31. 2 Lfkn. 3 Efstibær. 4 DiIIonshús. 5 Þingholt. 6 Hábær. 7 WC. 8 Lindar- gata. 9 Nýlenda. 10 Verk- stæði og geymslur. 11 Hús, sem Ifklega verður fjar- lægt. 12 Silfrastaðakirkja. 13 Árbær. 14 Smiðshús. HTj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.